Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Þórð-ardóttir fædd-
ist 11. maí 1913.
Hún lést á Selfossi
21. nóvember síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Þórður Þorsteins-
son bóndi á Reykj-
um á Skeiðum, f. á
Reykjum 9.7. 1877,
d. 26.3. 1961, og
kona hans Guðrún
Jónsdóttir, hús-
freyja á Reykjum,
f. í Sandlækjarkoti
19.2 1879, d. 15.11 1980. Systk-
ini Sigríðar eru: Margrét, f.
1907, látin, maki Einar Ásgeirs-
son; Jón, f. 1909, látinn, maki
Laufey Stefánsdóttir, látin; Þor-
steinn, f. 1910, látinn, maki
Unnur Jóhannsdóttir, látin;
Ingigerður, f. 1912, maki Þor-
steinn Bjarnason, látinn; Bjarni,
f. 1914, látinn, maki Sigurlaug
Sigurjónsdóttir;
Laufey, f. 1915, d.
1916; Vilborg, f.
1916, d. 1919;
Laufey Ása, f.
1917, látin; Ey-
steinn, f. 1918, d.
1919; Hjalti, f.
1920, látinn, maki
Ingibjörg Jónsdótt-
ir; Ingvar, f. 1921,
látinn, maki Svein-
fríður Sveinsdóttir,
og Vilhjálmur, f.
1923, maki Ingi-
björg Guðmunds-
dóttir.
Sonur Sigríðar er Hafsteinn
Kristjánsson, f. á Reykjum 1948.
Sigríður bjó á Reykjum til
1956 og flutti þá á Selfoss. Hún
starfaði lengst af í þvottahúsi
Kaupfélags Árnesinga.
Sigríður verður jarðsungin
frá Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Við fráfall Sigríðar Þórðardóttur
föðursystur okkar langar okkur að
minnast hennar í örfáum orðum.
Sigga byggði hús ásamt foreldrum
okkar að Tryggvagötu 30. Í heimili
með henni voru Hafsteinn sonur
hennar og amma okkar sem lést 1979.
Það var okkar gæfa að alast upp með
þessu fólki. Heimili þeirra stóð okkur
alltaf opið og var í raun eins og okkar
annað heimili. Við ólumst upp við það
að alltaf þegar við komum heim var
einhver heima og einhver sem hafði
tíma. Þetta fannst okkur eðlilegt og
sjálfsagt en sjáum nú að þetta voru
forréttindi.
Stóran hluta af starfsævi sinni
vann Sigga í þvottahúsi Kaupfélags
Árnesinga. Við systkinin heimsóttum
Siggu stundum þangað. Það er ekki
víst að Sigga hafi verið hrifin af því að
við værum að heimsækja hana í vinn-
una og hún hvatti okkur ekki beinlínis
til þess, en við fundum aldrei fyrir
öðru en við værum hjartanlega vel-
komin. Í þvottahúsinu mætti okkur
alltaf hiti, góð lykt af þvottaefnum og
hlýtt viðmót.
Sigga gaf sér alltaf tíma til að vera
með okkur og við minnumst margra
ánægjustunda með henni. Hún var
mjög léttlynd og hláturmild og hafði
þann einstaka hæfileika að geta hleg-
ið innilega og skemmt sér með börn-
um. Hún söng mikið og hafði sérstak-
lega gaman af gamanvísum. Hún átti
létt með að læra vísur og kunni
ógrynnin öll af þeim. Áhuginn var
slíkur að ef hún sá sniðuga vísu í blaði
skrifaði hún hana upp og leyfði okkur
hinum að heyra.
Sigga spilaði mikið við okkur og
ekki bara okkur heldur öll börn sem
komu til hennar. Hún lifði sig sterkt
inn í spilamennskuna og það var ótrú-
legt hvað einföld spil eins og fantur
urðu spennandi ef maður spilaði við
Siggu. Ekki spillti heldur þegar
Sigga fór í búrið og náði í sælgæt-
ismola. Hún hafði nefnilega trú á því
að sælgæti gerði manni gott.
Sigga hafði mikið yndi af handa-
vinnu. Bæði hafði hún gaman af því
að skoða fallegt handverk og stytti
sér stundir við prjónaskap og aðrar
hannyrðir. Höfum við mörg notið
góðs af því.
Sigga sýndi okkur takmarkalausa
væntumþykju og virðingu og þess
sama hafa börnin okkar notið. Fyrir
það erum við þakklát og kveðjum
Siggu með sárum söknuði um leið og
við yljum okkur við góðar minningar
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Hafstein í sorg sinni.
Blessuð sé minning Sigríðar Þórð-
ardóttur.
Þóra, Kristín, Bragi og
Guðmundur.
Ég ætla að byrja þessa kveðju
mína um Siggu frænku á orðatiltæki
sem hún hafði oft yfir og hljóðuðu
svona: ,,Það er ekki nema það
nema …,“ að nú er komin stundin til
að hinstu kveðju, Sigga mín. Mikið á
maður gott að hafa átt þig sem
frænku og ættingja öll þessi ár. Það
var alltaf svo gaman á Reykjum þeg-
ar þú og þínar systur komu í heim-
sókn. Ég man sérstaklega hvað þið
Magga voruð alltaf til í að fara í leiki
og gantast eitthvað, snúa út úr og
fleira skemmtilegt. Eftir að við vor-
um búin að setja upp „drullubúin“ á
vorin þegar gemsarnir fóru út, þá var
boðið upp á djús eða vatn eða saft og
hundasúrur og rabbabara og drullu-
mall, alltaf varst þú til í að heimsækja
okkur í drullubúin og smakka á kræs-
ingunum. Í þá daga voru sunnudagar
haldnir heilagir eða því sem næst,
undantekning var heyskapur eða
kindarag. Reyndar var oft gest-
kvæmt í þessum boðum, því ef gestir
voru þá sóttumst við eftir því að fá
líka okkar skerf af þeim til okkar. Við
reyndum þá líka að vera með uppi-
stand, sögðum sögu eða sungum eða
gerðum eitthvað til að grínast með.
Þetta voru líka hlutverkaleikir.
Einnig man ég eftir miklu kapp-
hlaupi sem þú og Magga systir þín
öttuð við okkur yngri börnin frá
hænsnakofanum og heim í hlað, þið
voruð í kjólum eða pilsum og hlóguð
svo mikið á leiðinni af því að við höfð-
um ekki við ykkur. Þegar upp á hlað
var komið og aðeins farið að kasta
mæðinni þá sagðir þú við Möggu;
,,Við höfðum krakkana.“ En þið vor-
uð ansi móðar, það man ég, enda
komnar af léttasta skeiði þegar þessi
atburður gerðist eða í kringum 40–45
ára.
Þegar ég fór í skóla á Selfossi var
oft og iðulega sem ég kom við hjá
Siggu og Hafsteini og Ömmu Guð-
rúnu eftir skóla til að láta þig segja
mér eitthvað bull eða herma eftir ein-
hverjum, það fannst okkur báðum
skemmtilegt, þú varst svo nösk á
sniðug orðatiltæki og séreinkenni
fólks. Við gátum oft hlegið og skrafað
saman, hélst það allt fram á síðasta
dag, því minnið þitt var einstakt og
húmorinn var alltaf til staðar.
Elsku Sigga, ég vil þakka þér fyrir
að vera mér svo góð og skreyta líf
mitt svo mikið. Að endingu segi ég
aftur orðatiltækið þitt; ,,Það er ekki
nema það nema …“, við sjáumst síð-
ar. Hafsteinn og Villi og Imba, Þóra,
Kristín, Bragi og Guðmundur, megi
góður guð styðja ykkur í sorg og
söknuði eftir ljúfri vinu, sem allir
munu minnast með gleði í hjarta.
Kveðja
Þórdís Bjarnadóttir.
Elskuleg föðursystir okkar Sigríð-
ur Þórðardóttir er látin eftir erfið
veikindi undanfarna mánuði. Sigga
var skemmtileg og kær frænka og við
systkinin áttum því láni að fagna að
hún var viðloðandi heimili okkar þeg-
ar við vorum að alast upp.
Það var mikil tilhlökkun að fá hana
í heimsókn um helgar og í fríum. Hún
hafði endalausa þolinmæði gagnvart
okkur krökkunum og skemmti sér
konunglega yfir uppátækjum okkar.
Hálffertug eignaðist Sigga soninn
Hafstein og var samband þeirra náið
og samtvinnað alla tíð. Hafsteinn var
sumarstrákur hjá okkur í Reykjahlíð
í nokkur sumur og varð það til að
treysta enn frekar vináttuböndin
milli fjölskyldnanna.
Heimili þeirra á Selfossi stóð okk-
ur alltaf opið og þótti sjálfsagt að
koma við hjá þeim þegar farið var í
kaupstaðinn og spjalla yfir kaffi og
kökum. Amma Guðrún eyddi síðustu
æviárum sínum hjá Siggu og Haf-
steini og átti þar yndislega vist í skjóli
þeirra og fjölskyldu Vilhjálms sonar
hennar og Ingibjargar konu hans á
efri hæðinni.
Eftir að amma flutti á Tryggvagöt-
una urðu heimilin einskonar fjöl-
skyldumiðstöð og hafði Sigga lag á að
láta öllum líða vel og var mikið spjall-
að og hlegið. Hún var minnug á menn
og málefni og næm á spaugilegar
hliðar lífsins. Seinni árin stytti hún
sér stundir við handavinnu og ófáum
prjónaflíkum vék hún að okkur öllum.
Sigga frænka var einstaklega
barngóð, börnin okkar minnast henn-
ar með mikilli hlýju og þakklæti. Það
er birta yfir minningunni um þessa
uppáhaldsfrænku okkar, við vottum
Hafsteini og fjölskyldunni á efri hæð-
inni innilega samúð.
Sveinn, Steinunn og
Erna Ingvarsbörn.
Nú er Sigga frænka dáin. Það er
svolítið skrítin tilfinning þar sem hún
hefur alla tíð verið fastur punktur í
lífi okkar fjölskyldu.
Þegar við systur vorum litlar stelp-
ur þá fórum við oft til Siggu og við
fengum iðulega suðusúkkulaði og
brjóstsykur sem hún bauð manni úr
macintosh-dósinni sinni. Stundum
lékum við okkur með dúkkurnar
heima hjá henni og spjölluðum og
spiluðum við hana olsen-olsen og
rommý. Hún gaf okkur mjólk og jóla-
köku eða pönnukökur og stundum
kók. Við fórum líka stundum að heim-
sækja hana þegar hún var að vinna í
þvottahúsinu í kaupfélaginu. Enda
var ekki langt að hlaupa þangað.
Stundum spiluðum við og svo var líka
spennandi að sjá konurnar vera að
vinna.
Sigga hafði mjög gaman af börn-
um. Hún skildi börn svo vel og hafði
svo gaman af þeim. Hún hafði mikinn
húmor. Ég man eftir þegar ég var lítil
stelpa og var heima í garði á Sunnu-
hvoli og var nýbúin að læra að flauta
og var frekar stolt af þessum nýja
hæfileika mínum. Mér fannst ég geta
flautað svo hátt að það hlyti að heyr-
ast alla leiðina til Siggu á Tryggva-
götuna. Svo fór ég til Siggu og spurði
hana hvort hún hefði ekki heyrt mig
flauta. Jú, auðvitað hafði Sigga heyrt
það, hún hafði einmitt verið að spá í
hver hefði getað flautað svona hátt!
Þetta sagði hún hálfhlæjandi. Flaut-
sjálfstraust mitt jókst auðvitað til
muna.
„Siggu-sokkar og vettlingar“ hafa
líka verið nauðsynlegir hlutir á okkar
heimili og hafa yljað okkur í gegnum
árin og gera enn. Betri vettlinga og
sokka er ekki hægt að fá að okkar
mati. Svo prjónaði hún líka lopapeys-
ur á okkur systkinin sem hafa verið
mikið notaðar. Sigga prjónaði síðast
lopapeysu á sjálfa sig nú í sumar á tí-
ræðisaldri.
Maður vissi alltaf hvar mamma og
Gígja voru á sunnudagsmorgnum, í
morgunkaffi hjá Siggu. Nú verður
það ekki lengur og er skrítið að hugsa
til þess.
En nú kveðjum við Siggu frænku
með söknuði og biðjum góðan Guð að
geyma hana.
Kæri Hafsteinn megi Guð styrkja
þig í sorginni.
Kveðja
Bjarnheiður og
Hlíf Böðvarsdætur.
Sigga frænka ólst upp í stórum
systkinahópi sem var ákaflega sam-
heldinn. Það var vissara að halla ekki
á neitt þeirra systkina svo annað
heyrði, því þá fékk maður magnað
augaráð. Hún gekk í barnaskólann á
Húsatóftum sem þá var og fór seinna
á námskeið í hússtjórn á Laugar-
vatni. Á síðustu búskaparárum afa og
ömmu voru þau Sigga og Villi þeim til
aðstoðar. Þau fluttu svo á Selfoss
þegar gömlu hjónin brugðu búi.
Fljótlega byggðu þau sér hús á
Tryggvagötu 30, bjuggu hvort á sinni
hæðinni Villi og Imba uppi en Sigga
og Hafsteinn niðri. Þetta var hið
besta sambýli og Siggu ómetanlegt.
Talaði hún oft um hvað fólkið uppi
væri sér dýrmætt, börnin eins og
hennar eigin og Imba og Villi hennar
hald og traust. Þau Villi hafa því nán-
ast búið undir sama þaki alla tíð að
undanteknum nokkrum vetrum sem
hún var við ýmis störf í Reykjavík og
hann var á Héraðsskólanum á Laug-
arvatni.
Sigga vann í þvottahúsi KÁ frá því
hún flutti úr sveitinni og þar til hún
lét af störfum 75 ára gömul. Fyrst
sem starfsstúlka en lengst af sem for-
stöðukona. Hún var svo samviskusöm
að segja má að hún hafi verið vakin og
sofin í starfi sínu. Stundum hrökk
hún upp á nóttinni, hrædd um að
gleymst hefði að slökkva á einhverju
tæki sem valdið gæti íkveikju og þá
kom ekki annað til mála en að drífa
sig niður í þvottahús og gæta að því.
Starfi Siggu var ekki lokið þó hún
hætti í þvottahúsinu, því þá réð hún
sig sem ,,au-pair“ til mín í sjálfboða-
vinnu. Hún kom stormandi á morgn-
ana og tók yfir heimilið og mér leið
eins og „karlmanni“ þegar ég gekk út
og kallaði bless yfir öxlina. Þegar ég
svo kom heim, þá var allt í röð og
reglu, allur þvottur inní skápum en
Sigga týnd á bakvið hurð eða á flötum
beinum í bíló á gólfinu. Hún gerði
meira en það, hún bakaði fyrir mig
bæði pönnukökur og flatkökur þegar
ég hélt veislur, því það gerði hún svo
miklu betur en ég húsmæðrakennar-
inn.
Sigga var af þeirri kynslóð þar sem
aðgerðarleysi var óhugsandi. Hún sat
sjaldan auðum höndum og þær eru
ófáar lopapeysurnar, sokkarnir, vett-
lingarnir og dúkkufötin sem hún hef-
ur gefið fjölskyldu minni. Sigga
prjónaði fram á síðustu vikur, greip í
prjón og prjón, útafliggjandi þegar
verkina linaði. Síðustu lopapeysuna
prjónaði hún í sumar og varð það
jafnframt sú fyrsta sem hún prjónaði
á sjálfa sig. Þegar ég flutti á Selfoss
varð það fljótlega fastur liður að
mæta í morgunkaffi á laugardögum
hjá Siggu. Við hittumst þar oft nokk-
ur systkinabörn hennar og fengum
nýbakaðar pönnukökur sem voru
löðrandi í sykurlegi og ómótstæðileg-
ar. Sigga hafði gaman af börnum og
hændust þau að henni bæði skyld og
óskyld. Hún sá alltaf eitthvað
SIGRÍÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts hjart-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÓLAFS EGGERTSSONAR,
Grandavegi 47,
Reykjavík.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey í Fossvogskapellu
að ósk hins látna
Erla Þorsteinsdóttir,
Guðrún Ástdís Ólafsdóttir,
Ragnhildur U. Ólafsdóttir, Þorsteinn B. Gíslason,
Erla Þórunn Ólafsdóttir, Kári Knútsson,
Eggert Ólafsson, Hólmfríður Sigurðardóttir,
Þóra Hrönn Ólafsdóttir, Magnús Guðmundsson,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir færum við ættingjum, vinum og
öllu því góða fólki, sem sýndi okkur samúð, vin-
áttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar og systur,
MARGRÉTAR HAFSTEINSDÓTTUR,
Húnabraut 42,
Blönduósi.
Guð blessi ykkur öll.
Kjartan Hörður Ásmundsson,
Stefán Hafsteinsson,
Erla Hafsteinsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta