Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 57

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 57 MINNINGAR á. Ekki nema til þess að heiðra minningu hans. Skera úr eitt auga og tyggja það honum til heiðurs. Kirkjukórar og föndurklúbbar koma ekki til með að sakna afa. Hann fór aldrei í neitt félagsstarf fyrir eldri borgara. Hann var ekk- ert fyrir slíkt. Honum leið best þegar hann sat heima hjá sér fyrir framan sjónvarpið. Ber að ofan en fullklæddur fyrir neðan mitti. Hann var einmitt þannig klæddur á hvítasunnudag árið 2003. Þann dag laust eldingu niður í húsið í Kambahrauni 30. Afi varð var við að eldingu laust niður í garðinn hans og rafmagnið fór af húsinu. Hann hins vegar áttaði sig ekkert á því að eldingin lenti á húsinu hans en ekki rifsberjarunnanum og það hafði kviknað í svefnherbergisgafli hússins. Hann reis á fætur sallaró- legur, ber að ofan að sjálfsögðu, gekk að rafmagnstöflunni og reyndi að slá upp öryggjum. Grandalaus með öllu. Þegar ná- granni hans bankaði upp á og sagði honum að það væri kviknað í hús- inu, sagði hann að það væri ekki hjá sér og ætlaði að loka á nefið á snaggaralegu grannkonunni sem skipaði honum að fara í bol og koma sér út. Jólin verða ekki söm án afa. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar hann lá upp í sófa í nýrri peysu með V-hálsmáli. Hann hlust- aði á messu og söng Heims um ból. Eitthvað það krúttlegasta sem ég hef séð. Góð minning. Ég man að eitt skiptið sem ég heimsótti afa undir lokin þá var eins og hann væri að kveðja mig. Hann var að ráða mér heilt um hvernig ég ætti að haga mér og kvað við nýjan og einlægari tón í máli hans. Þarna var ekkert grín og enginn uppspuni á ferð. Óhefl- aður afi. Ég ætla ekki að bera á torg þau heilræði sem afi gaf mér á dán- arbeðinum. Þess í stað ætla ég að eiga þau fyrir mig og fara eftir þeim. Elsku afi. Hvíldu sæll hjá guði. Þinn vinur, Sólmundur Hólm Sólmundarson. Kæri afi, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að hafa alltaf verið mér frábær afi. Fimmtudagsmorg- unninn 24. nóv. sl. var einn sorg- legasti morgunn í lífi mínu. Þá skildir þú við þennan heim og við það missti ég ekki aðeins afa minn, heldur líka einn af mínum bestu vinum. En minning þín kemur allt- af til með að lifa sterk í huga mín- um og ég var ótrúlega heppinn að fá að njóta þín svo mikið, svo ekki sé nú minnst á forréttindi mín að hafa fengið að búa einn með þér í nokkur ár. Ég á svo margar minn- ingar um þig og okkur saman að þær gætu eflaust fyllt heila opnu hér en ég ætla bara að láta duga að segja að þær eiga það allar sameig- inlegt að þær koma mér til að brosa. Elsku afi, ég veit þú ert á leið á góðan stað og ég samgleðst þeim sem fá að njóta þín þar. Góða ferð, vinur minn, hvíl í friði. Við Júlíana litla þökkum þér samfylgdina. Kveðja. Hjalti. Elsku afi. Ég átti alls ekki von á því að vera að skrifa minningar- grein um þig núna. Það eru bara um tveir mánuðir frá því þú varst svo hress og við sátum heima hjá þér og þú varst að segja mér sögur af henni Dótateygju þegar hún þóttist vera með sykursýkina til að geta fengið kex hjá þér þegar hún kom í heimsókn. Hvað við hlógum að þessari sögu um hana Rakel okkar! Svona voru okkar stundir, við gátum hlegið þessi ósköp á milli þess sem við ræddum um alvar- legri hluti sem við höfðum bara okkar á milli. Svo spurðirðu alltaf hvort Jenný væri ekki örugglega í vinnunni af því þú sagðir alltaf að svona gáfað barn þyrfti nú varla að ganga í skóla, þess vegna væri hún ábyggilega í vinnu sem einn af kennurum skólans. Hún er nú á al- veg sama máli og þú með það, finnst þetta nú ósköp barnalegur staður fyrir sig að vera á. Svona gátum við nú skemmt okkur sam- an, gamli minn, með sögum af litlu krílunum í þessari fjölskyldu og eru þau orðin þó nokkuð mörg og þess vegna margar sögurnar. En mikið var ég fegin að hafa getað verið hjá þér þegar þú yf- irgafst þennan heim, því ég sá al- veg hvernig allur sársauki hvarf úr andlitinu á þér og yfir þig kom friðurinn. Elsku afinn, nú ertu loksins bú- inn að hitta hana ömmu og nú verðið þið alltaf saman! Þínar afastelpur, Berglind og Jenný Björk. Elsku afi Hilli. Mér þykir leitt að þú sért dáinn. Mér þótti svo vænt um þig. Ég vildi að þú hefðir lifað lengur. Mér fannst alltaf svo gam- an að vera hjá þér. Ég vildi að ég gæti séð þig aftur. Ég elska þig, heimsins besti afi minn. Þín Rakel Óskarsdóttir. Mig langar að minnast afa míns í fáum orðum. Afi var afar góður við mig og vissi alltaf þegar mig lang- aði í ís eða nammi, þá gaf hann mér pening. Hann var alveg einstakur afi og ég á góðar minningar um hann. Þegar afi kom í heimsókn eða við til hans þá byrjaði hann á að segja: „Hæ, snudda mín“ og svo gerði hann pönnukökur handa mér. Við afi hlógum mikið saman því hann var alger grínisti og sagði oft: „Það er allt í lagi, Hulda mín, ef allir væru eins og við þá væri heim- urinn í lagi.“ Svo hlógum við bæði. Ég trúi því að afi sé nú kominn til ömmu Huldu eftir þennan erfiða sjúkdóm og þar hvíli hann í friði. Að lokum vil ég þakka afa fyrir góða samfylgd með eftirfarandi orðum: Afar eru ástríkir. Ekki fýkur í hann afa minn þó afabörnin trítli skælbrosandi til hans með blóm sem þau hafa tínt úr verðlaunabeðinu hans. (Pam Brown.) Guð blessi minningu afa. Kveðja, Hulda Viktorsdóttir. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur, ég sakna þín mikið en það er samt huggun í því að vita að þú þurfir ekki að kveljast lengur og nú ertu líka kominn til ömmu og þið verðið saman á jólunum, ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Síðustu daga hef ég verið að rifja upp minningar um þig. Ég man þegar ég fékk bílprófið í fyrra, kom labbandi til þín og við fórum saman á Toyotunni þinni Árborgarhring- inn, stoppuðum á Eyrarbakka, keyptum okkur samloku og appels- ín, lögðum svo bílnum við sjóinn og borðuðum. Það var gaman, þú sagðir mér svo margar skemmti- legar sögur. Svo þegar ég keypti Skodann minn fórum við líka sam- an á rúntinn, en við áttum alltaf eftir að rúnta saman á Kiunni þinni sem þú varst nýbúinn að kaupa þér. Ég man líka að alltaf þegar ég hitti þig sagðirðu: ,,Nei, er sólin komin?“ og svo spurðirðu: ,,Ertu ekki ennþá með stráknum?“ ,,Hvernig er Skodinn?“ og: ,,Vantar þig ekki bensín?“ Þú varst svo skemmtilegur, ég er svo glöð að ég heimsótti þig þarna um kvöldið og hélt í höndina þína, hún var svo heit og okkur mömmu fannst þú svo sætur. Þakka þér fyrir hvað þú varst góður afi. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín Guðrún Björg. Elsku langafi. Það var gaman að koma í heimsókn til þín. Þú varst skemmtilegur afi. Við munum sakna þín. Eyrún Björg og Katrín Linda Hilmisdætur. ✝ Kristinn JónLeví Jónsson fæddist á Ísafirði 29. september 1916. Hann lést á Sjúkra- húsi Ísafjarðar að- faranótt laugar- dagsins 26. nóvem- ber síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristín Ara- dóttir frá Uppsölum á Seyðisfirði vestra, f. 8. maí 1882, d. 29. september 1916, og Jón Leví Friðriks- son, skagfirskrar ættar, síðar sjó- maður í Bolungarvík, f. 1. sept- ember 1887, d. 31. október 1970. Kristinn var eina barn þeirra þar sem móðir hans lést þegar hann var nokkurra klukkustunda gam- all. Móðir hans átti fyrir börnin Jónínu, Jón Einar og Trausta, sem hún hafði átt með fyrri manni sín- um Jóel Einarssyni frá Kleifum sem þá var látinn. Hálfsystkini átti Kristinn einnig frá föður sín- um og Guðrúnu Jónsdóttur frá Bolungarvík, en þau voru Ásdís, að Höfðaströnd í sama hreppi, ár- ið 1926. Fóstru sína missti Krist- inn, þá tæplega 11 ára, 1. apríl 1927 og eftir það ólst hann upp með Guðmundi og Guðrúnu dótt- ur hans sem þá var orðin ekkja. Var hann á þeirra vegum þar til hann fluttist til Ísafjarðar 1934 og hóf nám í húsasmíði hjá Albert Kristjánssyni húsasmíðameistara, þá 18 ára gamall og lauk því 1938. Hinn 30. september 1944 kvæntist Kristinn Önnu Sigríði Kristjánsdóttur frá Stapadal í Arnarfirði og fluttist með henni í íbúð sem þau keyptu í Sundstræti 31A á Ísafirði og áttu þau þar heima síðan, eða í 61 ár. Börn þeirra Kristins og Önnu urðu fimm og eru þau öll á lífi. Þau eru: Ragnhildur Guðný, f. 8. desember 1944, gift Henning Beck Flyger, Matthías Zophanías Kristinn, f. 24. júní 1946, kvæntur Björk Gunnarsdóttur, Sigríður Júlíana, f. 10. júní 1948, sambýlismaður Jens Andrés Guðmundsson, Bjarn- ey, f. 2. febrúar 1951, gift Øystein Vatne, og Guðmundur Kristján, f. 11. nóvember 1960, kvæntur Elsu Jónu Sveinsdóttur. Barnabörn Kristins eru 16 og langafabörnin eru 22. Kristinn verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Friðrik, Halldór, Hrefna, Jón og Rann- veig Þorgerður. Eft- irlifandi af þeim hálf- systkinum hans eru nú aðeins þau Frið- rik og Rannveig og hefur alla tíð verið gott samband á milli þeirra. Amma hans, Guðrún Einarsdóttir, ljósmóðir, sem tók á móti drengnum, tók hann að sér og í skjóli hennar var hann fram á vor. Þá var honum komið í fóstur til heið- urshjónanna Ragnhildar Ólafs- dóttur og Guðmundar Tómasson- ar, bónda og barnakennara á Leiru í Grunnavíkurhreppi. Þau reyndust honum sem bestu for- eldrar og börn þeirra hjóna voru honum sem systkini alla tíma sem og börn þeirra einnig. Tvær dæt- ur Guðmundar, Rannveig og Guð- rún, ásamt fjölskyldum þeirra, bjuggu líka á Leiru, svo að þar hefur verið búið þröngt. Með fjöl- skyldunni á Leiru fluttist hann svo Kristinn vann alla tíð við smíðar, fyrst hjá öðrum en frá árinu 1958 á eigin verkstæði sem hann rak með Sigurði H. Bjarnasyni, uns Sigurð- ur lést 1985. Eftir það rak Kristinn verkstæðið einn og fékkst þá að- allega við líkkistusmíði og við að gera upp gömul húsgögn. Vann hann á verkstæðinu allt til ársins 2002, er hendurnar fóru að láta sig það mikið að hann gat varla haldið á hamri. Kristinn þótti liðtækur á harm- ónikku og spilaði oft á skemmt- unum í sveitinni á sínum yngri ár- um. M.a. var það föst venja á heimilinu að hann spilaði á jólaböll- um sem haldin voru í stofunni fyrir heimilisbörnin og vini þeirra. Þótti það hin besta skemmtun. Eins og aðrir sem ólust upp norður í Jökulfjörðum stundaði Kristinn starf sitt af eljusemi og dugnaði og var ætíð reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Það urðu því mikil vonbrigði þegar vinnulún- ar hendur hans gerðu það að verk- um að hann varð að hætta að vinna. „Og nú er hann farinn til engl- anna,“ sagði eitt langafabarn hans, og í vissu um að þar líði honum vel kveðjum við hann og þökkum hon- um fyrir allt það sem hann hefur fyrir okkur gert. Blessuð sé minning hans. Börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Elsku afi, við söknum þín mikið, en erum samt alveg vissar um að nú líður þér vel og það er það sem skiptir öllu máli. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu á Ísafjörð og einnig mjög gaman þegar þið amma komuð að heim- sækja okkur í Reykjavík. Þú sagðir ekki mikið, en varst svolítið stríð- inn og það fannst okkur bara gam- an. Við systurnar ásamt pabba, mömmu, Sigrúnu systur og Skúla frænda, sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ömmu, barn- anna ykkar og annarra ættingja. Bestu kveðjur, Anna Kristín og Hrafnhildur. Elsku afi. Það eru undarlegar og sárar til- finningar sem brjótast um í brjósti mínu núna þegar þú hefur yfirgefið þessa jarðvist. Það er mikið tóma- rúm í sál minni og mikill söknuður eftir þér sem ég hef alltaf getað leitað í fangið til, jafnt sem lítið afabarn og fullorðin. Það er óskilj- anleg staðreynd að geta ekki komið vestur og haldið í hönd þína þar sem við sitjum saman og njótum samverunnar. Það fá engin orð lýst hversu dýr- mætt það er að eiga afa og ömmur sem alltaf sýna manni ást og hlýju og leyfa manni að finna hversu dýrmætur hver einstaklingur er. Það er ekkert eins gott og að elska og vera elskaður á móti, svoleiðis eru afar og ömmur og slíka gjöf á maður ævilangt. Jafnvel þótt þú sért farinn til annarra góðra verka getur enginn tekið frá okkur allar góðu minningarnar um þig. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir þær. Þetta eru dásamlegar minningar um þig, hláturinn þinn, saklausu og skemmtilegu stríðnina, verkstæðið og hefilinn sem við barnabörnin fengum gjarnan að taka í, smáat- riði eins og bláa ópalið, uppáhalds lagkökurnar, flétturnar og svona mætti lengi telja. En fyrst og fremst eru þetta dásamlegar minn- ingar um samverustundir með þér og ömmu. Það er ótrúlegt hvað öll smáatriðin skipta okkur miklu máli og það er gott. Það er mikið öryggi að geta gengið að ástvinum sínum vísum. Öll erum við tilfinningaverur sem þurfa á snertingu að halda og ég velti því fyrir mér hvort það sé það sem gerir sorgina svona gríðarlega erfiða. Þótt ég viti að ég eigi þig enn á öðrum stað þá vantar mig þessa snertingu frá þér núna. Mig langar að gefa þér koss á kinn, faðma þig og halda í hönd þína, al- veg eins og áður. Það er erfitt að hugsa um ömmu eina núna en ég veit að þegar ég kem til ömmu þá er ég hjá ömmu og afa því minningarnar um þig lifa. Elsku afi minn, ég sakna þín mjög sárt en ég er jafnframt þakk- lát fyrir að hafa átt stundirnar okk- ar og eiga minningarnar áfram. Ég kveð þig að sinni og vil nota fallegu orðin hennar ömmu: Guð og góðar vættir fylgi þér. Guð blessi þig. Þín Steinunn. KRISTINN JÓN LEVÍ JÓNSSON Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall frænda okkar, GEIRS DALMANNS JÓNSSONAR. Málfríður Kristjánsdóttir, Sesselja, Aino og Geir Matti Järvelä.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.