Fréttablaðið - 16.01.2003, Side 2
2 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
Sigurður G. Guðjónsson er sjónvarpsstjóri á Stöð 2.
Því er fljótsvarað. Ég hef einkar gaman af
„Six feet under“ sem er ótrúlega vel gerður
þáttur með skemmtilegum og kaldhæðnum
húmor. Ég læt heldur ekki fram hjá mér
fara „The mind of the married man“ sem er
á miðvikudögum. Hann er karlavægið við
„Sex and the city“ og er feikilega vel gerður
og skemmtilegur þáttur.
SPURNING DAGSINS
Sigurður, hvað er uppáhalds
sjónvarpsþátturinn þinn? Þorsteinn Már Baldvinsson tók á móti áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar í Grindavík:
Forstjórinn fer á sjó
SJÁVARÚTVEGUR „Þetta lofar auð-
vitað góðu en það er fullsnemmt
að spá fyrir um hvort Vilhelm
verði aflahæsta skipið á þessu
fiskveiðiári. En það hlýtur að
vera markmið áhafnarinnar í
sjálfu sér,“ segir Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja,
í samtali við Fréttablaðið.
Vilhelm Þorsteinsson EA bar
að landi mesta aflaverðmæti ís-
lenskra skipa á síðasta ári, alls
um 1.147 milljónir króna, sam-
kvæmt heimildum Hagstofu og
virðist ætla að halda sínu striki
en landað var úr skipinu 2.600
tonnum í Grindavík í gær. Það er
einn stærsti farmur sem landað
hefur verið hérlendis. Þorsteinn
tók á móti mönnum sínum og
fékk sér kaffi þeim til samlætis.
„Ætli hlutverk stjórnenda sé ekki
að vita hvernig hlutirnir ganga
fyrir sig. Ég ætla að bregða mér í
einn loðnutúr nú í vetur. Það er
orðið langt síðan ég fór síðast –
allt of langt,“ segir Þorsteinn
Már.
Umfjöllun um Vilhelm Þor-
steinsson og áhöfnina verður að
finna í helgarblaði Fréttablaðs-
ins. ■
Smáríki óttast
áhrifaleysi
Tillögur Þjóðverja og Frakka um að kosinn verði forseti Evrópusam-
bandsins til að leiða starf þess vekur ugg meðal minni ríkja. Varað er við
því að breytingar geti leitt til átaka innan sambandsins.
BRUSSEL, AP Forystumenn í minni
ríkjum Evrópusambandsins óttast
að tillögur Frakka og Þjóðverja um
breytt skipulag sambandsins verði
til þess að draga úr
áhrifum minni
ríkja í samstarf-
inu. Það sem fer
fyrir brjóstið á
þeim er að forseta-
kerfi leiði til auk-
ins pólitísks þrýst-
ings og verði til
þess að stærri ríki
Evrópusambandsins fái aukin völd
á kostnað minni ríkja. Meðal þeir-
ra sem hafa lýst áhyggjum eru
Hollendingar, Belgar og Finnar.
Tillögurnar litast af því að
Þjóðverjar vilja sterka fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins og Frakkar vilja að leiðtogar
aðildarríkjanna kjósi forseta Evr-
ópusambandsins til að tala fyrir
þess hönd á alþjóðlegum vett-
vangi og veita stefnumótun þess
forystu. Bæði ríkin vilja leggja af
það fyrirkomulag að aðildarríkin
skiptist á um að veita Evrópusam-
bandinu forystu í hálft ár hverju
sinni og stjórna vinnu þess. For-
setinn á að koma í stað þessa kerf-
is.
Forsetinn yrði samkvæmt til-
lögunum annar af tveimur aðal-
mönnunum í starfsemi Evrópu-
sambandsins. Hinn verður forseti
framkvæmdastjórnarinnar, sem
lagt er til að verði hér eftir kosinn
af þingmönnum á Evrópuþinginu,
en hann er nú skipaður af leiðtog-
um aðildarríkjanna.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, lagði í
gær til að reglur um kosningu for-
setans yrðu hannaðar með þeim
hætti að tryggja áhrif minni og
meðalstórra aðildarríkja sam-
bandsins.
Jonathan Todd, talsmaður
framkvæmdastjórnarinnar, sagði
menn þurfa að fara varlega. „Við
verðum að tryggja að við sitjum
ekki uppi með tvær valdamið-
stöðvar í samkeppni hvor við
aðra,“ sagði hann og varaði við því
að tillögurnar gætu leitt til innri
átaka innan Evrópusambandsins
ef þær ná fram að ganga óbreytt-
ar.
Francois Bayrou, leiðtogi
stjórnmálaflokksins Fransks lýð-
ræðis og samstarfsmaður
Jacques Chiracs Frakklandsfor-
seta, tók öllu sterkar til orða. „Ef
það verður tvöfalt forsetakerfi
kæmi einn dag upp átök um lög-
mæti og samstarf. Mér virðist
sem við séum að taka óráðlega
áhættu í Evrópu sem er þegar
erfitt að skilja.“ ■
Járniðnaðarmenn vilja að viðgerð á Bjarna Sæmundssyni fari fram á Íslandi:
Segja viðgerð hér ódýrari
IÐNAÐUR Fundur trúnaðarmanna í
Félagi járniðnaðarmanna krefst
þess að reiknuð verði þjóðhags-
leg hagkvæmni þess að gera við
rannsóknaskipið Bjarna Sæ-
mundsson hér á landi áður en lit-
ið verði til þess að taka erlendum
tilboðum. Í ályktun járniðnaðar-
manna er lýst áhyggjum yfir
miklum samdrætti í málmiðnaði
og fleiri iðngreinum. Eru stjórn-
völd hvött til aðgerða gegn vax-
andi atvinnuleysi. Þá segir að á
sama tíma og verkefnaskortur sé
í málmiðnaði hafi farið fram út-
boð á viðgerð á Bjarna Sæmunds-
syni og að miklu skipti að verk-
efnið verði unnið hér á landi.
Minnt er á að þegar íslensku
varðskipin voru send til viðgerða
í Póllandi fyrir tveimur árum
hafi verið sýnt fram á að ódýrara
væri að gera við þau hér heima
þegar dæmið var reiknað til
enda. Alls bárust tólf tilboð í við-
gerðirnar, þar af fjögur frá inn-
lendum aðilum. Kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á 122,5 milljónir
króna og voru öll tilboð utan eitt
yfir áætlun. ■
Á VERKFALLSVAKTINNI
Verkfallsverðir reyna að halda á sér hita
fyrir framan flugvélahreyflaverksmiðju
General Electrics.
Deilt um tryggingar:
Þúsundir
gengu út
SCHENECTADY, BANDARÍKIN, AP Þús-
undir starfsmanna bandaríska
stórfyrirtækisins General Elect-
ric hófu tveggja daga verkfall á
þriðjudagsmorgunn til að mót-
mæla þeirri ákvörðun fyrirtækis-
ins að láta starfsmenn greiða
meira fyrir sjúkratryggingar en
hingað til hefur tíðkast.
Stjórnendur fyrirtækisins
segja kostnað vegna sjúkratrygg-
inga starfsmanna hafa hækkað
um 45% frá árinu 1999. Verka-
lýðsforkólfar segja fyrirtækið
rekið með miklum hagnaði og
enga ástæðu til að flytja kostnað-
inn yfir á starfsmenn.
Þetta er í fyrsta skipti frá 1969
sem starfsmenn General Electric
fara í verkfall um gjörvöll Banda-
ríkin. Þá stóð verkfallið í fjórtán
vikur. ■
Fugladauði í Svíþjóð:
Drykkjulæti
hjá fuglum
STOKKHÓLMUR, AP Um 50 fuglar
hafa drepist eftir að hafa flogið á
glugga háskólans í Karlstad und-
anfarna daga. Talsmaður skólans
segir að mun fleiri fuglar hafi
flogið á skólann og kennir því um
að fuglarnir séu drukknir.
Það sem veldur drykkjulátum
fuglanna er að þeir hafa borðað
ber sem hafa gerjast. Fuglarnir
virðast ekki gera sér grein fyrir
því hvenær þeir hafa fengið nóg
og því orðið drukknir. Í kjölfarið
hafa þeir svo flogið á glugga há-
skólans svo þúsundum skiptir.
Hans Jensen, talsmaður skólans,
telur þó að það versta sé afstaðið
þar sem berin séu að klárast. ■
RANN Á KYRRSTÆÐA BÍLA Sjö
kyrrstæðir bílar skemmdust mik-
ið þegar slökkviliðsbíll rann nið-
ur Gilið svonefnda á Akureyri.
Mikil hálka var á veginum. Hafði
slökkviliðsbíllinn stöðvast í
beygju fyrir ofan Myndlistarskól-
ann og runnið niður brekkuna.
Bílarnir sem skemmdur voru all-
ir í eigu nemenda Myndlistar-
skólans.
Varað við hryðjuverkum:
Zanzibar
hugsanlegt
skotmark
LONDON, AP Breska utanríkisráðu-
neytið hefur varað við hugsanleg-
um hryðjuverkaárásum á eynni
Zanzibar úti fyrir ströndum Aust-
ur-Afríku. Eyjan, sem tilheyrir
Tanzaníu, er vinsæll áfangastaður
ferðamanna frá Vesturlöndum og
er mælst til þess að vestrænir rík-
isborgarar sem þar eru staddir
séu á varðbergi.
Á vefsíðu ráðuneytisins kemur
fram að yfirvöld hafi undir hönd-
um upplýsingar sem gefa til
kynna að alþjóðleg hryðjuverka-
samtök séu að skipuleggja árásir
á Zanzibar. Talsmenn ráðuneytis-
ins hafa þó ekki viljað veita nán-
ari upplýsingar um tildrög viðvör-
unarinnar.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið gaf út sambærilega yfirlýsingu
í síðustu viku en átta manns létust
árið 1998 þegar al Kaída-hryðju-
verkasamtökin vörpuðu sprengju
á bandaríska sendiráðið í Tanz-
aníu. ■
Barist gegn spillingu:
Ekki múta
útlendingum
TAIPEI, TÆVAN, AP Tævanska þingið
hefur samþykkt löggjöf sem
bannar þarlendum viðskipta-
mönnum að múta erlendum emb-
ættismönnum. Þeir sem verða
fundnir sekir um brot gegn lögun-
um mega vænta allt að fimm ára
fangelsisdóms.
Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir
hafa löngum sakað tævönsk fyrir-
tæki um að nota mútur til að ná
hagstæðum samningum og er lög-
gjöfin samþykkt til að bæta
ímynd landsins á erlendum vett-
vangi. ■
MEIRIHLUTINN ÁNÆGÐUR 58%
Bandaríkjamanna eru ánægð með
störf George. W. Bush Banda-
ríkjaforseta samkvæmt nýrri
könnun. Það er í fyrsta skipti eft-
ir hryðjuverkaárásirnar 11. sept-
ember 2001 sem innan við 60%
eru ánægð með störf hans. Varn-
armál eru sterkasta hlið hans en
efnahagsmál veikleiki hans.
SMÁSALA EYKST Smásala í
Bandaríkjunum jókst um 1,2% í
desember. Það sem stendur helst
undir aukningunni er fimm pró-
senta aukning í sölu bíla.
ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON
Kampakátur með mönnum sínum í borðsal Vilhelms Þorsteinssonar þar sem skipið lá við
festar í Grindavíkurhöfn.
TVEIR STJÓRNENDUR RÆÐAST SAMAN
Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og Costas Simitis, forsætisráðherra
Grikklands sem er í forsæti fyrir Evrópusambandinu um þessar mundir, ræða saman á
fundi í Evrópuþinginu.
„Mér virðist
sem við séum
að taka óráð-
lega áhættu í
Evrópu sem er
þegar erfitt að
skilja.“
TILBOÐ Í VIÐGERÐIR Á BJARNA SÆMUNDSSYNI RE-30
Íslenskar krónur % af áætlun
1. Skipapol Sp. Zoo 109.066.693 89
2. Pasaia Shipyard SL 135.851.162 111
3. Morska Shiprepair 140.951.579 115
4. Gjörvi Vélaverkstæði 145.451.000 119
5. Slippstöðin ehf. 145.381.000 119
6. VOOV SKIP ehf 165.456.000 135
7. Nordship 173.817.268 142
8. Vs Framtak - Stálsmiðjan ehf. 157.257.440 143
9. Vélsm. Orms og Víglundar ehf. 177.120.500 145
10. Gdynja Shipyard Nauta 197.846.752 162
11. P & S Ship Repair Yard Ltd. 214.997.006 176
12. Bergen Mekanisk Verksted AS 263.919.150 216
AP
/C
H
R
IS
TI
AN
L
U
TZ
LÖGREGLUFRÉTTIR
APM
YN
D
/M
IC
H
AEL D
W
YER
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
BANDARÍKIN