Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 23 ERLENT UNGIR uppreisnarmenn í Fatah- hreyfingunni hafa skráð eigin fram- boðslista í þingkosningunum á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna 25. janúar. Er sérframboðið álitið mikið áfall fyrir Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og sumir telja að klofningur Fatah geti orðið vatn á myllu Hamas-samtakanna í kosning- unum. Hermt er að á fundi með nokkrum uppreisnarmannanna hafi Abbas hótað að segja af sér og boða til for- setakosninga. Uppreisnarforinginn Marwan Barghouti er í efsta sæti á framboðs- listanum og forystumenn Fatah lögðu í gær fast að honum að kljúfa ekki hreyfinguna. Saeb Erekat, aðalsamningamaður heimastjórnar Palestínumanna, sagði að reynt yrði til þrautar að semja við ungu uppreisnarmennina. Þeir yrðu settir ofarlega á framboðs- lista Fatah til að auka líkurnar á því að þeir næðu kjöri á þing. Stuðningsmenn Barghouti sögðu hins vegar að hann væri staðráðinn í því að halda sérframboðinu til streitu eftir að Abbas raðaði gömlum flokksforingjum í efstu sæti fram- boðslista Fatah. Hann hunsaði þar með að mestu niðurstöður forkosn- inga og skoðanakannana sem bentu til þess að stuðningurinn við ungu mennina færi vaxandi. Forkosning- arnar einkenndust af ofbeldi og kosningasvikum og Abbas ákvað því að velja sjálfur frambjóðendur Fatah. Abbas hugðist setja Ahmed Qurei forsætisráðherra í efsta sæti á lista Fatah og bauð Barghouti annað sæt- ið en hann hafnaði því í fyrradag. Þegar framboðslisti Fatah var skráður í fyrrakvöld var Barghouti hafður í efsta sætinu, að því er virð- ist til að reyna að afstýra því að hreyfingin klofnaði. Hann er því á tveimur framboðslistum. „Þetta er of seint,“ sagði Kadoura Fares, einn af forystumönnum ungu mannanna, um sáttaumleitanir flokksforingjanna. „Við féllumst á forkosningar til að velja frambjóð- endur Fatah en forsetinn virti ekki niðurstöður þeirra. Þeir völdu gamla herra- og þrælafyrirkomulagið og núna erum við staðráðin í að hvika ekki frá sérframboðinu.“ Barghouti afplánar nú fimm lífs- tíðarfangelsisdóma í Ísrael fyrir að- ild að mannskæðum árásum og fékk mest fylgi í forkosningum á Vestur- bakkanum. Jibril Rajoub, fyrrver- andi yfirmaður öryggissveita á Vest- urbakkanum, og Mohammad Dahlan, áhrifamikill ráðherra í heimastjórninni, eru einnig á lista uppreisnarmannanna. „Eflir Fatah“ Ungu mennirnir sögðu að mark- mið þeirra væri ekki að koma Fatah fyrir kattarnef, heldur að leggja fram öflugan lista vinsælla fram- bjóðenda sem myndu taka atkvæði frá Hamas og síðan starfa með Fatah í samsteypustjórn. „Sérframboðið eflir Fatah vegna þess að nöfnin á listanum njóta virð- ingar allra,“ sagði Salim Samhan, 23 ára laganemi, sem kvaðst ætla að kjósa klofningslistann. Aðstoðarmenn Abbas sögðu að hann hefði rætt við Barghouti í síma til að reyna að afstýra klofningi Fatah og viðræðunum var haldið áfram í gær. Talsmenn kjörstjórn- arinnar sögðu að Barghouti þyrfti að ákveða á hvorum listanum hann vildi vera og hægt væri að breyta fram- boðslistunum fyrir áramót. Sérfræðingar í málefnum Palest- ínumanna eru ekki á einu máli um af- leiðingar sérframboðsins. Nokkrir þeirra telja að það geti orðið til þess að Fatah eflist en aðrir segja að það styrki stöðu Hamas-samtakanna sem bjóða nú fram í fyrsta skipti í þingkosningum frá stofnun heima- stjórnar Palestínumanna árið 1995. Reyndar hafa þeir aðeins einu sinni áður efnt til þingkosninga, árið 1996, og Hamas-samtökin ákváðu þá að sniðganga þær. Nýtt sameiningartákn? Forystumönnum Fatah tókst naumlega að afstýra svipuðum vanda fyrir ári þegar Barghouti bauð sig fram gegn Abbas í forseta- kosningum en lét undan miklum þrýstingi og hætti við framboðið. Nokkrir fréttaskýrendur telja að uppreisnarmennirnir hætti við fram- boðið vegna þess að Barghouti þarfnist stuðnings Abbas til að knýja á Ísraela um að leysa hann úr haldi. Gömlu flokksforingjarnir voru í útlegð eins og Yasser Arafat þar til um miðjan síðasta áratug þegar þeir sneru aftur á svæði Palestínumanna eftir friðarsamninga við Ísraela. Margir yngri mannanna voru hins vegar á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu og börðust þar gegn her- námi Ísraela. Gömlu mennirnir hafa verið sak- aðir um spillingu og frændhygli og margir Palestínumenn telja að kyn- slóðaskipti séu tímabær í forystuliði Fatah. Deilurnar innan hreyfingarinnar hafa magnast smám saman á þeim þrettán mánuðum sem liðnir eru frá andláti Yassers Arafats. „Arafat var límið sem hélt öllum fylkingunum saman,“ sagði palestínski fréttaskýr- andinn Hani al-Masri. Hann kvaðst telja að Barghouti gæti gegnt svip- uðu hlutverki og Arafat sem samein- ingartákn Palestínumanna þegar fram liðu stundir. Sérframboð talið áfall fyrir Abbas Ungir uppreisn- armenn í Fatah með eigin lista í þingkosningum Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AP Barghouti fyrir rétti í ágúst 2002. AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna (til hægri), greiðir atkvæði í heimabæ sínum nálægt Ramallah á Vesturbakkanum í sveitarstjórnakosn- ingum sem fram fóru í 42 bæjum á svæðum Palestínumanna í gær. París. AFP. | Lögregla í fimm ríkjum hefur upprætt fjölþjóðlegan hring, sem smyglaði fólki frá Mið-Austur- löndum til Evrópu. Aðgerðin fór fram á miðvikudag. Alls tóku 400 lögreglumenn þátt í henni í Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Grikklandi og á Ítalíu. 53 menn voru handteknir, flestir í Frakklandi (22) og á Ítalíu (18). Franski saksóknarinn Jean- Claude Marin sagði á blaðamanna- fundi í París í gær að hér ræddi um umfangsmestu, samræmdu aðgerð á þessu sviði löggæslu, sem fram hefði farið á alþjóðavettvangi. Unn- ið hefur verið að rannsókn málsins í þrjú ár. Smyglhringurinn tók milljónir evra fyrir að smygla fjögur til fimm þúsund manns til Bretlands og ann- arra landa í Norður-Evrópu. Starf- semin hafði staðið yfir í fimm ár. Fólkið kom flest frá Afganistan og Kúrdahéruðum í Írak en einnig tók hringurinn að sér að smygla fólki frá Sómalíu, Pakistan og Eþí- ópíu til Vestur- Evrópu. Fólkið fór frá Tyrklandi til Belgíu, Grikklands, Ítalíu eða Sviss en frá þessum ríkj- um var það flutt til Parísar. Þar hafðist það við í almenningsgörðum áður en haldið var af stað til Bret- lands. Í einhverjum tilfellum varð fólkið eftir í Frakklandi og dæmi eru um að einhverjir hafi haldið til Þýskalands og Skandinavíu. Að sögn franskra embættis- manna var algengt verð fyrir þessa „þjónustu“ smyglhringsins 6–7.000 evrur á mann (450 til 525.000 krón- ur). Að sögn lögreglu á Ítalíu var höf- uðpaur hringsins Kúrdi sem bjó í Róm. Hann var sagður heita Arsal- an og mun hann hafa komist yfir gríðarlegar fjárupphæðir með þessu móti. Upprættu stóran smyglhring Smygluðu þús- undum manna til Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.