Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 46
46 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
15% staðgreiðslu afsláttur - Langur laugardagur
ANNAÐ árið í röð birtast manni
einstaklega alvarleg tíðindi af fyrr-
um starfsvettvangi mínum hvað
varðar mannréttindamál.
Enn og aftur virðist svo sem
meirihlutinn á Alþingi ætli að láta
þá furðu viðgangast að ætla Mann-
réttindaskrifstofu Íslands enga
beina fjárveitingu á fjárlögum. Mér
fallast hreinlega hendur þegar ég
heyri þar ofan í kaupið að fjármunir
á fjárlögum þessa árs liggi ónotaðir
í ráðuneytum frekar en
að láta skrifstofuna
njóta þeirra, a.m.k. í
verulegum mæli. Ég
neita hins vegar að
trúa því að hér sé um
pólitíska hefnd-
araðgerð að ræða, til-
komna af því að Mann-
réttindaskrifstofan
hefur lagt sjálfstætt og
óhlutdrægt mat á sam-
félagsmál sem ekki er
stjórnvöldum þókn-
anlegt, svo langt geta
menn ekki verið komn-
ir niður á við, þegar mannréttinda-
mál eru annars vegar og skoð-
anafrelsi hins vegar. Ég hefi verið
svo lánsamur að mega fylgjast með
starfi Mannréttindaskrifstofunnar á
umliðnum árum sem varamaður í
stjórn hennar og ánægjulegt hefur
verið að sjá á hve mörgu hefur verið
myndarlega tekið og í hvívetna
sinnt vökulli varðstöðu um hin dýr-
mætu mannréttindi sem við eigum
að vernda og bæta enn frekar. Ég
fagnaði því þegar stjórnvöldum
þótti sjálfsagt að veita allnokkrum
fjármunum til skrifstofunnar og
gjörðu henni þannig kleift að gegna
sínu mikilvæga hlutverki, hlutverki
sem er þýðingarmikið bæði á inn-
lendum vettvangi sem og í al-
þjóðlegu samhengi.
Vansalaust er það ekki
að slík starfsemi skuli
ekki njóta fyllsta sann-
mælis í þjóðfélaginu
og þar með hljóta
verðug verkalaun af
hálfu samfélagsins.
Þegar einnig er til
þess litið hversu fjöl-
menn og öflug heildar-
samtök standa þarna
að baki þá er sam-
félagsskyldan enn
meiri.
Ég hlýt að spyrja ykkur sem för
ráðið hvort ykkur sé virkilega al-
vara með þessari gjörð? Ég hlýt að
beina þeirri áskorun til Alþingis og
alþingismanna að við lokaafgreiðslu
fjárlaga fái þessi merka skrifstofa
unandi fjármuni til að sinna sínu
margþætta og verðuga hlutverki.
Mannréttindabrotin hvarvetna í
heiminum eiga að vera okkur stöðug
áminning um að rækta okkar eigin
garð sem bezt og eitt bezta ráðið til
þess er öflug og sterk Mannrétt-
indaskrifstofa Íslands.
Með myndarlegu framlagi yrði
sómi Alþingis að meiri.
Er ykkur alvara?
Helgi Seljan fjallar
um mannréttindamál ’Mannréttindabrotinhvarvetna í heiminum
eiga að vera okkur
stöðug áminning um að
rækta okkar eigin garð
sem bezt og eitt bezta
ráðið til þess er öflug
og sterk Mannréttinda-
skrifstofa Íslands.‘
Helgi Seljan
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
FYRIR rúmum hundrað árum var
Hringurinn kvenfélag stofnað. Frá
þeim tíma hafa Hringskonur starfað
að velferðarmálum barna og öðrum
góðgerðarmálum af miklum metnaði,
óbilandi bjartsýni og dugnaði. Árang-
ur starfa Hringskvenna að velferð-
armálum á Íslandi hefur verið mjög
mikill, augljósasta dæmið er Barna-
spítali Hringsins. Saga
Hringsins er saga góð-
gerðarmála og um-
hyggju á Íslandi síðast-
liðna öld.
Stuðningur Hringsins
við Barnaspítala Hrings-
ins er ótvíræður. Þáttur
Hringskvenna í bygg-
ingu Barnaspítalans er
ómetanlegur, og umtals-
verður hluti þeirra
tækja, sem notuð eru á
Barnaspítala Hringsins,
er gjafir kvenfélagsins. Í
viðurkenningarskyni við
þetta mikla starf ber spítalinn því
nafnið Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins
Fyrir rúmum tveimur árum flutti
Barnaspítali Hringsins í núverandi
húsnæði. Á árinu, sem nú er að líða,
verða innlagnir á Barnaspítala
Hringsins, til lengri eða skemmri
tíma, um sjö þúsund.
Tæplega tíu þúsund
börn munu koma á
bráðamóttöku spít-
alans og enn fleiri á
göngudeildir.
Fjölmargir, ein-
staklingar, fé-
lagasamtök og fyr-
irtæki, hafa stutt
Barnaspítala Hrings-
ins á liðnum árum.
Hringurinn kvenfélag
hefur verið þar í for-
ystu. Öllum þessum
aðilum þökkum við hlutdeild í þeim
aðbúnaði og þeim augljósa árangri,
sem náðst hefur á Barnaspítala
Hringsins.
Hringskaffi
Næst komandi sunnudag, 4. des-
ember kl. 13:30, fer fram hið árlega
jólakaffi Hringsins á Hótel Íslandi. Í
jólakaffinu bera Hringskonur fram
kaffi og ljúffengar kökur. Jafnframt
verða þar seld jólakort og happdrætt-
ismiðar með fjölmörgum vinningum.
Allur ágóði Hringskaffisins rennur til
styrktar Barnaspítala Hringsins.
Hringskonur hafa af óbilandi
dugnaði unnið ötullega að bættum
hag barna á Íslandi. Þær eiga heiður
skilið fyrir mikið og fórnfúst starf.
Það er von mín, að sem flestir sjái sér
fært að styðja Kvenfélagið Hringinn í
verki í Hringskaffinu, gera sér glaðan
dag og njóta þeirra ágætu veitinga.
Jólakaffi Hringsins
Ásgeir Haraldsson
minnir á jólakaffi
Kvenfélagsins Hringsins ’Þáttur Hringskvenna íbyggingu Barnaspítal-
ans er ómetanlegur, og
umtalsverður hluti
þeirra tækja, sem notuð
eru á Barnaspítala
Hringsins, er gjafir
kvenfélagsins.‘
Ásgeir Haraldsson
Höfundur er prófessor í barnalækn-
ingum, forstöðumaður fræðasviðs
Barnaspítala Hringsins og sviðsstjóri
lækninga á barnasviði Landspítala –
háskólasjúkrahúss.
Barnaspítali Hringsins.
AÐ TAKA þátt í samfélaginu er
mikilvægt fyrir alla, fyrir mann-
eskjur og samfélagið í heild.
Að taka virkan þátt í hagsmuna-
samtökum fatlaðra er góð reynsla
sem getur stuðlað að bættu sam-
félagi.
Oft á tíðum hefur
mér fundist okkur miða
of hægt í þá átt að sam-
félagið verði fyrir alla.
Hagsmunasamtök
eru mikilvæg til að
veita ríkisvaldi og sveit-
arstjórnum aðhald og
fyrir samfélagið í heild.
Nauðsynlegt aðhald
verður fremur mátt-
laust ef þátttaka fé-
lagsmanna er lítil eins
og þróunin hefur orðið
undanfarin ár.
Samfélagið hefur
breyst mikið á stuttum tíma, þar
sem ofgnótt afþreyingar og upplýs-
ingum rignir yfir fólk á degi hverj-
um í gegnum fjölmiðla og netmiðla.
Í sjónvarpinu er nóg af afþreying-
arefni og veruleikaþáttum til að
drepa tímann með. Tímaskorti er
kannski helst borið við vegna
dræmrar þátttöku í hagsmuna-
samtökum nú til dags þar sem flestir
vinna langan vinnudag og sá tími
sem eftir er aflögu fer í að sinna
börnum og heimili.
Markmið hjá hagsmuna-
samtökum fatlaðra er að allir geti
tekið virkan þátt í samfélaginu út frá
sínum forsendum.
Með bættu aðgengi fær fólk raun-
verulegt val um menntun, atvinnu
og húsnæði til að taka þátt. Það vill
oft gleymast að fatlaðir séu ger-
endur í sínu lífi.
Að þeir séu útivinnandi og lifi fjöl-
skyldulífi.
Við það að fatlast þarf viðkomandi
áfram að lifa sínu lífi og fara í vinn-
una, út í búð, á foreldrafund, í tóm-
stundir og ferðalög.
Fatlaðir einstaklingar hafa sama
rétt og aðrir þegnar en er oft mis-
munað á grundvelli fötlunarinnar.
Samfélagið gerir ekki ráð fyrir
þeim sem virkum þátttakendum
sem vilja hafa val um búsetu, at-
vinnu og þjónustu.
Af hverju er þetta svona og hver
stjórnar þessu? Lagfæra þarf ný-
byggingar eftir á, sem eiga að vera
aðgengilegar samkvæmt lögum.
Húsnæði er stundum tekið í notk-
un fyrir almenning þó svo að lyftu
vanti í það, en gert er ráð fyrir lyft-
unni á teikningum.
Svarið sem fengið er
við því að lyftuna vanti
er að ekki sé til pen-
ingar.
Af hverju er ekki
hægt að fara eftir lög-
um og reglum er við-
kemur aðgengi?
Getur vandinn legið
í því að yfirleitt er tal-
að um aðgegni fyrir
fatlaða, en ekki að-
gengi fyrir alla? Ef all-
ir landsmenn væru
fatlaðir væru hlutirnir
eflaust í betra horfi en
nú er í dag.
Oft þarf ekki mikið til þess að
gera úrbætur á gömlu húsnæði. Ég
vil að Laugavegurinn verði gerður
aðgengilegur eins og unnt er fyrir
viðskiptavini og starfsmenn.
Á almennum vinnumarkaði þurfa
fatlaðir að vera sýnilegri. Ég vil sjá
að fatlaðir geti unnið við þau störf
þar sem hæfileikar þeirra njóta sín,
hvort sem það er lestur frétta í sjón-
varpinu, vinna á leikskóla, í verslun
og þjónustu, starfi sem þingmenn,
ráðherrar og bæjarstjórar.
En af hverju sjáum við ekki fatl-
aða í þessum störfum?
Hluti af skýringunni gæti verið að
hinn fatlaði hafi ekki áhuga eða hann
þori ekki að sækja um slíkt starf þar
sem staðalímynd af fötluðu fólki er
svo einhæf.
Fatlaðir einstaklingar hafa farið
að sækja út á hinn almenna vinnu-
markað með aukinni menntun, sum-
ir starfa við kennslu, skrifstofustörf
ýmiss konar og í tæknigeiranum. Al-
mannatryggingakerfið og fé-
lagsþjónusta sveitarfélaga er mjög
vinnuletjandi og styður ekki við þá
sem eru að vinna, þar sem viðkom-
andi þarf að greiða fyrir sjúkraþjálf-
un, heimilishjálp og margs konar
viðbótarkostnað sem það felur í sér
að vera fatlaður.
Mikil þörf er á að bæði heilbrigð-
iskerfið og kerfi félagsþjónustu
verði skilvirkara með heildræna
stefnu þar sem allur umframkostn-
aður vegna fötlunar sé greiddur að
fullu svo að einstaklingar með fötlun
geti staðið jafnfætis öðrum á vinnu-
markaði og hafi val um búsetu óháð
fötlun.
Hvað get ég gert til þess að þjóð-
félagið verði fyrir alla?
Ég þarf að þekkja sjálfa mig. Að
geta horfst í augu við sjálfa mig,
mína kosti og galla.
Að vera sátt við sjálfa mig og mitt
hlutskipti.
Axla ábyrgð á sjálfri mér og upp-
lifa að ég sé hluti af heild og að þátt-
taka mín geti haft áhrif á að bæta
samfélagið.
Góð leið til þess að hafa áhrif á sitt
umhverfi og samferðafólk er að taka
þátt í pólitísku starfi.
Ég ákvað að hætta þessu tuði
heima hjá mér og snúa vörn í sókn á
hinum pólitíska vettvangi til þess að
hafa áhrif á mitt bæjarfélag.
Með því að taka þátt og mæta á
fundi þarf fólk að hugsa meira út í
aðgengi.
Að gert sé ráð fyrir því að ekki
séu allir eins, að allir geti ekki hopp-
að upp á aðra hæð á fundi.
Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga
að taka þátt í pólitísku starfi, hreyfi-
hamlaða, geðfatlaða, blinda, heyrn-
arlausa, og ekki síst fólk sem er af
erlendum uppruna að flykkjast í
flokkana, því á hinum pólitíska vett-
vangi eru ákvarðanirnar teknar.
Fróðlegt væri að vita hvernig að-
staða flokkanna er með tilliti til að-
gengis fyrir alla?
Það ætti að vera þeirra markmið
að gera kosningaskrifstofur sínar
aðgengilegar í komandi kosningum.
Hættum að glápa á „veruleikann“
í gegnum sjónvarpið. Verum sýnileg
og virkir þátttakendur í veru-
leikanum. Setjum aðgengi fyrir alla í
sem víðasta skilningi á koppinn.
Tökum þátt og förum alla leið í að
gera samfélagið fyrir alla.
Hættum að glápa
og tökum þátt
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
fjallar um málefni fatlaðra
í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra
Kolbrún Dögg
Kristjánsdóttir
’Markmið hjá hags-munasamtökum fatl-
aðra er að allir geti
tekið virkan þátt í
samfélaginu út frá
sínum forsendum.‘
Höfundur er varaformaður
Sjálfsbjargar lsf og starfar í
Samfylkingunni í Mosfellsbæ.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski vígslu-
skilningur fari í bága við það að
gefa saman fólk af sama
kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis,
biskups Íslands, kirkjuráðs og
kirkjuþings.
Jakob Björnsson: Útmálun hel-
vítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur
úr losun koltvísýrings í heim-
inum borið saman við að álið
væri alls ekki framleitt og
þyngri efni notuð í farartæki í
þess stað, og enn meira borið
saman við að álið væri ella fram-
leitt með raforku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og aug-
lýsingu um hana, sem hann telur
annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerð-
in hafnar hagstæðasta tilboði í
flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
mbl.issmáauglýsingar