Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 20. janúar 2003 Fitulítil og freistandi Um 90% af lífrænu skólpi kemur frá fyrirtækjum: Íbúaskólp veldur sjónmengun UMHVERFISMÁL Innan við 10% af öllu lífrænu skólpi í sjávarbyggð- um kemur frá íbúum, en um 90% kemur frá matvælafyrirtækjum. Íbúaskólp veldur sjónmengun. Þetta er niðurstaða skýrslu Náttúrufræðistofu Vestfjarða um skólpmengun við Tálknafjörð, Ísafjörð, Bolungarvík, Hvamms- tanga, Skagaströnd, Sauðárkrók og Siglufjörð. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að þynning skólpsins sé al- mennt góð og viðtakinn ráði vel við þá mengun sem í hann berist. Það breyti litlu fyrir umhverfi bæja við sjávarsíðuna að hreinsa lífrænt efni úr fráveituvatni heimila. Þar sem stærsti hluti þess komi frá matvælafyrirtækj- um sé skynsamlegra að bæta mengunarvarnir hjá þeim. „Rökrétt er því að hreinsun íbúaskólps eigi einungis að vera mjög gróf síun og hafa að mark- miði að ná pappír, smokkum og drasli sem mögulega getur borist með fráveituvatninu og valdið sjónmengun,“ segir í skýrslunni. ■ Ný reglugerð um útlendinga eftir helgi: Erum að ná Dönum og Norðmönnum FÉLAGSMÁL Um áramót gengu í gildi ný lög um útlendinga en ný reglugerð sem átti að vera tilbúin um leið hefur ekki verið gefin út. Stefán Eiríksson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir nýju reglugerðina rétt hand- an við hornið og mun hún líta dagsins ljós á allra næstu dögum. „Við höfum sent reglugerðina víða til umsagnar. Athugasemdir voru að berast á milli jóla og ný- árs og sú síðasta kom frá Persónu- vernd um miðja vikuna. Síðan tók við vinna þar sem tekið var að ein- hverju leyti tillit til þeirra athuga- semda sem okkur bárust. Áður hefur dómsmálaráðherra áhuga á að kynna hana á fundi ríkistjórn- arinnar og þá ætti hún að verða tilbúin.“ Útlendingum hefur fjölgað mjög hér á landi síðustu ár og ósk- um um dvalarleyfi er alltaf að fjölga. Samkvæmt skýrslu útlend- ingaeftirlitsins fyrir árið 2001 eru þeir sem hlotið hafa ríkisborgara- rétt 3,1% af heildarfjölda íbúa hér á landi. Sambærilegar tölur fyrir nágrannalöndin eru 5,4% í Sví- þjóð, 4,8% í Danmörku og 4,1% í Noregi og Bretlandi. Í Finnlandi eru sambærilegar tölur mun lægri eða aðeins 1,8%. Nær helmingur þeirra sem hlotið hafa ríkisborgarrétt er frá Filippseyjum, Póllandi, Taílandi og Júgóslavíu. Á síðustu sex árum hefur lítil breyting orðið á nema Taílendingum hefur fækkað en Pólverjum fjölgað. ■ Ofbeldi gegn lögreglumönnum: Níutíu og átta voru kærðir LÖGREGLAN Níutíu og átta einstak- lingar voru kærðir árið 2001 fyr- ir ofbeldi gegn lögreglumönn- um. Um var að ræða áttatíu og tvo karla og sextán konur. Flest- ir þeirra sem voru kærður eru á aldrinum 13-29 ára eða 59 talsins og á það jafnt við um karla og konur. Þegar ofbeldi var framið voru flestir undir áhrifum áfengis. Þau mál sem komu til kasta dómsvalda voru áttatíu og eitt talsins, sem er nokkur fækk- un milli ára. Í fimmtíu tilvikum hlutu lög- reglumenn meiðsl. Sextán fengu höfuðhögg, ellefu voru bitnir, níu hlutu spörk, átta slösuðust í átökum við handtekna menn, þrír voru skallaðir í andlitið og þrír hlutu meiðsl þegar vopnum var beitt. Ofbeldi gegn lögreglumönn- um átti sér oftast stað frá mið- nætti til átta að morgni. Flest málanna eru skráð á sunnudegi og því næst á laugardegi. Þá áttu flest ofbeldisverkin sér stað við skemmtistaði og á lögreglu- stöðvum. ■ TÁLKNAFJÖRÐUR Náttúrufræðistofa Vestfjarða kannaði m.a. skólpmengun við Tálknafjörð. ÚTLENDINGAR ERU 3,1% LANDSMANNA. Sambærilegar tölur í Danmörku og Bretlandi eru 4,1%. DÆMI UM OFBELDI: Lögreglumenn stöðvuðu ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. Kona sem var far- þegi í bílnum hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu að koma út. Hún réðst síðan á lögreglu- mann og beit hann í handlegg. Lögreglumaðurinn fékk mar. Konan var dæmd til að greiða 60.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og að greiða verjanda sínum 80.000 krónur í málsvarnarlaun. 81 mál kom til kasta dómsvalda. Upphaf mála skiptist eftirfarandi: Fyrirmælum Fyrirvaralaus Afskipti af störfum Hótanir Lögreglumaður á ekki hlýtt/átök árás lögreglu frívakt 49 16 8 5 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.