Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 31    EITT TIL tvö glös af léttvíni nokkrum sinnum í viku virðast geta minnkað líkur á offitu, en ef neyslan er meiri eykst áhættan í staðinn fyrir að minnka, að því er m.a. er greint frá á vef Svenska Dagbladet. Þessar niðurstöður eru byggðar á bandarískri rannsókn þar sem 8.200 manns tóku þátt og birtast í breska vísinda- tímaritinu Biomed Central. Allir þátttakendur voru reyklausir, voru mældir og vigtaðir og svöruðu spurningalista um alkóhólneyslu sína. Helmingur þátttakenda sagðist neyta alkóhóls reglulega, þ.e. drakk mest fimm glös af víni í viku. Þeir sem drukku meira voru taldir drekka mikið. Þeir áttu mun frekar á hættu að verða feitir og of þungir en hinir, skv. niðurstöðum rannsóknarinnar. Einnig kom í ljós að þeir sem drukku alls ekkert alkóhól áttu frekar á hættu að verða of feitir en þeir sem drukku í hófi. Ástæðurnar eru hins vegar óljósar. „Við höf- um engar forsendur til að ráðleggja þeim sem ekki drekka að byrja að drekka bara til að létt- ast. En við sjáum heldur enga ástæðu til að ráða fólki frá hóflegri drykkju,“ segja vísindamenn- irnir frá Texasháskóla og Mayo-læknastofn- uninni í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta rann- sóknin sem sýnir fram á að hófleg drykkja hafi góð áhrif á líkamsþyngd. Offita er eitt af stærstu heilsufarsvandamál- unum í vestrænum löndum. Hún er einnig stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að syk- ursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Stephan Rössner, prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, varar við því að draga of miklar ályktanir af þessum niðurstöðum, að því er fram kemur á vef SvD. Að hans mati er erfitt að vita hvað er orsök og afleiðing og líklegast sé að þeir, sem geta farið með áfengi á hóflegan hátt, lifi einnig hófsömu lífi almennt. Léttvínsdrykkja og offita  HEILSA Morgunblaðið/Ómar Ekki er mælt með að fólk hefji léttvínsdrykkju til að grenna sig. DAGLEGT LÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.