Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 73

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 73 MENNING TÓNLEIKAR í tilefni af útgáfu geislaplötunnar Malarastúlkan fagra með þeim Hlöðveri Sigurðs- syni tenórsöngvara og Antoníu He- vesi píanóleikara verða haldnir í Salnum á morgun, sunnudaginn 4. desember, kl. 16. Á plötunni er að finna samnefnt verk, Malarastúlk- una fögru eða Die Schöne Müllerin eftir Franz Schubert við texta Wil- helms Müller, en Guðmundur Han- sen Friðriksson þýddi ljóðin yfir á íslensku, fyrir réttum tuttugu árum og er það sú útgáfa sem hljómar á plötunni. Árin tuttugu eru einmitt tildrög þess að geislaplatan kemur út, en Gunnsteinn Ólafsson, sem sér um Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, fór þess á leit við Hlöðver að hann tæki að sér að flytja ljóðaflokkinn á ís- lensku á hátíðinni í sumar. „Ég var dálítið efins í fyrstu vegna þess að textinn var á íslensku. En þegar ég var búinn að skoða þetta og fara yfir með kennaranum mínum í Mozarteum-tónlistarháskólanum í Salzburg, fór mér að lítast vel á það. Ég var að vinna verkið samhliða á þýsku og sá að textinn var mjög vel þýddur, og kennarinn minn var mjög ánægður með hvernig þetta hljómaði,“ segir Hlöðver í samtali við Morgunblaðið. Textinn fínpússaður Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að gefa tónlistina út á geisladiski, jafnvel tvöföldum með bæði ís- lenskri og þýskri útgáfu þó fallið hafi verið frá því, sem nú er orðin að veruleika. „Túlkunin liggur að svo miklu leyti í textanum, þannig að ég gæti trúað að þetta skilaði sér til enn fleira fólks hér á Íslandi en ef þetta væri bara á þýsku,“ segir Hlöðver. „Að hafa textann að frægum tón- verkum á íslensku er aðferð sem stundum hefur verið reynd, til dæm- is í Íslensku óperunni í Töfraflaut- unni og Sweeney Todd svo dæmi séu tekin. Þannig að þetta er ekkert óvanalegt, en engu að síður hljómar kannski undarlega að það sé búið að þýða þetta fræga verk yfir á ís- lensku. Sjálfum finnst mér íslenski textinn fara mjög vel við þessa tón- list Schuberts.“ Malarastúlka Müllers er mikill ljóðabálkur – skyldi ekki vera flókið að læra svona mikinn texta? „Ég er nú ekki viss um að ég syngi þetta allt blaðlaust á tónleikunum; verð lík- lega með ljóðin að einhverju leyti hjá mér,“ svarar Hlöðver. „Ég lærði þetta samhliða á þýsku, þannig að auðvitað er dálítið mál að læra tvo ólíka texta um leið. En ég hef verið að fínpússa textann fyrir plötuna og hann hefur gengið í gegnum dálitlar breytingar frá því að hann var þýdd- ur fyrir 20 árum, bæði af minni hálfu og Guðmundar sjálfs.“ Snillingurinn Schubert Hlöðver segist vera undir miklum áhrifum frá kennara sínum, barí- tónsöngvaranum Wolfgang Holz- meier, þegar kemur að túlkun tón- listarinnar. „Hann leggur mikið upp úr túlkun; það er ekki nóg að skila þessu frá sér þannig að það sé vel sungið, heldur þarf textinn að skila sér og túlka hvað er í gangi á hverj- um tíma. Þess hef ég mest horft til.“ Malarastúlkan fagra eftir Schu- bert er eitt þekktasta ljóðasöngs- verk sem samið hefur verið. Að mati Hlöðvers er þarna um afburðagóða tónlist að ræða, þar sem texti og tón- list spila afar vel saman. „Schubert er snillingur. Reyndar hefur verið sagt að tónlistin beri höfuð og herðar yfir textann, en ég held að Schubert hafi verið undir miklum áhrifum frá honum og haft í huga að skrifa tónlist sem passaði einmitt fyrir þennan texta. Hann gerir það meistaralega, enda var hann eitt fremsta tónskáld heims.“ Tónlist | Malarastúlkan fagra á íslensku í Salnum á morgun Túlkunin liggur í textanum Morgunblaðið/Sverrir Hlöðver Sigurðsson tenórsöngvari og Antonía Hevesi píanóleikari flytja Malarastúlkuna fögru eftir Schubert við íslenskan texta í Salnum. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ÚT ER kominn geisladiskurinn Faðmur … sorgin og lífið. Flytjendur tónlistar eru Kirst- ín Erna Blöndal söngkona, Gunn- ar Gunnarsson, píanó- og orgelleik- ari, Jón Rafnsson bassaleikari og Örn Arnarson gítarleikari. „Tilgangur geisladisksins er að gefa fólki kost á að hlusta á fallega tónlist með bænum og sálmum sem tjá það sem oft er erfitt að segja með eigin orðum. Þannig er hægt að minn- ast þeirra sem farnir eru og hugsa á uppbyggilegan hátt um eigin lífs- göngu,“ segir í kynningu. Á diskinum eru lög eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sig- urbjörnsson, Hörð Áskelsson o.fl. Einnig er þar að finna bænina Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Diskurinn er til sölu í Kirkjuhúsinu við Laugaveg, Hallgrímskirkju, og hjá útgefanda á netfanginu: erna- blondal@simnet.is. Útgefandi er Kirstín Erna Blöndal. Ný plata Ævintýri og spenna Símar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur@tindur.is Draumar marglyttunnar segir frá baráttu góðs og ills. Óþokkinn Syrtir berst gegn konungi sínum og ætlar sér að taka völdin og segja mönnum stríð á hendur. En það er Fráinn litli sem reynir að koma vinum sínum til bjargar. Herdís Egilsdóttir er fyrrverandi kennari og þjóðþekktur rithöfundur. Glæsilegar litmyndir eru eftir Erlu Sigurðardóttur, myndlistarmann. Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók fyrir börn á öllum aldri. Hér kemur 9. bókin í hinum geysivinsæla bókaflokki GÆSAHÚÐ eftir Helga Jónsson. Í könnun sem Landskerfi bókasafna gerði fyrir árið 2004 lenti Gæsahúð í 3. sæti yfir mest lesnu bækurnar í öllum flokkum. Í flokki barna- og unglingabóka var Gæsahúð í 1. sæti. Bókin sem allar stelpur verða að lesa! Bryndís Jóna Magnúsdóttir, 24 ára frá Keflavík, er ný og fersk rödd í íslenskum unglingabókmenntum. Hér er á ferðinni flott og kúl bók um stelpu sem þjáist af mikilli ástsýki og feimni og tilraunum hennar til að næla í Danna, sætasta strákinn í skólanum ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.