Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 29

Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 29 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Seyðisfjörður | Gert er ráð fyrir að umhverfisráðherra kveði upp úrskurð varðandi umhverfismat Fjarðarárvirkj- unar við Seyðisfjörð skömmu fyrir jól, en úrskurðar hefur verið beðið um hríð. Í ágúst sl. ákvað Skipulags- stofnun að ný virkjun við Seyðisfjörð, Fjarðarárvirkjun, þyrfti ekki í umhverfismat. Kærufrestur til umhverf- isráðherra rann út um miðjan september og eru nú fimm kærur til meðferðar hjá ráð- herra og ákvörðunar að vænta. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rennur lygn Fjarðará leitar til sjávar í Seyðisfjarðarkaupstað. Úrskurðar að vænta um Fjarðarárvirkjun Reyðarfjörður | Nánast allir starfsmenn Bechtel við álvers- bygginguna á Reyðarfirði fara til síns heima í jólaleyfi og verður engin vinna á svæðinu frá 22. des- ember til 2. janúar. Nærfellt 1.000 manns hafa unnið á álverssvæðinu það sem af er vetri. 90% af erlend- um starfsmönnum sem fara í leyfi gera það á milli 17. og 20. desem- ber og fljúga frá Egilsstöðum á Keflavíkurflugvöll til framhald- andi flugs út. 2. janúar kemur svo fyrsta fólkið til baka. Þeir fáu sem verða á svæðinu yfir hátíðarnar verða þar til eftirlits og örygg- isgæslu. Það er ýmislegt sem hefur gerst í kringum álversbygginguna frá því að henni var ýtt úr vör. Búið er að elda þrjú hundruð þúsund máltíðir í starfsmannaþorpinu, búa um rúmin ríflega þrettán þúsund sinnum og þrífa herbergi í yfir tuttugu og sex þúsund skipti. Og Reyðfirðingar hafa áttað sig á að lítið þýðir að fara í ríkið á föstu- dögum því erillinn er slíkur að búðin hefur á stundum tæmst eftir viðkomu álversmanna. Fer þó ekki sögum af öðru en að allt séu þetta indælismenn og prúðir velflestir. Þorpið tæmist Brátt leggst kyrrð hátíðanna yfir starfsmannaþorpið. Engin vinna við álver yfir hátíðar Jólasögur | Bóndi nokkur í sjáv- arplássi á Austfjörðum átti ung börn og þurfti stundum að hafa hemil á þeim. Um jólaleytið var það Grýla sem mest ógn stóð af, enda bjó hún með hyski sínu uppi í bæjarfjallinu og hræddust börnin hana mjög. Magnaðist skelfingin svo að börnin þorðu vart út fyrir bæjardyrnar og tók steininn úr þegar þau þóttust sjá hana á bát skammt úti í firðinum. Brá bóndi á það ráð að snara byssu á öxl sér og arka ofan í fjöru, þar sem hann miðaði vandlega og skaut Grýlu dauða. Hefur síðan ekki til hennar spurst í firðinum og börnin óttalaus og nú uppkomin. Í öðrum firði er það haft fyrir satt að hátt í tugur jólasveina birt- ist jafnan á Þorláksmessu á vél- sleðum og fari milli húsa. Fá þeir dreitil af brjóstbirtu á hverjum bæ og þegar degi hallar er aksturslag þeirra orðið meira en lítið skrykkj- ótt og sveinarnir farnir að syngja við raust. Það fylgir sögunni að lögreglan á staðnum hafi einatt tekið þá í karphúsið.    Fréttir í tölvupósti Jón Yngvi Jóhannsson í Kastljósi „Þessi ótrúlega Kjarvalsbók slær öll met í vandvirkni og metnaði í útgáfu á Íslandi“ Við óskum Nesútgáfunni og höfundum bókarinnar til hamingju með tilnefninguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.