Fréttablaðið - 20.01.2003, Page 4

Fréttablaðið - 20.01.2003, Page 4
4 20. janúar 2003 MÁNUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ætlar þú á skíði í vetur? Spurning dagsins í dag: Hver vilt þú að verði forsætisráðherra eftir kosningar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9,1% 76,2%Nei 14,7% ÍSLENDINGAR ÆTLA EKKI Á SKÍÐI Rúm 76% ætla ekki á skíði í vetur á meðan tæp 15% ætla sér. Tæp tíu prósent segjast ekki vita hvort þeir munu fara á skíði í vetur. Veit ekki Já STJÓRNMÁL Niðurstaða könnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna kemur Svani Kristjánssyni, pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, á óvart. „Ég hélt að Samfylkingin myndi missa fylgi og þá er ég að vísa til umfjöllunarinnar um Kárahnjúkavirkjun,“ segir Svan- ur. „Það virðist hins vegar allt hafa gengið upp hjá Samfylking- unni og ég held að Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn hafi gert mikil mistök með því að knýja Ingibjörgu Sólrúnu til að hætta sem borgarstjóri.“ Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vanda að mati Svans. „Reynslan er sú að Sjálfstæðis- flokkurinn á minna af óákveðna fylginu heldur en þeim sem taka afstöðu. Það virðist líka sem þess- um framboðsdeilum í Sjálfstæðis- flokknum sé ekkert að linna og þá er það að koma verulega niður á flokknum hvað hlutur kvenna er lítill á framboðslistunum.“ Svanur segir að síðustu kannan- ir bendi til þess að á Íslandi sé að verða til nýtt flokkakerfi með tveimur stórum flokkum og tveim- ur litlum. Hann segir að Fram- sóknarflokkurinn hafi keyrt allt of mikið á Kárahnjúkamálinu og lagt mikið undir í því. Það hafi haft nei- kvæð áhrif á fylgi flokksins. ■ Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði: Allt að ganga upp hjá Samfylkingunni LÍTILL HLUTUR KVENNA SKAÐAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN Svanur Kristjánsson telur Sjálfstæðisflokk- inn vera í miklum vanda. Hann segir að það komi verulega niður á flokknum hvað hlutur kvenna er lítill á framboðslistunum. SKOÐANAKÖNNUN Þrátt fyrir nokkur pólitísk tíðindi í síðustu viku hafa ekki orðið miklar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Samfylk- ingin er nú aftur stærsti flokkurinn með 39,3 prósent fylgi. Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur fylgis 38,2 pró- senta, Framsókn er með 12,0 pró- sent fylgi, Vinstri grænir 7,5 pró- sent og Frjálslyndir 2,2 prósent. Þetta eru litlar breytingar á einni viku. Mesta sveiflan er 1,3 pró- sentustig sem sjálfstæðismenn missa. Lítil breyting er á þingmanna- fjölda frá könnuninni í síðustu viku. Sjálfstæðismenn missa þó einn mann og Vinstri grænir hreppa hann. Við það verður þingmeiri- hluti ríkisstjórnarinnar ansi tæpur; 32 þingmenn á móti 31 þingmanni stjórnarandstöðunnar. Ef til vill er mesta breytingin frá síðustu viku sú að óákveðnum fjölg- ar aftur. Þeir sem segjast ekki ætla að kjósa, eru óákveðnir í afstöðu sinni eða neita að svara eru nú 40 prósent, voru um 30 prósent fyrir viku og 35 prósent fyrir hálf- um mánuði. Þrátt fyrir að fjöl- di óákveðinna rokki upp og niður hefur það lítið haggað fylgi flokkanna. Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Samanburður kosningaúrslita og kannana bendir til þess að afstaða þeirra sem ekki gefa upp skoðun sína í könnunum sé lít- ið frábrugðin hinum hópnum. Stöðugt fylgi stóru flokkanna Fylgi Samfylkingarinnar hefur verið ótrúlega stöðugt undanfarnar vikur. Í könnuninni sem birt var fyrir hálfum mánuði fékk flokkurinn 39,3 prósent, 39,0 prósent viku síðar og nú aftur 39,3 prósent. Þegar rýnt er í afstöðu ein- stakra hópa má þó sjá nokkra hreyfingu á fylgi Samfylkingarinn- ar. Fyrir hálfum mánuði mátti ekki merkja mun á fylginu milli lands- byggðarkjördæma og þéttbýlis- kjördæma. Síðan þá hefur fylgið úti á landi dregist saman en fylgið í þéttbýlinu eflst. Samfylkingin hefur verið vel yfir fylgi sínu í kosningunum 1999 allan þennan mánuð. Staðan í dag er 12,5 prósentustigum yfir kosninga- úrslitum, sem gæfi flokknum 9 nýja þingmenn – 26 manna þing- flokk. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis verið stöðugt. Fyrir hálfum mánuði mældist það 37,0 prósent, 39,5 prósent fyrir viku og nú 38,2 prósent. Fylgissveiflan að baki þessum tölum er öfug við Sam- fylkinguna; Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að styrkjast úti á landi en heldur missa fylgi í þéttbýlinu. Í öllum könnunum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið undir fylgi sínu í kosningunum 1999. Þá fékk flokk- urinn 40,7 prósent fylgi og 26 menn kjörna. Niðurstaða könnunarinnar er 2,5 prósentustigum minna fylgi sem myndi leiða til þess að flokkur- inn missti einn þingmann. Framsókn á hægri uppleið Samanburður á þessum þremur könnunum sýnir að Framsóknar- flokkurinn er á hægri siglingu upp á við. Fyrir hálfum mánuði fékk flokkurinn 10,0 prósent fylgi, 11,1 prósent fyrir viku og nú 12,0 pró- sent. Þetta er ekki mikil breyting og öll svo sem innan skekkjumarka en hlýtur samt að telja Framsókn- armönnum trú um að þeir séu að gera eitthvað rétt. Fylgi þeirra er samt enn langt undir kjörfylgi; þá vantar um 6,4 prósentustig til að ná því. Ef niðurstöður könnunarinnar nú væru úrslit kosninga myndu Framsóknarmenn tapa 5 þingmönn- um; verða með sjö manna þing- flokk. Vinstri grænir bæta stöðu sína lítillega frá fyrri viku; fara úr 6,9 prósentum í 7,5. Flokkurinn fékk 11,1 prósent fyrir hálfum mánuði. Það bendir því flest til að fylgi hans sé fremur að dragast saman en aukast. Ef niðurstaða könnunarinn- ar nú kæmi upp úr kjörkössunum fengju þeir 5 þingmenn, einum færri en þeir hafa í dag. Það vekur nokkra athygli að síð- asta vika hafi ekki hreyft meira við fylgi Vinstri grænna því hún var um margt hápunktur eins af stærri málum þeirra; andstöðu við álver í Reyðarfirði og virkjun við Kára- hnjúka. Of litlir til að skipta máli Eins og staðan er nú er Frjáls- lyndi flokkurinn of lítill til að kom- ast á þing. Hann fær 2,2 prósent fylgi, fékk 3,3 prósent fyrir viku og 2,1 prósent fyrir hálfum mán- uði. Frjálslyndir eiga því nokkuð í land með að koma að kjördæma- kjörnum þingmanni. Það dygði honum varla þótt allt fylgi hans leggðist á eitt kjördæmi – sem það gerir ekki samkvæmt þessum könnunum. Þrír þátttakendur sögðust vilja kjósa aðra flokka í könnuninni. Tveir nefndu Þjóðernisflokkinn og einn Alþýðubandalagið. Skipting milli kjördæma Þegar kannanir Fréttablaðsins í janúar eru lagðar saman kemur fram vísbending um hvernig fylgi flokkanna skiptist á milli kjör- dæma – og þá hvaða möguleika ein- stakir þingmenn hafa á að ná kjöri. Samkvæmt þessum þremur könnunum er Sjálfstæðisflokkur- inn stærsti flokkurinn í Norðvest- urkjördæmi, Reykjavíkurkjör- dæmi norður og í Suðvestur- kjördæmi – eða kraganum svo- kallaða. Samfylkingin er hins vegar stærst í Suðurkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður. Þar sem Samfylkingin er stærst er Sjálfstæðisflokkur næststærstur – og öfugt. Framsókn er sterkust í Norð- austurkjördæmi og Suðurkjör- dæmi og vinstri grænir í Norð- austur- og Norðvesturkjör- dæmunum. Eftir næstu könnun mun Fréttablaðið greina nánar frá stöðu flokkanna í einstökum kjördæmum enda verða þá svar- endur í hverju kjördæmi orðnir það margir að marktækt er að greina svör í einstökum kjördæmum milli flokka. Niðurstöður Í könnuninni á laugardaginn var spurt: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 600 manns voru spurðir og skiptist fjöldi þeirra jafnt milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma eftir áætlun um fjölda á kjörskrá í vor. Af öllu úrtakinu sögðust 23,5 prósent ætla að kjósa Samfylking- una, 22,8 Sjálfstæðisflokkinn, 7,2 Framsóknarflokkinn, 4,5 Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð, 1,3 Frjálslynda flokkinn og 0,5 prósent nefndu aðra flokka. 33,3 prósent sögðust óákveðin, 3,7 prósent sögð- ust ekki ætla að kjósa og 3,3 pró- sent neituðu að svara. ■ SKOÐANAKÖNNUN Samfylkingin aftur stærri en Sjálfstæðisflokkur Litlar breytingar urðu á fylgi flokkanna í síðustu viku. Framsókn, Vinstri grænir og Samfylking bæta lítillega við sig – Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir tapa fylgi. Stjórnarflokkarnir með veikan meirihluta. Breytt stærðarhlutföll virðast vera orðin nokkuð stöðug. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Fylgi Samfylkingarinnar hefur verið stöðugt í janúar. DAVÍÐ ODDSSON Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú aftur minni en Samfylkingin. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Framsókn bætir lítillega við sig aðra vikuna í röð. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Átökin um Kárahnjúka hafa ekki skilað auknu fylgi til Vinstri grænna. Þing Framsóknarflokks- ins í Suðurkjördæmi: Yfirburða- kosning hjá Ísólfi Gylfa FRAMSÓKN Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður mun skipa þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosn- ingum. Ísólfur Gylfi hlaut tæp 65% at- kvæða í þriðja sætið í kosningu á kjördæmaþingi Framsóknar- flokksins sem fram fór á Selfossi á laugardag. Fimm frambjóðend- ur sóttust eftir þriðja sæti listans. Helga Sigrún Harðardóttir kom næst Ísólfi Gylfa, með rúm 12% atkvæða, Eygló Harðardóttir varð þriðja og Drífa Sigfúsdóttir fjórða. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra fékk 97% atkvæða í fyrsta sæti listans og Hjálmar Árnason alþingismaður fékk 94% atkvæða í annað sæti. Þeir voru einir í framboði um þessi sæti. ■ MÓTMÆLI Á LÆKJARTORGI Íslenskir friðarsinnar mótmæltu fyrirhug- uðu stríði í Írak á laugardaginn. Ekki í okkar nafni: Friðarsinnar fjölmenntu á Lækjartorgi MÓTMÆLI Friðarsinnar um allan heim mótmæltu fyrirhuguðu stríði í Írak um helgina. Íslenskir friðarsinnar voru þar engir eftir- bátar en talið er að um 1500 manns hafi safnast saman á Lækj- artorgi á laugardaginn. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, ávarp- aði fundinn og sagði meðal annars að mótmælendur vilji „ekki að þjóðin okkar taki beinan þátt í hernaði eða styðji við hernaðinn með nokkru móti.“ Fundarmenn gengu síðan að bandaríska sendi- ráðinu þar sem mótmælaskjal var afhent sendiráðsmönnum. Talið er að um 200.000 manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í Washington á laugardaginn og um 50.000 í San Francisco. ■ Norðvesturkjördæmi: Adolf í 5. sætið STJÓRNMÁL Adolf H. Berndsen, frá Skagaströnd, skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Mikil umræða skapaðist um málið á fundi kjördæmisráðs í Búðardal í gær. Stuðningsmenn Jóhönnu Pálmadóttur, frá Akri, sem lenti í 6. sæti í prófkjörinu, töldu að henni vegið. Fannst þeim að hún ætti að færast upp í 5. sæt- ið, ekki síst í ljósi þess að fjórir karlmenn skipuðu efstu sætin. Kosið var milli Adolfs og Jó- hönnu. Alls greiddu 134 fulltrúar atkvæði og hlaut Adolf 81, en Jó- hanna 53. ■ M YN D /O D D U R B EN ED IKTSSO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.