Fréttablaðið - 16.01.2003, Síða 36
24 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
JAMES BOND kl. 5 og 8Sýnd kl. , 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
Kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9.30
kl. 8 og 10.05HAFIÐ
kl. 10.15GRILL POINT
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 3.45 VIT498 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5
VIT
493
HARRY POTTER kl. 6 og 9.15 VIT468
STELLA Í FRAMBOÐI kl. 4, 6, 8, 10.15 VIT468
8 MILE b.i. 16 ára Forsýnd kl. 8 VIT
GHOSTSHIP kl. 10.15 VIT487
kl. 6GULLPLÁNETAN m/ísl. tali
kl. 8.10 HLEMMUR
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15
Sýnd í lúxus kl. 5.45 og 10.15
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8, 10.15 VIT 468
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jarðaför Maurice Gibb, Bee Gees-manns, fór fram í gær í Miami.
Aðeins allra nánustu vinir og vanda-
menn fylgdu hon-
um til hinstu hvílu.
Gibb var svo
brenndur að eigin
ósk. Á meðal
stjarna á staðnum
voru Michael
Jackson og skoska
söngkonan Lulu.
Poppdrottningunni Madonnu hefurverið skipað að endurhljóðrita
nýju breiðskífu sína. Yfirmenn
plötufyrirtækis
hennar segja hana
allt of tilrauna-
glaða. Madonna
hefur verið að færa
sig upp á rafskaftið
síðustu misseri,
eins og flestir tóku
eftir í laginu „Die
Another Day“. Yfir-
mönnum hennar finnst hún heldur
hafa farið yfir strikið í þeim efnum.
Þetta var mikið áfall fyrir Madonnu,
þar sem henni finnst platan vera sú
allra besta sem hún hefur nokkurn
tímann gert. Yfirmenn plötufyrir-
tækisins segjast sannfærðir um að
ef platan verði gefin út eins og
Madonna vill hafa hana eigi hún
ekki séns á velgengni í megin-
straumnum.
Nakti kokkurinn Jamie Oliver seg-ir mat í breskum skólum vera í
lágum gæðaflokki og setur harðlega
út á þau fyrirtæki sem útvega skóla-
börnum mat í sjónvarpsþætti sínum.
Nokkrir unglingar eru nú í kennslu
hjá honum í þættinum og nýtti hann
tækifærið til þess að urra á matar-
fyrirtækin. Oliver segist vel geta
hugsað sér að blanda sér í stjórnmál
landsins í framtíðinni.
Rapparinn Queen Latifah hefurjátað á sig glæfraakstur. Talið er
að hún hafi gert það til þess að forð-
ast kærur um ölvunarakstur. Hún
var sektuð um 300 dollara og fékk á
sig þriggja ára óskilorðsbundinn
fangelsisdóm. Hún þarf einnig að
taka þátt í 12 klukkustunda meðferð
við áfengisdrykkju.
KVIKMYNDIR Glókollurinn Marshall
Mathers III, eða Eminem eins og
heimurinn þekkir hann, á víst
margt sameiginlegt með aðalper-
sónu myndarinnar „8 Mile“. Það
er kannski orðum aukið að segja
að söguþráður myndarinnar
byggi á atburðum í hans eigin
ævi en báðir eru þeir afsprengi
hiphop-senunnar í Detriot.
„8 Mile“ er vegur sem liggur
utan um kjarna borgarinnar.
Hringvegurinn aðskilur þannig
miðborgina frá úthverfum sín-
um. Í hiphop-senunni í Detroit er
það víst lykilatriði að vera fædd-
ur innan vegarins til þess að vera
tekinn alvarlega. Sköpunargleðin
er mest innan vegarins en ekki er
eins mikið um að vera í úthverf-
unum.
Fyrir aðalpersónu myndarinn-
ar, Jimmy „Rabbit“ Smith jr.,
táknar vegurinn miklu meira en
það. Hann lifir fyrir list sína og
dreymir um að brjótast einn dag-
inn út úr borginni og upp á
stjörnuhimininn. Eins er reyndar
með alla félaga hans líka. Vegur-
inn táknar þannig landamærin
sem hann þarf að brjótast út fyr-
ir til þess að eiga möguleika á því
að gera drauma sína að veru-
leika.
Með þessu vill handritshöf-
undurinn sýna að sum landamæri
eru aðeins til í hugum okkar.
Jimmy „Rabbit“ stundar
rímnastríð á klúbbnum þar sem
allir hæfustu rapparar Detroit
reyna að finna höggstað á sjálfi
hvors annars. Það er ekkert spar-
að og persónulegustu hlutir notað-
ir til þess að ná taki á andstæð-
ingnum. Þetta er eitthvað sem
Eminem þekkir vel enda var hann
búinn að taka þátt í slíkum rímna-
stríðum lengi áður en spóla hans
endaði á bílskúrsgólfi Dr. Dre.
Fjölskyldulíf Jimmy „Rabbit“
líkist einnig ævi Eminem. Hann
býr með móður sinni og yngri
systur. Hann er karlmaðurinn á
heimilinu þar sem pabbinn lét sig
hverfa skömmu eftir fæðingu
kappans. Móðir Jimmy glímir við
ýmsa drauga og gæti samband
rapparans unga og hennar verið
mun betra.
Eminem þykir standa sig með
prýði í myndinni og hefur þegar
verið orðaður við Óskarsverð-
launatilnefningu fyrir leik í aðal-
hlutverki. Lagið „Lose Yourself“
hefur verið tilnefnd til Golden
Globe-verðlauna sem besta lag í
kvikmynd. Hvað sem því líður er
nokkuð ljóst að uppganga
Eminem í dægurheimum er rétt
að byrja.
biggi@frettabladid.is
Van Morrison beðinn
afsökunar:
Tveggja
ára málaferl-
um lokið
TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Van
Morrison hefur verið beðinn afsök-
unar af konu sem höfðaði mál gegn
honum fyrir að reka sig úr starfi á
ólögmætan hátt og fyrir að mis-
muna sér kynferðislega. Málið,
sem staðið hefur yfir undanfarin
tvö ár, hefur jafnframt verið látið
niður falla.
Það var Linda Gail Lewis, 54 ára
gömul systir rokkgoðsagnarinnar
Jerry Lee Lewis, sem höfðaði mál-
ið á sínum tíma. Hún sagði að
Morrison hefði rekið sig eftir að
hún sagðist ætla að hætta í hljóm-
sveit hans eftir að tónleikaferð
þeirra lyki. Hún sagði einnig að
hann hefði leitað á sig kynferðis-
lega án þess að hún óskaði þess.
Morrison neitaði ávallt ásökunun-
um. Eftir dómsúrskurðinn sagðist
hann vera feginn að málinu væri
loks lokið. ■
TÓNLIST
Worm Is Green heitir ný ogframsækin hljómsveit frá
Akranesi. Hún spilar raftónlist af
bestu gerð og sýnir það og sannar
á fyrstu plötu sinni, „Automagic“,
að þar er afar efnileg sveit á ferð.
Raf- og danstónlistarmenn
þurfa að mínu mati að vera á sí-
felldri leit eftir nýjum og spenn-
andi hlutum í tónlistarsköpun
sinni. Þeir þurfa jafnframt að geta
skapað töfrandi stemningu sem
hrífur hlustandann með inn í nýj-
ar víddir. Ef þetta næst ekki verð-
ur oftast nær lítið varið í útkom-
una.
Á „Automagic“ feta Worm Is
Green réttar slóðir með oft á tíð-
um heillandi tónum og dálitlum
skammti af tilraunamennsku.
Platan rennur ljúflega í gegn og
þó að lögin séu misgóð eru þau
aldrei leiðinleg.
Þarna má finna áhrif víðs veg-
ar að úr dans- og raftónlistargeir-
anum. Þar á meðal svífur andi
Aphex Twin hressilega yfir vötn-
um auk þess sem áhrifa Bjarkar
gætir víða, meðal annars í „Morn-
ing Song“. Það er eitt besta lag
plötunnar ásamt titillaginu.
Freyr Bjarnason
WORM IS GREEN: Automagic
Töfrar og
tilraunamennska
VAN MORRISON
Tónlistarmaðurinn Van Morrison hefur átt
marga smelli í gegnum tíðina, þar á meðal
lagið „Brown Eyed Girl“.
Á morgun frumsýna Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóin og Borgarbíó á Akur-
eyri fyrstu mynd rapparans Eminem. „8 Mile“ var í efsta sæti bandaríska aðsókn-
arlistans í nokkrar vikur og hefur pilturinn verið orðaður við Óskarsverðlaunatil-
nefningu fyrir leik sinn.
8 MILE
Eminem leikur ungan rapp-
ara í Detriot árið ‘95. Piltur-
inn losar reiði sína og pirring
út í umheim sinn í gegnum
rapptexta sem hann keppir
svo með í rímnastríðum við
aðra pirraða rappara.
DÓMAR Í
ERLENDUM MIÐLUM:
Internet Movie Database (imdb) - 7.1/10
Rottentomatoes.com - 74% = Fresh
Ebert & Roeper - Tveir þumlar upp
Los Angeles Times - 4 stjörnur (af 5)
Puð í
Detroit