Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 31
EITT TIL tvö glös af léttvíni nokkrum sinnum í
viku virðast geta minnkað líkur á offitu, en ef
neyslan er meiri eykst áhættan í staðinn fyrir að
minnka, að því er m.a. er greint frá á vef
Svenska Dagbladet. Þessar niðurstöður eru
byggðar á bandarískri rannsókn þar sem 8.200
manns tóku þátt og birtast í breska vísinda-
tímaritinu Biomed Central. Allir þátttakendur
voru reyklausir, voru mældir og vigtaðir og
svöruðu spurningalista um alkóhólneyslu sína.
Helmingur þátttakenda sagðist neyta alkóhóls
reglulega, þ.e. drakk mest fimm glös af víni í
viku. Þeir sem drukku meira voru taldir drekka
mikið. Þeir áttu mun frekar á hættu að verða
feitir og of þungir en hinir, skv. niðurstöðum
rannsóknarinnar. Einnig kom í ljós að þeir sem
drukku alls ekkert alkóhól áttu frekar á hættu
að verða of feitir en þeir sem drukku í hófi.
Ástæðurnar eru hins vegar óljósar. „Við höf-
um engar forsendur til að ráðleggja þeim sem
ekki drekka að byrja að drekka bara til að létt-
ast. En við sjáum heldur enga ástæðu til að ráða
fólki frá hóflegri drykkju,“ segja vísindamenn-
irnir frá Texasháskóla og Mayo-læknastofn-
uninni í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta rann-
sóknin sem sýnir fram á að hófleg drykkja hafi
góð áhrif á líkamsþyngd.
Offita er eitt af stærstu heilsufarsvandamál-
unum í vestrænum löndum. Hún er einnig
stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að syk-
ursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Stephan
Rössner, prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í
Stokkhólmi, varar við því að draga of miklar
ályktanir af þessum niðurstöðum, að því er fram
kemur á vef SvD. Að hans mati er erfitt að vita
hvað er orsök og afleiðing og líklegast sé að
þeir, sem geta farið með áfengi á hóflegan hátt,
lifi einnig hófsömu lífi almennt.
Léttvínsdrykkja og offita
HEILSA
Morgunblaðið/Ómar
Ekki er mælt með að fólk hefji léttvínsdrykkju til að grenna sig.
DAGLEGT LÍF