Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 16
20. janúar 2003 MÁNUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.00 Sjónvarpið Helgarsportið 15.05 Stöð 2 Ensku mörkin 16.30 Sjónvarpið HM í handbolta (Ísland-Ástralía) 18.00 Sýn Ensku mörkin 19.00 Sýn Spænsku mörkin 19.15 Grindavík 1. deild kvenna í körfubolta (UMFG-ÍS) 19.15 DHL-Höllin 1. deild kvenna í körfubolta (KR-Haukar) 20.00 Sýn Toppleikir 22.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn Ensku mörkin 23.55 Sjónvarpið HM í handbolta (Ísland-Ástralía endurs.) SKÍÐI Skíðasamband Íslands hefur gert samstarfssamning við Akur- eyrarbæ og nokkur fyrirtæki um að gerast bakhjarlar Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttir, skíðakonu í Skíðafélagi Akureyrar. Jafn- framt hefur Skíðafélag Akureyr- ar gert samning við Akureyrar- bæ fyrir hennar hönd um mánað- arlegt fjárframlag bæjarfélags- ins. Þessir fjárstyrkir gera Dag- nýju Lindu kleift að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér, en hún stefnir að því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótunum í alpa- greinum skíðaíþrótta í vetur og árið 2005 sem og á Ólympíuleik- unum árið 2006. Helstu verkefni Dagnýjar Lindu í vetur eru Evrópubikarinn á skíðum og heimsmeistaramótið sem fram fer í St. Moritz í Sviss í byrjun næsta mánaðar. Þar stefn- ir hún að því að vera á meðal þeirra 30 efstu. Jafnframt ætlar hún sér að komast í hóp 100 efstu í tveimur greinum á heimslista Alþjóðaskíðasambandsins. Dagný Linda hefur frá því í sumar verið við æfingar með norska landsliðinu á skíðum og er undir handleiðslu þjálfara þeirra. Hún mun í vetur fyrst og fremst einbeita sér að því að keppa á mót- um í Evrópubikar Alþjóðaskíða- sambandsins (FIS), sem er næsta stig fyrir neðan heimsbikarkeppn- ina. Samhliða því mun hún reyna fyrir sér í nokkrum heimsbikar- mótum og taka þátt í FIS-mótum. Dagný Linda hefur þegar tek- ið þátt í nokkrum mótum í vetur og gengið mjög vel. Hefur hún meðal annars sigrað á nokkrum sterkum alþjóðlegum mótum í Noregi og Svíþjóð. ■ Dagný Linda Kristjánsdóttir gerir styrktarsamning: Stefnir á topp 30 á HM í Sviss DAGNÝ LINDA Dagný Linda hefur bætt sig verulega í vetur og er nú í 76. sæti á heimslista Alþjóðaskíða- sambandsins í risastórsvigi en var í því 119. í byrjun vetrar. Í desember varð hún fyrst hér- lendra skíðakvenna til þess að taka þátt í heimsbikarkeppni í bruni, í Lenzerheide í Sviss. HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að ástralska liðið sé óþekkt stærð. „Við vitum bara ekkert um þá. Við höfum ekki get- ið orðið okkur úti um neinar upp- lýsingar um þá.“ Guðmundur ját- ar því að þetta sé leikur sem Ísland eigi að vinna. „Að sjálfsögðu en við ætlum að vera til- búnir í þetta verk- efni og leysa það vel af hendi. Oft þegar við mætum þjóðum sem við þekkjum ekki þurfum við að vera einbeittir og við þurfum að vera einbeittir frá byrjun í þessari keppni, sama hver andstæðingur- inn er.“ Á morgun leikur íslenska liðið við nágranna okkar frá Græn- landi. „Við vitum meira um þá,“ segir Guðmundur. „Þeir eru búnir að spila leiki á móti félagsliðum og hafa oft á tíðum verið að stríða góðum liðum og komið á óvart. Það verður að taka það lið mjög alvarlega. Þetta eru leikmenn sem eru að spila margir í dönsku deild- inni og einhverjir eru að spila í Þýskalandi. Þeir eru örugglega mun sterkari en Ástralir.“ Guðmundur segir að undirbún- ingur landsliðsins hafi gengið ágætlega fyrir sig. „Við höfum samt ekki farið farhluta af meiðsl- um og það hefur auðvitað tafið okkur í undirbúningi.“ Að sögn Guðmundar er Dagur Sigurðsson allur að koma til auk þess sem Heiðmar Felixson er orðinn frísk- ur eftir flensu. Hvorugur þeirra gat spilað æfingaleikinn gegn Sví- um sl. fimmtudag sem tapaðist naumlega, 27:26. Guðmundur hefur lýst því yfir að Ísland stefni á að ná ólympíu- sæti á HM. „Það þarf samt sem áður að byrja á byrjuninni og taka hvern leik fyrir sig. Við þurfum að spila okkur inn í þessa keppni og koma okkur í þá stöðu að geta dreift álagi. Síðan þurfum við að skila okkur inn í milliriðla á sem bestan hátt. Það er fyrsta mark- miðið en ólympíusætið er draum- ur okkar.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa velt því fyrir sér hvaða lið sé sigurstranglegast í keppn- inni. „Ég held ég gæti talið upp nokkur lið en ég er ekki mikið að velta því fyrir mér á þessari stundu. Við erum bara að einbeita okkur að okkar leik. Annað er ekk- ert í mínum huga.“ freyr@frettabladid.is Ástralir eru óþekkt stærð Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Áströlum í fyrsta leik heims- meistarakeppninnar sem hefst í Portúgal í dag. Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari segir að einbeiting íslenska liðsins þurfi að vera í lagi sama hver andstæðingurinn er. ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur Stefánsson í leik gegn Slóvenum. Hann skoraði 11 mörk í æfingaleik gegn Svíum á fimmtudag. Fyrsti leikur Íslands á HM gegn Áströlum hefst klukkan 17 í dag. „Við þurfum að spila okkur inn í þessa keppni og koma okkur í þá stöðu að geta dreift álagi.“ FÓTBOLTI Heiðar Helguson skoraði sigurmark Watford þegar liðið lagði Norwich að velli með tveim- ur mörkum gegn einu. Heiðar hafði verið afar ágeng- ur við mark andstæðinganna en náði ekki að skora fyrr en á lokamínútu leiksins, með glæsi- legu skallamarki. Heiðar var nýkominn inn á völlinn eftir að hafa fengið aðhlynningu vegna höfuðmeiðsla. Þetta var níunda mark hans í deildinni. Watford er í tíunda sæti 1. deildar og eygir enn möguleika á að taka þátt í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni. ■ Heiðar Helguson: Skoraði sigurmark Watford Nýtt fjölnota íþróttahús á Akureyri: Boginn tek- inn í notkun ÍÞRÓTTAHÚS Fjölnota íþróttahús á Akureyri, Boginn, var formlega tekið í notkun á laugardaginn. Tónlistarfólk tók lagið auk þess sem skorað var á oddvita stjórn- málaflokka á Akureyri að taka þátt í léttri vítaspyrnukeppni. Loks buðu íþróttafélög bæjarins ungu kynslóðinni að spreyta sig á hinum ýmsu íþróttagreinum. Markmið Akureyrarbæjar með byggingunni er að koma upp að- stöðu innanhúss fyrir knatt- spyrnu og frjálsar íþróttir. Heild- arkostnaður við byggingu á hús- inu er um 520 milljónir króna. ■ HEIÐAR HELGUSON Tryggvi liði sínu sigur á elleftu stundu með góðu skallamarki. Ívar Ingimarsson var ekki í liðiÚlfanna sem gerði 1-1 jafntefli við Wimbledon í ensku 1. deildinni. Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru í liði Stoke sem tapaði fyrir Derby, 3-1. Her- mann Hreiðarsson var í liði Ipswich sem lagði Preston að velli, 3-0. Peter Schmeichel, markvörðurManchester City, segir það hugsanlegt að hann framlengi samning sinn við liðið. Schmeichel, sem er 39 ára, hefur margoft ætlað að leggja hanskana á hilluna. Hann segist aldrei hafa notið þess eins mikið að leika knattspyrnu. „Ég skemmti mér konunglega hjá City og ég hlakka til að mæta í vinnu þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Daninn, sem hefur unnið til fjöl- margra verðlauna á ferli sínum. FÓTBOLTI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.