Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 12
12 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR Hákarlar: Í útrýming- arhættu vegna ofveiði WASHINGTON, AP Margar hákarla- tegundir eru í útrýmingarhættu vegna ofveiði ef marka má niður- stöður rannsóknar sem birt var í tímaritinu „Science“ á dögunum. Þar kemur fram að veiðimenn sem nýta túnfisk og sverðfisk úr Atlantshafi drepa gríðarlegan fjölda hákarla ár hvert og hefur að sama skapi fækkað í nær öllum stofnum hákarla í heiminum. Fækkunin er vel yfir 50% á síð- ustu átta til fimmtán árum, segja vísindamenn. Hákarlastofnar eru lengi að ná sér á strik þar sem dýrin fjölga sér einkar hægt miðað við aðrar fiskitegundir. Vísindamenn leggja því til að sett verði bann við veið- um á ákveðnum svæðum og á ákveðnum tímum þar sem hákarl- ar eru mikið á ferðinni. ■ 2 fyrir 1 áður nú Tunika 3900 900+ 1 frí Dömujakki 6300 1900+ 1 frí Peysa 4400 900+ 1frí Röndóttur bolur 3500 900+1 frí Herrapeysa 6100 1900+1 frí T-bolir 2800 500+ 1 frí ... og margt margt fleira Opið frá 10.00-18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, www.friendtex.is 108 Reykjavík Svæði þar sem mann- réttindi gilda ekki Ár er nú liðið frá því Bandaríkjamenn fluttu hermenn Talibanastjórn- arinnar til herstöðvar sinnar á Kúbu. Sú aðferð hefur löngum verið gagnrýnd. Yfirheyrsluaðferðir eru þó sagðar harkalegri í öðrum her- stöðvum Bandaríkjamanna og jaðra við pyntingar. YFIRHEYRSLUR Ári eftir að á sjöunda hundrað liðsmenn Talibana voru fluttir til herstöðvar Bandaríkj- anna í Guantana- mo á Kúbu eru þeir flestir enn í haldi og sæta yfir- heyrslum. Með- höndlun Banda- ríkjamanna á föngunum hefur valdið mikilli gagnrýni þar sem þeir njóta hvorki verndar almennra laga né er farið með þá sem stríðsfanga. „Það sem Bandaríkin hafa gert er í raun og veru að stofna svæði þar sem mannréttindi gilda ekki,“ segir Curt Göring, einn talsmanna Amnesty International í Banda- ríkjunum, í samtali við AP. „Þetta er verulega ergjandi ástand í ljósi þess að bandarísk stjórnvöld hafa löngum stært sig af mannréttind- um en hafa fleygt þeim fyrir borð í þessu tilfelli.“ Föngunum er neitað um lög- fræðiaðstoð og hefur verið haldið án undangengins dóms. Engar áætlanir eru uppi um að efna til réttarhalda yfir þeim. Fjórir hið minnsta hafa verið fluttir aftur til Afganistan eftir að yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að það stafaði ekki hætta af þeim. Tíu hafa reynt að hengja sig. Bandarískir lögfræðingar hafa kannað alþjóðalög til að kanna hvort beita megi þeim til að hlut- ast til um mál mannanna. Það hef- ur ekki enn borið árangur. Markmiðið með því að halda mönnunum er að afla upplýsinga sem þeir kunna að búa yfir og koma að gagni í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Við erum að ná árangri á hverjum degi,“ segir Geoffrey D. Miller, hershöfðingi í Bandaríkjaher. Hann segir mikil- vægra upplýsinga hafa verið afl- að með yfirheyrslunum. „Ef her- menn okkar væru í sömu aðstöðu myndi ég vona að þeir nytu jafn mannúðlegrar meðferðar,“ segir hann. Sendinefndir erlendra ríkja, lögmenn hersins og hjálparstofn- anir fá einstaka sinnum aðgang að Guantanamo. Herstöðin er að því leyti opnari en stöðvar Banda- ríkjamanna í Afganistan og á Diego Garcia í Indlandshafi. Þar er engum hleypt að föngunum og takmarkaðar upplýsingar gefnar, að því er kom fram í Washington Post fyrir nokkru. Blaðið staðhæf- ir einnig að yfirheyrsluaðferðir þar jaðri við það að teljast pynt- ingar, fari þær ekki alveg yfir mörkin. Þá eru fangar fluttir til yfirheyrslu hjá leyniþjónustum ríkja sem hafa verið harkalega gagnrýnd fyrir pyntingar í gegn- um tíðina, þar með talið af banda- rískum stjórnvöldum. brynjolfur@frettabladid.is Réttað vegna togkláfsharmleiks: Dómarinn hirti úrið SALZBURG, AUSTURRÍKI, AP Banda- rískur lögmaður, sem vinnur fyrir aðstandendur bandarískra fórnar- lamba togkláfsslyss sem kostaði 155 manns lífið í nóvember árið 2000, varð að láta úr sitt af hendi við dómarann auk tveggja tíu doll- ara seðla og smámyntar sem hann hafði á sér, áður en hann fékk að taka til máls fyrir dómstólnum. Ástæðan er sú að lögmaðurinn hefur ekki enn greitt sekt sem hann fékk fyrir að starfa sem lög- maður í Austurríki án heimildar. Dómarinn brá því á það ráð að gera fjárnám á staðnum áður en réttarhaldinu var framhaldið. Lögmaðurinn segist sjálfur aðeins vera ráðgjafi í málinu og því sé sektin út í hött. Réttarhald vegna slyssins hef- ur gengið mjög treglega síðan það hófst um mitt síðasta ár. Oft hefur þurft að gera hlé á málinu af ólík- legustu ástæðum, sérfræðingur saksóknara fékk taugaáfall við yf- irheyrslur og einn sakborningur féll í yfirlið. Saksóknarar segja að gallaður hitari hafi verið settur í togkláf- inn í bága við lög og það valdið slysinu. 16 einstaklingar hafa ver- ið ákærðir vegna málsins. Ekki er búist við því að úrskurður verði kveðinn upp fyrr en með vorinu í fyrsta lagi. ■ FURÐUFUGLAR Mörgæsirnar í dýragarðinum í San Franc- isco ættu að vera orðnar glorsoltnar eftir að hafa skemmt gestum garðsins með fyrsta flokks sirkusatriði frá morgni og fram á kvöld. Mörgæsir synda í hringi: Samhæfing fuglanna einstök SAN FRANCISCO, AP Starfsmenn dýragarðsins í San Francisco urðu heldur betur ruglaðir í ríminu þegar mörgæsirnar í garðinum tóku allt í einu upp á því að synda í hringi hver á eftir annarri. Mör- gæsirnar eru ákaflega vel sam- stilltar í þessu sirkusatriði sínu, sem venjulega hefst snemma dags og lýkur ekki fyrr en tekur að skyggja. Að sögn starfsmanna varð þessarar undarlegu hegðunar fuglanna vart fljótlega eftir komu sex nýrra mörgæsa frá sædýra- garði í Ohio. Þeir kunna þó engar skýringar á þessu og einn hélt því fram að mörgæsirnar væru að gera gys að sér. Sjávarlíffræðingar hafa einnig leitað skýringa á hringdansinum en þeir benda á að mörgæsir séu ákaflega félagslynd dýr og með eindæmum forvitin. Fuglarnir geti því verið afar áhrifagjarnir og opnir fyrir nýjum hugmynd- um. ■ Skoða smíð kjarnorkuknúinna geimfara: Ferðin til Mars á teikniborðinu GEIMRANNSÓKNIR Bandaríska geim- ferðastofnunin vinnur að því að gera gamlan draum að veruleika, nefnilega að byggja kjarnorkuknúin geimför sem ná mun meiri hraða en núverandi geimför og geta opnað mönnum leið til að fara í mannaðar geimferðir mun lengra en hingað til hefur verið hægt. Meðal þess sem nýr og öflugri orkugjafi er talinn gera mögulegt er að senda mannað geimfar til Mars, að því er banda- ríska blaðið L.A. Post greindi frá. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur þegar samþykkt að stofn- unin hefji vinnuna af krafti og gert er ráð fyrir að hann kunni að leggja enn meiri áherslu á þetta í framtíð- inni. Stjórnendur geimferðastofn- unarinnar munu verja um einum milljarði Bandaríkjadala í verkefn- ið á næstu fimm árum. Þeir bjart- sýnustu tala um að hugsanlega megi taka kjarnorkuknúnar geimflaugar í notkun innan áratugar. Geimferðastofnunin hefur löng- um reynt að þróa kjarnaofna fyrir geimför en ekki tekist. ■ Rannsókn á ófrjósemi: Góð tíðindi fyrir karla VÍSINDI Vísindamönnum hefur tek- ist að lækna ófrjóar flugur með aðferð sem komið gæti karlmönn- um sem eiga við ófrjósemisvanda- mál að stríða að notum. Í rann- sókn sem vísindamennirnir gerðu var mikilvægu geni sprautað í flugurnar til að örva sæðisfram- leiðsluna. Þegar jákvæður árang- ur kom í ljós var sambærilegu geni úr manneskjum sprautað í aðrar flugur og hafði það sömu áhrif. Rannsóknin gæti leitt til þess að fundnar verði nýjar leiðir í bar- áttunni við ófrjósemi auk þess að flýta fyrir þróuninni á getnaðar- varnarpillum fyrir karlmenn. ■ Hæstiréttur: Svikari borgi 17 milljónir DÓMSMÁL Karlmaður á fertugsaldri í Árnessýslu sem sveik samtals 8,4 milljónir króna undan tekjuskatti og virðisaukaskatti hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Að auki á maðurinn að greiða 16,9 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki á hann að sitja í fangelsi í átta mánuði. Maðurinn var dæmdur fyrir rúmum sex árum í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. ■ Á LEIÐ Í ÚRELDINGU? Kjarnorkuknúnar geimflaugar eiga að ná þrefalt meiri hraða en núverandi geimflaugar, sem ná aðeins 29.000 kílómetra hraða á klukkustund. Hraðskreiðari flaugarnar kæmust til Mars á tveimur mánuðum. AP /T ER RY R EN N A VIÐ HLIÐ HERSTÖÐVARINNAR Í GUANTANAMO Bandarísk herstöð utan Bandaríkjanna og lögsögu almennra bandarískra laga. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir aðferðina við að geyma fangana og afla upplýsinga. Þau telja sig vera að ná árangri við upplýsingaöflun sem nota má í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Við erum að ná árangri á hverjum degi.“ AP /L YN N E SL AD KY SAKBORNINGAR FYRIR RÉTTI Það hefur gengið á ýmsu það hálfa ár sem réttarhöldin hafa staðið yfir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.