Fréttablaðið - 16.01.2003, Page 46
JARÐARFARIR
13.30 Bogi Ólafsson skipstjóri, Dalbraut
18, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Laugarneskirkju.
13.30 Hjördís Geirdal, Laufengi 3,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
13.30 Kristjana Gunnarsdóttir, Lindar-
götu 61, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju.
MINNINGARATHÖFN
13.30 Minningarathöfn um Guðmund
Sigurjón Hjálmarsson frá Græn-
hól, Barðaströnd, verður í Foss-
vogskapellu.
ANDLÁT
Erna Geirlaug Árnadóttir Mathiesen,
Hringbraut 2a, Hafnarfirði, lést á Land-
spítalanum við Hringbraut sunnudaginn
12. janúar.
Guðbjörg Júlíusdóttir andaðist á heim-
ili sínu Linby 17, 27493, Skurup, Svíþjóð,
laugardaginn 11. janúar.
Guðni Baldur Ingimundarson, húsa-
smíðameistari, Langholtsvegi 96, Reykja-
vík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skóg-
arbæ mánudaginn 13. janúar.
34 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
Komst yfir hljóðfæri
eftir kynni á snyrtingu
Gunnar Kvaran sellóleikari er 59 ára í dag. Það er nóg að gera hjá
honum þessa dagana. Hann er að fara að stjórna alvöru tónleikum.
Sagan af hljóðfærinu hans er lyginni líkust.
59 ÁRA „Þetta verður frekar róleg-
ur dagur hjá mér en ég ætla að
fara á Sinfóníutónleika í kvöld,“
segir Gunnar Kvaran, afmælis-
barn dagsins.
Það er nóg að gera hjá Gunnari
þessa dagana. Fram undan eru
tónleikar hér heima og erlendis.,
auk þess sem hann er að fara að
stjórna fyrstu alvöru tónleikum
sínum í Neskirkju á sunnudaginn
kemur.
Gunnar hóf tónlistarnám sitt
þegar hann var tíu ára. Þá byrjaði
hann að spila á svokallað gígju,
sem er barrokkhljóðfæri. Þegar
hann var tólf ára var honum nán-
ast skipað af tónlistarkennara sín-
um að leggja sellóið fyrir sig þótt
Gunnar vildi það ekki sjálfur.
Þegar Gunnar var rétt rúmlega
tvítugur ætlaði hann að fjárfesta í
nýju hljóðfæri, sem hann og
gerði. Sagan bak við hljóðfærið er
þó lyginni líkust.
„Ég var staddur á snyrtingu á
aðaljárnbrautarstöðinni í Kaup-
mannahöfn. Þar hitti ég mann sem
segir mér að hann eigi besta hljóð-
færi í Danmörku. Ég var að flýta
mér í lestina og ræddi því ekki
nánar við manninn. En til að gera
langa sögu stutta þá liðu um þrjú
ár þar til mér áskotnaðist þetta
hljóðfæri sem maðurinn var að
tala um,“ segir Gunnar. „Hljóðfær-
ið var selt öðrum manni í millitíð-
inni en maðurinn sem ég hitti á
snyrtingunni reyndist mér eins og
verndarengill því hann ætlaði mér
hljóðfærið. Þegar hann bauð mér
svo hljóðfærið á endanum, eftir
miklar krókaleiðir, sagði ég honum
að það væri allt of dýrt.“
Maðurinn af snyrtingunni hafði
reiknað út hvernig Gunnar kæmist
yfir hljóðfærið og ákvað Gunnar
að slá til með því að taka bankalán
og selja gamla hljóðfærið. „Ég
hugsa alltaf til þessa manns með
hlýju þegar ég hugsa um hljóðfær-
ið mitt,“ segir Gunnar.
Gunnar ákvað að sýna kennara
sínum, Erling Blöndal Bengts-
syni, hljóðfærið. Þá kom í ljós að
Erling hafði lært í Kaupmanna-
höfn og kennari hans þar hafði átt
hljóðfærið áður. Til að kóróna sög-
una átti Erling hljóðfæri frá
manni sem hét LePau. LePau
þessi hafði nemanda, Sylvestre,
sem hafði smíðað forláta hljóð-
færið hans Gunnars.
„Það er svo furðulegt í þessum
heimi hvað hlutirnir virðast tengj-
ast, bæði á dularfullan og augljós-
an hátt. Það var í raun ótrúlegt
hvernig ég eignaðist hljóðfærið
en það er búið að fylgja mér síð-
an.“
kristjan@frettabladid.is
AFMÆLI
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR „Þeir sem
sáu þetta þegar ég keypti héldu að
ég væri ekki með fulde fem,“ seg-
ir Atli Gíslason hæstaréttarlög-
maður og vísar þarna til kaupa
sinna á malargryfju austur í
Grímsnesi árið 1973 sem hann
ræktaði upp. „Þegar ég lauk
menntaskóla fór ég að starfa við
garðyrkju og hélt því áfram sam-
hliða námi. Þá vaknaði áhugi á um-
hverfismálum.“
Atli Gíslason er úr Sogamýrinni.
„Móðir mín - aðal konan í lífi mínu -
hét Ingibjörg Jónsdóttir og var
skólastjóri í Húsmæðraskólanum
Ósk á Ísafirði, var svo við barna-
uppeldi í 20 ár en starfaði síðar sem
matráðskona og í fiskvinnslu.“ Atli
er einn sex systkina en faðir hans
hét Gísli Guðmundsson, kennari og
leiðsögumaður, kallaður Gísli gæd.
Atli á þrjú uppkomin börn.
Hann telur það ekki undarlega
blöndu að vera vinstri grænn og
lögfræðingur og þrátt fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi nánast eignað
sér stéttina segir hann blessunar-
lega undantekningar þar á. „Ég held
að flestir viti hvar þeir hafa mig. Ég
hef aldrei leynt skoðunum mínum:
herstöðvarandstæðingur, friðar-
sinni og hef áhuga á pólitík.“
Atli hefur starfað í 25 ár sem lög-
fræðingur. Hann var hjá Ríkisskatt-
stjóra frá 1976 til 1980. „Þá fór ég í
lögmannsstörf og lungann af mínu
lögmannsstarfi hef ég verið á vett-
vangi launamanna, til dæmis sem
lögmaður Dagsbrúnar og Eflingar í
22 ár. Ég þekki kjör venjulegs fólks
en ekki þeirra sem koma við sögu í
greinum Agnesar Bragadóttur.“
Atli vakti þjóðarathygli þegar
hann var skipaður Ríkislögreglu-
stjóri í máli Franklíns Steiners. „Ég
hef oft farið í djúpu laugina áður.“
Og talandi um djúpar laugar: „Ég
stunda sund á hverjum degi í Vest-
urbæjarlauginni og sæki mikla póli-
tíska leiðsögn þangað. Svo stunda
ég stundum golf hjá múrurum í
Öndverðarnesi, Grímsnesi.“ ■
Atli Gíslason
lögmaður skipar 2. sæti á lista VG í
Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir
komandi kosningar á eftir Kolbrúnu
Halldórsdóttur.
Persónan
Pólitísk leiðsögn í Vesturbæjarlauginni
GUNNAR KVARAN
„Af svokölluðum jarðneskum hlutum er sellóið besti vinur minn,“ segir Gunnar Kvaran.
„Þetta er framlenging af mér sjálfum. Það er óskaplega náið samband milli manneskju og
hljóðfæris sem er með manni svo langan tíma, mikinn hluta ævinnar.“
Að gefnu tilefni skal tekið fram að 5.
sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík veitir ekki aðgang að
kjötkötlunum – nema annað sé ákveð-
ið fyrir fram.
Leiðrétting
ATLI GÍSLASON
Þekkir kjör venjulegs launafólks en ekki
þeirra sem koma við sögu í greinum Agn-
esar Bragadóttur.
KROSSGÁTA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
H
el
ga
rf
er
›i
r
H
el
ga
rf
er
›i
r
Barcelona
Prag
Búdapest
46.200 kr.
44.490 kr.
51.580 kr.
6. og 27. mars
13. og 20. mars
27. mars og 3. apríl
Innif.: Flug, gisting í 3 nætur með
morgunverður, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Ferðir til og frá flugvelli erlendis
kosta 1.700 kr. og eru valkvæðar.
Innifalið er flug, gisting,
morgunverður, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Ferðir til og frá flugvelli erlendis
kosta 1.600 kr.
Innifalið er flug, gisting,
morgunverður, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Ferðir til og frá flugvelli erlendis
kosta 1.600 kr.
TÍMAMÓT
LÁRÉTT:
1 undirmaður,
4 ögnin,
9 hægir,
10 togvinda,
12 tröll,
13 tötrar,
15 einhvers,
17 ánægja,
19 bekkur,
20 rúmmálseining,
22 hindra,
24 fífl,
25 vitleysa,
27 labb,
29 drollar,
32 bikkja,
34 sauðskinn,
35 frægur,
36 þvengir,
37 fjas.
Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 tjóa, 4 fátæki, 9 styrkur, 10 stál, 12 eiði, 13
særast, 15 ansi, 17 gein, 19 gón, 20 rifar, 22 ósinn, 24 ana, 25 klak, 27 ugla, 29 árát-
ta, 32 klugt, 34 naut, 35 erindið, 36 mágana, 37 raki. Lóðrétt: 1 túss, 2 ósár, 3 at-
laga, 4 freti, 5 Áki, 6 tuða, 7 æringi, 8 ilminn, 11 tæring, 14 serk, 16 sónötu, 18 ask-
ar, 20 raunum, 21 falleg, 23 skánir, 26 látna, 28 aura, 30 taða, 31 atti, 33 gin.
LÓÐRÉTT: 1 vandræði, 2 grunir, 3 dingull, 4 vagn, 5 bleyta, 6 pár, 7 örugg, 8
sindra, 11 oblátudiskur, 14 álpist, 16 mætar, 18 biti, 20 hljóður, 21 geisli, 23
skordýr, 26 sundfæri, 28 óhreinindi, 30 flytja, 31 afturendi, 33 bergmála.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M
Valgerður Sverrisdóttir.
Vladimír Pútín.
Eminem.
1.
2.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
3.