Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 41
UMRÆÐAN
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Acidophilus
FRÁ
Fyrir meltingu og maga
Sterkur acidophilus
Ævintýri og spenna
Símar: 660 4753 • 462 4250
www.tindur.is • tindur@tindur.is
Draumar marglyttunnar segir frá baráttu góðs
og ills. Óþokkinn Syrtir berst gegn konungi sínum
og ætlar sér að taka völdin og segja mönnum stríð
á hendur. En það er Fráinn litli sem reynir að koma
vinum sínum til bjargar.
Herdís Egilsdóttir er fyrrverandi kennari og
þjóðþekktur rithöfundur.
Glæsilegar litmyndir eru eftir Erlu Sigurðardóttur,
myndlistarmann.
Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók fyrir börn
á öllum aldri.
Hér kemur 9. bókin í hinum geysivinsæla
bókaflokki GÆSAHÚÐ eftir Helga Jónsson.
Í könnun sem Landskerfi bókasafna gerði
fyrir árið 2004 lenti Gæsahúð í 3. sæti yfir
mest lesnu bækurnar í öllum flokkum. Í flokki
barna- og unglingabóka var Gæsahúð í
1. sæti.
Bókin sem allar stelpur verða að lesa!
Bryndís Jóna Magnúsdóttir, 24 ára frá
Keflavík, er ný og fersk rödd í íslenskum
unglingabókmenntum.
Hér er á ferðinni flott og kúl bók um stelpu
sem þjáist af mikilli ástsýki og feimni og
tilraunum hennar til að næla í Danna,
sætasta strákinn í skólanum ...
Í MORGUNBLAÐINU birtist
laugardaginn 10. desember rit-
stjórnargrein undir fyrirsögninni
„Þjóðvegakerfið og flutn-
ingabílar“. Meginniðurstaða rit-
stjórnar blaðsins er að þjóð-
vegakerfið ráði ekki við þá
umferð stórra flutningabíla með
stóra tengivagna sem nú eru á
þessum vegum. „Flutningabílarnir
eru að leggja þjóðvegakerfið und-
ir sig en strandsiglingar leggjast
af.“ Og blaðið spyr hvers vegna.
„Er það vegna þess að það er vit-
laust gefið flutningabílunum í
hag?“ – Allt eru þetta orð í tíma
töluð og ánægjulegt að Morg-
unblaðið skuli taka svo skelegg-
lega á stóru og vaxandi vanda-
máli. Blaðið skorar á
samgönguyfirvöld að bregðast við
áður en fjöldaslys hljótist af því
ófremdarástandi sem skapast hef-
ur. Ekkert annað en röng stefnu-
mótun og sofandaháttur stjórn-
valda um árabil hefur leitt til
þessa ástands sem stöðugt fer
versnandi.
Stjórnvöld völdu
landflutninga
Ritstjórn Morgunblaðsins segir
það merkilegt að þingmenn lands-
byggðarinnar skuli ekki hafa tek-
ið þetta mál upp af meiri þunga á
Alþingi en raun ber vitni. Það má
satt vera en er engan veginn ein-
hlítt. Minna verður á þá miklu
umræðu sem varð þegar rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar með
Halldór Blöndal sem samgöngu-
ráðherra í fararbroddi lagði á síð-
asta áratug niður Skipaútgerð
ríkisins. Með því var afdrifaríkt
skref stigið í þeim efnum að auka
þungaflutninga á þjóðvegunum án
þess að nokkuð kæmi til mótvæg-
is einkavæðingunni. Á þetta bentu
margir þingmenn í stjórnarand-
stöðu á þeim tíma, ekki síst þing-
menn úr landsbyggðarkjör-
dæmum, undirritaður í þeim hópi.
Á sama tíma var mikið unnið að
hafnarbótum víða um land, þannig
að valið stóð um hvers konar
meginflutningskerfi menn vildu
byggja hér upp til frambúðar.
Landflutningar urðu niðurstaðan
með þeim dýrkeyptu afleiðingum
sem við blasa.
Gífurlegt umhverfisálag
Fyrir eyþjóð sem fyrst og
fremst býr við strendur landsins
er það hörmuleg tímaskekkja að
hverfa frá sjóflutningum og beina
þungaflutningum út á vanbúið
þjóðvegakerfi. Í umhverfislegu
tilliti eru sjóflutningar margfalt
útlátaminni en akstur flutn-
ingabíla, m.a. varð-
andi loftmengun,
enda sé nýting skipa-
kostsins viðunandi.
Slitið á þjóðvegum af
akstri flutningabíla
er geigvænlegt, 50–
100 þúsundfalt eða
meira á við hvern
fólksbíl. Væri þessi
flutningsmáti látinn
greiða að fullu kostn-
aðinn sem honum er
samfara væri fljótt
tekið fyrir landflutningana af
samkeppnisástæðum. Í glímunni
við loftslagsbreytingar af manna-
völdum og aðra mengun er af
mörgum lögð áhersla á að allur
tilfallandi kostnaður verði sýni-
legur. Það er síðan mál út af fyr-
ir sig hvort sam-
félagið eigi að taka á
sig hluta hans, m.a.
af byggðapólitískum
ástæðum. Þetta ætti
auðvitað einnig að
gilda um landspjöll
af hvers kyns fram-
kvæmdum.
Löngu tímabær
stefnumörkun
Opinber stýring og
langsæ stefnumörk-
un er ekki hátt skrif-
uð hérlendis, hvorki í skipulags-
málum né þá ráðist er í
stórframkvæmdir. Mörgum þykja
þeir mestir sem ryðjast fram með
hugmyndir án þess að horfa til
hægri eða vinstri. Almenningur
og óbornar kynslóðir mega svo
borga brúsann. Í samgöngu-
málum dreifbýlis og þéttbýlis
þyrfti þjóðin að taka sér tak og
spyrja löngu tímabærra spurn-
inga. Þær varða skipulag vöru-
flutninga innanlands en einnig
fólksflutninga, þar á meðal þá
heilögu kú einkabílinn sem nú lit-
ar áður tært loft á höfuðborg-
arsvæðinu með eiturgufum og
sóti, að ekki sé talað um blóð-
fórnir og örkuml.
Dýrkeyptir landflutningar –
orð í tíma töluð
Hjörleifur Guttormsson
fjallar um vöruflutninga ’Í umhverfislegu tillitieru sjóflutningar marg-
falt útlátaminni en akst-
ur flutningabíla …‘
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.