Fréttablaðið - 16.01.2003, Síða 4
4 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
MIÐAUSTURLÖND
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Hvar finnst þér best að versla?
Spurning dagsins í dag:
Er rétt hjá borgarstjóra að samþykkja
að Reykjavík gangi í ábyrgð lána til
Kárahnjúkavirkjunar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
26,4%í Kringlunni
34,3%
MIÐBÆRINN
Þátttakendum í kjör-
kassanum finnst flest-
um best að versla í
miðbænum.
Í miðbænum
19,4%Annars staðar
19,9%Í Smáral ind
VIÐSKIPTI Lokadagur söluferlis
vegna útgöngu Orca-hópsins úr
Íslandsbanka var í gær. Íslands-
banki fékk í hendur óafturkræft
umboð til að selja bréf hópsins í
ágúst í fyrra. Sölu lauk í gær.
Gengið í viðskiptunum var 5,175
og keypti bankinn sjálfur 400
milljónir að nafnvirði. Yfirlýst
stefna var að nota þá fjármuni til
að færa niður hlutafé bankans.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íslandsbanka er búið að selja
áfram öll bréf sem tengdust við-
skiptunum. Erfitt er að gera sér
grein fyrir núvirtu gengi í þessum
viðskiptum. Það mun samkvæmt
heimildum vera á bilinu 4,8 til 5.
Gengi bréfa Íslandsbanka var
4,65 í gær.
Viðskiptin fóru ýmist fram
með beinum viðskiptum eða skipt-
um á bréfum í öðrum félögum.
Umfang þeirra var rúmir ellefu
milljarðar. Núvirt greiðsla til
Orca-hópsins er 10,4 til 10,8 millj-
arðar, sem er þrjú til sjö hundruð
milljónum yfir markaðsvirði gær-
dagsins.
Einhverjir hluthafar Íslands-
banka voru ósáttir við að bankinn
skyldi mismuna hluthöfum þegar
ákveðinn hópur var keyptur út úr
bankanum. Töldu þeir að sambæri-
legt kauptilboð hefði átt að berast
öllum hluthöfum bankans. ■
Ólöglegur ferðalangur:
Faldi sig í
ferðatösku
HONG KONG, AP Pakistanskur mað-
ur sem faldi sig í ferðatösku í
þeim tilgangi að komast ólöglega
inn í Hong Kong hefur verið
dæmdur í 18 mánaða fangelsi.
Manninum, sem er 24 ára
gamall, hafði verið vísað úr
landi í Hong Kong og meinað að
snúa þangað aftur. Hann lét það
þó ekki aftra sér heldur tróð sér
í ferðatösku. Indverskur félagi
hans reyndi síðan að komast yfir
landamæri Kína og Hong Kong
með töskuna. Stærð töskunnar
vakti athygli tollvarða og komst
þannig upp um þessa tilraun
mannanna. ■
Reykjavík:
Erfðagrip-
um stolið
INNBROT Brotist var inn í fyrirtæki
í Holtunum snemma á sunnudags-
morgun. Þjófarnir spenntu upp
hurð og stálu eggjum, brauði, sal-
ati og fleiru matarkyns. Maturinn
fannst síðan í ruslagámi bak við
húsið en búið var að koma þessu
öllu haganlega fyrir. Höfðu þjóf-
arnir sjálfsagt ætlað að sækja
þýfið síðar.
Þá var farið inn um glugga í
Mýrahverfi á sunnudagskvöld.
Hafði þjófurinn á brott með sér
mikið af skartgripum. Um var að
ræða erfðagripi, nokkur arm-
bandsúr og fleira dýrmætt. Til-
kynnt var um innbrot í Þingholt-
unum. Gluggi var spenntur upp og
stolið rafmagnsverkfærum, ljósa-
krónu og fleiru. Um er að ræða
húsnæði sem verið er að gera upp
og enginn býr í. ■
KONUR FÁ AÐGANG AÐ VERÐ-
BRÉFAMARKAÐI Ákveðið hefur
verið að leyfa konum að versla
með verðbréf í kauphöllinni í
Kúvæt. Hingað til hafa konur í
landinu ekki getað tekið þátt í
viðskiptum með verðbréf með
beinum hætti en nú hefur verið
útbúið sérstakt herbergi fyrir
þær í kauphöllinni.
ELDUR Á SJÚKRAHÚSI Tæma
þurfti aðalbarnaspítalann í Kaíró
í gær þegar eldur kom upp í
tveimur geymslum. Eitt unga-
barn lét lífið og 40 sjúklingar og
starfsmenn voru fluttir á önnur
sjúkrahús vegna reykeitrunnar.
RÚTUSLYS Í ÍRAN Tvær rútur rák-
ust á í norðvesturhluta Íran með
þeim afleiðingum að 22 létust og
40 slösuðust. Að því er fram kom
í ríkisútvarpi Írans í gær heldur
lögreglan því fram að bílstjórarn-
ir beri ábyrgð á slysinu en yfir-
völd segja að lélegum vegum sé
um að kenna. Yfir 200.000 óhöpp
verða árlega á vegum landsins og
hátt í 20.000 banaslys.
ATVINNUMÁL Kristján Ólafsson hef-
ur verið skipaður skiptastjóri í
þrotabúi Kraftvaka ehf., sem lýst
var gjaldþrota í síðustu viku. Hann
hefur þegar hafist handa við að
rýna í þrotabúið. Kraftvaki var
aðalverktaki við endurbyggingu
húss Þjóðminjasafnsins en gafst
upp á verkinu í haust. Þá tóku
Framkvæmdasýsla ríkisins og
Tryggingamiðstöðin verkið yfir og
sömdu við undirverktaka Kraft-
vaka um áframhaldandi starf.
Meðal þeirra sem tryggingafélagið
og Framkvæmdasýslan yfirtóku
samning við var fyrirtækið Kvarði
vélsmiðja, sem annast raflagnir í
húsinu. Eigendur Kvarða eru þeir
sömu og eiga Kraftvaka. Frétta-
blaðið hefur undir höndum samn-
ing sem Kraftvaki gerði við
Kvarða í maí síðastliðnum. Undir-
skriftir forsvarsmanna fyrirtækj-
anna tveggja, sem reyndar eru
þeir sömu, eru óskiljanlegar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins leituðu fyrrverandi
starfsmenn Kraftvaka til Ríkis-
endurskoðunar í því skyni að
benda embættinu á ýmis þau atriði
sem þeim þótti ekki samræmast
eðlilegum rekstri hjá Kraftvaka.
Meðal þess sem þeir bentu á voru
meint undanskot á eignum Kraft-
vaka, sem skilur eftir sig launa-
skuldir sem nema á öðrum tug
milljóna króna auk annarra van-
skila. Ríkisendurskoðun mun ekki
hafa áform um að skoða málið
enda mun það vera mat manna þar
að Framkvæmdasýslan tapi ekki
neinum fjármunum á vanefndum
Kraftvaka.
Ábyrgðasjóður launa mun
væntanlega þurfa að greiða hátt í
15 milljónir króna vegna gjald-
þrots Kraftvaka. Björgvin Stein-
grímsson, deildarstjóri hjá sjóðn-
um segir að þar á bæ fari menn
ekki sérstaklega ofan í mál Kraft-
vaka. Það sé verkefni skiptastjóra
að fara ofan í bækur fyrirtækis-
ins.
„Það er hlutverk skiptastjóra að
meta hvor réttmætt sé að fara í
málaferli til að ná inn eignum,“
segir Björgvin.
Ekki náðist samband við Krist-
ján Ólafsson skiptastjóra vegna
þessa máls. ■
VIÐSKIPTI Heimild Móa til greiðslu-
stöðvunar rennur út í dag. Krist-
inn Gylfi Jónsson, stjórnarfor-
maður Móa, segir að fyrirtækið
hafi sótt um framlengingu og að
það komi í ljós í dag hvort hún
fáist.
Kristinn Gylfi segir að verið sé
að vinna að fjárhagslegri endur-
skipulagningu fyrirtækisins. Bók-
færðar skuldir þess séu 1.450
milljónir króna og eignir metnar á
um 1.100 milljónir. Hann segir að
eigendur fyrirtækisins séu bjart-
sýnir á að endurskipulagningin
gangi eftir.
„Hins vegar vilja okkar keppi-
nautar okkur feiga og gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
drepa fyrirtækið,“ segir Kristinn
Gylfi. „Ég tel að Móar, sem eru
elsti starfandi kjúklingaframleið-
andinn í landinu, eigi fullt erindi
inn á þennan markað og að
fyrirtækinu sé ekkert ofaukið.“
Í Fréttablaðinu í fyrradag
gagnrýndi Jónatan S. Svavarsson,
framkvæmdastjóri Reykjagarðs,
Móa fyrir að bjóða kjúklinga und-
ir kostnaðarverði, sérstaklega í
ljósi þess að fyrirtækið væri í
greiðslustöðvun. Kristinn Gylfi
segir þetta ekki rétt. Verð á
kjúklingum hafi verið mjög lágt
undanfarna þrjá til fjóra mánuði.
Kílóið hafi verið selt á innan við
300 krónur í sumum verslunum,
en tilboðin einskorðist ekki við
vöru frá Móum heldur sé einnig
þar um að ræða vöru frá öðrum
framleiðendum.
„Þó fyrirtækið sé í greiðslu-
stöðvun heldur það áfram
rekstri,“ segir Kristinn Gylfi. „Ég
vísa því alfarið á bug að Móar hafi
leitt þessa verðlækkun. Okkar
skoðun er sú að Reykjagarður
hafi byrjað að lækka verð strax í
september þegar framleiðslan
jókst hjá þeim.“
Þá segir hann ekki rétt að
bændur fái 280 krónur fyrir kílóið
eins og Jónatan hafi haldið fram,
heldur séu þeir að fá í kringum
200 krónur.
trausti@frettabladid.is
Ágúst Ólafur:
Stefnir að
endurkjöri
STJÓRNMÁL Ágúst Ólafur Ágústs-
son, formaður Ungra jafnaðar-
manna, gefur kost á sér til áfram-
haldandi setu. Landsþing Ungra
jafnaðarmanna verður haldið á
Selfossi helgina 24.-26. janúar
næstkomandi. Ágúst Ólafur hefur
verið formaður Ungra jafnaðar-
manna síðan í október 2001. Hann
mun skipa 4. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður og er þar af leiðandi í
baráttusæti þess kjördæmis. ■
Kringlumýrarbraut:
Hundur
olli árekstri
LÖGREGLUMÁL Hundur sem hljóp út
á Kringlumýrarbraut olli því að
árekstur varð milli tveggja bíla.
Til að forða því að aka á hundinn
snarhemlaði ökumaður en fékk
við það annan bíl aftan á sig. Öku-
menn bílanna gengu báðir frá sín-
um málum en þegar sá fyrrnefndi
var kominn heim til sín tók hann
eftir því að hundurinn hafði elt
hann heim. Lögreglan var kölluð
til og tók hún hundinn og kom fyr-
ir í hundageymslu. Skömmu eftir
hafði eigandinn samband. Hafði
hundurinn hlaupist á brott. ■
Uppreisnarmenn
í Kongó:
Neyddu
fólk til
mannáts
KINSHASA, AP Uppreisnarmenn í
norðaustanverðu Kongó stunduðu
nauðganir, pyntingar og morð á
óbreyttum borgurum með skipu-
lögðum hætti, segir Patricia Tome,
talsmaður sendinefndar Samein-
uðu þjóðanna sem hélt til Kongó til
að kanna ásakanir þessa efnis.
Tome sagði fjölmörg dæmi um
morð, nauðganir hvoru tveggja á
fullorðnum konum og börnum,
pyntingar og önnur voðaverk. Þá
væru dæmi þess að fólk hefði ver-
ið neytt til að borða líkamsleifar
ættingja sinna.
Leiðtogi uppreisnarmanna
sagði eftir að fréttirnar bárust út
að hann hefði látið handtaka fimm
meðlimi hreyfingar sinnar. ■
Aðalverktaki í Þjóðminjasafninu:
Skiptastjóri skoðar
bækur Kraftvaka
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Þegar aðalverktakinn hrökklaðist frá verkinu gerðist fyrirtæki í eigu hans undirverktaki.
Lokadagur Orca-viðskipta:
Ellefu milljarða viðskiptum lokið
ORCA ÚT
Í gær var lokadagur viðskipta með bréf í
Íslandsbanka sem tengjast útgöngu Orca-
hópsins í bankanum. Bréfin voru seld
áfram til fjárfesta.
Keppinautarnir
vilja okkur feiga
Móar hafa sótt um framlengingu á heimild til greiðslustöðvunar. Stjórn-
arformaðurinn segir keppinautana reyna allt til að drepa fyrirtækið. Það
skuldar 1.450 milljónir króna en eignirnar eru metnar á 1.100 milljónir.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS
Heimild Móa til greiðslustöðvunar rennur út í dag. Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður
Móa, segir að verið sé að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins og eig-
endur þess séu bjartsýnir á að hún gangi eftir.
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
Hefur verið formaður síðan í október 2001
og stefnir að áframhaldandi setu.