Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 52

Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 52
52 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GEÐORÐIN tíu eru eftirfarandi: 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína ræt- ast Geðheilbrigði er lyk- ill velfarnaðar hjá ein- staklingum og að hag- vexti þjóða. Geðheilsa speglar það samfélag sem við búum í. Ungur frumkvöðull og eld- hugi, Héðinn Unn- steinsson, sá þessa sýn skýrt í eigin geðveiki og setti sér markmið. Hann vildi ekki aðeins auka eigið geðheilbrigði heldur allra Íslendinga. Það dugði því ekkert minna en brjálsemi til að ná settu marki. Héðni tókst að ná saman einstaklingum hvaðanæva úr samfélaginu í lið með sér. Hann var heppinn með tímasetningu því mik- ilvægi geðheilbrigðis á hagvöxt og hagsæld þjóða var orðin þekkt stað- reynd. Það sem byrjaði sem sýn varð að veruleika með forvarnaverk- efninu Geðrækt sem Lýðheilsustöð- in hýsir nú og er stýrt af Guðrúnu Guðmundsdóttur. Undirrituð átti samleið með þessum unga hugsjóna- og athafnamanni á meðgöngutíma verkefnisins, tók þátt í fæðingu þess og lagði grunninn að fyrstu upp- vaxtarmánuðunum. Nú skyldi mark- aðssetja geðið sem eftirsóknarvert og jákvætt og komast upp úr hjól- förum dulúðar, svartsýni og sjúk- dómstengingar sem alltaf hafði loð- að við. Fyrirmyndum sem hvöttu til dáða átti að tefla fram. Sjálfsvirð- ing, trú á eigin áhrifamátt og já- kvæð hugsun átti að vera í for- grunni. Umhverfis- og persónuþáttum sem vitað er að hafa áhrif á geð- heilsu manna, og hægt er að hafa stjórn á, átti að setja í forgang. Al- menningur átti að fá verkfæri í hendur til að efla bæði eigið geðheil- brigði og annarra. Gott sjálfstraust, streitustjórnun, aðlög- unarhæfni, góður að- búnaður, jafnrétti, jafnræði, uppbyggileg samskipti og fordóma- leysi voru mikilvægir þættir sem átti að vinna með. Leita varð í rann- sóknir sem tengdust hamingju, vellíðan og velgengni en ekki ein- kennum og sjúkdóms- greiningum. Hvatning flestra nútímamanna tengist efnahag. Þess vegna varð að leita í fróðleik tengdum einstaklingum sem náð höfðu langt í viðskiptum, voru yfirburðastjórnendur eða ein- staklingar sem áttu velgengni að fagna. Geðorðin tíu byggjast því á þeim eiginleikum sem prýða slíkar mann- eskjur. Það sem upphaflega var sett fram af greinarhöfundi á tveimur glærum fyrir almenning til að taka með sér heim og rækta að loknum fyrirlestri um geðrækt varð í hönd- um Héðins að „Geðorðunum 10“. Í samvinnu við Dóru Guðrúnu Guð- mundsdóttur sem einnig vann við geðræktina voru m.a. útbúin kort, veggspjöld og bolir. Bolirnir voru hugsaðir til þess að fólk læsi geð- boðskapinn á baki næsta manns þegar það væri að púla í ræktinni. Slagorðin voru lesin í útvarpi og eitt og eitt geðorð tekið til umræðu í út- varpsþætti í hverri viku. Námskeið í sambandi við hvert geðorð voru haldin fyrir almenning. Nú hefur Lýðheilsustöð – Geð- rækt tekið enn eitt skrefið. Að und- anförnu hafa geðorðin birst á stræt- isvögnum í Reykjavík, eitt geðorð á hverjum vagni, auk þess sem birst hafa stuttir pistlar í Morgunblaðinu þar sem einstaklingar úr íslensku samfélagi hafa tekið fyrir eitt Geð- orð og túlkað á sinn hátt. Síðasti pistillinn um Geðorð nr. 10 „Settu þér markmið og láttu drauma þína ræktast“ birtist einmitt í Morg- unblaðinu í dag. Til að boðskapur Geðorðanna 10 gleymist ekki hefur Lýðheilsustöð í samvinnu við sveit- arfélögin í landinu dreift seg- ulspjöldum ætluðum sem jólagjöf Lýðheilsustöðvar og sveitarfélag- anna til heimilanna í landinu. Lýð- heilsustöð leggur til segulspjöldin en hvert sveitarfélag sér um að dreifa þeim á heimilin. Þátttaka í þessu verkefni er mjög góð og að- eins örfá sveitarfélög sem sýndu því ekki áhuga. Geðorðin 10 hafa staðist tímans tönn, lifa sjálfstæðu lífi og finna sér nýja farvegi. Það gæti t.d. breytt stöðu og hlut- deild jaðarhópa í samfélaginu ef ein- staklingar sem taka ákvarðanir um nýtingu opinbers fjármagns gætu tileinkað sér boðskap geðorðanna. Ef t.d. stjórnmálamenn stunduðu langhlaup í stað spretthlaups þegar þeir taka ákvarðanir myndi margt breytast. Þjónusta við einstaklinga með skerta starfshæfni gæti einnig breyst. Áhersla yrði lögð á að finna og rækta hæfileika og drauma fólks í stað þess að einblína á vankantana. Þeir ná langt sem þora að vera öðruvísi, þora að fara óhefðbundnar leiðir og skera sig úr fjöldanum. Þeir sem njóta velgengni ná að fylgja eigin sannfæringu og hefja sig yfir neikvæðar raddir sam- ferðafólks síns. Heiðarleiki, áreið- anleiki og ábyrgð er næring lífs- árangurs og geðræktar. Boðskapur Geðorðanna 10 fellur um sjálfan sig ef þessar undirstöður vantar. Ég óska landsmönnum góðrar geð- heilsu. Geðorðin 10 Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um Geðorðin 10 ’Þeir ná langt sem þora að vera öðruvísi, þora að fara óhefð- bundnar leiðir og skera sig úr fjöldanum.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við Háskólann á Akureyri. HVAÐ kemur upp í huga þinn þegar þú lest þetta geðorð? Það fyrsta sem mér dettur í hug er að það er enginn annar en ég sem get sett mér markmið eða látið drauma mína rætast. Hver er sinnar gæfu smiður. Stundum blása vindar á móti og ef maður lítur á það sem áskorun þá er það skemmtilegt. Það væri í raun leiðinlegt ef það væru engir vindar sem myndu blása á móti og allt gengi upp í fyrstu til- raun. Ég gæti sett mér það mark- mið að verða forseti Íslands og þá færi ég að vinna í því og ég yrði örugglega góður forseti en það er ekki minn draumur. Það getur nefnilega enginn annar ákveðið þetta fyrir mann. Getur þú nefnt dæmi um það hvernig þetta geðorð hefur hjálpað þér? Ég er nýbúinn að kaupa mér íbúð og opna hárgreiðslustofu en það er nokkuð sem ég er búinn að vinna að lengi. Sem nemi hugsaði ég með mér að mig langaði að verða góður hár- greiðslumaður og opna stofu en ég hef reynt að vinna í því smátt og smátt. Ég er búinn að vera 16 ár í brans- anum en er fyrst núna að opna stofu, – góðir hlutir gerast hægt. Hvernig heldur þú að þetta geðorð gæti hjálpað þér? Tíunda geðorðið minnir mann á mik- ilvægi þess að setja sér markmið, bæði stór og smá. Þegar mark- miðum er náð þarf að setja sér ný markmið til að staðna ekki. Það minnir mann einnig á að vinna og hlúa að markmiðinu, það þarf að vökva það eins og blómin. Jafn- framt þarf að hafa í huga að óraun- hæf markmið geta farið illa með mann. Það er hægt að setja sér lítil markmið sem skila strax árangari, eins og að brosa í einn dag eða vera góður við vinnufélagana í dag. Að kaupa sér íbúð og ná árangri í starfi eru stór markmið en það eru önnur smærri markmið þar undir sem hjálpa til við að ná stóru markmiðunum. Smærri markmið geta oft skilað árangri samstundis eins og bara það að bjóða góðan daginn og koma vel fram við fjöl- skylduna. Mörgum finnst litlu markmiðin ef til vill ekki skipta máli en reynslan hefur kennt mér að þau gera það. Maður má ekki vera það upptekinn að ná stóru markmiðunum að litlu atriðin gleymist. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Svavar Örn Svavarsson skrifar um geðorð nr. 10 ’Þegar markmiðum ernáð þarf að setja sér ný markmið til að staðna ekki.‘ Svavar Örn Svavarsson Höfundur er hárgreiðslumaður með meiru. EKKERT dagblað les ég betur en Morgunblaðið. Það er yfirleitt áreiðanlegt og efnismikið og að- skilur almennt vel milli frétta og skoðana starfsmanna blaðsins. Ég við- urkenni þó að ég hef það fyrir sið að lesa ekki þann hluta blaðsins sem nefnist „Staksteinar“. Þeir minna mig of mikið á slúðurdálka sem finna má í öðrum fjöl- miðlum í ríkum mæli að mati mínu, þó með því sérkenni að í Staksteinum finnst alltaf sama einhliða afstaðan. Mér var bent á það 1. desember að minnst hefði verið á mig í Staksteinum daginn á undan. Nú las ég þá. Tilefnið virðist hafa verið grein mín sem hafði birst í Morgunblaðinu degi fyrr. Sagt var í Staksteinum að hún hafi verið vörn fyrir formann Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sól- rúnu. Þetta er að mínu mati mis- lestur á greininni. Hún fjallaði um hvernig sumir fjölmiðlar væru að búa til eigin raunveruleika, oft óháðan sannleika málsins, og esp- uðu hvor annan upp í þeirri við- leitni. Ég tók oftúlkun á skoð- anakönnunum hér sem dæmi. Ef ég man rétt hefur ágæt ritstjórn Morgunblaðsins nokkrum sinnum bent á svipaða hættu á árum áður. Persónulýsing Staksteinahöf- undar á mér er kostuleg en þar var skrifað: „Hann (þ.e. ég) á sér rætur í röðum hörðustu komm- únista á Íslandi á sínum tíma, þótt skoðanir hans hafi mildast með aldrinum eins og oft gerist.“ Þessi skrif segja meir um Staksteinahöf- und en mig Ég hef lýst nokkuð fræðilegum og stjórnmálegum þroska mínum í bókinni Íslenskir sagnfræðingar, seinna bindi, sem út kom árið 2002. Ekki ætla ég að endurtaka margt sem þar er sagt en læt þetta nægja: Ég var alinn upp á hákristilegu krataheimili í Reykja- vík, gerðist marxisti 14 ára en lét aldrei af þeirri tortryggni í garð Sovétríkjanna sem ég var alinn upp við. Ég fagnaði því ræðu Krúsjoffs um glæpi Stalíns snemma árs 1956 and- stætt félögum mínum, sem sumir voru þá bestu vinir núverandi aðalritstjóra Morg- unblaðsins og urðu síðar jafnvel atvinnu- stjórnmálamenn. Eftir stutta dvöl í röðum trotskýista í Bretlandi gerðist ég sannfærður krati og hef verið það síðan sem eru rúm 40 ár! Í kjölfarið var ég í kosningastjórn sér- framboðs Hannibals Valdimarssonar í Reykjavík árið 1967 og eftir það átti ég leyni- fundi með blaðamanni við Morgunblaðið um málefni Alþýðu- bandalagsins. Um- ræddur blaðamaður hefur nú lengi verið ritstjóri. Ég taldi það vera skyldu mína að berjast með öllum ráðum gegn allri sóvétstefnu í þeim flokki og það var nauðsynlegt á þeim tíma að mati mínu. Þessi framkoma lýsir öðrum ein- kennum: Ég hef löngum verið harðskeyttur við að halda fram meiningum mínum (þótt ég hafi hér eitthvað mildast með aldrinum eins og gengur!) Þessari ástríðu í meiningatúlkun hefur stundum verið ruglað saman við ein- stefnuakstur í þjóðmálum sem hef- ur alla tíð verið mér andstyggð. Ég hef alltaf stutt fjölbreytni í hugmyndum. Eftir að hafa lifað mjög lengi bæði í fræðimennsku og stjórn- málum, kynnst mörgu og horft á siði og stefnur koma og fara, hef ég í rauninni aðeins þessa hug- myndafræði að leiðarljósi. Heið- arleika, sannleiksást, ást á frelsi en þó mest óstöðvandi réttlæt- iskennd. Þegar eigin persóna er til umræðu Gísli Gunnarsson svarar Staksteinum Morgunblaðsins Gísli Gunnarsson ’Þessi skrifsegja meir um Staksteinahöf- und en mig.‘ Höfundur er prófessor í sagnfræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.