Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 30
daglegtlíf ídesember JÓLALEGT RAUÐ TRÖNUBER FRUMLEGT JÓLASKRAUT púsluspil er ekki skemmtilegasta afþreying barna og unglinga á jól- um, enda miklu fleira í boði nú en þegar við vorum að alast upp. Þess vegna hefur vægi púsluspila minnkað hjá okkur, en kakan verð- ur að vera á sínum stað á jóladag. Þetta er jú jólakakan okkar.“ Þau segja að allir í fjölskyldunni kunni vel að meta kökuna, sér- staklega þó yngri sonurinn, Arnar. „Við felum hana yfirleitt, en krakk- arnir eru slyngir að finna felustað- ina og taka smáforskot á sæluna. Við erum heldur ekki alveg saklaus sjálf.“ Þau viðurkenna að jólakakan í ár sé búin. Anna Sigríður segist þó ekki óttast að stemninguna vanti á jóladag, því tengdamóðir sín hafi gefið sér uppskriftina. „Auk þess kemur hún alltaf með aukaköku til okkar á aðfangadag.“ Jólakakan okkar „Upprunalega uppskriftin er miðuð við að bakaðir séu þrír fremur þunnir botnar. Á seinni árum hefur tengdamóðir mín einfaldað upp- skriftina með því að hafa botnana tvo og örlítið þykkari. Mér finnst kakan ekki síðri þannig, svo ég hallast að einfaldari gerðinni.“ Botnar: 110 g sykur 220 g smjörlíki 110 g púðursykur 3 egg 220 g hveiti 1 tsk matarsódi 2 tsk kanill 1 tsk negull Krem: 75–100 g smjör, stofuheitt 2½ dl flórsykur 2 eggjarauður 1–2 tsk vanilludropar Smjörlíki, sykur og púðursykur er hrært vel saman. Eggjum er síðan bætt saman við, einu í einu, og hrært saman. Þá er hveiti, mat- arsóda og kryddi bætt út í og hrært þar til deigið hefur samlag- ast vel. Deiginu er skipt í tvo eða þrjá hluta og bakað í smurðum kringl- óttum mótum við 200° hita í 20 mínútur. Meðan botnarnir eru að kólna er tilvalið að gera kremið. Smjör, syk- ur og vanilludropar er hrært vel saman. Eggjarauðum er síðan bætt saman við, einni í einu. Kreminu er smurt á botnana og þeir lagðir saman þannig að krem- ið sé á milli. Þessi kaka geymist ágætlega (á góðum felustað), en einnig má setja hana í plastpoka og frysta. Þetta er gamaldags brún-kaka sem ég smakkaðifyrst fyrir 27 árum þegarvið Halldór Ragnar vor- um að draga okkur saman. Mér fannst hún strax góð og í mínum huga er hún ennþá ómissandi hluti af jólunum,“ segir Anna Sigríður Magnúsdóttir, sem átti þó góðu að venjast, enda dóttir bakarans í Björnsbakaríi við Hringbraut. Hún segir að tengdamóðir sín Björg Hafsteinsdóttir hafi um ára- bil bakað þessa köku á aðventunni. „Eftir að við Halldór Ragnar hóf- um búskap hefur hún alltaf gefið okkur köku fyrir jólin.“ Með púsluspil og kökusneið Á æskuheimili Halldórs Ragnars var til siðs í kringum jólin að púsla, gjarnan með kryddkökusneið og mjólkurglas við höndina. Þau Anna Sigríður héldu þeim sið lengi vel. „Við komumst síðan að því að Kryddkaka frá tengdamömmu  JÓLAHEFÐ Hjónin Halldór Ragnar Halldórsson og Anna Sigríður Magnúsdóttir tengja jóladag við sneið af gamaldags krydd- köku. Þau trúðu Brynju Tomer fyrir því að ann- aðhvort þyrfti að fela kökuna á aðventunni eða baka fleiri en eina. Morgunblaðið/Ómar Halldór Ragnar og Anna Sigríður ásamt Arnari sem hefur sérstakt dálæti á jólaköku ömmu sinnar. Að lifa jólin afVerið skipulögð Á þessum árstíma er mikið um gjafir, mat, fjölskyldiboð og aðrar veislur. Allt getur þetta verið mjög ánægjulegt en það getur einnig skapað álag og streitu. Hér eru nokkur góð ráð til að draga úr streitu. Skrifið lista yfir allt það sem þið þurfið að gera og forgangs- raðið verkefnum. Setjið það nauðsynlegasta efst á listan og það sem hægt er að sleppa neðst. Gerið raunsæjar áætlanir um það hversu mikinn tíma þið þurfið til hvers verks. Setjið ykkur tímatakmörk Skiptið með ykkur verkum og látið börnin gera það sem þau geta. Nýtið ykkur þá þjónustu sem er í boði. Látið pakka gjöfum í verslunum. Kaupið tilbúinn mat og tilbúnar kökur til að hafa í bakhöndinni. Eyðið ekki um efni fram í gjafir. Forðist að steypa ykkur í skuldir. Haldið ykkur á fjárhags- áætlun. Verslið snemma og nýtið ykkur útsölur. Hlaupið ekki eftir skyndihugdettum. Gerið fjárhagsáætlun Stundið líkamsrækt. Látið ekki annríkið koma í veg fyrir gönguferð, sundsprett, jógatíma eða aðra þægilega líkamsrækt. Gefið ykkur tíma til að slaka á á hverjum degi, þannig að þið getið verið ein, lesið, hugleitt eða fengið ykkur blund. Haldið sambandi við vinina. Gefið ykkur tíma til að hitta fólk eða tala við það í síma. Félagslegur stuðningur hjálpar mikið. Dekrið við ykkur Í BYRJUN desember var opn- aður nýr Grýluvefur hjá Náms- gagnastofnun. Á vefnum er hlýtt á Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi í flutn- ingi Ingólfs Steinssonar og Jóns Guðmundssonar, ritstjóra hjá Námsgagnastofnun. Nem- endur í Norðlingaskóla mynd- skreyttu kvæðið. Vefurinn var opnaður í Norðlingaskóla í byrjun des- ember en flestir nemendur skólans fengu tækifæri til að koma að verkefninu. Þeir túlka Grýlu á skemmtilegan hátt enda gefur kvæðið tilefni til þess að ímyndunaraflið fari á flug. Samkvæmt kvæðinu var Grýla litrík kerling og ófrýni- leg. Sögusviðið er Fljótsdals- hérað og berst sagan að Víði- völlum í Fljótsdal. Morgunblaðið/Golli Grýluvefur  NETIÐ www.nams.is KRISTNIR menn gerðu kertið snemma að tákni sínu vegna augljósrar tengingar við orð Krists þar sem hann segir: Ég er ljós heimsins. Á þrettándu öld voru kerti notuð til skreytinga á trjám. Á síðari tímum hafa kerti orðið eitt helsta tákn jólanna. Kertaljósið  TÁKN JÓLANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.