Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR KÁPUR, JAKKAR, BOLIR, PILS, JAKKAPEYSUR, SKINNKRAGAR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardag kl. 10-22 sunnudag kl. 13-17Christa KLÆDDU ÞIG VEL PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Spektro Multivítamín, steinefnablanda ásamt spirulinu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Ein með öllu HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Hlíðar | Háteigssöfnuður fagnar nú á þriðja sunnudegi aðventu fjörutíu ára vígsluafmæli Háteigs- kirkju, en hún var vígð á fjórða sunnudegi aðventu, 19. desember árið 1965. Af því tilefni stendur nú yfir sýning í glergangi milli kirkj- unnar og safnaðarheimilisins þar sem sjá má bæði myndir úr starfi safnaðarins og frá undirbúningi og byggingu kirkjunnar. Þá verður haldið upp á afmælið með sér- stakri hátíðarmessu á sunnudag. Háteigsprestakall var stofnað árið 1952 og var söfnuðurinn án kirkju fyrstu þrettán árin. Messað var í Fossvogskirkju og í hátíð- arsal Sjómannaskólans. Áður en langt var liðið komu upp hug- myndir um að byggja kirkju og var Halldór H. Jónsson arkitekt fenginn til að hanna hana, en hann hannaði einnig grunninn að safn- aðarheimili kirkjunnar sem var formlega tekið í notkun árið 1995. Séra Tómas Sveinsson var kjör- inn prestur við kirkjuna árið 1976. Hann segir söfnuðinn hafa fylgt hraðri uppbyggingu borgarinnar og það sjáist á þeirri hröðu þróun sem hafi orðið á byggingu kirkj- unnar. „Háteigskirkja gekk í gegnum ferli á fjörutíu árum sem margar eldri kirkjur í Evrópu hafa gengið í gegnum á mörgum öldum,“ segir Tómas. „Það hefur sannarlega valdið miklu álagi á sóknarnefnd og starfsmenn kirkj- unnar, en uppbyggingin hefur ver- ið afar hröð og mikið starf unnist á þessum stutta tíma.“ Sem dæmi um hraðan vöxt safnaðarins og hverfisins sýnir Tómas blaða- manni kirkjubækur frá árinu 1966, en þar má sjá að alls voru tæp 400 börn færð til bókar fædd í sókn- inni það ár. Þetta er gríðarlegur fjöldi ef litið er til þess að árgang- ur á Íslandi á þessum tíma var í kringum 4.000 börn. Kvenfélag Háteigssóknar er að sögn séra Tómasar merkur þáttur í sögu sóknarinnar, en það var stofnað árið 1953. Kvenfélagið hélt lengi vel uppi þróttmiklu starfi og tók þátt í ýmiss konar hjálpar- og líknarstarfi. Var það upprunalega hlutverk kvenfélagsins, líkt og annarra kvenfélaga, að standa fyr- ir fjáröflunar- og félagsstarfi í sókninni. Kvenfélagið eldist „Kvenfélagið hefur komið að öll- um flötum kirkjustarfsins hér og veitt okkur ómetanlegan stuðning, en nú er hins vegar kvenfélagið farið að eldast mjög, eins og ger- ist með önnur kvenfélög á Ís- landi,“ segir Tómas. „Kvenfélög yngjast ekki upp og endurnýjunin er engin. Þannig er nú meðalald- urinn í kvenfélaginu orðin um 80 ár. Þetta skrifast líklega á það að konur eru orðnar mun virkari þátttakendur í atvinnulífinu í dag. Áður fyrr var það konum hrein- lega lífsnauðsynlegt að taka þátt í svona félagsstarfi, þegar þær voru heimavinnandi, að eiga sér fé- lagslíf.“ Tómas segir konur nú fá næga útrás fyrir félagsþörf og slíkt á vinnumarkaðinum og stuðn- ingur fólks við sóknina sé mun óbeinni, í gegnum sóknargjöld. Safnaðarstarfið hefur að sögn Tómasar verið mjög mikið og öfl- ugt og segir Tómas tilkomu safn- aðarheimilisins árið 1995 hafa skipt gríðarlegu máli, enda að- staða öll batnað til muna. „Áður en safnaðarheimilið kom höfðum við bara kirkjuna,“ segir Tómas. „Hún var að sjálfsögðu ekki full- komin, í raun var á þessum tíma sveitakirkjan færð beint í borgina án þess að hinar ólíku þarfir borg- arsamfélagsins væru skoðaðar. Samt vorum við svo heppin að hafa hér tvær skrifstofur og sal- erni.“ Tómas segist afar ánægður með félagsstarf aldraðra, sem fram fer í „Setrinu“ en einnig með ýmislegt annað félagsstarf, s.s. barnakórinn og samfélag fermingarbarna. „Hér er rekið gott starf fyrir fullorðna, sem veitir gott samfélag. Gamla fólkinu finnst gott að vera hér og njóta samvista hvert við annað og taka í spil,“ segir Tómas. „Svo er mjög blómlegt barna- og unglinga- starf hér og fermingarbörnin hafa verið að taka mun virkari þátt í starfinu í ár. Við sjáum hins vegar ekki eins mikið af fólki á bjarg- ræðisaldrinum, enda er það mjög upptekið við að koma undir sig fótunum og hafa í sig og á. Hins vegar sjáum við það oft þegar eitt- hvað bregður út af, og það er líka okkar hlutverk. Messusóknin hef- ur ekki verið upp á marga fiska, en síðan við fórum að bjóða upp á súpu eftir messu fór að myndast hér afar sérstakt samfélag barna- fólks og unglinga og eldri borgara, sem hefur verið mjög spennandi að rækta.“ Háteigskirkja fagnar fjörutíu ára vígsluafmæli á sunnudaginn með opnun sýningar Hrá að innan Vígsla kirkjunnar fór fram við nokkuð kuldalegar aðstæður 19. desember 1965. Í stað hlýlegra kirkjuljósa lýstu ljóshundar kirkjugest- um og geistlegum embættismönnum leið. Um 400 börn fæddust í Háteigssókn árið 1966 Morgunblaðið/Þorkell Falleg hús Háteigskirkja og safnaðarheimilið setja mikinn svip á hverfið og eru af mörgum talin dæmi um góða hönnun og fallegt umhverfi. Kirkjunnar þjónn Séra Tómas Sveinsson hefur bráðum þjónað Há- teigssöfnuði í þrjátíu ár og er hann afar ánægður með safnaðarstarfið. Reykjanesbær | „Það er bara ánægj- an, ég hef svo gaman af þessu. Ég hugsa þetta ekki sem keppni,“ sagði Hallbjörn Sæmundsson um jóla- skreytingar á og við hús hans, Tún- götu 14 í Keflavík. Húsið fékk sér- staka viðurkenningu sem jólahús barnanna í samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar enda koma þangað leikskólabörn í hópum til að skoða jólaskreytingar á húsinu og ýmsa hluti sem Hallbjörn hefur komið þar fyrir. Nefnd á vegum menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- nesbæjar veitti í gær verðlaun fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í ár. Afar mörg hús eru mikið skreytt í Reykjanesbæ og bætist við á hverju ári. Bærinn er orðinn þekktur fyrir þetta og eru skipulaðar hópferðir fólks af höfuðborgarsvæðinu til að skoða auk þess sem margir ein- staklingar leggja leið sína um bæinn í þessum tilgangi. Til að auðvelda fólki að finna verðlaunahúsin og hús sem tilnefnd eru í samkeppninni um Ljósahús Reykjanesbæjar hefur bærinn gefið út kort sem hægt er að nálgast á vef bæjarins, bens- ínstöðvum og víðar. Eigendur Þverholts 18 í Keflavík fengu aðalverðlaunin þetta árið, við- urkenninguna sem Ljósahús Reykja- nesbæjar. Háholt 12 í Keflavík varð í öðru sæti og Móavegur 1 í Njarðvík í því þriðja. Eigendurnir fengu líka peningaverðlaun frá Hitaveitu Suð- urnesja. Best skreytta gatan var Óð- insvellir í Keflavík og svo fengu rað- húsin Ránarvellir 2–6 og fjölbýlishúsið Aðalgata 5 viðurkenn- ingar. Þá voru eigendur fallegustu verslanaglugganna verðlaunaðir og var Skóbúð Keflavíkur hlutskörpust. Ýmis önnur sérverðlaun voru veitt. Meðal annars fékk Myllu- bakkaskóli verðlaun fyrir skemmti- legar gluggaskreytingar í áraraðir og Túngata 14 var verðlaunað sem Jólahús barnanna. Hallbjörn á Túngötu 14 hefur lengi lagt á sig þá vinnu að skreyta hús sitt fyrir jólin. Hann segir að húsið bjóði upp á það. Það er gamalt, rautt hús í gamla bænum í Keflavík, nokkuð jólalegt að sjá. Hann leggur mikið upp úr því að vera með jóla- sveina og ýmsar fígúrur í garðinum, meðal annars helli með Grýlu og Leppalúða. Þá er hann með upplýst líkan að húsinu og þaðan óma jóla- lögin. „Ég hef smíðað mikið af þessu sjálfur og reyni að bæta smávegis við á hverju ári.“ Ekki stendur á við- brögðunum því vinsælt er hjá börn- um bæjarins að heimsækja Hall- björn. „Þau bíða alltaf eftir því að ég skreyti,“ segir hann. Hallbjörn segir að einn daginn hafi komið sextíu börn af leikskólum í heimsókn. Sjálf- ur nýtur hann þessa tíma. Jólahús barnanna Hallbjörn Sæ- mundsson er með skreytt líkan af húsi sínu í garðinum og þaðan heyra vegfarendur jólasöngva. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljósahús Einbýlishúsið Þverholt 18 í Keflavík var útnefnt Ljósahús Reykjanesbæjar 2005. Það er fallega skreytt eins og mörg hús í bænum. Börnin bíða eftir að ég skreyti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.