Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 28

Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 28
TÍSKA Á meðan frumlegheitin leka af kjólunum á tískuvikunni í Hong Kong leita hönnuðir aftur í tímann í karltískunni sem nú er sýnd í Mílanó. Flestir leita nú áhrifa til hins glysgjarna níunda áratugar en Gucci vakti á sér at- hygli með því að fara áratug aft- ar. Listamógúlar gáfu sýningu hans því strax viðurnefnið „That 70’s Show“. Mikið hefur verið um stutta jakka og liti á sýningarpöllunum í Mílanó. Poppkúlturinn frá ní- unda áratugnum er greinilega of- arlega í huga núna. Kannski ekki undarlegt í ljósi þess að þeir ungu hönnuðir sem brjótast fram núna eyddu barnæsku sinni á áratuginum. Silki var einnig áberandi og einföld snið virðast vera komin í karlatískuna á ný. Svo virðist sem fatahönnuðir séu að aðhyllast kvenlegt útlit á karlmönnum og mátti sjá margar fyrirsætur með hárið greitt aftur og gloss á vörunum. Loðkragar í öllum litum sáust víða, sem hlýtur að teljast hent- ugt í ljósi þess að verið var að kynna haust- og vetrarlínu ársins 2003. ■ 28 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Hæ, Ella! Ég vildi bara láta þig vita að ég er að koma heim! Er Lilli farinn að sofa? HA? Giftir þú þig aftur fyrir ÁTTA árum síðan? ... Lilli farinn að vinna á frystitogara?? Ja, hérna... tíminn flýgur! En þú sagðir góða nótt við þau áður en þú fórst út! Það sak- ar ekki að gera það einu sinni enn! HARÐJAXL Leikarinn Steven Seagal heimsótti gamla bæinn í Varsjá á meðan á tökum myndarinnar „Foreigner“ stóð í Póllandi. Seagal stendur nú í málaferlum við mafíu- samtök í Berlín. Karlatíska í Mílanó: Litríkir stelpustrákar ROMEO GIGLI Sýning ítalska fatahönnuðarins Romeo Gigli vakti mikla lukku. Hann þótti afar litaglaður í ár. Hér sést hann þakka fyrir sig ásamt hópi sýningarpilta að lokinni sýningu. APPELSÍNUGULUR Tískan þarf ekki alltaf að vera flókin. Hér er langerma appelsínugulur bolur með ein- földum hvítum axlaböndum. Þessi flík var sýnd á samsýningu New York-hönnuða á tískuvikunni sem nú stendur yfir í Milanó. HEITT OG GOTT Það væri nú ekki verra að vera vopnaður þessum loðkraga í vetrinum sem er nú loksins skollinn á okkur. Jakkinn er hönn- un Gianfranco Ferre. BLEIKT FLAUEL Það hafa líklega ekki allir karlmenn kjark í að ganga í þessum bleika flauels- jakka. Hann er hugarsmíð tískuhúss Ralph Lauren. SILKIBAÐSLOPPUR Það er líklega ekki ónotalegt að ganga um heima hjá sér í þessari flík. Þetta er fjólu- blár silkibaðsloppur sem er hannaður af Rocco Barocco. JÓI MILLJARÐARMÆRINGUR Heitir í raun Evan Marriott og er verka- maður sem hefur um 19 þúsund dollara í laun á ári. Mótmæli við nýjum sjónvarpsþætti: Svik og prettir við konur SJÓNVARP Raunveruleikaþátturinn Jói milljarðarmæringur eða Joe Millionaire sem sýndur er í bandarísku sjónvarpi hefur verið harðlega gagnrýndur af einum stærstu kvenréttindasamtökum landsins. Samtökin mótmæla þættinum á þeim forsendum að þar sé ekki um raunverulega ást að ræða heldur svik og pretti. Í sjónvarpsþættinum fær Jói, sem heitir réttu nafni Evan Marriott, 50 milljónir dollara og býr á lúxusheimili ásamt nokkrum konum. Þar á hann að finna sér hina einu réttu. Konurnar sem taka þátt vita ekki hvaða mann Jói hefur í raun að geyma. „Skilaboðin sem fólk fær er að það sé í lagi að ljúga og svíkja konur,“ sagði einn meðlimur kvenréttindasamtakanna. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.