Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 1
Yfirvöld í Canberra, höfuðborgÁstralíu, hafa lýst yfir neyð- arástandi vegna gífurlegra skóg- arelda. Um 400 manns eru heim- ilislausir. bls. 2 Samfylkingin er nú afturstærsti flokkurinn með 39,3 prósent fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. bls. 4 Mesta íbúðauppbygging í 15 árer fyrirhuguð í Reykjavík á þessu ári. bls. 10 Kallað er eftir óbeinumstuðningsaðgerðum stjórn- valda til styrktar skipasmíða- iðnaði. bls.6 ÍÞRÓTTIR Heimsmeistara- mótið að hefjast bls. 16 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 20. janúar 2003 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD HANDBOLTI Íslenska landsliðið mætir Áströlum í dag klukkan 17 í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknatt- leik sem fram fer í Portúgal. Flest- ir leikmenn liðsins eru heilir heil- su. Sjónvarpið sýnir leikinn í bein- ni útsendingu. Næsti leikur lands- liðsins verður gegn Grænlandi á morgun. Áfram Ísland LIST Jonathan Dronsfield, heimspek- ingur og forstöðumaður listrann- sóknadeildar Háskólans í South- ampton, heldur fyrirlestur sem hann nefnir „The Place of the Work of Art“. Fyrirlesturinn er í tengsl- um við sýninguna „then ...hluti 4 - minni forma“ en Jonathan er hing- að kominn vegna sýningarinnar og skrifar meðal annars í sýningar- skrána. Staður listarinnar UNDIRRITUN Menntamálaráðherra og bæjarstjóri Kópavogs munu undir- rita samning um byggingu nýrrar kennsluálmu við Menntaskólann í Kópavogi. Undirritunin fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi klukk- an 11. Menntaskóli stækkaður MYNDASÖGUR Hver er Daredevil? MÁNUDAGUR 16. tölublað – 3. árgangur bls. 24 BÆKUR Norðlensk viðurnefni bls. 20 ÍRAKSDEILAN Yfirmenn vopnaeftir- lits Sameinuðu þjóðanna hittu íraska ráðamenn í Bagdad um helgina til þess að krefjast þess að komið verði betur til móts við eftirlitsmennina svo hægt verði að afstýra stríði gegn Írak. Írösk yfirvöld vildu ekki tjá sig um innihald fundarins en Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, sagði að einhver árangur hefði náðst. Annar fundur átti að fara fram nú í morgun en að honum loknum munu ElBaradei og Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitssveit- anna, halda til Aþenu. ElBaradei og Blix eiga að skila inn skýrslu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 27. janúar næstkomandi en búist er við að innihald þeirrar skýrslu muni hafa afgerandi áhrif á það hvort hægt verði að leysa vopnadeil- una við Írak með friðsamlegum hætti. „Við lítum ekki svo á að stríð sé óhjákvæmilegt,“ sagði Blix í samtali við blaðamenn áður en fundurinn hófst í gær. Blix hefur þó ítrekað látið í ljós að vopnaeftirlitsmennirnir þurfi meiri tíma til þess að ljúka rann- sókn sinni og erfitt verði að halda áfram ef ekki kemur til aukin samvinna frá íröskum yfir- völdum. ■ REYKJAVÍK Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað. Frost 3 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skýjað 7 Akureyri 8-13 Skýjað 7 Egilsstaðir 8-13 Él 5 Vestmannaeyjar 8-13 Léttskýjað 5 ➜ ➜ ➜ ➜ - - - - FEGNIR FROSTINU Þessir ungu drengir gáfu ekkert eftir í ísknattleik á Tjörninni í Reykjavík í gær. Vetur konungur hefur loks minnt á sig á höfuðborgarsvæðinu, með tilheyrandi kulda og frosti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IH EL M Vopnaeftirlitsmenn funda með íröskum yfirvöldum: Tíminn að renna út Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla Fleiri vilja Ingibjörgu sem forsætisráðherra Rétt tæpur helmingur þeirra sem tóku afstöðu sagðist vilja að Ingibjörg Sólrún yrði forsætis-ráð- herra eftir kosningar. 43 prósent vilja Davíð Oddsson. Fáir nefndu aðra kosti. SKOÐANAKÖNNUN Rétt tæp 50 pró- sent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins sögðust vilja sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor. 43 prósent nefndu Davíð Odds- son. Aðrir fengu lít- inn stuðning til starfans; Halldór Ásgrímsson 4 prósent, Steingrím- ur J. Sigfússon tæp 2 prósent og aðrir samanlagt tæp 2 prósent. Fleiri vildu Ingibjörgu sem for- sætisráðherra en sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna. Stuðningur við hana nær samkvæmt því nokk- uð út fyrir flokkinn sem hún er í framboði fyrir. Ingibjörg er eftir sem áður óskoraður forystumaður Samfylkingarfólks. 82 prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa flokkinn vildu Ingibjörgu sem for- sætisráðherra. Rúmur fjórðungur kjósenda Vinstri grænna vill Ingi- björgu í stjórnarráðið, 9 prósent framsóknarmanna og 5 prósent sjálfstæðismanna. Davíð Oddsson hefur líka meiri stuðning en Sjálfstæðisflokkur- inn. 77 prósent þeirra sem sögðust vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja Davíð sem forsætisráðherra, 26 prósent Framsóknarmanna, 2 prósent kjósenda Samfylkingar- innar en enginn þeirra sem ætlar að kjósa Vinstri græna. Meðal þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn gagnvart flokk- um fékk Ingibjörg meira fylgi en Davíð – eða 18 prósent á móti 14 prósentum. Flestir þeirra sem ekki völdu flokk vildu heldur ekki tilnefna forsætisráðherra. Það er því erfitt að meta hvaða áhrif bar- áttan milli Ingibjargar og Davíðs muni hafa á afstöðu þessa hóps í kjörklefunum. Fáir aðrir en Ingibjörg og Davíð voru nefnd í könnuninni. Halldór Ásgrímsson fékk 4 pró- sent fylgi – svo til allt frá fram- sóknarmönnum. Steingrímur J. Sigfússon fékk 2 prósent – einnig allt frá sínum flokksmönnum. Aðrir sem voru nefndir voru Pét- ur Blöndal, sem þrír þátttakend- ur vildu fá sem forsætisráðherra, tveir nefndu Össur Skarphéðins- son og einn Sólveigu Pétursdótt- ur. Í könnuninni var spurt: Hvern viltu sjá sem forsætisráðherra eftir kosningar? 600 manns voru spurðir og skiptust þeir jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma eftir áætluðum fjölda á kjörskrá í vor. Rétt rúm 40 pró- sent tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara. Sjá viðbrögð stjórnmálamanna á bls. 2. Fleiri vildu Ingibjörgu sem forsætis- ráðherra en sögðust ætla að kjósa Sam- fylkinguna. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 73% INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Nærri helmingur vill að hún verði forsæt- isráðherra. DAVÍÐ ODDSSON Hann nýtur meira fylgis en Sjálfstæðis- flokkurinn en minna en Ingibjörg. ÍÞRÓTTIR Richard Crenna allur SÍÐA 23 ÞETTA HELST FÓLK Eiður Smári skoraði SÍÐA 17

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.