Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 9
9MÁNUDAGUR 20. janúar 2003
Járnblendið yfirtekið:
Elkem
yfir 97%
MARKAÐUR Niðurstöður kauptil-
boðs Elkem ASA til hluthafa Ís-
lenska járnblendifélagsins hf.
liggja nú fyrir. Alls bárust 434
samþykki frá hluthöfum. Eftir
framangreind viðskipti mun
Elkem eiga 97,2% alls hlutafjár
félagsins, en átti fyrir 72,6%. Um
leið er ljóst að Íslenska járn-
blendifélagið hf. uppfyllir
ekki lengur skilyrði skráningar í
Kauphöllinni. Í framhaldi
mun félagið taka til skoðunar
hvort það leysi til sín hluti ann-
arra hluthafa eins og reglur
heimila. ■
ÆTTFRÆÐI Íslendingabók var opnuð
á Netinu um helgina, en þar er að
finna ættfræðiupplýsingar um 700
þúsund einstaklinga, sem er helm-
ingur þeirra Íslendinga sem búið
hafa á Íslandi frá landnámi.
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra opnaði vefsíðuna á laugar-
dag. Íslendingabók er samstarfs-
verkefni Íslenskrar erfðagreining-
ar og fyrirtækis Friðriks Skúlason-
ar. Upphaf hennar má rekja til 1988
þegar Friðrik hóf skráningu ætt-
fræðiupplýsinga í Espólín.
Í Íslendingabók er að finna upp-
lýsingar um meira en 95% Íslend-
inga sem uppi hafa verið frá því að
fyrsta manntalið var gert árið 1703
og ítarlegar upplýsingar allt aftur
til landnáms. Fjöldi skráðra ein-
staklinga sem fæddir eru á 20. öld
er nú um 366.000 manns og tenging-
ar eru við báða foreldra í 95% til-
vika. Aðgangur að ættfræðigrunn-
inum er ókeypis. Fólk skráir sig á
heimasíðunni www.islendinga-
bok.is og fær sent aðgangsorð í
pósti. ■
Menntamálaráðherra opnar Íslendingabók á Netinu:
Ættfræðiupplýsingar
um 700 þúsund manns
WWW.ISLENDINGABOK.IS
Í Íslendingabók er að finna upplýsingar um
meira en 95% allra Íslendinga sem uppi
hafa verið frá fyrsta manntalinu.
Umdeildur dómur:
Konur í pils-
um ber-
skjaldaðar
WASHINGTON, BANDARÍKJUNUM, AP
Hæstiréttur í Washington-ríki úr-
skurðaði á dögunum að ekki væri
ólöglegt að taka myndir upp undir
pils kvenfólks á almannafæri.
Þessi úrskurður hefur vakið
mikla reiði meðal almennings og
sett af stað flóðbylgju af laga-
frumvörpum sem ætlað er að lag-
færa þessa glufu í lögum ríkisins.
Í flestum ríkjum Bandaríkj-
anna eru aðeins í gildi lög sem
vernda fólk gegn sambærilegu
áreiti á einkaheimilum en á al-
menningsstöðum virðist ljós-
myndurum vera frjálst að hegða
sér að vild. Í Kaliforníu var gerð
lagabreyting árið 2000 eftir að
ungur maður var handtekinn í
skemmtigarðinum Disneyland
fyrir að halda falinni myndavél
undir pilsi ókunnrar konu. ■
Skólastjóri:
Óleyfilegur
samningur
DÓMMÁL Skólastjóri Menntaskól-
ans á Laugarvatni sem gerði
starfslokasamning við einn kenn-
ara skólans skorti til þess heimild.
Kennari átti við lasleika að
stríða og illa gekk að fá forfalla-
kennara. Skólastjórinn ákvað því
að ráða nýjan kennara í hans stað.
Veiki kennarinn fengi tveggja ára
laun, rúmar fimm milljónir króna.
Greiðslan var ekki innt af
hendi og stefndi kennarinn ríkinu.
Hæstiréttur dæmir nú að fyrir
greiðslunni hafi engin heimild
verið í fjárlögum. Ríkissjóður sé
óbundinn af samkomulagi skóla-
stjórans og kennarans. ■
Sjúkrahúsmistök:
Gleymdist í
röntgentæki
NOREGUR Kona á áttræðisaldri
varð fyrir afar óskemmtilegri
lífsreynslu þegar hún gleymdist í
röntgentæki á sjúkrahúsi í
Notodden í Telemark, að því er
fram kemur í Aftenposten. Rann-
sóknin sem konan gekkst undir
átti að taka um 20 mínútur en hún
fékk að dúsa í tækinu í tæpa tvo
klukkutíma þrátt fyrir að hafa ít-
rekað kallað á hjálp. Konan, sem
þjáist af gigt, á erfitt með að
liggja kyrr vegna verkja og því
voru þessir tveir tímar bæði lang-
ir og kvalafullir.
Sjúkrahúsyfirvöld segja að
vaktaskiptum hafi verið um að
kenna og lofa að betrumbæta
skipulagið. Martröð konunnar er
þó ekki lokið þar sem röntgen-
myndirnar mislukkuðust og taka
þarf nýjar. ■
Karókí á Húsavík:
Snúið upp
á gagnrýn-
anda
DÓMSMÁL Rúmlega hálfþrítugur
karlmaður hefur játað að hafa snú-
ið upp á og marið handlegg stúlku á
veitingastaðnum Sölku á Húsavík.
Í málsskjölum segir að stúlkan
hafi verið ósátt við að vinkona
mannsins væri að „gaula í svonefnt
Karaoke-tæki og haft uppi ítrekað-
ar athugasemdir þar um“. Mannin-
um hafi mislíkað meiðandi ummæli
stúlkunnar, að lokum misst þolin-
mæðina og snúið upp á handlegg
hennar.
Héraðsdómur Norðurlands-
eystra frestaði ákvörðun refsingar
yfir manninum í eitt ár. ■