Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 56

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 56
56 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hilmir Hinriks-son fæddist í Vestmannaeyjum 31. mars 1932. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Júlíana Sigur- björg Erlendsdóttir, f. 3. sept. 1912, húsfrú í Rvík og Hin- rik Jónsson, f. 2. jan. 1908, lögfræðingur, síðast sýslumaður í Stykkishólmi. Þau eru bæði látin. Systkini Hilmis sammæðra eru: Rakel Björg, f. 6. febr. 1936, Jón, f. 29. júní 1939, Þór, f. 17. apríl 1943, og Ruth Thelma, f. 4. maí 1949. Faðir þeirra var Ragnar Valur Jónsson veitingamaður í Reykja- vík, f. 30. júní 1912, d. 8. maí 1981 Hinn 19. okt. 1952 kvæntist Hilmir, Huldu Sveinsdóttur sjúkra- liða, f. 30. jan. 1932, d. 19. ágúst 1992. Foreldrar hennar voru Hólm- fríður Eyjólfsdóttir, f. 20. ágúst 1892, d. 8. des. 1942, og Sveinn Ei- ríksson Sveinsson, f. 19. júlí 1899, d. 25. febr. 1989. Hilmir og Hulda hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Hveragerðis árið 1956 og bjuggu þar síðan. Börn Hilmis og Bergmundsson, f. 14. apríl 1977. c) Guðrún Björg, f. 13. apríl 1987, kærasti Böðvar Einarsson. Dætur Hjartar eru: Ragna, Arna og Helga. 4) Brynjólfur Sævar, vinnu- vélastjóri, f. 3. apríl 1956, maki Anna Viktoría Högnadóttir. Börn þeirra eru: a) Hulda Vigdís, f. 28. des. 1972, maki Eyþór Gíslason, þeirra börn eru, Íris, Viktor Gísli og Brynjólfur Þór. b) Árni Ágúst, f. 24. okt. 1975, maki Jóhanna Jóns- dóttir barn þeirra er Anna Dís. Sonur Árna og Söndru Gunnars- dóttur er Daníel Ágúst. 5) Júlíana, leikskólakennari, f. 2. júlí 1958, maki Viktor Sigurbjörnsson garð- yrkjufræðingur. Börn þeirra: a) Sigurbjörn, f. 31. okt. 1976, sam- býliskona Unnur Ögmundsdóttir. Barn Sigurbjörns og Kömmu Jóns- dóttur er Viktor. b) Hjalti, f. 15. jan. 1979, barn hans og Agnesar Krist- ínar Gestsdóttur er Júlíana. C) Hulda, f. 17. febr. 1994. 6) Harpa, tanntæknir, f. 13. apríl 1972. Dóttir hennar og Óskars Birgis Sigur- þórssonar er Rakel. Hilmir ólst upp á Gilsbakka í Vestmannaeyjum hjá móðurfor- eldrum sínum Björgu Sighvatsdótt- ur og Erlendi Árnasyni. Hilmir starfaði á bílaverkstæðum í Reykjavík og Hveragerði á yngri árum en frá árinu 1964 starfaði hann við Garðyrkjuskóla ríkisins þar til hann hætti störfum fyrir ald- urssakir. Útför Hilmis verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Huldu eru: 1) Erlend- ur, rafvirkjameistari, f. 9. febr.1952. Börn hans og Guðlaugar Bjarnþórsdóttur eru: a) Bjarnþór, f. 24. jan. 1977, sambýliskona Hafdís Una Bolladótt- ir, sonur Bjarnþórs og Rögnu Heiðrúnar Jónsdóttur er Anton Breki. b) Berglind, f. 18. des. 1979, dóttir hennar og Ragnars Inga Péturssonar er Jenný Björk. 2) Hólm- fríður Kristín, deildarstj., f. 31. mars 1953. Börn hennar og Sól- mundar Sigurðssonar eru: a) Daði Sævar, f. 22. júní 1974, kvæntur Ninnu Sif Svavarsdóttur. Börn þeirra eru: Svavar og Kristín Sif. b) Sigurður Magnús, f. 12. júní 1977, sambýliskona Agnes Heiður Magn- úsdóttir, börn þeirra Sólmundur Magnús og Snæfríður Rós. c) Sól- mundur Hólm, f. 14. júlí 1983, sam- býliskona Jóna Guðný Arthúrsdótt- ir. 3) Björg, f. 8. maí 1954, maki Hjörtur Már Benediktsson, garð- yrkjufræðingur. Börn Bjargar eru: a) Hilmir Guðlaugsson, f. 2. mars 1973, maki Laufey Heimisdóttir. Dætur þeirra eru: Eyrún Björg og Katrín Linda. b) Halldór Hlíðar Í dag er hann pabbi minn til moldar borinn. Hann veiktist fyrir um tveimur mánuðum af krabba- meini. Það var okkur öllum verulega þungbært að horfa á hann svona mikið veikan. Pabbi dvaldi síðustu dagana á hjúkrunarheimilinu Ási. Þar var allt gert sem hægt var til að lina þjáningar hans. Þegar ég hugsa um pabba þá man ég ekki eftir miklum skömmum frá honum nema þetta með fiskinn, ég borðaði ekki fisk í æsku. Það líkaði pabba ekki og hann reyndi að fá mig til að borða en það tókst ekki. Ég fór oftast til Stínu og fékk þar þann mat sem mér þótti góður, kex og appelsín. Það var svo sem ekkert gert við þessu, svona var þetta og pabbi hristi bara hausinn. Pabbi var hrútur eins og ég, við áttum sama afmælisdag og vorum mjög lík í skapi, sagði mamma allt- af. En eitt í sambandi við skapið. Pabbi var alls ekki eins langrækinn og ég er, hann var fljótur að gleyma. Hann mundi bara og heyrði það sem honum þótti skipta máli, annað fór út í buskann. Pabbi var rosalega fyndinn, orð- heppinn, skemmtilegur og svo var hann verulega sætur. Hann var mikill afi og sóttu barnabörnin mikið til hans. Strákarnir bæði mínir og systkina minna eiga margar skemmtilegar minningar um afa sem þeir hafa rifjað upp undanfarna daga. Þegar mínir strákar voru litlir þá sögðust þeir alltaf vera að fara í pössun til afa þó að amma stjanaði við þá á alla kanta. Mamma hló oft að þessu. Eftir að hún dó fóru þeir oft í pössun til afa og borðuðu svið og pönnukök- ur. Pabbi spurði strákana mína oft þegar þeir voru litlir hvað þeir hefðu fengið í matinn. Honum lík- aði ekki fæðið sem drengirnir fengu. Hann hló mikið þegar þeir sögðust hafa fengið brauðmat og spurði hvað það væri, það var kjöt- fars steikt á brauði. Hann átti ekki orð og spurði: Voru kartöflur með þessu? Nei, það var bara tómat- sósa. Pabbi talaði oft um það við mig að það væri skömm að fæði eins og pizzu og pastadrasli, það væri ekki mannamatur. Hann sagði að fólk ætti að borða venjulegan íslenskan mat en ekki þetta drasl. Hann var mikill matmaður og flinkur að elda og það var mjög góður matur man ég eftir, þegar það var ekki fiskur. Pabbi var á jólunum hjá okkur eftir að mamma dó. Hann kom oft- ast á aðfangadag fyrir hádegi. Þá byrjaði alltaf fjörið, strákarnir að flissa þegar afi raulaði sálma í sóf- anum, afi með flesta pakka, afi að spila við þá. Strákarnir sögðu alltaf að þeir væru heppnastir að hafa afa á jólunum. Pabbi var líka orð- inn langafi margra barna og minn- ast þau hans með mikilli hlýju. Rakel yngsta barnabarnið hans var honum mjög kær. Ef ég kom til hans þá spurði hann alltaf hvort ég hefði nokkuð hitt Rakel nýlega. Hún syngur eins og engill og söng oft fyrir afa Vestmannaeyjalög. Það gladdi hann mjög svo. Pabbi var með mjög mikla og skæða bíladellu. Hún lýsti sér í því að allir bílarnir hans voru bestir og þeir eyddu allir eins og saumavélar hvort sem þeir voru stórir eða litlir og svo unnu þeir svo vel. Eitt síðasta verk pabba áður en hann veiktist var að kaupa sér nýj- an bíl. Hann fór á rúntinn með Svavari frænda á hverjum degi. Pabbi var aldrei bíllaus. Hann gekk ekki mikið um ævina, hann varð að eiga bíl, gat ekki án hans verið. Að lokum segi ég við ykkur systkini mín og alla aðra sem eiga um sárt að binda: Við eigum fullt af frábærum minningum sem við skulum halda á lofti fyrir öll litlu börnin okkar. Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Hólmfríður. Okkur langar að minnast pabba okkar sem lést eftir stutta sjúk- dómslegu, en hann greindist með illkynja sjúkdóm fyrir tveimur mánuðum. Minningarnar hrannast upp en okkur eru efst í huga spilakvöldin eftir að hann flutti á dvalarheimilið Ás, en þriðjudagskvöldin voru okk- ar kvöld, spiluðum manna, raul- uðum Eyjalögin og skemmtum okkur saman. Þegar við mættum var pabbi sestur við borðið og oftar en ekki búinn að gefa í spilið, hita kaffi og kaupa ís eða annað með- læti. Spilaklúbburinn gerði meira saman, ógleymanleg er ferðin sem við fórum með honum í Fljótshlíð- ina, en þar var hann í sveit sem ungur drengur og þekkti hverja þúfu. Bílaáhugi pabba var mikill og var stundum farið á bílasölurúnt og auðvitað keyptur ís. Pabba varð tíðrætt um Vest- mannaeyjar seinni ár, minningar um ömmu sína og afa og auðheyrt að hann átti góðar æskuminningar. Afi hans var hagyrðingur en okkur áskotnaðist ljóð sem hann orti til pabba er hann var sex ára einn að leika sér á loftinu: Heyr þú mér nú Hilmir hljóður hjartans ástarvinur góður ertu hérna einsamall. Ó, já, ef þá sjaldan einhver kemur er það varla nokkur fremur en háaldraður hærukarl. (Erl. Árnason, Gilsbakka.) Við kveðjum pabba með söknuði og þakklæti fyrir allt. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þínar dætur, Júlíana og Björg. Aldrei hélt ég að það kæmi að því að ég þyrfti að kveðja Hilmi afa minn. Margar af mínum fyrstu minningum eru tengdar honum og Huldu ömmu. Hjá þeim var ég mikið sem barn, og þau snerust í kringum mig eins og allt frændalið- ið. Það var alltaf gott að leita til afa, fyrst með biluð hjól og seinna með bíla. Þá tuðaði hann svolítið í mér, að ég kynni ekkert á þetta drasl mitt og sýndi mér svo hvað best væri að gera. Oftast var það þó þannig að hann sagði mér til verka um leið og hann gerði hlut- ina sjálfur. Á unglingsárum fluttist ég til afa og ömmu og væsti ekki um mig þar. Þau hugsuðu bæði vel um mig, og margar góðar minningar eru tengdar afa, berum að ofan í sóf- anum eða í eldhúsinu að baka pönnukökur. En eitt var afi ekki sáttur við, og það var að ég væri á næturgöltri og viðhafði oft ófögur orð ef ég varð uppvís að því. Því afi var sérlundaður, gat rokið upp af minnsta tilefni og lesið mér pist- ilinn og ég fór stundum í fýlu út í hann. Í eitt skiptið gekk það svo langt að ég talaði ekki við hann í heilan mánuð, eða allt þar til hann braut ísinn svo við yrðum sáttir. Ég held að hann hafi yfirleitt ekki meint þessi stóru orð þegar hann las mér pistilinn, oft var ég ekki frá því að hann sæi eftir hinum stóru orðum sem voru látin fjúka. Því hlýjan var aldrei langt undan, og ég skynjaði að honum var um- hugað um mig, að ég lærði manna- siði og kæmist þokkalega til manns. Ekki átti ég að verða eins og Sámur í Teigi, en það var hund- ur sem afi minn þekkti ungur, er ævinlega launaði gott með illu. Okkar bestu stundir voru bíltúr- arnir. Frá því ég var smátittur fór ég með honum á bílasölur og sýndi honum jafnan hvar þær voru í Reykjavík. Síðasta bíltúrinn fórum við aðeins þremur vikum fyrir and- lát hans. Í bíltúrunum nærði hann bíladelluna, sem reynst hefur arf- geng, og frásagnargleðina, því hann hafði gaman af að segja sög- ur. Ég efast um að sögurnar hafi allar verið sannar, en þær voru flestar góðar, og margar minnis- stæðar. Hann var líka víðförull, og ég held að ekki sé til sá afleggjari við þjóðveg 1 sem hann hafði ekki farið um, eða að minnsta kosti hélt því fram. Ég held að afi hafi aldrei orðið samur eftir að amma dó. Hann stóð eins og klettur við hlið hennar í veikindum hennar allt þar til yfir lauk. Með henni missti hann eig- inkonu, sinn besta vin og ferða- félaga, því hún hafði ekki síður gaman af ferðalögum um landið en hann. Eftir að amma dó dvaldist ég oft hjá honum ýmist um lengri eða skemmri tíma. Mér er sérlega minnisstætt þegar ég bjó hjá hon- um sumarið 9́7. Þá var hann æv- inlega hress og kátur. Man ég eftir að við Hjalti frændi minn, en okkur kallaði hann iðulega landeyðurnar þegar hann var í stuði, sátum oft í eldhúsinu í Kambahrauni 30 og kóktum upp í hann á meðan hann reytti af sér brandara. Að leiðarlokum vil ég þakka afa mínum fyrir samfylgdina. Ég er þakklátur fyrir að dauðastríðið varð ekki langt og hversu vel var um hann hugsað undir það síðasta. Hér vil ég því koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks Dval- ar- og hjúkrunarheimilisins í Hveragerði. Afi ætlaði að vera hjá mér og fjölskyldu minni á aðfanga- dagskvöld. Hans verður sárt sakn- að, en við munum kveikja á kerti fyrir hann og minnast hans í þökk. Ég trúi því að hann sé núna kom- inn til ömmu og þau eru vænt- anlega á ferðalagi, jafnvel á jeppa, um ókönnuð lönd. Daði Sævar Sólmundarson. Hér sit ég í húsi móður minnar og reyni að ákveða hvað ég á að skrifa um minn besta vin og afa. Á þetta að vera eins og flestar minn- ingargreinar sem maður les, lof- ræða um hinn látna. En ég hef ákveðið að skrifa um Hilla afa eins og hann var. Ein af mínum fyrstu minningum tengd afa var þegar ég var fjögurra ára gamall og ákvað að flytja að heiman. Ég ákvað að pakka niður öllum þeim brýnustu nauðsynjum sem ég þyrfti til að komast af úti í hinum harða heimi svo sem öskubakka, nærbuxum og skóm af mömmu og ýmsu öðru gagnlegu. Ég hélt af stað með svartan ruslapoka í átt að húsi Hilmis. Það varð mér til happs að afi stóð úti við glugga og sá hvar litli strokumaðurinn kom kjagandi niður stíginn með pokann góða í eftirdragi. Hann kom á móti mér og studdi vin sinn síðasta spölinn í átt til fyrirheitna landsins. Þegar þarna var komið við sögu hafði ég ákveðið að taka upp nafnið Sig- urður Hilmisson vegna ágreinings við föður minn. Afi hafði meira en lítið gaman af þessu uppátæki mínu og varð tíðrætt um þetta at- vik og innihald pokans. Dvöl mín hjá afa í þetta sinn entist ekki nema eina nótt en þær áttu eftir að verða mun fleiri síðar. Á unglings- árunum vorum við frændurnir ég, Hjalti og Daði bróðir heimilismenn í Kambahrauni 30, afa til ómældrar gleði og mæðu í bland. Oft var hann ómyrkur í máli yfir stráka- pörum okkar frænda en Daði blandaði sér nú sjaldnast í þau. Einu sinni var honum alveg hætt að lítast á háttsemi okkar frænda og greip til þess ráðs að blessa bjórinn okkar í von um við mynd- um lagast, en ekki varð það nú raunin. Þótt ótrúlegt megi virðast var ég aðeins einu sinni rekinn út úr húsi Hilmis og sennilega var það í eina skiptið sem ég vann ekkert til þess. Þá hafði Daði bróðir veikst skyndilega aðfaranótt eins sunnu- dagsins og leikið baðherbergi Hilmis ansi grátt. En það var nú oft þannig í húsi Hilmis að ef einn ældi, þá ældu allir, svo við fengum báðir að fjúka. En það leið nú ekki á löngu þar til hús Hilmis varð minn griðastaður á ný og varð okk- ar samband oftast með miklum ágætum upp frá því. Þó að hann býsnaðist yfir því að mæta fá- klæddum stúlkum á ganginum þeg- ar hann var að fara að pissa á nótt- inni þá hafði hann gaman af þessu öllu saman og hló oft dátt. Síðasti gleðidagurinn sem ég átti með afa var þegar við fórum á Selfoss að kaupa nýja bílinn hans, þá var sá gamli glaður. Víst er að jólin án afa verða ekki eins. Svo ég vitni nú í vin minn Hemma Gunn þá gæti ég skrifað um hann Hilla tvö bindi, karlabindi og dömubindi, þó er ekki víst að það fengist birt í Mogganum. Í von um að þú, elsku afi minn, sért ekki hættur að lesa minningargreinarn- ar þar sem þú ert núna, þá kveð ég þig með þessum orðum: Nú horfinn ert á feðra þinna vit. Eftir margra ára gleði, sorg og strit. Þú hittir ömmu Huldu í himnasölum, og gleymir öllum sársauka og kvölum. Ég minnist þín með umhyggju og hlýju, og veit að hittast munum við að nýju. Þangað til ég minninguna geymi, í hjarta mínu og þér ég aldrei gleymi. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Sigurður Sólmundarson. Ég á margar yndislegar minn- ingar um Hilmi afa. Ein sú fyrsta er frá því er ég var í pössun hjá honum og Huldu ömmu þegar ég var um sex ára gamall. Þá var hann að skipta um hljóðkút á bíln- um sínum úti í skúr. Ég hékk vita- skuld yfir honum og þóttist vera fullorðinn meðan hann vann sitt verk. Þóttist vera kall. Þessi hljóð- kútur hefur ekki verið þungur, kannski svona fimm til átta kíló. Þegar afi hafði skrúfað ónýta hljóð- kútinn úr bílnum bað hann mig að rétta sér þann nýja. Ég reif undir kútinn af öllu afli og náði að mjaka honum til afa sem hrósaði mér líkt og ég hefði lyft bílnum fremur en hljóðkútnum. Sagði að ég væri maður. Ég man að mér þótti það ótrúlegt hrós. Eftir það sagði hann mér oft að ég væri maður. Hann átti það til ávarpa mig sem mann frekar en Sólmund. Afi var mjög sérstakur maður að mörgu leyti. Fyrir mér var hann til að mynda með afar sérstakan mat- arsmekk. Mér fannst sem hann borðaði aðeins ferna fæðu: Svið, slög, grjónagraut og fiskibollur úr dós. Þess má til gamans geta að hann át fiskibollur úr dós eitt að- fangadagskvöldið þegar amma var í Jerúsalem, þrátt fyrir að vera boðinn í mat hjá öllum börnum sín- um. Ég var oft látinn borða svið hjá honum. Hann hrósaði mér fyrir hvern munnbita sem ég tók og þá fannst mér sem ég væri að borða veislumat. Raunin er hins vegar sú að mér hafa aldrei þótt svið neitt sérstaklega góð. Myndi til að mynda aldrei nokkurn tímann kaupa mér einn kjamma til að japla HILMIR HINRIKSSON Ástkær móðir mín, ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Suðurgötu 83, Hafnarfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.