Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF María er sú fyrsta úrhópi spjallverja áspjallrásinniwww.hlad.is sem gef- ur villibráðaruppskriftir á aðvent- unni. Veiðimenn ræða málefni sín af kappi á þessari spjallrás og tóku vel í beiðni um uppskriftir þegar eftir því var falast. María er merkiskona og var í fréttunum síðastliðið sumar þegar hún skaut sauðnaut á Grænlandi. Það þótti tíðindum sæta, því þær eru eingöngu tvær konurnar sem hafa farið á sauðnautaveiðar á vesturströnd Grænlands, hin er dönsk. Nautið vó 450 kíló og hefur nú verið stoppað upp, en kjötið varð eftir á Grænlandi þar sem heimamenn njóta góðs af, enda bannað að flytja hrátt kjöt til landsins. „Ég byrjaði sem unglingur að fara á veiðar með pabba mínum og tók síðan nokkurra ára hlé meðan börnin voru lítil. Síðustu 30 árin höfum við hjónin farið saman á veiðar og njótum þess ávallt að ganga til rjúpna auk þess að fara öðru hvoru á hreindýraveiðar og gæsa- og andaveiðar.“ Eiginmaður Maríu er Sigurgeir Sigurgeirsson og segjast þau eiga margar dýr- mætar stundir saman við veiðar. Leið ykkur þá ekki illa síðustu tvo vetur þegar bannað var að veiða rjúpu? „Nei, nei,“ segir hún og hlær hressilega. „Þá fórum við með myndavél og fylgdumst með rjúpunum. Stór hluti veiði- mennsku er að geta lesið náttúr- una og að skilja hana. Það skiptir máli að vita hvernig fugl hegðar sér, hvar hann heldur sig, hvað hann étur og hvernig hann bregst við veðri og vindum. Við höfðum mjög gaman af því að fara með myndavélina upp á fjöll.“ María tekur veiðimennskuna alvarlega, ekki nóg með að hún veiði villibráð, geri að henni og matreiði hana eins og listakokk- ur, heldur hleður hún einnig skotin sín sjálf, en því líkja skot- veiðimenn við fluguhnýtingar meðal laxveiðimanna. Það eru náttúrlega rjúpur á borðum hjá ykkur á aðfanga- dagskvöld, eða hvað? „Raunar ekki, því börnin okkar borða með okkur á aðfangadags- kvöld og þau kunna ekki að meta rjúpuna. Af öllu kjöti sem til er í heiminum eldum við kalkún á að- fangadagskvöld. Rjúpuna borðum við hins vegar á gamlárskvöld og njótum þess í botn.“  VILLIBRÁÐ Veiðir villibráð og matreiðir María Björg Gunnarsdóttir er í hópi þeirra fjölmörgu sem kunna að meta íslenska náttúru. Hún er einlæg áhugakona um veiðar og kann sannarlega að matreiða villibráð. Brynja Tomer fékk hjá henni girnilegar uppskriftir. Morgunblaðið/Ómar María Björg Gunnarsdóttir við uppstoppaðan haus sauðnautsins. Hreindýrasteik með ferskjusósu Fyrir 6 1,2 kg snyrtur hreindýravöðvi salt og pipar smjör til steikingar Ferskjusósa ½ l villibráðarsoð (úr fugla- eða hreindýrabeinum) 50 g sólberjasulta 1 dl púrtvín 2 ferskjur ferskar, afhýddar, skorn- ar í báta 50 g kalt smjör 1 súputeningur (Maggi) eða kjöt- kraftur, sósujafnari, salt og pipar Meðlæti 600 g litlar soðnar kartöflur 1 knippi timían, ferskt 4 gulrætur 150 g sykurbaunir 1 dl rjómi Aðferð Skerið kjötið í 100 g sneiðar og steikið í smjöri á pönnu. Takið af pönnunni og haldið heitu í um 100° heitum ofni meðan sósan og með- lætið er útbúið. Vín og soð er sett á pönnuna sem notuð var til að steikja kjötið. Steikarskófin leyst upp með vökv- anum. Sólberjasultu og maukuðum ferskjum er bætt saman við og soðið við vægan hita. Sósan er þykkt svolítið og kalt smjör sett í klípum út í rétt áður en sósan er borið fram. Hún á ekki að sjóða eftir að smjörið er komið út í hana. Gulrætur eru skornar í strimla og soðnar ásamt baunum í léttsölt- uðu vatni í 4–5 mínútur. Litlu soðnu kartöflurnar eru soðnar áfram í rjóma og timíani í smá- stund, eða þar til rjóminn þykkn- ar. Hreindýrapottréttur Fyrir 6 1 kg hreindýravöðvi, gjarnan fram- partur 1 dl blönduð íslensk ber, t.d. blá- ber, hrútaber, sólber og rifsber 250 g sveppir, blandaðir villi- sveppir eða ræktaðir sveppir eða hvort tveggja 6–8 vorlaukar 6 einiber, grófsteytt 2 lárviðarlauf nokkrir kvistir af nýju timíani eða blóðbergi 1 msk olía 1 msk hindberjaedik 1 msk sólberjasíróp eða óþynnt sólberjasaft 2 dl bragðmikið villibráðarsoð (heimalagað eða íslenskur villi- bráðarkraftur frá Oscari) 1 dl sýrður rjómi 18% salt og pipar Aðferð Hreinsið allar sinar og fitu af hreindýravöðvanum. Skerið ör- þunnar sneiðar, þvert á vöðvann. Best er að vöðvinn sé hálffrosinn þegar hann er skorinn, því þá er auðveldara að skera þunnar sneið- ar. Skerið sveppina í grófar sneiðar og vorlaukinn á ská í um ½ cm bita. Snöggsteikið kjötsneiðarnar í vel heitum víðum potti eða djúpri pönnu, annaðhvort á teflonhúð eða í ögn af olíu. Takið kjötið úr pott- inum og setjið það til hliðar. Hitið olíu í pottinum og snögg- steikið sveppi og vorlauk ásamt einiberjum, lárviðarlaufi og timí- ani. Þegar þetta er orðið fallega brúnað er hindberjaediki og sól- berjasaft eða -sírópi hellt saman við. Látið sjóða saman og hellið síð- an soðinu í pottinn sem notaður var til að steikja kjötið. Hrærið sýrða rjómann mjúkan og blandið saman við. Hitið að suðumarki og hrærið vel í með sleif þar til sósan er orð- in jöfn. Setjið loks berin út í, hrærið eftir það mjög varlega í sósunni til að berin merjist ekki. Bragðbætið með salti og pipar eins og þurfa þykir. Þá er sósan tilbúin. Setjið sneið- arnar út í heita sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram. Með réttinum er gott að bera fram glæ- nýjar íslenskar kartöflur og græn- meti. Einnig er gott að hafa Wal- dorfsalat. Sósuna má gera daginn áður og einnig má steikja kjötið daginn áð- ur. Þetta er því tilvalinn réttur til að taka með sér í sumarbústað eða á villibráðarkvöld með félögunum. Hreindýrasúpa Maríu Fyrir fjóra 800 g hreindýraskanki, sagaður í hæfilega bita 2 laukar, meðalstórir 75 g gulrætur 75 g sellerírót 2½ dl rjómi, léttþeyttur 150 g smjör 1½ dl gin salt og pipar 3 lárviðarlauf 4 einiber hvít og svört piparkorn 3 msk. blóðberg 2 msk. þriðja kryddið smjörbolla Allt grænmetið hreinsað og grófskorið. Smjörið brætt í potti og skank- arnir brúnaðir. Kryddað vel með salti og pipar og grænmetinu bætt út í. Vatni bætt við þannig að það fljóti vel yfir skankana. Þegar suðan kemur upp er fleytt ofan af soðinu og af- ganginum af kryddinu bætt út í. Látið sjóða við vægan hita í tvær klst. Soðið síað og bakað upp með smjörbollu, þannig að villibráð- arbragðið haldi sér. Soðið varlega í sex mínútur. Bragðbætt með of- annefndu kryddi og gini bætt út í (sumir vilja láta smágráðaost með, en mér finnst það yfirgnæfa hrein- dýrabragðið). Kjötið skorið af skönkunum í hæfilega strimla og borið fram í súpunni. Léttþeyttum rjóma blandað í súpuna og að síð- ustu er hálfmuldum einiberjum sáldrað yfir. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.