Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 20
20 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR
LIKE MIKE kl. 1.50JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 8
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
Kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 12 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9.30
kl. 8 og 10.05HAFIÐ
kl. 8 og 10.15GRILL POINT
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15
Sýnd kl. 6, 8 og 10
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 3.45 VIT498 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5
VIT
493
HARRY POTTER kl. 6 VIT468
GHOSTSHIP kl. 10 VIT487
THE HOT CHICK kl. 4, 8 og 10 VIT
ANALYZE THAT kl. 4, 6, 8 og 10 VIT
kl. 6GULLPLÁNETAN m/ísl. tali
kl. 6.10 HLEMMUR
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 b.i.14.ára
Sýnd í lúxus kl. 5.40, 8 og 10.15
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
FRÉTTIR AF FÓLKI
MYNDASÖGUR Þrátt fyrir að ofur-
hetjan Daredevil sé álíka þekkt á
meðal myndasöguunnenda í
Bandaríkjunum og Spider-Man og
Súpermann virðist hróður hans
ekki hafa borist jafn greiðlega
yfir hafið. Það verður stór breyt-
ing á því þegar fyrsta bíómyndin
um hetjuna verður frumsýnd 28.
febrúar hér á landi.
Daredevil kom almenningi
fyrst fyrir sjónir í apríl árið 1964.
Stan Lee hafði unnið sér traust
innan Marvel-útgáfunnar eftir
óvænta velgengni Spider-Man.
Lee býr yfir afar ríku ímyndunar-
afli og á örfáum árum skapaði
hann margar af þekktustu ofur-
hetjum myndasagnanna. Þar á
meðal voru einnig Hulk, The
Fantastic Four, X-Men og Iron
Man.
Á forsíðu fyrsta blaðsins af
Daredevil var lesendum lofað að
ofurhetjan væri frábrugðin öllum
öðrum. Hún er nefnilega blind.
Blaðið sagði frá því hvernig
Matt Murdock blindaðist ungur
að aldri eftir að hylki flaug af
vörubíll og efni þess skvettist yfir
augu piltsins. Efnið var svo auð-
vitað geislavirkt sem varð til þess
að þrátt fyrir sjónmissinn öðlaðist
pilturinn marga nýja hæfileika,
eins og ofur-heyrn, ofur-skynjun
og eins konar lífrænan radar (eins
og maurar hafa) sem gerir honum
kleift að vita staðsetningu dauðra
og lifandi hluta í umhverfi sínu.
Pabbi Matts var hnefaleika-
maður sem var narraður inn í
glæpavef af óprúttnum veðmang-
ara. Eftir að hafa borið sigur úr
býtum í bardaga sem glæpakóng-
urinn Kingpin hafði skipað honum
að tapa er hann drepinn. Það er þá
sem Matt ákveður að helga líf sitt
því að berjast fyrir réttlætinu.
Uppeldisárum sínum eyðir hann
því í að þjálfa líkamann og læra
lögfræði.
Á daginn berst Matt því við
glæpamenn í réttarsölum New
York-borgar ásamt félaga sínum
Foggy Nelson. Á nóttunni berst
hann svo við glæpamenn í
skuggahverfunum. Einu vopn
hans eru hugvitið, hnefinn og
kylfa er hann dulbýr sem blindra-
staf á daginn.
Með aðalhlutverk í kvikmynd-
inni fara Ben Affleck, Jennifer
Garner úr „Alias“-þáttunum,
Michael Clarke Duncan og Colin
Farrel.
biggi@frettabladid.is
Hver er þessi
Daredevil?
Í lok febrúar verður frumsýnd hér á landi kvikmynd um ofurhetjuna Daredevil.
Þeir sem muna eftir gömlu íslensku Hulk-blöðunum frá Siglufjarðarprentsmiðju
ættu að muna eftir honum sem „Ofurhuganum“. Aðrir virðast ekki hafa hug-
mynd um hver „gamli hornhaus“ er.
Nú er ljóst að ekki verða fram-leiddir fleiri þættir af „Vin-
um.“ Jeff Zucker, yfirmaður dæg-
urmála hjá NBC-sjónvarpsstöðinni,
tilkynnti þetta á föstudag. „Vinir
munu koma aftur á næsta ári og
það verður síðasta þáttaröðin. Það
hefur verið ákveðið,“ sagði Zucker
og bætti við að stjórnendur stöðv-
arinnar ætli ekki að finna arftaka
Vina fyrr en upptökum á þeim er
lokið. Zucker sagði einnig að „Vest-
urálman“ væri hornsteinn sjón-
varpsstöðvarinnar og að forsetinn
og félagar yrðu á dagskrá hennar
næstu tvö ár.
Zoe Ball hefur sagt skilið við eig-inmann sinn, Íslandsvininn
Norman Cook eða Fatboy Slim eins
og hann er stundum kallaður. Hjón-
in hafa ekki verið lengi saman. Tals-
maður Zoe segir að þau hafi þurft
að átta sig á lífinu og „á plássi að
halda til að anda.“ Zoe og feiti strák-
urinn mjói eiga einn tveggja ára
strák.
Hætt var við tónleika sem Bono,Coldplay og Elton John ætluðu
að koma fram á til heiðurs Nelson
Mandela þar sem
einn aðalstyrktar-
aðili tónleikanna
dró sig í hlé á síð-
ust stundu. Tón-
leikarnir áttu að
vera í fangelsinu á
Robben Island, þar
sem Mandela var
fangi um áratuga
skeið. Talið var að
tónleikarnir
myndu kosta um 2
milljónir dollara
en allir listamennirnir ætluðu að
gefa vinnu sína. Ágóðinn átti að
renna til baráttunnar gegn alnæmi.
Nú hefur fyrsta myndbandsbrot-ið af Blur án gítarleikarans
Graham Coxon birst á Netinu.
Sveitin hefur loks
lokið við nýja plötu
sem kemur út inn-
an skamms. Platan
var þó afdrífarík
með eindæmum
því Coxon hætti í
sveitinni þegar
hann komst að því
að aðrir meðlimir
hennar höfðu unnið að henni á laun.
Í myndbandinu, sem hægt er að
finna á heimasíðu sveitarinnar, sést
að söngvarinn Damon Albarn hefur
tekið við gítarnum. Margir bíða
spenntir eftir næstu plötu Blur,
sem er væntanleg í apríl, en síðasta
plata sveitarinnar, „13“, kom út
árið 1999.
TYLER
Steven Tyler, söngvari í Aerosmith, ætlar að
djamma með Kiss í sumar.
Kiss og Aerosmith:
Saman á
tónleikum
TÓNLIST Rokkararnir í Kiss hafa
ákveðið að halda stóra tónleika á
bandarískum íþróttaleikvöngum í
sumar ásamt hljómsveitinni Aer-
osmith. Ekki er vitað hvor hljóm-
sveitin muni spila á undan, en und-
irbúningur tónleikanna hefur stað-
ið yfir í nokkurn tíma.
Stákarnir í Kiss eru um þessar
mundir að undirbúa sig fyrir tón-
leika með sinfóníuhljómsveit Mel-
bourne í Ástralíu 28. febrúar.
Talið er að Aerosmith og Kiss
muni á tónleikunum í sumar spila
efni af nýrri plötu sem hljómsveit-
irnar eru að vinna að saman, sem
verður í blúsbúningi. ■
DAREDEVIL
Var upphaflega nokkurs konar mótsvar Marvel-útgáfunnar við Batman, sem DC-útgáfan
gefur út. Báðar eru ofurhetjunnar munaðarlausar og mannlegri en margar aðrar hetjur.
Þær eru báðar gæddar litlum ofurkröftum. Báðar berjast þær við glæpamenn á götum
skuggahverfa stórborganna með kænsku og ofbeldi. Munurinn er hins vegar sá að
Daredevil er blindur.
UNE HIRONDELLE A FAIT... kl. 6
SEX IS COMEDY kl. 8
TANGUY kl. 10
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
FYRSTA TÖLUBLAÐIÐ
Daredevil birtist fyrst í apríl árið 1964.
Síðan þá hefur persónan átt miklum vin-
sældum að fagna á meðal myndasöguá-
hugamanna. Framleiðendur kvikmynd-
anna hafa líklegast talið ævintýri
Daredevil heldur of dökk fyrir kvikmynda-
heiminn þar sem þeir hafa óttast að að-
eins börn hafi gaman að ofurhetjumynd-
um. Það á ekki við lengur.