Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 31
19FIMMTUDAGUR 16. janúar 2003 ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Sjónvarpið Handboltakvöld 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Western World Soccer Show (Heimsfótbolti með West Uni) 19.15 Ásvellir Úrvalsdeild karla körfub. (Haukar - UMFN) 19.15 Sauðárkrókur Úrvalsdeild karla körfub. (Tindastóll - Keflavík) 19.15 Seljaskóli Úrvalsdeild karla körfub. (ÍR - UMFG) 19.15 Valsheimili Úrvalsdeild karla körfub. (Valur-KR) 22.00 Sýn Football Week UK 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn HM 2002 (Kamerún - Sádi- Arabía) • Framkoma og líkamsburður • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Myndataka (16 sv/hv myndir) • Tískusýningaganga • Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni • Myndbandsupptökur • Leikræn tjáning • Næringarfræði Sex vikna námskeið hefjast 27. og 29. janúar. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kolbrún Pálína Helgadóttir, Ungfrú Island.is 2001, auk frábærra gestakennara. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv myndir, lyklakippu og kynningarmöppu. Verð 14.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á vefsíðunni www.eskimo.is. KÖRFUBOLTI Fjórir leikir verða háðir í 13. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. KR, efsta lið deildarinnar, sækir Val heim. KR hefur verið á góðu skriði upp á síðkastið og unnið síð- ustu fjóra leiki sína í deildinni. ÍR og Grindavík mætast í Seljaskóla. Grindavík, sem er í öðru sæti deildarinnar, hefur unn- ið fimm leiki í röð og er með jafn mörg stig og KR. Á Ásvöllum mætast Haukar og Njarðvík. Njarðvík, sem er í þriðja sæti, vann góðan útisigur á Keflavík í síðasta leik. Haukar eru í sjötta sæti, aðeins tveimur stigum á eft- ir Njarðvík. Loks mætast Tindastóll og Keflavík á Sauðárkróki. Þar er búist við hörkuleik enda liðin stödd í 4. og 5. sæti deildarinnar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. ■ Fjórir leikir í úrvalsdeild karla: KR getur unnið 5. leikinn í röð KÖRFUBOLTI Það verður hart barist í úrvalsdeild karla í kvöld. STAÐAN Í DEILDINNI: L U T S KR 12 10 2 20 UMFG 12 10 2 20 UMFN 12 8 4 16 Keflavík 12 8 4 16 Tindastóll 12 7 5 14 Haukar 12 7 5 14 ÍR 2 7 5 14 Snæfell 12 5 7 10 Hamar 12 4 8 8 Breiðablik 12 3 9 6 Skallagrímur 12 2 10 4 Valur 12 1 11 2 KOURNIKOVA Rússneska tenniskonan Anna Kournikova féll í gær úr keppni í annari umferð á Opna ástralska mótinu í tennis sem haldið er í Melbourne. Það var belgíska stúlkan Justine Henin-Hardenne sem vann Önnu örugglega, 6:0 og 6:1. FOWLER Robbie Fowler gekk til liðs við Leeds frá Liverpool í nóvember árið 2001 fyrir 1,4 milljarða króna. Robbie Fowler til Manchester City: Sá fimmti sem yfirgef- ur Leeds FÓTBOLTI Robbie Fowler, sem gerði garðinn frægan með Liverpool, er á leiðinni til Manchester City frá Leeds fyrir tæpar 900 milljónir króna. Um fjögurra og hálfs árs samning er að ræða. Fowler samþykkti í fyrradag að ganga til liðs við City og fór í læknisskoðun í gær. Talið er að hann verði lækkaður lítillega í launum hjá City. Kappinn var með rúmar 5,3 milljónir á viku hjá Leeds en verður líklega með um 4,4 milljónir hjá nýja félaginu. Fowler skoraði 14 mörk í 32 leikjum með Leeds en hefur átt við meiðsl að stríða á þessari leik- tíð. Búist er við því að hann leiki sinn fyrsta leik með City gegn Newcastle á laugardaginn. Fowler er fimmti leikmaður Leeds sem fer frá félaginu síðan Terry Venables tók við starfi knattspyrnustjóra af David O´Leary. Þeir Rio Ferdinand, Robbie Keane og Lee Bowyer hafa allir verið seldir auk þess sem Oliver Dacourt fór til ítalska félagsins Roma sem lánsmaður. ■ HNEFALEIKAR Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur skilið við seinni konu sína, Monicu Turner, og þarf að borga henni 6,5 millj- ónir dollara, sem samsvarar um hálfum milljarði íslenskra króna, í framfærslu. Sú tala hækkar upp í 9 milljónir ef hann borgar ekki á réttum tíma. Skilnaðarsáttmálinn bindur enda á áralanga deilu þeirra hjóna en Monica sótti um skilnað í byrjun síðasta árs. Tyson sá sér ekki fært að mæta fyrir rétt þegar skilnaðar- sáttmálin var gerður. Monica fær einnig tæplega fimm milljón dollara villu í Connecticut og 4 milljón dollara hús í Potomac, þar sem hún býr. Hún fær einnig forræði yfir börnum þeirra, Raynu sex ára og Amir fimm ára. ■ Mike Tyson skilur: Greiðir hálfan milljarð í framfærslu SKILIN Mike Tyson og Monica Turner gengu frá skilnaðarsáttmála í fyrradag. Ashley Cole dæmdur: Tveggja leikja bann FÓTBOLTI Ashley Cole, varnarmað- ur Arsenal og enska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og tvö þúsund punda sekt af enska knattspyrnusam- bandinu. Cole var fundinn sekur um að hafa farið niðrandi orðum um Paul Durkin dómara þegar Arsenal tapaði leik gegn South- ampton í nóvember. Bannið tekur strax gildi og missir hann þar með af leikjum gegn West Ham í deildinni og Farnborough í bikarkeppninni. Cole er annar leikmaður Arsenal sem dæmdur er í leik- bann fyrir að móðga dómara. Pat- rick Vieira var dæmdur í tveggja leikja bann fyrr á þessu ári. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.