Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 28
eru heimilisprýði
10
Að leggja parket:
Undirbúningur
Hreinsa þarf veggi af öllum múrögnum og
ójöfnum áður en byrjað er. Ganga þarf úr
skugga um að gólfið sé hreint, slétt og þurrt.
Undirlaginu er rúllað út og skorið í rétta
stærð. Ekki má brjóta upp á hornin - undirlagið
kemur í veg fyrir skelli í parketinu þegar
gengið er á því auk þess sem það verður
þægilegra.
Parketið
Skoða þarf hvert borð vel áður en byrjað er.
Fyrsta borðið er lagt með raufina upp við einn
vegg. Setja þarf litla og þunna fleyga (um 5
millimetra á breidd) milli veggs og fyrsta
borðs. Það er til að gera bil frá veggnum svo
parketið geti hreyfst svolítið. Þetta bil hverfur
svo þegar gólflistar koma á. Ef veggurinn er
undinn eða kverk rúnnuð, þ.e. ekki rétt horn,
þarf að mæla sveigjuna og saga endana eftir
því. Ávallt þarf að hafa 5 millimetra bil út til
veggja, allan hringinn.
Líming
Þegar búið er að setja saman fyrstu þrjú
borðin, eru þau tekin varlega í sundur og
límd. Líma á borð númer tvö við fyrsta
borðið, sem er ekki límt við vegginn. Límrönd
er sprautuð inn í raufina á númer tvö og á
listann á númer eitt og svo koll af kolli. Notið
hamar og viðarkubb til að banka borðin létt
saman.
Listar
Límið er látið þorna í um sex klukkutíma áður
en millileggin eru fjarlægð út til veggja.
Gólflistarnir eru notaðir þar sem parketið
mætir öðrum samskeytum eða öðru gólfefni.
Bora þarf fyrir skrúfum á gólflistum
áður en þeir eru skrúfaðir niður.
Þessi grein er hugsuð
sem hugmynd um verkferlið en
er ekki fullnaðarleiðbeiningar.
Við mælum ávallt með
að leitað sé til fagmanna.
RÁÐLEGGINGAR
- Parket má leggja hvar
sem er, ofan á keramik-
flísar, bera steypu eða
gólfdúk. Einnig má leggja
það ofan á teppi, svo
fremi að það sé snögg-
hært. Á baðherbergjum
þarf að taka tillit til raka
og leka, þá þarf að þétta
vel með köntum.
- Ef handsög er notuð til
að saga borðin verður að
snúa lakkhliðinni niður.
Ef notuð er vélsög á
lakkhliðin að snúa upp,
því þá eru minni líkur á
að skemma parketið.
- Þegar borðin eru límd
saman þrýstist límið
aðeins upp á þau. Þurrka
verður límið af með
rökum klút.