Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 10
10 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR
SUÐUR-AMERÍKA
FJÖLDI STARFANDI FÓLKS
FRÁ 1997 TIL 2001
1997 142.000
1998 147.900
1999 153.300
2000 156.400
2001 159.000
HEIMILD: HAGSTOFAN.
AFKOMUSPÁ Hagnaður 25 skráðra
fyrirtækja í Kauphöll Íslands
mun dragast saman um 45% árið
2003 miðað við fyrra ár, gangi af-
komuspá greiningardeildar Bún-
aðarbankans eftir. Ástæðan er
fyrst og fremst sú að vegna
hækkandi krónu féll til mikill
gengishagnaður í uppgjörum fyr-
irtækja fyrir árið 2002. Þar fyrir
utan bókfærðu nokkur félög mik-
inn söluhagnað eigna. Ekki er
gert ráð fyrir slíkum söluhagnaði
í afkomu þessa árs.
Sterk króna mun hafa nei-
kvæð áhrif á afkomu útflutnings-
fyrirtækja. Ekki síst sjávarút-
vegsfyrirtækja. Búnaðarbankinn
gerir ekki ráð fyrir auknum tekj-
um hjá sjávarútvegsfyrirtækj-
um. Hins vegar er gert ráð fyrir
að tekjur fyrirtækjanna í heild
sinni vaxi um 5%. Hagnaður fyr-
irtækjanna fyrir afskriftir,
skatta og fjármagnsliði mun sam-
kvæmt spánni vaxa um 10%.
Mat Búnaðarbankans er að
hlutabréf séu hóflega verðlögð
og nokkurt svigrúm sé til hækk-
unar. ■
FRAMKVÆMDIR Mesta íbúðaupp-
bygging í Reykjavík í 15 ár er fyr-
irhuguð á þessu ári, en gert er ráð
fyrir að byggja um 850 nýjar íbúð-
ir í borginni.
Samkvæmt yfirliti bygginga-
fulltrúa Reykjavíkur hefur að
meðaltali verið lokið við 638 íbúð-
ir á ári síðan árið 1972. Mest var
byggt árið 1986 eða 1.026 íbúðir,
en minnst árið 1995 þegar byggð-
ar voru 450 íbúðir.
Samkvæmt nýstaðfestu aðal-
skipulagi Reykjavíkur á að
byggja 16.800 nýjar íbúðir í borg-
inni fram til ársins 2024. Byggja á
um 12.000 íbúðir á svæðum austan
við Elliðaá og um 4.700 vestan-
megin. Að meðaltali á að byggja
um 600 til 800 íbúðir á ári á skipu-
lagstímabilinu en heldur meira á
fyrri hluta þess en seinni.
Helga Bragadóttir skipulags-
fulltrúi segir að í ár verði mestu
framkvæmdirnar í Grafarholti og
Norðlingaholti, en einnig verði
byggð þétt á öðrum stöðum í borg-
inni. Hún segir að ráðgert sé að
reisa um 300 íbúðir í Grafarholti á
árinu og að aðallega verði byggt
austanmegin í hverfinu. Þá segir
hún ráðgert að reisa um 150 íbúð-
ir á gömlu Landssímalóðinni í
Rimahverfi á ári, en þar sé gert
ráð fyrir rúmlega 300 íbúðum í
heildina.
Deiliskipulag fyrir Norðlinga-
holt er enn ósamþykkt. Bygging-
arsvæðið afmarkast af Breið-
holtsbraut, Suðurlandsvegi,
Bugðu og Elliðavatni. Stefnt er
að því að byggja rúmlega 200
íbúðir á svæðinu á þessu ári en
alls er gert ráð fyrir rúmlega 900
íbúðum þar. Uppbyggingu í Norð-
lingaholti á að ljúka árið 2008.
Helga segir að vinna við nýtt
deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga
íbúðasvæðis í suðurhlíðum Úlf-
arsfells sé langt komin. Uppbygg-
ing í Halla- og Hamrahlíðarlönd-
um ætti því að geta hafist á þessu
ári. Fyrirhugaður byggingartími
hverfisins er sex ár og að honum
loknum verður þar risið 2.000
íbúða hverfi. Uppbygging í Úlf-
arsársdal hefst ekki fyrr en eftir
2012 en þar er einnig gert ráð fyr-
ir 2.000 íbúðum.
Stefnt er að því að hefja upp-
byggingu í Skuggahverfinu við
Skúlagötu á árinu. Þar á að reisa
um 250 íbúðir og verða um 100
þeirra reistar á þessu ári. Á
Alaskareitnum í Skógarseli er
ráðgert að reisa um 50 íbúðir og
einnig er fyrirhuguð uppbygging
á Kjalarnesi.
trausti@frettabladid.is
Hagnaður fyrirtækja:
Dregst mikið saman í ár
GENGIS- OG SÖLUHAGNAÐUR
Spá Búnaðarbankans um hagnað 25
fyrirtækja í Kauphöll Íslands gerir ráð
fyrir samdrætti vegna minni gengis-
og söluhagnaðar.
VIRKJUN Bæjaryfirvöld Ísafjarðar-
bæjar fjalla nú um beiðni Orku-
bús Vestfjarða um að virkja fallið
í Tunguá, frá vegskálanum inn í
Vestfjarðargöngin, um það bil 1
kílómetra niður í dalbotninn að
stöðvarhúsi sem yrði staðsett í um
20 til 30 metra hæð yfir sjávar-
máli.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
fjallaði um beiðnina á fundi í vik-
unni og fól bæjarstjóra að kalla
orkubússtjóra til fundar við bæj-
arráð. Áður hefur umhverfis-
nefnd bæjarins fjallað um erindið
og sér nefndin enga meinbugi á
framkvæmdinni.
Uppsett afl virkjunarinnar
yrði 672 kílóvött en til samanburð-
ar verður uppsett afl Kárahnjúka-
virkjunar 630 megavött eða tæp-
lega þúsund sinnum meira.
Tunguárvirkjun kemur til með
að nýta nánast allt umframvatn úr
Vestfjarðagöngunum. Rennsli
Tunguár hefur verið mælt af
Orkustofnun og Vegagerðinni en
rennslismælingar úr göngunum
eru hins vegar ekki nákvæmar. Þó
er talið nokkuð víst að áin geti
orðið þurr á köflum, hverfi ekki
en geti þornað alveg á þurrkatím-
um.
Orkubú Vestfjarða telur að fyr-
ir liggi nægjanlegar upplýsingar
svo stíga megi næsta skref í virkj-
unarferlinu.
Fyrir liggur að Vatnsveita Ísa-
fjarðarbæjar hefur forgang á nýt-
ingu vatnsins úr göngunum og ef
aukning yrði á þeirra vegum
kæmi það til með að minnka
rennsli að virkjuninni. Mest mun
fara fyrir 80 til 100 fermetra
stöðvarhúsi og vegi að húsinu.
Ekki er skylt að fara með fram-
kvæmdina í umhverfismat en hún
er tilkynningarskyld. ■
Orkubú Vestfjarða vill virkja í Tungudal:
Sýnishorn miðað
við Kárahnjúka
TUNGUDALUR
Séð upp að
munna Vest-
fjarðaganga. Að-
rennslispípa yrði
lögð í vegkant-
inn, niður fyrir
sumarhúsabyggð-
ina þar sem
stöðvarhús yrði
reist.
RANNSAKA BARNADAUÐA Heil-
brigðisyfirvöld hafa ákveðið að
lík 27 barna verði grafin upp og
krufin. Verið er að rannsaka háa
dánartíðni á sjúkrahúsi í suður-
hluta landsins og vonast yfirvöld
til að finna vísbendingar um
ástæðu þess með krufningu.
Lífstíðardómur:
Eldaði
og át líkið
ÚKRAÍNA, AP Karlmaður á fimm-
tugsaldri var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi í Donetsk í austurhluta
Úkraínu fyrir að myrða níu ára
gamla stúlku, sundurlima hana og
leggja sér líkið til munns. Maður-
inn matreiddi hluta af líkama
stúlkunnar og át áður en hann
henti líkinu í ruslafötu. Atburður-
inn átti sér stað í apríl á síðasta
ári og hefur maðurinn verið í
haldi lögreglunnar frá því
nokkrum dögum eftir morðið.
Enn hefur ekki tekist að bera
kennsl á stúlkuna. ■
Eitrað sódavatn:
Ungir
eitur-
byrlarar
DENVER, BANDARÍKJUNUM, AP Hópur
nemenda í fimmta bekk í banda-
rískum grunnskóla reyndi að eitra
fyrir bekkjarsystur sinni með því
að setja pillur, lím, blý og krít í
vatnsflöskuna hennar. Stúlkan til-
kynnti kennara sínum að hún
hefði ítrekað fundið efnin í sóda-
vatnsflöskunni sinni og í kjölfarið
var sjö tíu ára börnum víkið tíma-
bundið úr skólanum.
Ekki hefur verið gefið upp
hvað börnunum gekk til. Rann-
sókn á enn eftir að leiða í ljós um
hvers konar pillur var að ræða en
lögreglan segist ætla að senda
málið áfram til saksóknara jafn-
vel þó þær reynist skaðlausar. ■
Mesta uppbygging
í borginni í 15 ár
Hafin verður uppbygging á tveimur nýjum íbúðahverfum í Reykjavík á þessu ári. Í Norðlinga-
holti er gert ráð fyrir 900 íbúðum og 2.000 í Halla- og Hamrahlíðarlöndum. Þá hefst uppbygging
á gömlu Landssímalóðinni og í Skuggahverfi.
REYKJAVÍK
Samkvæmt nýstaðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur á að byggja 16.800 nýjar íbúðir í borginni fram til ársins 2024. Byggja á um 12.000
íbúðir á svæðum austan við Elliðaá og um 4.700 vestanmegin. Að meðaltali á að byggja um 600 til 800 íbúðir á ári.
SVONA ERUM VIÐ
Fyrirhuguð uppbygging í Reykjavík