Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 16.12.2005, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 65 MENNING Green Tea Í mörgum löndum, sérstaklega við Miðjarðarhafið, ef gestum er boðið upp á bolla af grænu tei þá er það ekki aðeins hefð, heldur einnig tákn um gestrisni, vinskap og hlýhug. Jólastjörnur til að setja ilm á Green tea ilmurinn er ferskur og mildur. Sturtusápa, body lotion, Eau de Toilette, kerti og fleira. Laugavegi 76 - 101 Reykjavík JÓLASPRENGJA VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 ◆ sími 551 5425 Verð, gæði og persónuleg þjónusta Ef varan ekki passar er viðskiptavinum boðið að skila flíkinni eftir jól og fá annað í staðinn eða aðra stærð ef því er að skipta. 20-30% afsláttur af öllum kuldaflíkum - f l tt r f ll l flí VEGNA gríðarlegrar eftirspurnar eftir miðum á Fullkomið brúðkaup og fjölda áskorana hefur seinni hluti leikársins 2005–2006 hjá Leikfélagi Akureyrar verið endurskipulagður og stokkaður upp. Ákveðið hefur verið að halda áfram sýningum á Fullkomnu brúðkaupi í janúar og febrúar. Til að gera þessa breytingu mögulega þarf að fresta frumsýn- ingu á söngleiknum Litlu hryllings- búðinni en hún verður frumsýnd 24. mars. Frumsýningu á Maríubjöll- unni er á hinn bóginn flýtt til 17. febrúar en sú sýning verður frum- sýnd í nýju leikrými sem LA tekur í notkun og getur því gengið samhliða sýningum á Fullkomnu brúðkaupi. Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Leikfélags Akuryrar, segir að í fyrra hafi verið tekið upp nýtt sýn- ingakerfi hjá Leikfélaginu og sýn- ingatími hvers verks ákveðinn fyrir- fram, frá frumsýningu til lokasýn- ingar. Innan þess ramma hafi þó verið svigrúm til að bæta við auka- sýningum. Þá hafi verið sýnt eins þétt og aðsókn leyfi og aukasýning- um bætt inn eftir þörfum. „Í tilviki Fullkomins brúðkaups hefur þetta þó ekki dugað til, þrátt fyrir að við höfum bætt inn fjöldanum öllum af aukasýningum. Við höfum verið að sýna verkið allt að fimm sinnum í viku en sýningar seljast upp jafn- óðum. Það er greinilegt að við höfum ekki getað annað eftirspurninni. Því ákváðum við að svara kallinu og hrókera sýningum, og sýnum verkið til 18. febrúar.“ Magnús Geir segir, að vegna nýja sýningarýmisins sem brátt verði tek- ið í notkun, séu menn farnir að spýta í lófana til að hafa allt klárt. Hann segir aðsóknina á Fullkomið brúð- kaup hafa verið gríðarlega góða en að aðsókn á aðrar sýningar hafi einn- ig verið góð. „Nú um áramótin verða komnir sjö þúsund áhorfendur á Fullkomið brúðkaup. Gestasýning- arnar okkar á Edith Piaf og Belgíska Kongó, sem komu frá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, gengu líka vel og færri komust á þær en vildu, þrátt fyrir að við höfum bætt við aukasýn- ingum. Sama er að segja um Ævin- týrið um Augastein sem við sýndum í síðustu viku. Leikhúsaðsóknin hefur því verið með eindæmum góð og ekki hægt að segja annað en að það sé gaman í leikhúsinu.“ Leikhús | Uppstokkun á sýningum vegna góðrar aðsóknar Dugði ekki til að bæta inn ótal aukasýningum Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Álfrún Örnólfsdóttir í hlutverki sínu í Fullkomnu brúðkaupi eftir Hawdon. STJÓRN og forstöðumaður Gunn- arsstofnunar sendu í gær frá sér svo- hljóðandi yfirlýsingu vegna blaða- skrifa sem fram hafa farið um Gunnar Gunnarsson og Nóbels- verðlaunin að undanförnu: „Stofnun Gunnars Gunnarssonar fagnar því að loksins skuli komnar fram upplýsingar sem varpa ljósi á ástæður þess að Gunnar Gunnarsson varð ekki þess heiðurs aðnjótandi að taka við Nóbelsverðlaunum í Stokk- hólmi 1955. Svo virðist sem skáldið hafi ekki verið metið af framlagi sínu til heimsbókmenntanna heldur hafi óréttmæt sjónarmið verið lögð til grundvallar við ákvörðun sænsku akademíunnar. Nú þegar hálf öld er liðin frá því Íslendingar eignuðust Nóbelskáld er tímabært að hið sanna komi fram og gögn akademíunnar munu væntanlega leiða sannleikann í ljós þegar leynd verður létt af þeim. Staðreyndin er hins vegar sú að Ís- lendingar áttu tvo framúrskarandi rithöfunda á 20. öld sem báðir voru álitnir verðugir kandídatar til að taka við æðstu viðurkenningu í bók- menntum. Aðeins öðrum þeirra hlotnaðist heiðurinn en verk beggja lifa. Gunnarsstofnun hvetur til mál- efnalegrar umræðu og umfjöllunar um ævi og verk stórskáldanna sem eiga annað og betra skilið en aðdrótt- anir og upphrópanir fyrir ómetanlegt framlag sitt til íslenskrar menningar. Þjóðin hefur með veglegum hætti heiðrað minningu þeirra með því að koma á fót menningarsetri að Skriðu- klaustri og safni að Gljúfrasteini. Á báðum stöðum gefst gestum tækifæri á að kynna sér skáldin en andagiftin og orðsnilldin lifa í verkum þeirra. Helgi Gíslason, formaður Gunnar Björn Gunnarsson Hrafnkell A. Jónsson Sigríður Sigmundsdóttir Stefán Snæbjörnsson Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður.“ Yfirlýsing frá Gunnarsstofnun NÚ STENDUR yfir sýning á verk- um Bjargar Þorsteinsdóttur mynd- listarmanns á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin er sjötta í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – list- hlöðu í Borgarbókasafni. Björg sækir sér endurnýjun og tilbreytingu með því að breyta um tækni. Undanfarið hefur hún ein- beitt sér að vatnslitum þar sem yrk- isefnið er oft leikur vatns og ljóss; endurteknar hreyfingar, sjónrænar heildir þar sem gagnsæir litir og birta eru í öndvegi. Myndirnar eru málaðar beint á pappírinn án nokk- urra frumdraga. Á sýningunni, sem stendur til áramóta, eru 10 vatns- litamyndir. Björg sýnir í Artóteki www.artotek.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.