Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 20. janúar 2003
Þvottavél1000 snúninga , tekur 5 kg. Sjálfstæð
hitastýring, 30 sm hurðarop, innbyggð vigt sem
stýrir vatnsmagni. 13 Þvottakerfi m.a. ullarvagga
og flýtiþvottur. Hurð opnast í 180°, getur tekið
inn heitt og kalt vatn.
Barkalaus þurrkari með rakaskynjara sem
tekur 6 kg og veltir í báðar áttir. 2 hitastillingar
og krumpuvörn Bæði tækin saman aðeins kr.
Þvottavél+þurrkari
CHW100FW+CHT630CW
95.900.-
Verð áður kr. 128.800.-
Þú sparar kr. 32.900.-
2 tæki sama
n
1 lágt verð
HLUTABRÉFAMARKAÐUR Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
segist opin fyrir hugmyndum um
að lækka mörk yfirtökuskyldu
fyrirtækja á markaði. Ef skil-
greindur hópur eða einstakur eig-
andi eignast yfir 50% í fyrirtæki
verður til yfirtökuskylda. Það
þýðir að viðkomandi verður að
bjóðast til að kaupa aðra eigendur
út úr fyrirtækinu. Bæði Kauphöll
Íslands og greiningardeild Búnað-
arbanka hafa vakið máls á því
hvort ekki sé rétt að færa mörkin
niður í 40%. „Ég er tilbúin til þess
að skoða það. Ég hef fundið fyrir
áhuga á markaðnum um að endur-
skoða þessi mörk,“ segir Valgerð-
ur.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir lækkun
þessara marka koma til með að
styrkja verðmyndun á hlutabréfa-
markaði og verja betur hag minni
fjárfesta.
Lækkun markanna þýðir að
eignarhlutur einstakra fjárfesta
og hópa í nokkrum fyrirtækjum
verður yfir mörkunum. Mun það
meðal annars gilda um ríkisbank-
ana. Þórður segir að við breytingu
á mörkunum verði væntanlega
tekið tillit til slíks. Myndu slíkir
fjárfestar hins vegar auka hlut
sinn myndaðist sjálfkrafa yfir-
tökuskylda. ■
Lækkun yfirtökuskyldu:
Gott fyrir
smærri fjárfesta
SKILVIRKARI VERÐMYNDUN
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra er tilbúin til að skoða lækkun yfirtökuskyldu á
hlutabréfamarkaði. Lækkunin er talin stuðla að skilvirkari verðmyndun hlutabréfa.
Norður-Írland:
Neita að
afvopnast
BELFAST, AP Tveir ólöglegir hópar
mótmælenda á Norður-Írlandi hafa
hætt viðræðum um afvopnun. Þeir
neita að ræða frekar við John de
Chastelain, sem hefur haft yfirum-
sjón með afvopnun Norður-írskra
vígahópa en kenna Sinn Fein,
stjórnmálaarmi írska lýðveldis-
hersins, og forsætisráðherranum
um hvernig málum er komið.
Hóparnir, sem nefnast Sjálf-
boðaliðahópur Ulster og Rauða
höndin, hafa hingað til að mestu
fylgt samkomulaginu frá 1994 en
ákvörðun þeirra nú er enn eitt
áfallið sem setur blett á afvopn-
unarferlið. ■
Tveir unglingar
á Akureyri:
17 innbrot
og þjófnaðir
LÖGREGLUMÁL Tveir drengir, 14 og
16 ára, hafa viðurkennt að hafa
framið 17 innbrot og þjófnaði á
Akureyri. Í kjölfar mikilla inn-
brota að undanförnu á heimili,
bíla, bílageymslur og fleira ákvað
lögreglan á Akureyri að vera með
sérstakt eftirlit á nóttunni. Það
leiddi til handtöku tveggja ung-
linga aðfaranótt þriðjudagsins.
Höfðu þeir í fórum sínum tvenna
bíllykla og bílskúrshurðaopnara
sem stolið var í einni bifreiða-
geymslunni.
Strákarnir viðurkenndu að
hafa brotist inn á sex heimili,
fimm vinnuskúra og fjórar bíla-
geymslur. Þaðan stálu þeir tveim-
ur bílum. Öðrum skiluðu þeir á
sama stað en hinn festu þeir á
golfvellinum á Akureyri. Þá við-
urkenndu þeir að hafa brotið rúð-
ur í Lundaskóla. Lögregla telur
verðmæti þýfisins, sem strákarn-
ir hafa að mestu vísað á, nema
hundruðum þúsunda.
Rannsókn málsins er ekki lok-
ið. Grunar lögreglu að fleiri ung-
lingar tengist málinu. ■
Misheppnuð handtaka:
Löggan
og frændi
soldánsins
JAKARTA , INDÓNESÍU, AP Indónesískir
lögreglumenn töldu sig hafa unnið
mikið afrek þegar þeir komu hönd-
um yfir mann og tóku til yfir-
heyrslu vegna hryðjuverkastarf-
semi.
Lögreglumennirnir töldu sig
hafa handtekið Hambali, háttsett-
an foringja í hryðjuverkahreyfing-
unni Jemaah Islamiyah, sem teng-
ist al Kaída. Maðurinn sem þeir
handtóku reyndist þó ekki vera
Hambali heldur frændi virts sold-
áns í einu héraða Indónesíu, alls
ótengdur hryðjuverkaforingjan-
um. Lögreglumennirnir ætluðu þó
ekki að gefa sig og höfðu yfir-
heyrslur staðið í sjö klukkustundir
þegar manninum var loksins
sleppt. ■
Slys á Indlandi:
Kláfar féllu
til jarðar
AHMADABAD, INDLANDI, AP Fjórir lét-
ust og þrír slösuðust þegar streng-
ur sem hélt uppi tólf kláfum slitn-
aði með þeim afleiðingum að þrír
kláfar féllu til jarðar.
Sex kláfar héngu á vírnum og ósk-
uðu yfirvöld eftir aðstoð indverska
flughersins til þess að bjarga þeim
35 sem þar sátu fastir og gátu sér
enga björg veitt. ■