Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 30

Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 30
30 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR Taminn líkt og gamall reiðhestur Jón Hjartarson, leikari og rithöfundur, er 61 árs í dag. Í tilefni dagsins ætlar hann að bjóða konu og krökkum á einhvern hæfilega góðan matsölustað. 61 ÁRS „Ég reikna nú með að eitt- hvað lítilsháttar verði gert í til- efni dagsins. Getur vel verið að ég bjóði konunum og krökkunum á einhvern hæfilega góðan mat- stað. Ekkert í dýrari kantinum þó. Þessir unglingar vilja ráða ferðinni. Þeir vilja helst pizzu eða eitthvað þvíumlíkt. Maður verður að sæta þessari tísku sem búið er að innleiða,“ segir Jón Hjartarson, leikari og rithöfund- ur – afmælisbarn dagsins. Jón leikur nú um stundir í Sölumaður deyr í Borgarleikhús- inu. Hann jánkar því að það beri vel í veiði fyrir sig sem leikara að afmælisdaginn skuli bera upp á mánudag því þeir dagar hafa verið frá fornu fari fríkvöld leik- ara. „Annars verður þetta allt á ró- legu nótunum. Bæði er að þetta er nú ekki merkisafmæli og þeg- ar maður er kominn á þennan virðulega aldur er maður orðinn svo taminn, líkt og gamall reið- hestur, og lætur vel að stjórn.“ Í tengslum við hvort um merkisafmæli sé að ræða eða ekki beinist talið að umræðunni um aldamótaárið, hvort það hafi verið 2000 eða 2001. „Já, sam- kvæmt því er þetta náttúrulega stærri áfangi en ég hugði og er þá að skríða á sjötugsaldurinn núna fyrst.“ Þrátt fyrir þessa niðurstöðu býst Jón ekki við neinum stór- kostlegum afmælisgjöfum. „Ég reikna nú frekar með að það verði einhverjir tilburðir hjá mínum nánustu að gleðja karlinn en vona að menn fari ekki að reisa sér hurðarás um öxl í þeim efnum.“ Aðspurður um eftirminnileg- ustu afmælisgjöfina kemst Jón í vanda. Þegar hann varð fimm- tugur hélt hann mikið hóf. „Ég fékk heilmikið af gjöfum þá. Og ég stend í þessum orðum töluð- um fyrir framan eina þeirra sem er karate-mynd eftir Tolla. Við vorum saman í Taekwondo útí Berlín, við vorum þar vetur sam- tímis. Hún minnir mig á þann tíma, sem var skemmtilegur. Þetta var á árunum 1983 til 1984. Ágæt gjöf hreint sem leiðir hug- ann að þeim spörkum sem við vorum að læra hjá kóreskum meistara, ansi góðum. Tolli hélt lengur tryggð við þau asnaspörk en ég. Svo fékk ég mikið koníak þá sem ég var lengi að torga með góðra manna hjálp. Annars er mér engin leið að gera þarna upp á milli.“ jakob@frettabladid.is TÍMAMÓTVIKUNESTI AFMÆLI HÁSKÓLANEMI „Við skulum athuga að engin ákvörðun er fyrirliggj- andi um að ég taki sæti á lista Frjálslynda flokksins. Við Guðjón A. Kristjánsson höfum rætt þetta lauslega og þeir eru að undirbúa sín mál. Ég er bara í startholun- um,“ segir Hjálmar Blöndal, sem er við nám í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og lætur vel af dvöl sinni þar. „Ég hef verið hér búsettur í eitt og hálft ár og hefur aldrei lið- ið betur. Allt til alls, náttúran, fólkið og frábær skóli. Og Fram- sóknarlyktin verður minni og minni með hverju árinu hér. Eftir að ég kom upp á Bifröst hafa ný áhugamál komið fram. Ég fer í langa göngutúra á gönguskíðum og hef öðlaðist nýja sýn á lífið.“ Hjálmar hefur alltaf verið áhugamaður um stjórnmál og fylgist vel með. Þeir sem til hans þekkja hefðu fremur talið hann fylgjandi Sjálfstæðisflokknum að málum en Frjálslynda flokknum. „Enginn veit sína ævina. Ég hafna því að vera talinn einhver tæki- færissinni. Það vita þeir sem þekkja mig að ég er fylginn mér og staðfastur í skoðunum. Sjávar- útvegsstefna Frjálslynda flokks- ins er mér að skapi.“ Foreldar Hjálmars eru Guðjón Baldursson, læknir í Reykjavík, og Kristín Blöndal, hjúkrunar- fræðingur í Garðabæ. Hann á þrjú yngri systkini. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, er fyrrum lærismeistari Hjálmars frá því að þeir störfuðu saman á DV, Hjálmar sem blaðamaður og Össur ritstjóri. „Já, ég var læri- sveinn Össurar og mér er sagt að þegar hann spurði að hugsanlega tæki ég sæti á lista Frjálslyndra hafi hann mikið reynt að ná í mig en ekki tekist. Hann er víst ekki mjög sáttur en hann hlýtur að skilja manna best að svona tæki- færi bjóðast ekki oft.“ ■ Hjálmar Blöndal, nemi í viðskiptalögfræði, er kandídat í annað sætið á lista Frjálslynda flokksins í nýju Norðvesturkjördæmi á eftir Guðjóni A. Kristjánssyni fyrir næstu alþing- iskosningar. Persónan Fylginn sér og staðfastur í skoðunum JÓN HJARTARSON LEIKARI Eftirminnileg afmælisgjöf er karatemynd eftir Tolla en þeir tveir lögðu stund á Taekwondo úti í Berlín á sínum tíma. JARÐARFARIR 13.30 Haraldur Steingrímsson, húsa- smíðameistari, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 María Njálsdóttir, dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju. 14.00 María Guðbjörg Jónsdóttir, áður til heimilis á Suðurgötu 14, Kefla- vík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju. 15.00 Hjálmar Júlíusson, Fellsmúla 12, verður jarðsunginn frá Grensás- kirkju. 15.00 Indriði Einarsson, bóndi, Mel- um, Kjalarnesi, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. ANDLÁT Olga Betty Antonsdóttir, Tjarnarbóli 6, lést 17. janúar. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram Kára- hnjúkavirkjun er áformuð á hálendinu austan Vatnajökuls. Leiðrétting HJÁLMAR BLÖNDAL „Össur er víst ekki sáttur en hann hlýtur að skilja manna best að svona tækifæri bjóðast ekki oft.“ NOVUS B 225 Gatar 25 blöð.. Með kvarða og læsingu Verð 635 kr Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Kjölmiðar með ártali Skilblöð af öllum gerðum og góðum verðum STABILO kúlupenni 10 í pakka á 299 kr/pk LÁRÉTT: 1 sáldra, 4 skemmir, 9 úfna, 10 ljómi, 12 naut, 13 henda, 15 rotnun, 17 tarfur, 19 fjármuni, 20 feitu, 22 hindra, 24 spýja, 25 klifur, 27 svif, 29 sauð, 32 spil, 34 karlmannsnafn, 35 umhyggjuna, 36 ríki, 37 nirfil. LÓÐRÉTT: 1 mann, 2 stillir, 3 hagur, 4 auðveldu, 5 óhreinka, 6 hár, 7 þættir, 8 fræga, 11 kútur, 14 drakk, 16 buldi, 18 efi, 20 lánið, 21 þvegið, 23 útbreidd, 26 sefaði, 28 vind, 30 angrar, 31 slæmt, 33 trekk. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 blæs, 4 raskar, 9 stjákla, 10 súta, 12 skyn, 13 trufli, 15 snös, 17 Lára, 19 afl, 20 hlein, 22 karla, 24 áll, 25 saur, 27 viss, 29 ranga, 32 kæsa, 34 ráin, 35 atorkan, 36 aurinn, 37 tifi. Lóðrétt: 1 best, 2 æstu, 3 stafli, 4 rásir, 5 akk, 6 slys, 7 kannar, 8 reisla, 11 úr- illi, 14 láns, 16 öflugi, 18 akur, 20 hávaða, 21 elskar, 23 Ararat, 26 akarn, 28 sæti, 30 náni, 31 andi, 33 son. KROSSGÁTA Borðið fleirib a n a n a . Besti skyndibit- inn. Í þægilegum umbúðum. Ekk- ert klístur. Steikið banana. Óvænturglaðningur sem meðlæti með flestum réttum. Fiskur verður suðrænn á diski með steiktum banana. Kjöt- réttir verða sæt- ari. Bræðið súkku-laði og hellið yfir banana. Eft- irréttur á heims- m æ l i k v a r ð a . Fallegur og vek- ur eftirtekt. Notið bananasem skraut. Bananakippa er eins og óður til fegurðar innar hvort sem er í ávaxtaskál eða uppi á vegg. Bananar erulíka eins og klukka. Þroskast hratt og á þeim má sjá að tíminn stendur ekki í stað. Banani er lífið í hnotskurn. Hafið banana ávalt innan seil- ingar. Simpson-fjölskyldan. Botnleðja. Björgvin Þorsteinsson. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Hvað er það versta sem hendirtvo hestamenn? Þegar þeir hnakkrífast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hinn fluggáfaði liðsmaðurVinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ármann Jakobs- son telur Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur hafa selt sig ódýrt með því að heimsækja bullukollana í 70 mínútum á tónlistarstöðinni Popp- tíví. Honum fannst hún þó nokkuð svöl þegar hún skellti einhverjum ógeðsdrykk, sem umsjónarmenn þáttarins brugguðu handa henni, í sig. Ármann segist nú vilja vita hvort „Skallinn“, væntanlega Stein- grímur J. Sigfússon, geti komið þessum drykk niður. Bresti Skall- ann kjark stingur Ármann svo upp á því á bloggsíðu sinni á Netinu að VG setji systur sína, Katrínu Jak- obsdóttur, til höfuðs Ingibjörgu en hún „hefur étið súrmat frá barns- aldri og finnst vondur matur al- mennt betri en góður.“ Vinstri grænir eiga greinilega mótleiki gegn flestum uppátækjum Sam- fylkingarinnar. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.