Fréttablaðið - 16.01.2003, Síða 8
8 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
Atlaga að meintum hryðjuverkamönnum:
Lögreglumaður lést og þrír særðust
LONDON, AP Óttinn við hryðju-
verkaárásir hefur vaxið enn með-
al bresku þjóðarinnar eftir að lög-
reglumaður var stunginn til bana í
átökum sem brutust út þegar ráð-
ist var til inngöngu í húsakynni
meintra hryðjuverkamanna í
Manchester. Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, sagði í gær að
ríkisstjórnin myndi grípa til enn
harðari aðgerða gegn hryðju-
verkamönnum í kjölfar atviksins.
Þrír aðrir lögreglumenn særðust í
átökunum, þar af einn alvarlega.
Atlagan var gerð í tengslum
við eiturefnafund lögreglunnar í
London í síðustu viku og voru þrír
menn handteknir og færðir til yf-
irheyrslu. Einn þeirra á yfir höfði
sér ákæru fyrir morð á lögreglu-
manni í starfi en allir eru þeir
grunaðir um aðild að skipulagn-
ingu hryðjuverka í Bretlandi.
Í yfirlýsingu frá bresku lög-
reglunni kemur fram að lögreglu-
mennirnir höfðu verið um klukku-
stund í íbúðinni við leit að vís-
bendingum þegar einn hinna
grunuðu greip hníf og réðst á þá.
Kom til átaka milli árásarmanns-
ins og lögreglunnar sem lyktaði
þannig að einn lá í valnum og þrír
voru særðir. Nokkrir lögreglu-
mannanna, þar á meðal hinn látni,
voru ekki í öryggisvestum þar
sem þeim var aðeins ætlað að
safna upplýsingum og sönnunar-
gögnum á staðnum. ■
Bændur borga
með nautakjöti
Bændur borga um 100 krónur með hverju kílói af nautakjöti til neyt-
enda. Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda segir að botnin-
um hafi verið náð. Aukin eftirspurn kalli á hærra verð.
LANDBÚNAÐUR Afurðaverð á naut-
gripakjöti mun haldast nokkuð
stöðugt á næstunni eftir að hafa
lækkað stöðugt síðastliðin fjögur
ár. Snorri Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, segist vonast til þess
að botninum hafi verið náð og að
leiðin liggi upp á við.
„Við sjáum ekkert í kortunum
sem ætti að kalla fram breytingar
nema þá hugsanlega hækkanir,“
segir Snorri. „Það má segja að síð-
astliðin fjögur ár hafi verðið
stöðugt farið lækkandi. Það hefur
engan veginn fylgt verðlagsþróun
og því fer fjarri. Slátrun á kúm
hefur gengið mjög vel á ákveðn-
um svæðum og útlit er fyrir að
það muni vanta kýr í slátrun.
Þessi aukna eftirspurn hlýtur að
kalla á verðhækkun.“
Samkvæmt nýrri verðskrá
helstu sláturleyfishafa er verðið
hjá mörgum þeirra óbreytt frá því
í haust. Meðalkílóverð til bænda
er 290 krónur og segir Snorri að
bændur séu að greiða um 100
krónur með hverju kílói til neyt-
enda.
„Það er tap í nautakjötsfram-
leiðslu og bændur hafa verið að
borga með vinnunni sinni. Það
sem er að gerast núna er að fram-
boðið á nautgripum er að komast í
jafnvægi við eftirspurnina. Það
eru færri gripir til lifandi í fjós-
unum sem fara í slátur og því hef-
ur dregið úr framboðinu á mark-
aðnum.“
Snorri segir að minna framboð
haldist í hendur við fækkun kúa-
búa. Þá hafi nautakjötið átt á bratt-
ann að sækja gagnvart öðrum kjöt-
tegundum. Offramleiðsla á lamba-
kjöti, svínakjöti og kjúklingum hafi
þrýst verðinu niður. Hann segir að
verð á nautakjöti hafi lækkað á
undan öðrum tegundum og því séu
nautakjötsframleiðendur komnir á
undan í þróuninni og framleiðslan
komin í meira jafnvægi.
„Við væntum þess að þegar
jafnvægi verður komið í fram-
leiðsluna á lambakjötinu og hvíta
kjötinu komist ákveðinn stöðug-
leiki á markaðinn. Það mun hjálpa
öllum.“
trausti@frettabladid.is
Mosfellsbær:
Bæjarstjóri
vill ekki aug-
lýsingar
AUGLÝSINGASKILTI Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, bæjarstjóri í Mos-
fellsbæ, vill að áberandi auglýs-
ingaskilti við Vesturlandsveg
verði fjarlægð. Þó skiltin séu
ekki mörg setja þau óneitanlega
svip á Mosfellsbæinn þegar ekið
er þar í gegn:
„Þessi skilti eru lýti á fallegri
náttúru og ég vildi helst sjá þau
fara,“ segir bæjarstjórinn, sem
getur þó lítið aðhafst því samn-
ingar um skiltin eru í gildi og
bíða verður þess að þeir renni
út.
Um er að ræða tvö risastór
skilti. Annað er á vegum íþrótta-
félagsins og notað til fjáröflun-
ar fyrir félagið en á hinu hafa
um árabil verið auglýstir djúp-
steiktir kjúklingar. ■
NAUTGRIPASLÁTRUN VELDUR
UPPÞOTUM Hópar hindúa
brenndi nær 30 búðir í eigu mús-
líma í smábæ á Indlandi.
Hindúarnir reiddust fréttum af
því að múslímar hefðu slátrað
kúm, sem Hindúar telja heilagar.
Engir meiddust en skemmdir
voru talsverðar.
80 NEMUM RÆNT Maóískir upp-
reisnarmenn í Nepal réðust á
skóla í vestanverðu landinu og
námu 80 stúdenta á brott. Upp-
reisnarmenn hafa áður rænt
námsmönnum og þjálfað þá til að
berjast gegn stjórnvöldum. 7.000
hafa látist í sjö ára átökum við
stjórnarherinn.
RÆÐIR EKKI VIÐ PAKISTAN Utan-
ríkisráðherra Indlands segir að
dregið hafi úr starfsemi upp-
reisnarmanna í Kasmír. Hann
þvertekur þó fyrir að hefja við-
ræður við pakistönsk stjórnvöld
um framtíð héraðsins.
GILDIR UM FLEIRI
Á þessum tíma er plöntum eig-
inlegt að liggja í dvala.
Eva Guðný Þorvaldsdóttir líffræðingur.
Morgunblaðið, 15. janúar.
TRÚARBRAGÐADEILA
Því þótt veðurenglar séu veð-
urguðunum til aðstoðar og alls
góðs maklegir geta þeir ekki kom-
ið í staðinn fyrir veðurguði.
Sigurður Þórðarson. Morgunblaðið, 15.
janúar.
OFBELDISMYND
Foreldrum þeirra barna sem
ólm vilja sjá Hringadróttinssögu
er bent á að hvetja börnin til að
lesa söguna.
Guðbjörg Hildur Kolbeins bendir á að
Hringadróttinssaga er ofbeldisfull mynd
og ekki við hæfi barna. Morgunblaðið, 15.
janúar.
Patreksfjörður:
Mjólkurbíll
verður
brunabíll
BRUNAVARNIR Patreksfirðingar hafa
breytt mjólkurbíl sínum í brunabíl.
Bíllinn er af MAN-gerð, árgerð
1997, og þykir breytingin hafa tek-
ist vel. Kom það glöggt fram á
fyrstu æfingu brunaliðsins á staðn-
um um síðustu helgi þegar kostir og
geta nýja brunabílsins voru kannað-
ir. Reyndist hann vel og brást ekki
vonum bjartsýnustu manna. Bruna-
bíllinn er með 8.000 lítra tank og
getur dælt 4.200 lítrum á mínútu. Þá
getur hann sótt vatn í vatnsból ef
þurfa þykir. ■
Áhrifamenn þriggja tryggingafélaga:
Ábending um samkeppnisbrot
SAMKEPPNI Samkeppnisstofnun
hefur borist ábending um að
samkeppnislög kunni að hafa
verið brotin á fundi sem haldinn
var í tengslum við átökin í Ís-
landsbanka. Greint var frá fund-
inum í greinaflokki Agnesar
Bragadóttur í Morgunblaðinu.
Meðal fundarmanna voru Kjart-
an Gunnarsson, bankaráðsmaður
Landsbankans og þáverandi
stjórnarformaður VÍS, Einar
Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al-
mennra, og Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, stjórnarmaður í
Tryggingamiðstöðinni. Þarna
voru því saman komnir þrír
áhrifamenn í þeim tryggingafé-
lögum sem ríkja á íslenskum
tryggingamarkaði. Á fundinum
var að sögn komið í veg fyrir að
nýr eigandi næði yfirráðum í
Tryggingamiðstöðinni.
Samkeppnisstofnun er að
skoða málið. Ef marka má frá-
sögnina af fundinum er talið hugs-
anlegt að brotin hafi verið ákvæði
10. greinar samkeppnislaga.
Ákvæðið tekur á samstilltum að-
gerðum til að koma í veg fyrir
samkeppni. Samkvæmt upplýs-
ingum Samkeppnisstofnunar hef-
ur ekki verið tekin nein afstaða til
framhalds málsins. ■
BARÁTTA UM TM
Samkeppnisstofnun hefur borist ábending
um hugsanlegt brot á samkeppnislögum
þegar þrír áhrifamenn í tryggingafélögun-
um funduðu vegna baráttu um áhrif í
Tryggingamiðstöðinni.
BLAÐAMENN ÁVARPAÐIR
Lögregluyfirvöld í Manchester ávörpuðu
blaðamenn á vettvangi eftir að búið var að
færa þrjá menn af norður-afrískum upp-
runa til yfirheyrslu vegna gruns um morð
og aðild að skipulagningu hryðjuverka.
ASÍA
ORÐRÉTT
SLÁTRUN GENGUR VEL
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að slátrun á kúm
hafi gengið mjög vel á ákveðnum svæðum og útlit sé fyrir að það muni vanta kýr í slátr-
un. Þessi aukna eftirspurn hljóti að kalla á verðhækkun.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Útsala
Kringlunni 7, sími 588 4422
Minnst 40% afsláttur