Fréttablaðið - 16.01.2003, Side 22

Fréttablaðið - 16.01.2003, Side 22
Ekki í samræmi við framkvæmdir „Mig langar rosalega til að geta sagt að ég sé handlagin heima fyrir en því miður er ég það ekki. Ég reyni samt að bjarga mér,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Arna Kristín býr í gömlu timburhúsi á Bjargarstíg ásamt dóttur sinni, Steinunni Höllu. Hún segist aðallega hafa hengt upp myndir og hillur heima hjá sér auk þess sem hún setti saman IKEA-rúm dóttur sinnar, án leiðbeininga. „Það er alveg ótrúlegt að rúmið skuli halda,“ segir hún hlæjandi. Verkfærakassi Örnu Kristínar er troðfullur af tólum sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin og að hennar sögn í engu samræmi við þær framkvæmdir sem hún hefur lagst í. Verkfærakassinn inniheldur meðal annars tvo hamra - einn stóran og einn lítinn, síl, skiptilykil, þrjú skrúfjárn - tvö venjuleg og eitt stjörnu, töng, stór skæri, dúkahníf, ónýtt skrúflyklasett og sexkantasett sem hún segir að komi sér vel þegar hún setur saman hluti úr IKEA. „Mér finnst síllinn alveg magnað tæki. Það er eina verkfærið sem ég hef keypt mér eftir að ég flutti inn í íbúðina. Þá var ég að fara hengja upp skilti á útidyrahurðina. Mamma benti mér á að það væri gott að eiga svona síl svo ég þyrfti ekki að bora fyrir skrúfunum en það er svo harður viður í hurðinni,“ segir Arna Kristín. „Ég er líka rosalega ánægð með lítið hallamál sem ég á. Ég er í raun svo ánægð með það að ég geymi það upp á hillu í stofunni.“ Arna Kristín bjó áður í Englandi og segist hafa lært að setja rafmagns- klær, fyrir íslenska kerfið, á tækin sín þegar hún flutti heim. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann gert mistök á rafmagnsklónum sagði Arna Kristín. „Einu sinni kviknaði í hárþurrkunni minni en ég veit ekki hvort það var klónni að kenna eða einhverju öðru.“ Arna Kristín segir draumaverkfæri sitt vera túrbóbor, sem hún geti bæði borað og skrúfað með. Hún segir ekki miklar framkvæmdir vera í vændum, þó þurfi hún að laga eldhússkápinn hjá sér og klósettkassann. „Ég held að ég sé frekar hefð- bundin í þessari verkaskiptingu. Ég treysti frekar á fagmenn og karlmennskukrafta,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, flautuleikari. Hvað er svona merkilegt við það að bora í vegg Ebba Guðrún Brynhildur Sigurðar- dóttir, biskupsfrú, er handlagin kona með eindæmum og reynir að laga það sem þarf á heimili hennar og Ólafs Skúlasonar, biskups. Það er ýmislegt sem leynist í verkfæra- kassa hennar, svo sem borvél, naglbítur, skrúflykil, skrúfjárn í ýmsum stærðum og gerðum, töng og torx. Auk þeirra tækja geymir hún alltaf tvö lítil skrúfjárn á aðgengilegum stað svo hún þurfi ekki að róta eftir þeim í kassanum. Ebba Guðrún segist stundum fá hjálp við að laga það sem þarf á heimilinu en annað gerir hún sjálf. „Því eins og stelpurnar hér forðum sungu: Hvað er svona merkilegt við það að bora í vegg,“ segir biskupsfrúin. „Ég geri það helsta sem þarf á heimilinu, festi upp myndir og málverk og festi lausar skrúfur. Það er nú ekki mikið meira en það.“ Ebba Guðrún segir að maður hennar hafi ekki sýnt verkfærunum mikinn áhuga og kennir þar um tímaskorti. „Um daginn þurfti ég að kalla til mann að hjálpa mér en var að fara í kaffiboð svo Ólafur tók á móti honum. Í kaffiboðinu hringdi Ólafur í mig til að spyrja hvar verkfærakassinn væri. Hann hafði ekki hugmynd um hvar ég geymdi hann,“ segir Ebba Guðrún hlæjandi. „Hann var svo upptekinn hér áður fyrr þannig að það þýddi ekkert annað fyrir mig en að reyna bjarga mér sjálf. Það er líka allt í lagi með það. Þetta er ágætis verkaskipting,“ segir Ebba og bætir við að hún hleypi Ólafi ekki heldur í eldhúsið meira en nauðsynlegt er. Ebba Guðrún segist ekki eiga neitt draumatæki en segir að hún þurfi brátt að kaupa stokk til að hylja utanáliggjandi rafmagnssnúru. „Það getur vel verið að Ólafur komi með mér í það, nú hefur hann meiri tíma aflögu.“ Dreymir um juðara „Mig langar að vera handlaginn en ég er ekki sá handlagnasti í heim- inum. Þetta er samt allt að koma,“ segir Njörður Árnason, tölvunarfræðingur og fyrrum landsliðsmaður í handbolta. „Það er búið að vera taka rafmagnið í gegn í íbúðinni minni og ég hef sett upp nokkur ljós. Það gekk bara ágætlega. Þetta var erfitt í byrjun og ég er ósköp lengi að þessu enda vanda ég mig mikið.“ Njörður er ekki við eina fjölina felldur því hann ákvað einnig að setja parketlista á gólfið heima hjá sér. „Ég flutti í íbúðina mína fyrir tveimur árum. Þá var sett þetta fína parket á en það átti eftir að setja listana. Ég ákvað því að gera bragarbót á og setti lista á eitt herbergið. Það leit þó ekki vel út í fyrstu. Það er svo erfitt að fá þá til að passa í hornunum. Ég þurfti því að hringja í mér fróðari menn og þá tókst það,“ segir Njörður. Njörður segir að verkfærakassinn sinn sé óskipulagður en þar kennir ýmissa grasa; borvél, hamar, skrúfjárn og fleira. „Ég verð að eiga allar græjurnar þó ég kunni ekki mikið,“ segir hann brosandi. Njörður býr í fjórbýli og í sumar var húsið tekið í gegn að utan. „Það hjálpaði mér töluvert þá því þá gat ég þóst vera betri en ég er með allar græjurnar,“ segir Njörður hlæjandi. Draumaverkfæri Njarðar er rafknúinn pússikubbur, eða juðari eins og það heitir á fagmálinu. „Þá held ég fyrst að maður geti farið að taka til hendinni. Þá kæmist ég loks í alvöru smíði,“ segir Njörður Árnason, tölvunarfræðingur. - og við spörum dýrmætan tíma 4 Verkfærakassinn minn:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.