Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar SETRI‹ útsala! Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550-4150 Forhertur ráðherra N O N N I O G M A N N I I Y D D A / S ÍA .I S 150.000 fia› er mikill kostur a› tilheyra flessum stóra hópi Vilt flú ekki slást í hópinn? Meirihluti allra sem fleir hringja í eru í sama farsímakerfi. fia› er ód‡rara a› hringja innan sama kerfis. Hagkvæmara er a› vera flar sem flestir eru. A› mati 150.000 vi›skiptavina Símans GSM er ávinningurinn augljós: n o t e n d u r Það er raunalegt að heilbrigðisráð-herrann okkar skuli vera svo illa innréttaður að koma í veg fyrir að læknar fái að þjóna köllun sinni og lina þjáningar sjúkra og leysa hvers manns vanda á einkastofum úti í bæ þegar þeir hafa lokið krefjandi vinnuskyldu sinni á sjúkrahúsunum og fengið sér ódýran bita í mötu- neytinu. Læknarnir hafa af köllun sinni steypt sér í skuldir við að byggja fokdýr einkasjúkrahús til að geta þar unnið þau kærleiksverk sem þeir treysta sér ekki til að vinna í vinnutímanum á skitnum rík- istaxta sem nær varla ráðherralaun- um þótt maður sé á bakvakt allan sólarhringinn og þori ekki einu sinni að slökkva á gemsanum á sinfóníu- tónleikum eða í laxveiðinni. ÞAÐ ER HEILBRIGÐISRÁÐ- HERRA og enginn annar sem ber ábyrgð á því að útiloka venjulega borgara frá þeim sjálfsögðu mann- réttindum að mega leggjast inn á kostnað ríkisins á einkasjúkrahús sem fátækir hugsjónalæknar reka í aukavinnu úti í bæ og láta spegla í sér magann eða fjarlægja vanhugs- að húðflúr af naflanum á sér eða setja í sig kúlulegur. ÞAÐ ER HEILBRIGÐISRÁÐ- HERRA og enginn annar sem hindrar læknana í því að vinna líkn- arstörfin því að þegar þeir eru af fórnfýsi sinni búnir að koma sér upp ómissandi einkasjúkrahúsum, eins og annað fólk rekur kálgarð eða hænsnakofa til búdrýginda, og eru reiðubúnir að svæfa sjúklinga og skera þá upp samkvæmt óskum þá kemur heilbrigðisráðherrann og vill fara að tala um peninga rétt eins og líf og heilsa almennings komi honum ekki við. ÞAÐ ER UNDARLEGT að maður sem hefur ekki hundsvit á læknis- fræði skuli neita okkar færustu læknum um að fá að vinna sín kyrr- látu líknarstörf utan við skarkalann á sjúkrahúsunum. Það er undarlegt að læknum sem fólk treystir fyrir lífi sínu skuli ekki vera treyst til að skammta sér sjálfir hæfilega og af- kastahvetjandi þóknun úr ríkissjóði eftir hendinni, ekki síst með tilliti til þess að með rómaðri nægjusemi sinni, auðmýkt hjartans og hógvær- um launakröfum hefur læknastéttin áunnið sér traust og virðingu allra landsmanna. Undarlega forhertur maður þessi heilbrigðisráðherra. ■ Amigos Sími: 511-1333 Lækjargata 6a

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.