Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 2

Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 0 7 SJÓN:ARGÓARFLÍSIN „ALVEG FANTASKEMMTILEG BÓK“ – Illugi Jökulsson, Talstöðinni „ÞETTA ER LISTILEGA SKRIFUÐ SAGA“ – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM NÝ BÓK EFTIR NORÐURLANDA- MEISTARANN Í BÓKMENNTUM Yf ir l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Vörustjórnunarblaðið. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                     MARGT VEKUR ATHYGLI Yfirtökunefnd Kauphallar Íslands hefur óskað eftir því við Landsbank- ann að fá að sjá afrit af afleiðusamn- ingnum sem gerður var vegna kaupa bankans á 10% hlut Odda- flugs og Baugs í FL Group. Við- skiptaráðherra segir margt vekja athygli sína hvað varðar viðskiptin og segir ástæðu til að vera á varð- bergi. Kosningar í Írak Írakar kusu nýtt þing í gær, kjör- sókn var mun meiri en vænst hafði verið. Að þessu sinni var þátttakan síst minni í héruðum súnní-araba. Mikil öryggisgæsla var í landinu í gær vegna hótana hryðjuverka- manna en fáar árásir voru gerðar á kjörstaði. Forseti Íraks sagði að um hátíðardag allrar þjóðarinnar væri að ræða. Víða ríkti mikill fögnuður og var jafnvel dansað við kjörstaði. Kröfum hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði í gær kröfum sakborninga í Baugsmálinu um niðurfellingu máls- ins, en verjendur höfðu sett fram þá kröfu vegna ítrekaðrar útivistar af hálfu ákæruvaldsins. Uppreisn í Fatah Ungir menn í Fatah, flokki Mahmouds Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, ætla að bjóða fram eigin lista vegna óánægju með áhrif eldri flokksleiðtoga sem skipa efstu sætin á listum samtakanna fyrir þingkosningarnar í janúar. GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands, segir að sam- bandið teldi brýnt að stjórnvöld breyttu um aðferðafræði við verndun landbúnaðar. Inn- flutningshöftin og þær sam- keppnishömlur sem séu í grein- inni hafi leitt til þess að neytendur beri mjög skarðan hlut frá borði. „ASÍ tók þátt í því, í sam- starfi við landbúnaðarráðuneytið og garðyrkju- bændur, að breyta fyrirkomulagi nefndar á græn- metisframleiðslu og þær aðgerðir leiddu til þess að grænmetisverð lækkaði mikið. Þar var horfið frá innflutningsvernd og tilteknum fjármunum beint í niðurgreiðslur til bænda sem þeir hafa þá sem að- stoð til að bæta sér upp aðstöðumun. Að öðru leyti eru bændur að keppa við innfluttar vörur og það hefur leitt til bæði hagræðingar og meiri sam- keppni og það merkilega við þetta var að ávextir sem aldrei höfðu borið tolla eða vernd lækkuðu í verði. Þetta undirstrikar þann málflutning sem ASÍ hefur verið með, að það getur farið saman að- stoð við bændur og aukin samkeppni og innflutn- ingur í greininni, það þarf ekki að vera mótsögn,“ segir Gylfi. Gylfi segir að innan Evrópusambandsins fái bændur beingreiðslur og síðan sé byggt á frjálsum viðskiptum á markaði. „Þegar Finnar og Svíar gengu í Evrópusambandið var breytt um aðferða- fræði þar og opnað fyrir samkeppni innan Evrópu- sambandsins og jafnframt var beinn stuðningur til bænda. Þar hefur vöruverð lækkað talsvert mikið án þess að ganga á kjör bænda. Hér á landi eru bæði ríkisstyrkir og tollar, eitt er það að nota rík- isstyrki til að styrkja bændur og jafna aðstöðumun þeirra en ef líka er beitt innflutningsvernd er verið að útiloka samkeppni og það eitt og sér leiðir til hærra vöruverðs,“ segir Gylfi. Skortir innsýn í hvar verðmunurinn liggur „Ég hefði viljað sjá samanburð á afkomu í þess- um verslunargreinum, það dugar ekki endalaust að vitna til flutningskostnaðar og smæðar. Eitthvað er það sem veldur því að vöruverð á Íslandi, á vörum sem ættu að vera fullkomlega samkeppnishæfar, er sýnilega miklu hærra hér á landi. Því verður versl- unin að svara með einhverjum öðrum hætti. Það eru ekki verndartollar á mjög stórum hluta þeirra matvara sem hér eru í matvöruverslunum. Þessi rök geta dugað að einhverju leyti gagnvart land- búnaðarafurðum. En það er greinilegt að við neyt- endur höfum ekki yfirsýn yfir það hvar þessi mun- ur liggur. Það geta menn ekki útskýrt í burtu þegar svona skýrsla kemur fram. Það hlýtur að vera verkefni stjórnvalda, þá samkeppnisyfirvalda, að leita haldbærra skýringa. ASÍ hefur lengi óskað eftir því að fá heildsöluvísitölu frá Hagstofunni og meiri innsýn í verðlagningu og verðákvarðanir á markaðnum. Í gegnum okkar verðlagseftirlit erum við á vaktinni og verðum sýnilegar varir við þetta en eins og aðra neytendur skortir okkur meiri inn- sýn í það hvar þessi mikli verðmunur verður til.“ Gylfi segir þó mikið fagnaðarefni þegar sam- keppnisyfirvöld fari yfir þessi mál og birti skýrslu um þau. „Skýrslan sýnir það og sannar að verð- munurinn er þarna og við þurfum að borga 42% hærra verð fyrir matvöru. Ég get fullyrt það sem framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins að laun hér á landi eru ekki 42% hærri en hjá nágranna- löndunum. Þetta kemur því auðvitað niður á lífs- kjörum okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Horfið verði frá innflutn- ingsvernd á búvörum Gylfi Arnbjörnsson EINAR Haralds- son, 18 ára piltur, sem lögreglan í Reykjavík og björgunarsveitir leituðu að í gær fannst látinn við ylströndina í Nauthólsvík um hádegið í gær. Ekki er uppi grunur um að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan í Reykjavík og aðstand- endur Einars heitins vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina. Fannst látinn í Nauthólsvík BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að fregnir af því að er- lend fiskiskip séu að laumast inn í ís- lenska lögsögu sýni enn og sanni að eftirliti verði ekki haldið úti á hafinu nema með rekstri skipa og flugvéla. „Þessar fréttir sýna enn og sanna, að eftirliti verður ekki haldið úti á hafinu nema með rekstri skipa og flugvéla, þótt fjareftirlit sé öflugt og raunar á heimsmælikvarða hjá Landhelgisgæslunni.“ Björn segir unnið að því að efla Gæsluna. Fjareftirlit ekki nóg MEÐALDAGVINNULAUN Efl- ingarfólks verða tæp 69% af með- allaunum leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg skv. nýgerðum kjarasamningum að því er fram kemur í útreikningum Starfs- mannaskrifstofu Reykjavíkurborg- ar á áhrifum samninganna. Unnið er að greinargerð um heildaráhrif samninganna sem lögð verður fram í borgarráði í næstu viku en skv. tölulegum upplýsing- um sem þegar hafa verið unnar voru meðaldagvinnulaun Eflingar- fólks um 74% af meðallaunum leik- skólakennara í október árið 2000, í mars sl. var hlutfallið tæp 59% en eftir nýju samningana verður það 69% eins og áður segir. Í upplýsingum borgarinnar kem- ur fram að samningarnir ná til um 1.900 starfsmanna innan Eflingar og rúmlega 2.300 starfsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Þar af starfa hátt í 700 manns á leikskólum. Á meðal þess starfsfólks eru guðfræðingar, líf- fræðingar og fleira háskólafólk. Fram kemur í upplýsingum borgarinnar sem Morgunblaðið fékk síðdegis í gær, að sumum þessara starfsmanna sem hafa langa starfsreynslu og gegna stjórnunarstöðum innan leikskól- anna, gefst kostur á hærri launum en leikskólakennurum í sömu stöðu. Þar sé um að ræða samtals 128 starfsmenn, eða um 3% þeirra sem samningarnir ná til. Af þeim séu 106 uppeldismenntaðir starfs- menn innan StfR og 22 eru Efling- arfélagar. Meðaldagvinnulaun 69% af meðallaunum leikskólakennara FÁ MANNVIRKI virðast sleppa við veggjakrot af ein- hverju tagi. Nýja göngubrúin yfir Hringbrautina, til móts við Hljómskálagarðinn, er þar engin undantekn- ing. Í gær var unnið við að þrífa krotið af, enda stendur til á næstunni að opna nýju Hringbrautina formlega með pompi og prakt. Morgunblaðið/Ásdís Krotið þrifið af krafti Í dag Fréttaskýring 8 Menning 38/39 Viðskipti 18/20 Umræðan 40/43 Úr Verinu 20 Minningar 44/55 Erlent 22/23 Skák 59 Minn staður 24 Myndasögur 60 Höfuðborgin 26 Víkverji 60 Suðurnes 26 Dagbók 60/63 Akureyri 28 Staður og stund 62 Austurland 29 Leikhús 64 Daglegt líf 30/35 Bíó 66/69 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 38 Veður 70 Af listum 38 Staksteinar 70 * * *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.