Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja á aðventu HELGIHALD í Hallgrímskirkju er með hefðbundnum hætti á aðventu. Á virkum dögum eru bæna- og kyrrðarstundir sem hér segir: Á þriðjudögum fyrirbænamessa kl. 10.30. Morgunmessa á mið- vikudögum kl. 8.00 og kyrrð- arstund í hádegi á fimmtudögum kl. 12.00. Á aðventu munu síðan flestir leikskólar og skólar hverf- isins sækja kirkjuna heim. Tónlistarhátíð Hallgrímskirkju á jólaföstu heldur áfram með fjöl- breyttu tónleikahaldi. Um helgina verða Jólatónleikar Mótettukórsins endurteknir tvívegis, laugardag kl. 17.00 og sunnudagskvöld kl. 20.00. Frönsk orgeljól sunnudag kl. 17.00. Björn Steinar Sólbergsson leikur franska jólatónlist. Messa og barnastarf sunnudags- ins hefst kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hörður Áskelsson verður organisti og Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju leiðir söng. Ungmenni tendra tvö ljós á aðventukransi kirkjunnar, Spádómskertið og Betlehemskertið. Heimsókn frá Færeyjum UM helgina verður Torleif Jo- hannesen, sjómannatrúboði í heim- sókn í Sjómannaheimilinu. Vegna þessa verður kvöldvaka laugardaginn 3. des. kl. 20.30. Sýnt verður myndband frá sjóferð. Sunnudaginn 4. des. verður sam- koma kl. 20.30. Kaffi eftir samkom- una. Allir velkomnir. Aðventukvöld Árbæjarsafnaðar SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 4. desem- ber kl. 20 er aðventukvöld Árbæj- arsafnaðar. Kvöldið hefst á forspili, Elisabet Waage leikur á hörpu. Formaður sóknarnefndar, Sigrún Jónsdóttir, flytur ávarp. Tendrað verður á öðru ljósi aðventukransins. Kirkju- kór Árbæjarkirkju ásamt Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara flytja verkið Panis angelicus e. Ces- ar Franck. Ræðumaður kvöldsins er Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla. Ásamt honum koma fram börn úr skól- anum og syngja fyrir aðventuhátíð- argesti nokkur lög. Eftir að Ellert hefur lokið máli sínu mun Gunnar Guðbjörnsson syngja einsöng. Að- ventuhugleiðing er í höndum sr. Sigrúnar Óskarsdóttur. Karlaradd- ir kirkjukórsins flytja verkið Dom- ine pacem da nobis! E. Jacob Christ. Stúlkur úr fermingarárgangi vors- ins 2006 flytja helgileikinn „Kon- ungurinn þinn kemur til þín“ undir stjórn sr. Þórs Haukssonar. Kórinn syngur „Jólahátíð hafin er“, í fram- haldi af því flytur sr. Þór Hauksson aðventubæn. Í kjölfar bænarinnar verður tendrað á kertum kirkju- gesta og jólasálmur jólasálmanna „Heims um ból“ sunginn. Organisti og kórstjórnandi er Krisztina Kalló Szklenár og kynnir kvöldsins er Alda Guðmundsóttir sóknarnefnd- armaður. Eftir athöfnina í kirkjunni er að- ventugestum boðið í safnaðarheim- ilið til að gæða sér á heitu súkku- laði og ómissandi piparkökum. Aðventusamkoma í Mýrdal AÐVENTUSAMKOMA verður í fé- lagsheimilinu Leikskálum í Vík, sunnudaginn 4. desember nk. kl. 15 (Athugið breytta tímasetningu frá fyrri tilkynningu). Helgileikur og upplestur, söngur og tónlist, sem tengist aðventu og jólum. Léttar kaffiveitingar á eftir í boði sóknanna í Mýrdal. Samkoman er samstarfsverkefni kirkjunnar, þ.e. allra sóknanna í Mýrdal, barnakórsins, kvennakórs- ins, kirkjukóranna og allra skól- anna. Að lokinni samverunni í Leik- skálum verður safnast saman á Guðlaugsbletti þar sem tendruð verða ljós á jólatré Mýrdælinga. F.h samstarfshópsins, séra Haraldur M. Kristjánsson. Dagur í Íslensku Kristskirkjunni SUNNUDAGINN 4. desember verð- ur „Dagur í kirkjunni“, sem byrjar með guðsþjónustu kl. 11. Þar verð- ur kveikt á aðventukransinum. Friðrik Schram, prestur kirkj- unnar, kennir. Barnapössun er fyr- ir börn 1–2 ára. Sunnudagaskóli fyrir 3–6 ára börn og Krakkakirkja í Lofgjörðarlandi fyrir 7–13 ára. Eftir stundina verða grillaðir hamborgarar og seldir við vægu verði. Síðan verður föndrað og bak- aðar piparkökur. Kl. 20 verður svo samkoma í umsjá unga fólksins í kirkjunni. Einnig verður Heilög kvöldmáltíð, þar sem Jesús hefur lofað að vera sérstaklega nálægur. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi kirkjunnar. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 4. des- ember, sem er annar sunnudagur í aðventu, verður aðventukvöld í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði og hefst dagskrá kl. 20. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í tali og tónum sem tengist aðventu og jólum. Það er kór Fríkirkjunnar sem syngur og leiðir sönginn ásamt hljómsveit kirkjunnar. Stjórnandi er Örn Arn- arson. Þá munu þau Erna Blöndal, Guðmundur Pálsson og Örn Arn- arson öll flytja einsöngslög. Í upp- hafi stundarinnar munu skátar bera friðarlogann frá Betlehem inn í kirkjuna. Jólakort til fjáröflunar fyrir Bústaðakirkju JÓLAKORTIN eru liður í fjáröflun fyrir ný gólfefni í kirkjuna. Það eru nú 34 ár síðan rauða bráða- birgðateppið var sett á kirkjuna og forkirkjuna. Engum datt í hug að þessi teppi ættu eftir að endast öll þessi ár. Það er því ekki út í bláinn að þau séu stundum kölluð krafta- verkateppin. Svo mörg fótspor hafa þau borið án þess að láta á sjá. En nú virðist sem þau eigi ekki meira að gefa og vilji fá hvíld. Arkitekt kirkjunnar hefur gert tillögur um stein og eik á gólf kirkjunnar, forkirkju og ganga. Þess vegna er nú safnað fyrir nýjum gólfefnum á kirkjuna. Vonast sóknarnefnd til að sóknarbörn og aðrir velunnarar kirkjunnar taki vel á móti sölubörn- um í hverfinu. Einnig er hægt að nálgast kortin hjá kirkjuvörðum kirkjunnar. Bústaðakirkja er opin frá kl. 9 til kl. 19 alla virka daga og í kringum helgihald kirkjunnar á sunnudögum. Kortin eru 10 í pakka og kostar pakkinn kr. 1000. Basar í KEFAS SUNNUDAGINN 4. desember verð- ur hinn árlegi basar Fríkirkjunnar Kefas frá kl. 13–17. Seldir verða lukkupakkar og tombólumiðar með stórglæsilegum vinningum á öllum miðum. Einnig verða á boðstólum heimabakaðar kökur, smákökur, handverk, fal- legar gjafavörur og ýmislegt annað á mjög góðu verði! Frábærar veitingar verða til sölu, rjómavöfflur, rjúkandi kaffi, gos og annað góðgæti! Hljómsveit hússins spilar hátíðartónlist og blokkflautuhópur kemur í heim- sókn kl. 14 og leikur ljúfa jólatóna! Allur ágóði af basarnum þetta ár- ið rennur til kaupa á nýju hljóðkerfi kirkjunnar. Komið og upplifið skemmtilega aðventustemningu, verslið inn til jólanna og styðjið við tónlistarstarf kirkjunnar. Aðventukvöld í Áskirkju SUNNUDAGINN 4. desember kl. 20, sem er II sunnudagur í aðventu, verður haldið aðventukvöld í Ás- kirkju. Það er stutt síðan nýtt kirkjuár hófst en það fylgir alltaf byrjun aðventunnar. Við und- irbúum komu Jesú Krists og fæð- ingu hans á jólum. Á aðventunni er- um við hvött til að staldra við og íhuga líf okkar og lífsstefnu. Þann- ig krefst aðventan af okkur end- urmats. Að venju verður vandað mjög til dagskrár aðventukvölds- ins. Kór Áskirkju flytur vandaða tónlist, aðventu- og jólasöngva, auk þess sem kórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Söngkonurnar Elma Atladóttir og Oddný Sturludóttir syngja einsöng og Magnea Árna- dóttir leikur á þverflautu. Stjórn- andi er Kári Þormar, organisti Ás- kirkju. Ræðumaður kvöldsins verður Sveinn H. Skúlason, for- stjóri Hrafnistuheimilanna. Hafþór Jónsson kirkjuvörður les jólaljóð, fermingarbörn tendra á aðventu- ljósum, Margrét Svavarsdóttir djákni les úr spádómsbók Jesaja og Þórhildur Ólafs, settur sókn- arprestur, flytur ávarp og fer með bæn. Stundinni lýkur með því að sung- inn verður jólasálmurinn Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. Vonandi fær aðventu- kvöldið stuðlað að því að við getum sett jólaundirbúninginn í rétt sam- hengi og tekið síðan á móti þeim konungi lífsins sem kemur á jólum í mynd vanmáttugs barns til þess að vera ljós heimsins. Aðventukvöld í Villingaholtskirkju í Flóa AÐVENTUKVÖLD verður nk. sunnudag kl. 20.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jóns- sonar. Börn úr Flóaskóla syngja við hefðbundna athöfn í lok samver- unnar. Ræðumaður kvöldsins er Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arn- arholti í Biskupstungum, en hún hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók, Einnar báru vatn, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson flytur ör- hugvekju um aðventuna. Vænst er þátttöku fermingarbarna og að- standenda þeirra. Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju HINN 4. desember kl. 20 verða ár- legir aðventu- og jólatónleikar Kórs Hjallakirkju. Einsöngvarar með kórnum verða Kristín R. Sig- urðardóttir, Gunnar Jónsson, Krist- ín Halla Hannesdóttir, Árni Jón Eggertsson, Þóra I. Sigurjóns- dóttir, Bergvin Þórðarson og Franz Árni Siemsen. Undirleikari er Julian Hewlett og söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Á efnisskránni eru algeng og þekkt aðventu- og jólalög af ýmsu tagi og frá ýmsum löndum. Enskir jólasöngvar verða nokkuð áberandi í öllum sínum fjölbreytileika með kórsöng, einsöng, yfirröddum og almennri þátttökutónleikagesta. Sigurður Bragason, fyrrum bæj- arlistamaður Kópavogs, samdi árið 1996 lag við þýðingu Helga Hálf- dánarsonar á hinum heimsfræga jólasálmi Stille Nacht. Sigurður raddsetti lagið í fyrra fyrir ein- söngvara og kór sem hann tileink- aði organista og Kór Hjallakirkju og færði kórnum að gjöf. Kórinn frumflytur nú þessa gjöf Sigurðar. Tónleikarnir hafa verið mjög vel sóttir og eru allir hjartanlega vel- komnir. Aðgangur er ókeypis. Aðventuhátíð í Grindavíkurkirkju AÐVENTUHÁTÍÐ veðrur sunnu- dag 4. des. kl. 20. Fjölbreytt söng- og tónlistardagskrá. Rósalind Gísladóttir syngur og Sigurjón Al- exandersson spilar á gítar. Ein- söngvari með kór Grindavík- urkirkju er Valdimar Hilmarsson. Stjórnandi Örn Falkner. Nemendur úr Tónlistarskólanum spila á hljóð- færi. Sr. Hjörtur Hjartarson flytur hugvekju og sóknarprestur les jóla- sögu. Almennur safnaðarsöngur á aðventu, sígild jólalög og jólasálma. Hvetjum söfnuðinn til að fjöl- menna. Sóknarnefnd og sóknarprestur. Aðventukvöld í Norðfjarðarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Norð- fjarðarkirkju sunnudagskvöldið 4. desember kl. 20. Meðal efnis er: Kórsöngur; að- ventulög og jólasálmar. Ávarp sóknarprests. Nemendur Tónskól- ans flytja jólalög. Hugvekja: Guð- rún M. Jóhannsdóttir, form. sókn- arnefndar. Fjölbreytt tónlistar- atriði með jólastemningu. Komum öll saman í kirkjunni til að eiga saman gleðistund á að- ventukvöldinu. Kaffisopi, pip- arkökur og samvera í safn- aðarheimili á eftir. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Þeir eldri borgarar sem þurfa bílferð til kirkjunnar láti sókn- arprest vita í símum 477 1127 og 477 1766. Bráðum koma blessuð jólin! Sunnudagaskólinn að venju kl. 11 í safnaðarheimilinu. Kveikt á öðru aðventukertinu; Betlehemskertinu. Með ósk um að einlæg birta og gleði fái að ríkja á aðventunni. Sóknarprestur og sóknarnefnd Norðfjarðarkirkju. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju ANNAN sunnudag í aðventu verður haldin fjölskylduhátíð í Hafn- arfjarðarkirkju og hefst hún kl. 11.00 en þá sameinast báðir sunnu- dagaskólar Hafnarfjarðarkirkju. Kvennakór Hafnarfjarðar kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg við und- irleik Antoníu Hevesi og hljóm- sveitin Gleðigjafarnir spila síðan undir almennum söng eins og þeim einum er lagið. Margt verður sér til gamans gert á fjölskylduhátíðinni. Í tilefni jóla- söfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar ætlar sr. Þórhallur að fara með alla kirkjugesti í ferðalag til Afríku og vonandi koma allir heim á ný heilir heilsu fyrir klukkan 12. Sr. Gunn- þór leiðir bænir. Eftir hátíðina er boðið upp á aðventunammi í safn- aðarheimilinu. Kirkjurútan mun aka frá Hval- eyrarskóla kl. 10.55 og heim aftur kl. 12.00. Brúðuleikhús í Selfosskirkju NÆSTA sunnudag, hinn annan í jólaföstu, 4. desember kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Selfoss- kirkju. Björgvin Frans Gíslason leikari flytur brúðuleikrit aðventunnar, „Pönnukökuna hennar Grýlu“ eftir Bernd Ogrodnik. Hér segir frá hugvitssamri pönnuköku, sem nær að flýja steik- arpönnu Grýlu gömlu með það fyrir augum að ferðast alla leið í fang Jesúbarnsins og foreldra þess, þar sem þau dveljast við rýran kost í gripahúsi í Betlehem. Á vegi henn- ar verða margir, sem girnst sinn skerf af „pönnu“-kökunni. Sýning- artími er 40 mínútur. Áreiðanlegt er, að börn á öllum aldrei munu hafa óblandna ánægju af þessum brúðuleik. Vonandi verða sem flestir til þess að sækja kirkju á Selfossi þennan sunnudag. Sr. Gunnar Björnsson. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breiðholtskirkju SUNNUDAGINN 4. desember, ann- an sunnudag í aðventu, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholts- kirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14, en sú skemmtilega hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heim- sókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur í fé- lagsstarfinu í Gerðubergi, Anna Magnea Jónsdóttir, Margrét Eyj- ólfsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Valdimar Ólafsson lesa ritning- arlestra og bænir. Vakin skal at- hygli á því, að hér er um að ræða breyttan messutíma frá því sem venjulegast er í Breiðholtskirkju. Barnastarfið verður hins vegar á hefðbundnum tíma kl. 11. Að messu lokinni verður kaffi- sala barnakórs Breiðholtskirkju í safnaðarheimilinu og verður þá væntanlega jafnframt gripið í hljóðfæri og jafnvel sungið að hætti gestanna úr Gerðubergi. Það er von okkar, að sem flestir safn- aðarmeðlimir og aðrir velunnarar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni og styðja síðan starf barnakórsins með því að þiggja veitingar á eftir. Aðventusamkoma í Vídalínskirkju NÆSTKOMANDI sunnudagskvöld, 4. desember, verður aðventu- samkoma í Vídalínskirkju kl. 20. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist og m.a. verður fjallað í tónum og tali um sálminn „Stille Nacht, heil- ige Nacht“. Sungin verður upp- runaleg laggerð sálmsins og nýrri útsetningar við þrjár mismunandi íslenskar textaþýðingar. Þá verða fluttir pólskir jólasálmar, þar af tveir með nýjum texta eftir Guð- mund Guðbrandsson, og þekkt jóla- lög í útsetningu Anders Öhrwall. Hljóðfærahópurinn Camerartica ásamt kór og organista kirkjunnar sjá um tónlistina undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar. Rúta fer um Hleinar kl. 19.40 og til baka að lokinni samkomu. Boðið upp á súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu á eftir. Allir vel- komnir. Aukasýning lau. 10/12 Uppselt í kvöld!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.