Fréttablaðið - 16.01.2003, Side 18
18 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Kjölmiðar
Með ártalinu
2003
PILOT SUPER
GRIP
kúlupenni
Verð 75 kr/stk
STABILO
kúlupenni
10 í pakka.
Verð 299 kr/pk
Skilblöð númeruð, lituð,
stafróf eða eftir mánuðum.
Geisladiskar í miklu úrvali☞
Teygjumöppur af
flestum gerðum
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
Vandaður 80 gr fjölnotapappír / 500 blöð í búnti
298.-
Á tilboði núna
Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00.
Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun
okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00.
SKRIFSTOFUVÖRUR
HANDBOLTI Þorbergur Aðalsteins-
son, fyrrverandi landsliðsþjálfari
í handknattleik, telur að íslenska
landsliðið eigi eftir að ná ágætum
árangri á heimsmeistaramótinu í
Portúgal sem hefst á mánudag.
Hann telur raunhæft að Ísland
nái öðru sæti í sínum riðli og kom-
ist þar með í milliriðla. „Þrír
fyrstu leikirnir ættu að vinnast,
gegn Katar, Ástralíu og Græn-
landi,“ segir landsliðsþjálfarinn
fyrrverandi. „Síðan kemur lykil-
leikur mótsins fyrir Ísland, gegn
Portúgal. Sá leikur verður að
vinnast. Ef það tekst ætti liðið að
komast í átta liða úrslit með því að
vinna Túnis eða Pólverja.“ Þor-
bergur telur að leikurinn gegn
Þjóðverjum verði sá erfiðasti.
Þorbergur segir að undirbún-
ingstímabilið hafi verið eins gott
og mögulegt er. Landsliðið hafi
leikið gegn sterkum þjóðum, á
sterkum mótum. Hann segir lítils
háttar meiðsli leikmanna þó
skyggja svolítið á.
„Á móti kemur að hópurinn
ætti að geta spilað sig saman í
þremur fyrstu leikjum mótsins
þar sem það eru frekar léttir leik-
ir,“ segir Þorbergur.
Einar Örn Jónsson er eini
hægri hornamaðurinn sem fór
með til Portúgals og gæti það
skapað nokkurt vandamál. Þor-
bergur segir þjálfara alltaf lenda
í því að svelta eina stöðu í liðinu.
„Þjálfarinn hefur 16 manna
hóp til að moða úr en síðan minnk-
ar hann alltaf þegar kemur að
leikjum. Það er nú oft þannig að
það er aðeins einn maður um stöð-
una. Það eru margir sem geta
leyst Einar Örn af. Heiðmar
Felixson og Gústaf Bjarnason
koma þar báðir til greina,“ segir
Þorbergur.
Þorbergur telur íslenska lands-
liðið eiga eftir að standa sig vel á
heimsmeistaramótinu. Hann vildi
þó ekki spá um sæti, vildi sjá
hvernig mótið færi af stað. „Það
er svo erfitt að sjá hvernig þetta
blandast fram að milliriðlum en
ég tel að við gætum náð einu af
sjö efstu sætunum og þar með
sæti á Ólympíuleikunum.“ ■
Ísland ætti að
ná ólympíusæti
Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik,
telur að íslenska landsliðið eigi eftir að standa sig vel á heimsmeistara-
mótinu í Portúgal. Íslenska landsliðið leikur æfingaleik við Svía í dag.
Alvaran tekur við á mánudag.
EINAR ÖRN JÓNSSON
Mikið mun mæða á Einar Erni í hægra horninu á HM. Þorbergur hefur þó ekki
miklar áhyggjur af því.
ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON
Íslenska landsliðið mætir Svíum í æfinga-
leik í dag í Svíþjóð. Þorbergur spilaði þar
um árabil. „Ég hugsa að Svíarnir leggi
mikið í leikinn því það hefur verið erfitt
hjá þeim undanfarið. Þeir vilja því sjá
hvar þeir standa.“
SÍÐUSTU 6
LANDSLEIKIR ÍSLANDS
Ísland-Egyptaland 35:25
Ísland-Danmörk 23:32
Ísland-Pólland 29:22
Ísland-Slóvenía 25:32
Ísland-Slóvenía 26:26
Ísland- Slóvenía 37-29
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í
handknattleik leikur fimm leiki í
B-riðli á heimsmeistaramótinu í
Portúgal. Landsliðið ætti að hafa
sigur í tveimur fyrstu leikjunum.
Fyrsti leikurinn verður 20. janúar
gegn Ástralíu og daginn eftir er
leikið gegn Grænlandi. Einn mik-
ilvægasti leikur riðilsins verður
gegn heimamönnum í Portúgal
23. janúar. Daginn eftir er frí og
síðan er auðveld viðureign gegn
Katar þann 25. janúar.
Síðasti leikurinn, og væntan-
lega sá erfiðasti, verður gegn
Þjóðverjum 26. janúar. Liðin
mættust síðast á Evrópumótinu í
hörkuviðureign og þá höfðu þeir
þýsku betur.
Liðin sem lenda í fyrsta og
þriðja sæti undanriðils fara sam-
an í milliriðil. Liðin í öðru og
fjórða sæti fara saman í milliriðil.
Það lið sem hefur betur úr inn-
byrðisviðureign liðanna tekur tvö
stig með sér í milliriðla. Milliriðl-
ar hefjast 29. janúar. ■
Heimsmeistara-
mótið í Portúgal:
Fimm leikir
á sjö dögum
TÍMATAFLA Í
UNDANRIÐLUM
20. janúar Ísland - Ástralía 17.00
21. janúar Ísland - Grænland 17.00
22. janúar Frí
23. janúar Ísland - Portúgal 19.00
24. janúar Frí
25. janúar Ísland - Katar 17.15
26. janúar Ísland - Þýskaland 16. 15
FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam-
bandið hefur ákveðið að velja -
Wayne Rooney, leikmann Everton,
ekki í landsliðshópinn fyrir heims-
meistarakeppni leikmanna 20 ára
og yngri sem hefst í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum í mars.
David Moyes, knattspyrnu-
stjóri Everton, hafði neitað því að
senda Rooney á mótið. Var hann
óánægður með að missa strákinn á
sama tíma og fimm mikilvægir
leikir með Everton færu fram, þar
á meðal heimaleikur gegn Liver-
pool og útileikur gegn Arsenal.
Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, hafði hótað því að setja
Rooney í leikbann í ensku úrvals-
deildinni ef Everton neitaði að
senda hann á mótið.
Ákvörðun enska knattspyrnu-
sambandsins þykir benda til þess
að Rooney verði valinn í enska A-
landsliðið fyrir leiki í undankeppni
HM gegn Liechtenstein og Tyrk-
landi sem háðir verða á svipuðum
tíma og HM 20 ára og yngri fer
fram. ■
Hart deilt um Wayne Rooney:
Ekki valinn í
piltalandsliðið
ROONEY
Wayne Rooney hefur slegið í gegn með
Everton á þessari leiktíð.
BARÁTTA
Stephon Marbury, leikmaður Phoenix
Suns, reynir körfuskot í leik gegn San Ant-
onio Spurs í fyrrakvöld. Tim Duncan, mið-
herjinn sterki í liði Spurs, er til varnar.
Spurs vann leikinn 108:100 eftir að grípa
þurfti til framlengingar.
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga.
Stórútsalan
Yfirhafnir í úrvali
20-50%
afsláttur
Fyrstir koma, fyrstir fá
Allt á að seljast