Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 23
MÁNUDAGUR 20. janúar 2003
KVIKMYNDIR Leikararnir Mike
Myers, Eddie Murphy og Camer-
on Diaz munu ljá persónunum úr
teiknimyndinni Shrek raddir sín-
ar að nýju vegna Shrek-þrívíddar-
myndar sem sýnd verður í
skemmtigörðum Universal-kvik-
myndaversins í Kaliforníu, Flór-
ída og Japan á næstunni.
Myndin er 15 mínútna löng og
verður sýnd í kvikmyndasal sem
lítur út eins og kastali. Auk þess
munu sætin í salnum hreyfast.
Þeir sem koma til að sjá mynd-
ina þurfa að setja upp sérstök
OgreVision-þrívíddargleraugu til
að njóta dýrðarinnar á sem bestan
hátt. ■
SHREK
Teiknimyndin Shrek hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út.
Skemmtigarður Universal:
Shrek í þrívídd
Eldheit
tilboð
TÓNLIST Dómnefnd hefur valið 15
lög sem keppa um að verða framlag
Íslands í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva.
Rúmlega 200 lög voru send inn í
keppnina, frá þekktum sem óþekkt-
um lagahöfundum, en aðeins
fimmtán komust í úrslitakeppnina.
Flytjendur laganna koma úr öll-
um áttum, svo sem rokksveitin
Botnleðja, Hreimur Örn Heimis-
son, Rúnar Júlíusson, Birgitta
Haukdal og Ragnheiður Gröndal.
Lögin verða frumflutt í kynning-
arþáttum í Sjónvarpinu, að loknu
Kastljósi, dagana 3.-7. febrúar.
Úrslitakeppnin verður haldin í
Háskólabíói 15. febrúar. Bein út-
sending verður í Sjónvarpinu.
Áhorfendur munu velja framlag Ís-
lands með símakosningu. Almenn-
ingur getur keypt sér miða í Há-
skólabíó.
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva fer fram í Riga í Lett-
landi þann 24. maí. Fulltrúi Íslands
verður fyrstur á svið ytra. ■
Söngvakeppni Sjónvarpsins 2003:
Opin
almenningi
LÖG OG FLYTJENDUR Í UNDANKEPPNI
Lag Flytjandi
Allt Höskuldur Örn Lárusson
Tangó Ragnheiður Eiríksdóttir
Ég á mér lítinn draum Hreimur Örn Heimisson
Sá þig Þórey Heiðdal
Ást á skítugum skóm Rúnar Júlíusson
Segðu mér allt Birgitta Haukdal
Eurovísa Botnleðja
Þú og ég Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Engu þurfum að tapa Regína Ósk Óskarsdóttir og Hjalti Jónsson
Með þér Hjördís Elín Lárusdóttir og Guðrún Árný Karlsdóttir
Í nótt Eivör Pálsdóttir
Sögur Ingunn Gylfadóttir
Þú Hreimur Örn Heimisson
Ferrari Ragnheiður Gröndal
Hvar sem ég enda Þóra Gísladóttir
BOTNLEÐJA
Hafnfirska rokksveitin Botnleðja tekur
þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva í ár. Nöfnum lagahöfunda verður
sem fyrr haldið leyndum þar til á kynning-
arkvöldunum.
ANDLÁT Richard Crenna, sem með-
al annars lék grænhúfulærimeist-
ara Rambo, lést á föstudaginn var,
76 ára að aldri. Banamein hans
var krabbamein.
Crenna lék í myndum á borð
við Wait Until Dark, The
Flamingo Kid og í sjónvarpsþátt-
unum The Real McCoys.
„Hann var einn klárasti, þægi-
legasti, skemmtilegasti og hæfi-
leikaríkasti leikari sem ég hef
unnið með,“ sagði Sylvester
Stallone um mótleikara sinn.
Crenna fæddist í Los Angeles
og hóf leikferilinn aðeins tíu ára
gamall. Hann átti konu og þrjú
uppkomin börn. ■
Richard Crenna:
Lærimeist-
ari Rambo
allur
MEÐ RAMBO
Richard Crenna lék með Sylvester Stallone í Rambo-myndunum.