Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 20
ÍSLANDSBANKI áformar að opna skrifstofu í Shanghai í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá bankanum en skrif- stofan mun heyra undir alþjóða- og fjárfestingasvið. „Meginhlutverk skrifstofu okkar verður að þróa viðskiptasambönd við viðskiptavini okkar í Kína. Áhersla verður fyrst og fremst á matvælamarkaðinn, endurnýt- anlega orku og skipaiðnaðinn. enda eru þetta þær atvinnugreinar sem Íslandsbanki leggur megináherslu á á alþjóðlegum mörkuðum,“ segir Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri yfir starfsemi bankans í Asíu og Ameríku. Að hans sögn er stefnt á að skrif- stofan verði opnuð á síðari hluta árs- ins en starfsmenn verða til að byrja með 3–4. Magnús segir þrjár meginsá- stæður vera fyrir því að Íslands- banki opnar skrifstofur þar. „ Í fyrsta lagi er Kína stærsti framleið- andi fiskafurða og mikilvægasti framleiðandi á frosnum sjávaraf- urðum fyrir Japan, Bandaríkin og Evrópu og í auknum mæli sem al- hliða matvöruframleiðandi. Í öðru lagi, er talsverð eftirspurn eftir lausnum fyrir endurnýtanlega orku í Kína, og á þessu sviði er bankinn þegar þátttakandi. Í þriðja og síð- asta lagi er skipaiðnaðurinn að flytj- ast í auknum mæli til Kína. Það er því mikilvægt að bankinn skilji þennan mikilvæga markað og á sama tíma að geta stutt við bakið á íslenskum, norskum og alþjóðlegum viðskiptavinum bankans til að ná fótfestu þar.“ Magnús segir opnun skrifstof- unnar vera hluta af uppbyggingu fjárfestinga- og alþjóðasviðs Ís- landsbanka.„Við erum að auka þjón- ustu við núverandi viðskiptavini og ná betur utan um þær greinar sem við leggjum áherslu á alþjóðlega. Þetta er mjög í anda uppbyggingar bankans á undanförnum árum, en alþjóðleg starfsemi okkar utan heimamarkaða hefur verið byggð upp með öflugum innri vexti og er sú starfsemi þegar orðin verulegur hluti af umsvifum bankans.“ ÍSB opnar skrifstofu í Shanghai 20 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF M Fashions hf. 6.000.000.000 kr. 1. flokkur 2005 Heildarnafnverð flokksins er 6.000.000.000 kr. Verðtryggð skuldabréf 1. flokks 2005 eru gefin út til rúmlega 5 ára og endur- greiðist höfuðstóll í einu lagi þann 1. október 2010. Vextir greiðast 1. apríl og 1. október ár hvert, fyrst 1. apríl 2006 og síðast 1. október 2010. Útgáfudagur bréfanna er 1. júní 2005. Skuldabréfið ber 5,60% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður MOSAIC 05 1. Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 22. desember 2005. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verð- bréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningar- lýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. NAFNVERÐ ÚTGÁFU: SKILMÁLAR SKULDABRÉFA: SKRÁNINGARDAGUR: Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 410 4000 | www.landsbanki.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS L BI 3 06 45 1 2/ 20 05 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS L BI 3 06 45 1 2/ 20 05 HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði var 97.400 tonn sem er 40.200 tonnum minni afli en í nóvember 2004 en þá veiddust 137.600 tonn. Milli nóvem- bermánaða 2004 og 2005 dróst verð- mæti fiskaflans saman um 11,1%, á föstu verði ársins 2003. Það sem af er árinu 2005 hefur verðmæti fiskafl- ans, á föstu verði ársins 2003, dregist saman um 3% miðað við 2004, sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Botnfiskafli var rúm 44.300 tonn samanborið við rúm 46.600 tonn í nóvember 2004 og dróst því saman um tæp 2.300 tonn. Þar af nam þorskaflinn ríflega 20.400 tonnum og er það tæpum 2.100 tonnum minna en í fyrra. Ýsuaflinn nam tæplega 9.400 tonnum sem er tæpum 600 tonnum minni afli en 2004. Hins veg- ar jókst ufsaafli um rúm 600 tonn frá fyrra ári, var tæp 7.900 tonn í nóv- ember í ár. Flatfiskafli var tæp 1.500 tonn sem er samdráttur um ríflega 600 tonn frá fyrra ári, þar af veidd- ust rúm 600 tonn af grálúðu, rúm 300 tonn af skarkola og rúm 160 tonn af sandkola. Á sama tíma í fyrra nam grálúðuaflinn rúmum 700 tonnum og skarkola- og sandkolaflinn, hvor um sig, ríflega 400 tonnum. Síldaraflinn var rúmlega 50.700 tonn og dróst saman um 4.700 tonn frá fyrra ári. Samdráttur hélst áfram í kolmunnaveiðunum og var einungis rúmum 300 tonnum landað í nóvember miðað við ríflega 31.000 tonn á sama tíma í fyrra. Skel- og krabbadýraafli var rúm 500 tonn og dróst saman um 1.200 tonn frá 2004. Rækjuafli var um 400 tonn og dróst saman um tæp 200 tonn. Mestu munar þó um kúfiskafla en engum kúfiski var landað í nóv- ember miðað við 1.000 tonna afla á sama tíma í fyrra. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2005 nemur 1.595.700 tonnum og er það tæplega 47.200 tonna minni afli en á sama tímabili í fyrra. Botnfiskafli var 455.100 tonn sem er 2.400 tonnum minna en árið áður. Flatfiskafli dróst saman, nam 25.500 tonnum í ár mið- að við 29.300 tonn árið 2004. Upp- sjávarafli dróst einnig saman, um 22.900 tonn. Stafar það af 149.500 tonna samdrætti í kolmunnafla sem þó er veginn upp af aukningu í síld- arafla um 49.000 tonn og loðnuafla um 77.200 tonn. Skel- og krabba- dýraafli var tæpum 18.100 tonnum minni í ár en í fyrra.           !  "##$ "##% &              '  ( )    ( !*   + "##$ $, ,"-   " .." %% $$- ,,- /. #$$ . 0"- .  $$ /$.         . $-# %# 0/. # //. %/# ", + "##% 1 ! "##$ 1 ! "##% $%0 %#2       "- "%- .-- #2, %.2 .%$ $#, -%2 /. ,.0 /.2  $%% ..2      "% $-/ "$2 #2- %-% /". "%0 $00 ./ %". ,-#    $   "  !      # %    Enn dregst fiskaflinn saman Skýringin fyrst og fremst mikill samdráttur í veiðum á kolmunna ÚR VERINU ÞRETTÁN bátar voru sviptir veiði- leyfi í nóvember. Bátarnir voru sviptir leyfinu fyrir afla umfram heimildir og vanskil á afladagbók í flestum tilfellum. Þá var heimavigt- unarleyfi Fiskmarkaðs Suðurnesja í Grindavík afturkallað ótímabundið vegna brota gegn reglum um vigtun sjávarafla. Eftirtaldir bátar voru sviptir leyfi vegna afla umfram heimildir unz aflamarksstaða þeirra hafði verið lagfærð: Kolbeinsey BA, Síldin AK, Una SU, Margrét ÍS og Gylfi BA. Eftirtaldir bátar voru sviptir leyfi í tvær vikur vegna vanskila á afla- dagbók: Sævar Guðjóns ST, Monica GK, Forrá ÞH, Hrannar EA, Krist- inn SH og Sæunn HF. Loks var Haf- borg KE svip veiðileyfi í tvær vikur þar sem afli var ekki færður til vigt- unar á hafnarvog við löndun. Þrettán sviptir leyfi VERÐBRÉFASTOFAN hefur fengið leyfi Fjármálaeftirlitsins til þess að reka lánastarfsemi og er hún því orðin fjárfestingarbanki. Í kjöl- farið verður nafni fyrirtækisins breytt í VBS fjárfestingarbanki en að sögn Jafets Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra, verður núverandi nafn áfram notað. Hann segir að þessi breyting muni ekki hafa stór áhrif á starfsemi fyr- irtækisins. „Möguleikar okkar til þess að veita viðskiptavinum þjón- ustu munu aukast og í raun er þetta eðlilegt framhald af þeirri starfsemi sem við höfum haldið úti frá stofnun fyrirtækisins árið 1996. Við munum halda áfram að veita viðskiptavinum okkar óháða og góða þjónustu,“ seg- ir Jafet en að hans sögn er það fyr- irtækinu mjög mikilvægt að vera óháður aðili. Verðbréfastofan stund- ar mjög lítil hlutabréfaviðskipti fyrir eigin reikning og aðspurður segir Jafet að svo muni áfram verða. Samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfastofunni nemur efnahags- reikningur fyrirtækisins nú um 5,5 milljörðum króna og eigið fé þess sé rúmur milljarður. Stjórn félagsins er skipuð þeim Frosta Bergssyni (for- manni), Bolla Kristinssyni, Eiríki Tómassyni, Gísla Kjartanssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Verðbréfastofan var sem áður segir stofnuð árið 1996 og í nóvem- ber það ár fékk hún starfsleyfi sem löggilt verðbréfafyrirtæki. Alls starfa 24 manns hjá fyrirtækinu. Verðbréfastofan fær fjárfestingarbankaleyfi Morgunblaðið/Þorkell Auknir möguleikar Jafet Ólafsson segir að þótt VBS hafi fengið fjárfestingarbankaleyfi muni fátt breytast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.