Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Bara örlítil stefnubreyting hefur af- gerandi áhrif á það hvar hrúturinn endar að leiðarlokum. Hið sama gildir um ásetning hans. Seinna meir hríslast um hann tilhugsunin um hvernig hefði farið, hefði hann ekki séð sig um hönd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið vekur bæði aðdáun og grand- skoðun. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér. Þú færð auka stig fyrir að vera eina manneskjan sem nær stjórn á óútreiknanlegum að- stæðum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn leggur hjarta og sál í ótil- greint verkefni en það sem raunveru- lega vantar er hugsunin. Taktu þér pásur. Með því tekst þér að sjá hvaða viðfangsefni sólunda orku þinni og hvað byggir þig upp. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Komdu þér í samband við bogmann og taktu svo skref afturábak og leyfðu þér að dásama hvernig hann fer að því að magna hæfileika þína. Það er undir þér komið að nýta þá til fullnustu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óöryggi er oft talið neikvætt, en kannski eigum við að líta á það sem sannleika í sumum tilvikum. Hver manneskja er ófullkomin og hver manneskja er berskjölduð. Í því liggur það sem við eigum sameiginlegt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Farðu um og biddu fólk kurteislega um að sýna þér kærleik. Það mun gera það. Hvimleiða vandamálið sem þú glímir við, verður enn til staðar, en kannski ekki jafnaðkallandi. Sporð- dreki og fiskur koma þér á óvart með áköfum stuðningi sínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki til nokkurs að bera sig saman við vin sinn. Þegar upp er stað- ið erum við öll neyðarlega mikið undir eigin getu. Blástu baráttu, raunum og afbrýði í ímyndaða blöðru og slepptu henni svo. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Viska tengd væntingum er dálítið rugl- ingsleg. Á maður að leggja þær alfarið upp á bátinn, bera þær miklar eða fara milliveginn? Hvað sem öllu líður, færðu það sem þú býst við. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allar heimsins upplýsingar munu ekki hnika þér í skoðun þinni, þrjóskan er það mikil. Þú vilt það sem þú vilt og ætlar þér að fá það. Vei sé þeim sem reynir að standa í vegi fyrir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skítt með skyldurnar. Ef þær væru skemmtilegar, myndu þær umsvifa- laust hætta að flokkast með skuldum til samfélagsins og flokkast sem af- þreying. Kannski að smávegis hugar- farsbreyting gagnvart byrðunum geri gæfumuninn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þekktur rithöfundur sagði að þegar maður fiskar eftir ást, eigi beitan að vera hjartað, ekki heilinn. Margir myndu vilja baða þig með blessun sinni, ef þú bara leyfðir þeim það. Hættu að hugsa um of. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sköpunarmætti þínum er best beint að því sem þú gerir vel nú þegar: Það er unaðslegt að öðlast enn meiri færni. Einhleypir hitta ákjósanlega maka á meðan þeir skara framúr sjálfum sér. Stjörnuspá Holiday Mathis Listamenn fyrri tíma túlka Merkúr (hugsun) sem háa, granna, yndislega veru með vængi á fótum og höfði. Hinn heillandi sendiboði guðanna beitir töfr- um sínum til þess að gabba okkur. Í dag hrekkur hann úr bakkgírnum og við get- um allt í einu hlegið að öllu því sem mis- farist hefur undanfarnar vikur. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 gáskafengin, 8 kærleiks, 9 hárug, 10 reið, 11 hinn, 13 skyld- mennið, 15 flandur, 18 upplýsa, 21 í smiðju, 22 blauðan, 23 guð, 24 skop- saga. Lóðrétt | 2 að baki, 3 aumir, 4 slátra, 5 for, 6 dýraríki, 7 yndi, 12 ílát, 14 pest, 15 för, 16 áreita, 17 rannsaka, 18 kjána, 19 iðkun, 20 fífl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dorma, 4 bútur, 7 gemla, 8 rímur, 9 rúm, 11 ræna, 13 trúr, 14 folar, 15 þjöl, 17 étur, 20 stó, 22 koddi, 23 labba, 24 nærri, 25 Njáli. Lóðrétt: 1 dugur, 2 rúman, 3 afar, 4 barm, 5 tímir, 6 rýr- ar, 10 útlát, 12 afl, 13 tré, 15 þokan, 16 öldur, 18 tíbrá, 19 róaði, 20 sili, 21 ólán.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Breiðfirðingakórinn | Tónleikar í kirkjunni að Sólheimum í Grímsnesi kl. 15.30. Stjórn- andi kórsins er Hrönn Helgadóttir. Aðgang- ur ókeypis. Allir velkomnir. Gaukur á stöng | Hljómsveitin Sign heldur tónleika kl. 17 og eru þeir fyrir alla aldurs- hópa. Sign verða í góðum félagsskap og til að kynda undir mannskapnum verða Tele- pathetics og síðan verða gulu hanskarnir dregnir upp þegar dr. Spock mætir á svæð- ið. Grand Rokk | Tónleikar með Singapore Sling & Rass hefjast kl. 23. Hafnarborg | Syngjandi jól er árlegur við- burður í Hafnarborg, þar sem fjöldi kóra heldur uppi dagskrá, 3. des. frá kl. 11–20. Syngjandi jól er samvinnuverkefni Hafn- arborgar og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Aðalskipuleggjandi og stjórnandi er Egill E. Friðleifsson. Hallgrímskirkja | Mótettukórinn flytur jóla- lög ásamt Ísak Ríkharðssyni drengjasópr- an, Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Kl. 17. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jórukórinn á Selfossi og Karlakór Selfoss halda sameiginlega jólatónleika í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 4. des. kl. 17. Einnig leikur Flautukvintett Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Helgu Sighvatsdóttur. Kópavogskirkja | Jólatónleikar Kyrjanna verða haldnir í Kópavogskirkju 3. desem- ber kl. 17. Einsöngvari er Alda Ingibergs- dóttir. Stjórnandi er Sigurbjörg Hv. Magn- úsdóttir og undirleikari Halldóra Aradóttir. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Langholtskirkja | Jólatónleikar Léttsveit- arinnar kl. 16. Einsöngur: Ragnheiður Grön- dal. Hljóðfæraleikarar: Haukur Gröndal, Eyjólfur Þorleifs, Kristín J. Þorsteins, Tóm- as R. Einars og Aðalheiður Þorsteinsd. Stjórnandi er Jóhanna Þórhallsdóttir. Miða- verð er 1.800 kr. Lækjartorg | Sign bregða sér í útigallana og mæta til leiks á Lækjartorgi þar sem þeir spila ásamt I Adapt á Ayrgo Toyota tónleikaröðinni. Tónleikarnir hefjast klukk- an 22. Heitt kakó og bakkelsi verður fram- reitt í boði Toyota. Neskirkja | Kór Neskirkju flytur valda kafla úr „Petit Messe solennelle“ eftir G. Rossini (1792–1868). Einnig flytur kórinn hefð- bundin aðventu og jólalög. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Þetta eru loka- tónleikar Listahátíðar Neskirkju. Tónleik- arnir eru kl. 17. Óháði söfnuðurinn | Jólatónleikar kirkju- kórs Óháða safnaðarins verða 4. des. kl. 15, í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56. Einsöngvarar: Heiða Margrét Guðmunds- dóttir, Helga Harðardóttir, Ari Gústafsson. Organisti: Lenka Mátéova. Kórstjóri: Peter Máté. Miðaverð 1500 kr. Kaffi og kökur að loknum tónleikum. Skálholtskirkja | Söngsveit Hveragerðis og sönghópurinn Veirurnar með hátíða- tónleika kl. 16. Efnisskráin samanstendur af kirkjulegu efni og veraldlegu efni tengdu jólum. Söngstjórar eru Margrét S. Stef- ánsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, undirleikari er Ester Ólafsdóttir. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Stúdentakjallarinn | Hip hop í Stúd- entakjallaranum feat. Forgotten Lores Big Band, Twisted Minds Crew og Dj Benni. Húsið opnað kl. 22. Tónlistarskóli Borgarfjarðar | Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýna atriði úr söngleiknum „Litla stúlkan með eldspýt- urnar“, undir stjórn Theodóru Þorsteins- dóttur. Sýningar verða í húsnæði skólans að Borgarbraut 23 í Borgarnesi, í kvöld verða sýningar kl. 18 og 20, á sunnudag kl. 17 og síðasta sýningin verður kl. 18 nk. mánudag. Norræna húsið | Kl. 17 verður danski skemmtikrafturinn Simon Rosenbaum með tónleika og uppistand í Norræna húsinu. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röð aðventu- tónleika sem verða á dagskrá Norræna hússins í desember. Simon sem er 79 ára tvinnar saman píanóleik, sögum og söng þannig að úr verður sannkölluð revíu- stemning. Hann á að baki yfir 50 ára feril í Danmörku ásamt því að hafa ferðast um heiminn með sinn gleðilega boðskap. Café Rosenberg | Hljómsveitin Hraun spil- ar í kvöld. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Bjargar Þorsteinsdóttur til áramóta. Aurum | Davíð Örn Halldórsson sýnir myndir unnar með iðnaðarmálningu á trefjaplötur. Aurum | Ásta Júlía Guðjónsdóttir sýnir ljósmyndir sem tilheyra stærri seríu sem kallast Spor. Til 17. des. 0pið er mán.–fös. 10–18 og lau. 11–16. BANANANANAS | Daníel Björnsson. Inn- garður. Opnar í dag. Og ekki er það til að spilla fyrir að Bob log III kemur og treður upp á gyllta altaninu okkar. Opið verður 10.– 11. og 17. des. frá 14–16. Café Babalu | Claudia Mrugowski – Even if tomorrow is not granted, I plant my tree – á Skólavörðustíg 22a. (www.Mobileart.de). Café Karólína | Jón Laxdal Halldórsson opnar myndlistarsýningu á Café Karólínu 3. desember, kl. 14. Á sýningunni gefur að líta verk unnin að mestu upp úr ljóðum sem birst hafa í Lesbók Morgunblaðsins auk einnar eldhússkúffu. Sýningin stendur til 6. janúar 2006. Gallerí BOX | Jón Sæmundur Auðarson sýnir verk sín. Til 18. desember. Opið fim.– lau. frá 14–17. Gallerí Sævars Karls | Sex myndlist- arkonur verða með samsýningu í desem- ber. Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir. Gallery Turpentine | Sigtryggur Bjarni Baldvinsson til 6. des. Gerðuberg | Eggert Magnússon til 9. jan. Grafíksafn Íslands | Bjarni Björgvinsson til 4. des. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Handverk og hönnun | Nú stendur yfir sýn- ingin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ í Að- alstræti 12. Þetta er í sjöunda sinn sem Handverk og hönnun heldur jólasýningu á aðventunni. Þetta er sölusýning þar sem 39 aðilar sýna íslenskt handverk og list- TAPAÐU ÞÉR Í SUDOKU Á PSP! Í næstu verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.