Fréttablaðið - 16.01.2003, Page 43
FIMMTDAGUR 16. janúar 2002
Atvinna
Atvinna í boði
Sölufólk óskast. Djammkortið leitar
eftir duglegu sölufólki. Áhugasamir hafi
samband í tölvupósti djamm-
kort@djammkort.is.
Rauða Torgið vill kaupa djarfar upp-
tökur kvenna. Uppl. og hljóðritun í s.
535 9969. 100% trúnaður.
Góðar tekjur. Frjáls vinnutími, hluta-
starf, aðalstarf, mjög góð kennsla og
þjálfun, sæmileg ensku og tölvukunn-
átta nauðsýnleg. Nánari upplýsingar
hjá Bjarna í síma 899 1188
Atvinna óskast
Óska eftir vinnu, tímab. í ca. 1-2 mán.
við nánast hvað sem er (nema símas.),
er í vetrarfríi og vantar eitthvað að gera,
er lærður smiður, ferðamálafr. og flug-
umsjónarm. Endilega hafðu samband.
S. 696 1331.
54 ára karlmann vantar vinnu, lærður
húsasmiður. Uppl. í síma 567 7901.
Viðskiptatækifæri
HEFUR ÞÚ... fundið tækifærið sem
tryggir framtíð þína og fjölsk. þinnar?
Lykillinn: www.fortuneyes.com
Tilkynningar
Einkamál
X-nudd. Ný erótísk nuddstofa. Slökun
og nudd. Láttu það eftir þér. Tímapant-
anir og uppl. í 693 7385.
1/4 allra fullorðinna er einhleypur og
á lausu. Hringdu í 595 5500 (án auka-
gjalds) og rabbaðu við aðra einstak-
linga. Flestir rabba á kvöldin. 595 5500.
Kona: Spennandi karlmenn bíða eftir
þér! Auglýstu frítt núna!Stefnumótalína
R.T. í síma 555 4321.
SPENNANDI VERKEFNI!
KVÖLD- OG DAGVINNA
Í boði hlutastörf bæði á
daginn og á kvöldin. Unnið er
við úthringingar og innhringing-
ar. Fjölbreytt verkefni.
Góðir tekjumöguleikar.
Sendu umsókn á vakt-
stjorn@skulason.is eða
hringdu í s. 575 1500 og
biddu um Hörpu.
Skúlason ehf
www.skulason.is
s. 575 1500
■ Keypt og selt ■ Þjónusta ■ Heilsasmáauglýsingar ■ Skólar & námskeið ■ Tómstundir & ferðalög■ Heimilið■ Bílar & farartæki ■ Húsnæði ■ Atvinna ■ Tilkynningarsími 515 7500
32
170-01 Eiðismýri
Grænamýri
Kolbeinsmýri
170-01 Suðurmýri
Tjarnarmýri
Einnig vantar okkur fólk á biðlista
Fréttablaðið óskar eftir blaðberum í eftirtalin hverfi
Fréttablaðið — dreifingardeild, Þverholti 9, 105 Reykjavík
Sími 515 7520
LIZA MINNELLI
Er ekki dauð úr öllum æðum þótt
þrautreynd sé. Hún mun væntanlega taka
að sér hlutverk fyrir Andrew Lloyd Webber.
Liza Minnelli:
Á leið á
Sunset
Boulevard
FÓLK Söng- og leikkonan Liza
Minnelli mun væntanlega taka að
sér hlutverk í kvikmyndaútgáf-
unni af leikritinu „Sunset Boule-
vard.“ Minnelli hefur verið í við-
ræðum við tónskáldið Andew
Lloyd Webber um að taka að sér
hlutverk Normu Desmond.
Minnelli átti í harðri baráttu við
þungavigtakonur um hlutverkið,
þar á meðal Barböru Streisand,
Glenn Close og Bette Midler.
Fleiri leikkonum mun þó bregða
fyrir í myndinni, svo sem Gwyneth
Paltrow og Kate Winslet.
Minnelli er að undirbúa sig fyr-
ir tónleikaferðalag sem nefnist
„Liza back“. Hún segir ekkert til í
því að hún hafi villst af leið og sé
aftur byrjuð að drekka. ■
NEYTENDUR Hvalrengi hefur ekki
staðið Íslendingum til boða í
langan tíma en fæst nú keypt,
eftir tæplega fimmtán ára hlé, í
verslunum Nóatúns og verslun-
inni Svalbarða á Framnesvegi.
Björn Sævarsson, kjötmeistari í
Nóatúni, segir hvalrengið koma
frá Noregi.
„Líkt og áður er það soðið og
súrsað í Hval hf. í Hafnarfirði.
Þar fundust menn sem ennþá
kunnu til verka.“ Björn segir
rengið bragðast vel. „Að vísu
bragðast þetta ekki eins og í
gamla daga. Munurinn liggur í
því að rengið nú kemur úr smá-
hvelum en kom áður úr stór-
hvelum.“
Björn segir átta tonn til af
rengi og að kílóið kosti 1.998
krónur. Engar áhyggjur séu um
að koma hvalrenginu út.
Guðrún Daníelsdóttir, starfs-
maður í Svalbarða, segir rengi
hafa verið á boðstólum í eitt og
hálft. Versluninni hafi áskotnast
íslenskt rengi og starfsmenn
Svalbarða séð um að sjóða það
og súrsa.
„Við erum langt komin með
okkar birgðir. Fólk hefur komið
hingað oftar en einu sinni og
keypt sér rengi.“ Aðspurð segir
hún kílóaverði á rengi verða
2.800 krónur. ■
Sextán ára gömul dúkka
fór á 50 dollara á Netinu:
Íslensk
Barbie seld
á eBay
VERSLUN Íslensk Barbie-dúkka
var seld á 50 dollara á uppboði á
eBay á Netinu í gær. Lágmarks-
boð var 25 dollarar.
Dúkkan var framleidd árið
1987 eða sama ár og Hólmfríður
Karlsdóttir var valin ungfrú
heimur. Seljandinn, sem býr í
Pottstown, skammt frá Phila-
delphia í Bandaríkjunum, segir
að dúkkan sé vel með farin og
enn í kassanum, sem er skreytt-
ur íslensku víkingaskipi.
Hin íslenska Barbie er hluti
af svokölluðu „Dolls of the
World“-safni, sem hóf göngu
sína árið 1980. Sú íslenska er að
sjálfsögðu afar þjóðleg og
klædd upphlut. Hún er í félags-
skap sænskrar frænku sinnar
sem var framleidd árið 1983 og
norskrar sem var framleidd árið
1996. Á þessu ári mun sú danska
bætast í hópinn, en hún hefur
fram að þessu ekki hlotið náð
fyrir augum framleiðenda
Barbie. ■
Ian Brown:
Í næstu Potter-mynd
FÓLK Íslandsvinurinn Ian Brown er
orðaður við hlutverk í næstu Harry
Potter-mynd. Leikstjóri hennar, Al-
fonso Cuaron, er víst mjög hrifinn
af tónlistarmanninum og vill fá
hann í eitthvert gestahlutverk. Það
var eiginkona Browns, Fabiola, sem
kynni eiginmann sinn fyrir fram-
leiðendum myndarinnar.
Myndin heitir „The Prisoner of
Azkaban“ og hefjast tökur á henni
eftir nokkra mánuði. Ekki er búist
við því að hlutverk Browns verði
veigamikið og ekki er vitað hvort
hann fái að segja eitthvað á hvíta
tjaldinu eður ei.
Hvernig sem því líður getur
hann tjáð sig eins og hann vill á
næstu plötu sinni. Brown vinnur við
upptökur á henni þessa daganna.
Þriðja Harry Potter-myndin verður
frumsýnd á næsta ári. ■
HUGAÐ AÐ SKRÚFUNNI
Þeir máttu varla við því að líta upp úr starfi sínu, mennirnir sem eru að gera við bát sem
liggur uppi á landi í Grindavík. Báturinn hefur legið þarna í þó nokkurn tíma en fær
væntanlega brátt að sigla um höfin á ný.
HVALRENGI FÆST NÚ KEYPT
Guðrún Daníelsdóttir og Hulda Hannibalsdóttir, eigandi Svalbarða, með hvalrengi.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Verslanir Nóatúns og Svalbarða:
Selja hvalrengi
IAN BROWN
Mun bregða fyrir í næstu mynd
um Harry Potter.
ÞJÓÐLEG DÚKKA
Hin íslenska Barbie er hluti af svokölluðu
„Dolls of the World“-safni. Hún er að sjálf-
sögðu afar þjóðleg og klædd upphlut.