Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 59
skemmtilegt í fari þeirra og gat gert
einfalt atvik að skemmtisögu. Það var
ef til vill húmorinn sem einkenndi
Siggu mest. Alltaf fann hún eitthvað
skemmtilegt hvort sem það var teikn-
ing eftir Sigmund í Mogganum, gam-
anvísa eða kímnisaga, allt vakti henni
kátínu. Hún kunni líka ógrynni af
sögum og vísum.
Nú þegar Sigga kveður þá eru þau
aðeins tvö eftir, systkinin frá Reykj-
um, þau Inga og Villi. Þeirra sökn-
uður er sár, þar sem þau Villi bjuggu í
sama húsi og þær systur töluðu sam-
an á hverjum degi og oft tvisvar. Um
leið og ég votta Hafsteini samúð mína
þá minnist ég þess hve vel þeim
mæðginum kom saman, hversu góð
þau voru hvort öðru og hvað þau
höfðu það oft skemmtilegt saman.
Minningin um Siggu vekur alltaf
hjá mér gleði og ég er innilega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að njóta henn-
ar svona lengi.
Gígja.
Í dag kveðjum við Siggu afasystur
mína.
Ég var svo heppin að fá að kynnast
þessari frænku minni. Hún bjó ekki
langt frá okkur, ég þurfti ekki að fara
yfir neina götu til að komast til henn-
ar og auk þess gekk hún daglega hjá,
í og úr vinnu. Þá var vinnustaður
hennar enn styttra frá og var fátt eins
spennandi og að fá að heimsækja
hana þangað. Sjá hana setja þvottinn
í vélarnar, renna honum í gegnum
risastóra strauvélina og loks að
pakka þvottinum snyrtilega í brúnan
pappír og hnýta um með snæri.
Stundum sá ég hana ganga heim
og hljóp oft út til að heilsa og ganga
með henni smáspöl, stundum alla leið
heim og fékk þá iðulega mola í munn-
inn áður en tölt var til baka eða
staldraði lengur við og fékk jólaköku
og mjólk. Við ræddum um heima og
geima og aldrei fékk maður þá tilfinn-
ingu að hún hefði ekki tíma til að
hlusta.
Þá stóð okkur krökkunum alltaf til
boða að vera hjá Siggu í lengri eða
skemmri tíma. Ég fékk t.d. að vera
hjá henni á meðan mamma mín var á
kóræfingum. Þetta var löng stund
fyrir litla telpu og þegar hún var orð-
in stjörf af syfju bauð frænka henni
að leggja sig í sófanum; sagði að það
væri í allt í lagi. En sú stutta þrjósk-
aðist við og sagðist ætla að bíða eftir
mömmu sinni og nuddaði augun enn
fastar. Ég er hrædd um að frænkan
hafi hlegið í laumi að þvermóðskunni í
telpunni.
Sigga hafði alltaf tíma til að tala við
krakka, á hvaða aldri sem þau voru.
Oftast settumst við í eldhúsið hjá
henni og spiluðum ólsen ólsen, rommí
eða þjóf. Hún hafði einstakt lag á því
að gera spilið gríðarlega spennandi
og til að ýta enn frekar undir
spennuna átti hún það til að ýkja við-
brögðin við útspili manns og svo tísti í
henni og axlirnar hristust af hlátri.
Þá hafði hún mikinn áhuga á athöfn-
um okkar og fannst allt merkilegt
sem við gerðum.
Já, maður varð sko virkilega stærri
í sér eftir að hafa heimsótt Siggu.
Frænka mín var mikil prjónakona.
Hún var alltaf prjónandi sokka, vett-
linga eða peysur. Siggusokkar og
vettlingar voru ómissandi á veturna
og gladdi það hana mikið þegar mað-
ur kom til að athuga hvort hún gæti
prjónað á mann eitt par eða svo.
Lopapeysurnar eru áreiðanlega
óteljandi og nú síðast prjónaði hún
eina slíka á sjálfa sig.
Eftir að ég eignaðist mín börn
koma ég stundum við hjá henni. Allt-
af hafði hún áhuga á því hvað maður
hafði fyrir stafni og alltaf náði hún til
barnanna með sínu glettilega viðmóti
og blíða andliti. Við þáðum hjá henni
köku og mjólk og ef sú árstíð var í
nánd, vettlinga og sokka í nesti. Ég
vildi óska að börnin mín hefðu náð að
kynnast henni betur. Þau njóta hand-
verka hennar og er það vel.
Hvíl í friði elsku frænka.
Kristjana.
Ég hef þekkt Siggu frá því að ég
man eftir mér. Þegar ég var lítil þá
passaði hún okkur systkinin, hjálpaði
okkur að læra og lék við okkur. Um
helgar fór ég svo oft með mömmu í
heimsókn og þá voru sko alltaf til ný-
bakaðar pönnsur með svo miklum
sykri að það brakaði í þegar maður
tuggði en það var það besta. Sigga
prjónaði handa mér ófáa vettlingana,
sokkana og lopapeysurnar í gegnum
árin og hafði ég það fyrir sið í hvert
skipti sem ég kvaddi hana að kyssa
hana einn koss fyrir hvern hlut sem
hún hafði prjónað handa mér. Þetta
þótti okkur alveg afskaplega
skemmtilegt og gat oft tekið langan
tíma.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til Siggu því hún var svo
kát og glöð, ávallt til í að spila og við
gátum hlegið endalaust og skemmt
okkur saman. Hún var svo ung í anda
að ég leit meira á hana sem vinkonu
og jafnaldra heldur en fullorðna
konu. Það voru ófáar stundirnar sem
við sátum inni í stofu eða eldhúsi og
veltumst um af hlátri. Við vorum t.d.
löngu búnar að ákveða að hún yrði
brúðarmeyja hjá mér þegar ég gifti
mig og við eyddum löngum tíma í að
planleggja það í hvernig kjól hún yrði
og margt í þeim dúr. Þegar ég kom til
hennar var það oftar en ekki ein af
fyrstu spurningunum hvernig horfði
nú með brúðgumann. Við vorum ekki
alltaf að leika okkur því oft ræddum
við alvarleg málefni líðandi stundar
og hún sagði mér margt frá sínu lífi
og þeim breytingum sem hún hafði
upplifað á langri ævi.
Sigga var okkur krökkunum eins
og amma og þegar við vorum í barna-
skóla komum við oft við hjá henni á
leiðinni heim. Þá var alltaf til mikið og
gott úrval af kökum, kexi og án efa
kaldasta og besta mjólk í heimi. Ekki
brást það að til var uppvasks-brjóst-
sykur sem við fengum okkur eftir
uppvaskið. Eftir kræsingarnar var
tekið í spil eða farið inn í stofu að
spjalla og Sigga prjónaði.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast henni Siggu svona
vel, hafa haft tækifæri til að umgang-
ast hana svona mikið og ég mun búa
að því alla ævi. Ég ætla að varðveita
minninguna um hana Siggu vel og
þegar söknuðurinn minnkar þá veit
ég að ég get ekki annað en brosað
hringinn þegar ég hugsa til hennar.
Ragnheiður.
Sigga frænka er dáin. Þegar
mamma sagði mér þetta fór ég að
rifja upp þær stundir sem ég átti með
henni. Sigga var nokkurs konar auka-
amma okkar systkinanna og þegar
hún vann í þvottahúsinu fór ég oft til
hennar og spilaði við hana fant, veiði-
mann ofl. Það var í raun ótrúlegt hvað
hún nennti að spila við mann því ég
var eins og flest börn og vildi spila
endalaust. Þegar Sigga var búin að
vinna fór ég stundum heim til hennar
á Tryggvagötuna og við spiluðum
áfram. Mér fannst þetta mjög gaman
og hún hafði lúmskt gaman af þessu
sjálf því þegar eitthvað „rosalegt“
gerðist í spilinu þá tók hún bakföll af
hlátri. Svo þegar heimsókninni var
lokið fékk maður alltaf nammimola,
ég man ekki eftir að það hafi klikkað.
Vinir mínir fréttu af þessu og komu
stundum með mér til Siggu og fengu
að sjálfsögðu mola líka. Hún var eig-
inlega alltaf með bros á vör og í góðu
skapi og ég man ekki til þess að hún
hafi skammað mig einu sinni þótt ég
hafi eytt töluverðum tíma með henni
þessi árin.
Þegar ég var um tíu ára aldur gisti
ég oft hjá Siggu því að ég þurfti að
mæta á fótboltaæfingar og foreldrar
mínir voru uppi í Þjórsárdal. Það þarf
nú varla að taka það fram að henni
þótti það nú ekki mikið mál að hýsa
mig, fæða og klæða þótt ég hafi nú
látið hana hafa töluvert fyrir mér. Á
kvöldin fékk ég að horfa á Elvis-spól-
urnar hans Hafsteins á meðan Sigga
prjónaði sokka, peysu eða vettlinga á
einhvern ættingja.
Ef Sigga var ekki að prjóna eða að
gefa okkur að borða eru miklar líkur
á að hún hafi verið að leggja kapal.
Hún lagði kapla við eldhúsborðið tím-
unum saman og ég fylgdist með þar
til að ég lærði þá og kann suma þeirra
ennþá.
Nú er komið að kveðjustund og ég
kveð yndislega konu með söknuði og
veit að hún er komin á góðan stað.
Kæri Hafsteinn megi Guð styrkja
þig í sorginni.
Guðmundur Ármann
Böðvarsson.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 59
MINNINGAR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Í Dóminíska lýðveldinu hafa verið
haldin opin alþjóðleg mót nokkur ár í
röð og hafa íslenskir skákmenn verið
á meðal þátttakenda síðan árið 2002
en þá tefldu félagarnir Einar K. Ein-
arsson, Haraldur Baldursson og
Kjartan Guðmundsson. Á sínum tíma
komst ferðalag þeirra á síður dag-
blaðanna hér á landi. Ástæðan var sú
að þegar þeir hugðust fljúga frá Dóm-
iníska lýðveldinu voru þeir teknir
höndum sökum þess að landamæra-
verðir vissu ekki að Ísland væri til.
Félagarnir þurftu að sæta löngum yf-
irheyrslum sem leiddi til þess að þeir
misstu af áætluðu flugi sínu. Það var
ekki fyrr en hinir fróðu landamæra-
verðir um landafræði fengu það stað-
fest að bandaríski herinn hefði her-
stöð hér á landi sem Íslendingarnir
gátu um frjálst höfuð strokið. Þessi
uppákoma hefur ekki latt íslenska
skákmenn til að glíma við töfra skák-
listarinnar á hinni sólríku eyju þar
sem Hannes Hlífar Stefánsson tók
þátt í mótinu árið 2003 ásamt fyrr-
nefndum Haraldi. Eins og árið á und-
an var mótið afar öflugt þar sem
margir ofurstórmeistarar tóku þátt
en síðan þá hefur mótshaldari misst
spæni úr aski sínum og síðustu tvö
mót hafa haft hófstilltari umgjörð.
Haraldur tók þátt í mótinu árið 2004
en í ár voru Róbert Harðarson og
Kjartan Guðmundsson fulltrúar
sögueyjarinnar góðu úr norðri.
Af þeim 67 keppendum sem tóku
þátt var kúbverski stórmeistarinn
Yuniesky Quezada (2.505) stigahæst-
ur en palestínski kollegi hans Evgeny
Ermenkov (2.474) kom næstur. Ró-
bert (2.361) var þriðji stigahæsti
keppandinn og á hæla hans komu
nokkrir Dóminíkumenn ásamt einum
skákmanni frá Mexíkó. Gengi Ró-
berts til að byrja með var skrykkjótt
á meðan heimamanninum Lisandro
Munoz (2.326) gekk allt í haginn en
hann lagði m.a. kúbverska stórmeist-
arann að velli. Róbert spýtti í lófana
eftir því sem leið á mótið og að lokn-
um sjö umferðum af níu hafði hann 5
vinninga. Í síðustu tveim umferðun-
um sýndi hann andstæðingum sínum
enga miskunn og lauk keppninni með
sjö vinninga. Þetta þýddi að hann
lenti einn í öðru sæti, einum vinningi
á eftir fyrrnefndum Lisandro. Loka-
staða efstu manna varð annars þessi:
1. Lisandro Munoz (2.326) 8 vinninga af 9
mögulegum.
2. Róbert Harðarson (2.361) 7 v.
3.-5. Yuniesky Quezada (2.505), Evgeny Er-
menkov (2474) og Rafal Furdzik (2.250) 6½ v.
Það er ávallt góður árangur á al-
þjóðlegu móti að fá svona marga vinn-
inga eins og Róbert fékk. Ef dæma
má af árangri hans að undanförnu
tekur hann skákina föstum tökum um
þessar mundir. Þess má vænta að
hann hækki nokkuð á stigum á næsta
stigalista FIDE en fyrir mótið í Santo
Domingo mun hann einvörðungu
hækka um 1,2 stig. Í því samhengi
skal þess getið að hann tefldi í loka-
umferðinni við stigalausan kúbversk-
an skákmann sem hafði velgt mörg-
um sterkum skákmönnum undir
uggum á mótinu. Félagi Róberts,
Kjartan Guðmundsson (2.062), fékk
helming vinninga, þ.e. 4½ vinning og
lenti í 28.-39. sæti. Nánari upplýsing-
ar um mótið er að finna á vefsíðunni
http://www.santodomingo-open.com/
en þegar þessar línur eru ritaðar var
því miður fáar skákir þar að finna
sem og takmarkað úrval af myndum
frá mótinu.
Snorra gekk vel í Belgrad
Fyrir skömmu lauk alþjóðlegu
móti í Belgrad í Serbíu en þegar
Júgóslavíu var og hét var Belgrad oft
vettvangur sterkra skákmóta. Snorri
G. Bergsson (2.266), Lenka Ptácní-
ková (2.181) og Sigurður Ingason
(1.946) voru á meðal þátttakenda en
alls tefldu 204 skákmenn á mótinu.
Sagnfræðingnum í hópnum, Snorra,
gekk vel á mótinu þar sem hann vann
fjórar skákir en tapaði eingöngu einni
skák fyrir serbneska alþjóðlega
meistaranum Dusan Popovic (2.480)
en sá meistari náði áfanga á stór-
meistaratitli á mótinu. Taflmennska
Snorra var örugg og var erfitt fyrir
stigahærri skákmenn að finna veikan
blett á frammistöðu hans. Þessu fékk
rússneski stórmeistarinn Nikolaj
Puskhov að kynnast í lokaumferðinni
þegar hann reyndi of mikið að leggja
Snorra að velli.
Hvítt: Snorri G. Bergsson (2.266)
Svart: Nikolaj Puskhov (2.448)
1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4.
Rf3 Rf6 5. Bd3 c5 6. 0-0 c4 7. He1+
Be7 8. Bf1 0-0 9. b3 cxb3 10. axb3
Rc6
Uppskiptaafbrigðið í franskri vörn
er þekkt fyrir að leiða af sér jafn-
teflislegar stöður en lífleg tafl-
mennska svarts hefur haft í för með
sér að taflið hefur upp á ýmislegt að
bjóða. Næsti leikur hvíts og tafl-
mennska hans í framhaldinu orka tví-
mælis þar eð svartur nær undirtök-
unum.
11. Re5 Rxe5 12. dxe5 Re4 13. Ba3
Bxa3 14. Rxa3 Db6 15. He3 Be6 16.
De1 f5 17. exf6 Hxf6
Menn svarts standa nú um stundir
betur að vígi en þeir hvítu og á það
sérstaklega við um riddarana. Helsta
von hvíts er að honum takist að verj-
ast og að í framtíðinni geti hann sótt
að staka d-peði andstæðingsins.
(Sjá stöðumynd 1)
18. f3 Haf8! 19. Kh1 Dc7?!
Nú kemst riddari hvíts í spilið með
leikvinningi. 19. ...a6 hefði verið betra.
20. Rb5! De5 21. Rc3 Hh6 22. h3
Rg3+ 23. Kg1 Dd6 24.
Dd2 Rf5 25. Hd3 Db6+
26. Df2 d4 27. Re2 Hd8
28. Had1 Re3 29. H1d2
Hvítur hefur teflt vörn-
ina vel og nú standa öll
spjót á d-peði svarts. Í
stað þess að gefa það eftir
bregður svartur á það ráð
að fórna tveim mönnum
fyrir hrók.
(Sjá stöðumynd 2)
29. ... Rxc2? 30. Hxc2
Bf5 31. Hcd2?!
31. Rg3 hefði verið öfl-
ugri leikur.
31. ... Bxd3 32. Hxd3
Hhd6 33. Rg3 g6 34. Re4
Hc6 35. Dh4!
Svartur er nú í illa sveit
settur þegar drottning
hvíts fer að hrella hann á
kóngsvæng.
35. ...Hd7 36. Dg5 Dd8
37. De5 Hd5 38. Df4 Kg7
39. h4 b5 40. Rg5 og hér
hefur svartur gefist upp
eða fallið á tíma.
Með þessum sigri fékk
Snorri 6 vinninga af 9
mögulegum sem sam-
svaraði árangri upp á
2.402 stig. Hann varð hálfum vinningi
frá því að ná áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli en hann lenti í 17.-32.
sæti. Hann mun hækka um 25 stig á
mótinu en frammistaða Lenku og
Sigurðar hefur einnig í för með sér að
þau hækki á stigum. Lenka fékk 5
vinninga og lenti í 60.-94. sæti en hún
varð önnur af þeim skákkonum sem
tefldu á mótinu. Sigurður fékk 3½
vinning og lenti í 142.-161. sæti. Loka-
staða efstu manna varð hinsvegar
þessi:
1.-2. Bosko Abramovic (2.482) og Igor Milad-
inovic (2.609) 7½ vinning af 9 mögulegum.
3.-8. Dusan Popovic (2.480), Dragan Kosic
(2489), Vlado Jakovljevic (2.385), Goran Ca-
brilo (2461), Nikolov Momchil (2.435) og
Srdjan Dimitrijevic (2.282) 7 v.
Nánari upplýsingar um keppnina
er að finna á vefsíðunni http://
www.beochess.org.yu/2005/bgopen/
en þar má finna allar skákir mótsins
og umtalsvert úrval af myndum.
Róbert lenti í 2. sæti
SKÁK
Santo Domingo í Dóminíska lýð-
veldinu
OPIÐ ALÞJÓÐLEGT MÓT
24. nóvember – 30. nóvember 2005
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
Róbert Harðarson er á mikilli siglingu.
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
daggi@internet.is