Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 14
14 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Það er ekki hægt að segja aðsíðustu vikur hafi verið tíð- indalitlar í íslenskum stjórnmál- um. Í síðustu viku lauk einkavæð- ingu ríkisbank- anna með sölu Búnaðarbankans. Í vikunni þar á undan samþykktu stjórnir Lands- virkjunar og Alcoa að hefja framkvæmdir við byggingu álvers í Reyðarfirði og virkjun við Kárahnjúka. Í síðustu viku gekk borgarstjórn Reykja- víkur frá ábyrgð borgarsjóðs á lántöku Landsvirkjunar vegna þessara framkvæmda undir mik- illi mótmælaöldu. Þarna voru á ferðinni tvö stór mál sem mikið hefur verið deilt um. Það vekur því nokkra furðu hversu litlar breytingar má merkja á fylgi stjórnmálaflokkanna á meðan á þessu gengur. Reyndar er það svo að allir flokkar nema Vinstri hreyfingin – grænt framboð ættu að fagna þessum áföngum. Samfylkingin hefur ýmislegt fundið að verk- lagi ríkisstjórnarinnar í banka- sölu og virkjunaráformum en hefur eftir sem áður lýst sig fylgjandi báðum málum. Vinstri grænir eru hins vegar andsnúnir báðum málunum. Þeir telja það léleg viðskipti að selja banka sem færa ríkissjóði góðan arð og eru alfarið á móti virkjun við Kára- hnjúka og álveri við Reyðarfjörð. Áhrif þessara tveggja mála ættu því fyrst og fremst að sjást á fylgi vinstri grænna. Fyrir hálfum mánuði mældist flokkurinn með 11,1 prósent fylgi. Eftir ákvörðun Landsvirkj- unar og Alcoa féll fylgið niður í 6,9 prósent. Í kjölfar bankasöl- unnar og afgreiðslu borgar- stjórnar á ábyrgðinni til Lands- virkjunar lyftist fylgi vinstri grænna sáralítið; fór í 7,5 pró- sent. Þetta hlýtur að vera flokks- mönnum Vinstrihreyfingarinnar vonbrigði. Líklega er það svo að andstaða við afgreidd mál skilar ekki miklu fylgi. Andstaða við mál sem eru á dagskrá getur hins vegar aflað vel. Þeir flokkar sem voru andsnúnir þátttöku Íslend- inga í Evrópska efnahagssvæð- inu fengu ágætan hljómgrunn á sínum tíma en hætt er við að sá flokkur sem hefði það á stefnu- skrá sinni að segja upp samn- ingnum fengi lítið fylgi. Þetta er kannski vandi Vinstri grænna. Þá vantar fleiri mál til að vera á móti. Það stefnir í að gömlu ágreiningsmálin verði flest af- greidd fyrir kosningar. ■ Líklega er það svo að and- staða við af- greidd mál skilar ekki miklu fylgi. Vantar fleiri mál til að vera á móti skrifar um litlar breytingar á fylgi stjórn- málaflokkanna í umróti síðustu vikna. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON NEW YORK, AP Bandaríkin skera sig mjög úr öðrum auðugum iðnríkj- um hvað varðar afstöðu til trú- mála. Nærri 60 prósent Banda- ríkjamanna segja að trúin skipti sig „mjög miklu máli“ í daglegu lífi. Einungis þriðjungur Breta seg- ir að trúin skipti sig mjög miklu máli í daglegu lífi. Frakkar eru hins vegar minnst trúaðir þeirra þjóða sem spurðar voru. Einungis einn af hverjum tíu Frökkum seg- ir að trúin sé sér afar mikilvæg. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem bandaríska stofnunin Pew Research Center gerði í 46 ríkjum heims. Pólverjar eru samkvæmt sömu skoðanakönnun trúaðastir Austur- Evrópuþjóða, en þó segja einungis 36 prósent þeirra að trúin skipti sig afar miklu máli. Tékkar eru hins vegar jafn trúlitlir og Frakkar. Hvergi í heimi skiptir trúin fólk jafn miklu máli og í Afríku- ríkinu Senegal, ef marka má nið- urstöður könnunarinnar. Þar segja 97 prósent fólks að hún sé sér afar mikilvæg í daglegu lífi. Almennt virðist trúin gegna stærra hlutverki í lífi múslima en annarra. Suður-Ameríkubúar eru sömuleiðis meðal þeirra jarðar- búa sem trúaðastir verða að teljast. ■ Könnun á mikilvægi trúarinnar í daglegu lífi fólks: Frakkar og Tékkar trú- minnstir allra Norður-Ameríka Bandaríkin 59% Kanada 30% Vestur-Evrópa Bretland 33% Ítalía 7% Þýskaland 21% Frakkland 11% Austur-Evrópa Pólland 36% Úkraína 35% Rússland 29% Búlgaría 13% Tékkland 11% Suður-Ameríka Gvatemala 80% Brasilía 77% Hondúras 72% Perú 69% Bólivía 66% Venesúela 61% Mexíkó 57% Argentína 39% Asía Indónesía 95% Indland 92% Pakistan 91% Filippseyjar 88% Bangladess 88% Tyrkland 65% Úsbekistan 35% S-Kórea 25% Víetnam 24% Japan 12% Afríka Senegal 97% Nígería 92% Fílabeinsst. 91% Malí 90% S-Afríka 87% Kenía 85% Úganda 85% Gana 84% Tansanía 83% Angóla 80% GILDI TRÚARINNAR Trúin hefur meira gildi í Bandaríkjun- um en annars staðar í hinum vest- ræna heimi. Minnstu máli skiptir hún í Frakklandi og Tékklandi. Hlutfall þeirra sem telja trúna skipta sig afar miklu máli í lífinu: NUNNA HLÝTUR BLESSUN Munkur í rússsnesku rétttrúnaðarkirkjunni blessar nunnu við ána Jórdan á Vesturbakkanum. Samfylkingin er í vanda. Flokk-urinn, sem mótar sér stefnu í málum eftir skoðanakönnunum og niðurstöðu póstkosninga meðal flokksmanna, veit nú varla í hvorn fótinn hann á að stíga. Fréttablaðið birti í síðustu viku niðurstöður skoðanakönnunar á vegum blaðsins um ýmis mál sem líklega verða í brennidepli í kosn- ingunum í vor. Það er ljóst að skoðanir fylgis- manna Samfylkingarinnar, eins og þær birtast í skoðanakönnun- inni, setja forystumenn flokksins í vanda við stefnumótun fyrir al- þingiskosningarnar, því skilaboð- in eru afar óljós, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Verður athygl- isvert að fylgjast með málflutn- ingi talsmanna Samfylkingarinn- ar í kosningabaráttunni framund- an með hliðsjón af mótsagna- kenndum skoðunum fylgismanna flokksins. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar blaðsins eru um 2/3 lands- manna fylgjandi Kárahnjúka- virkjun. Þegar fylgismenn Sam- fylkingarinnar eru skoðaðir sést að 55% þeirra eru fylgjandi fram- kvæmdum, en 45% eru á móti Kárahnúkavirkjun. Hvernig ætla Samfylkingarmenn að túlka þessa niðurstöðu og haga málflutningi sínum í kosningabaráttunni framundan? Ég ætla reyndar að taka mér það bessaleyfi að svara þessari spurningu sjálf, enda höfum við þegar fengið smjörþefinn af því. Þeir ætla að vera með Kárahnúka- virkjun, en samt einnig svolítið á móti. Fremstur í flokki þeirrar stefnu er fráfarandi borgarstjóri og forsætisráðherrakandidat Samfylkingarinnar, sem ákvað að segja já „með semingi og engri sannfæringu“ í atkvæðagreiðslu um ábyrgð Reykjavíkurborgar vegna virkjunarinnar, en aðrir borgarfulltrúar Samfylkingarinn- ar voru á móti. Á sama hátt munu sumir þingmenn Samfylkingar- innar vera með málinu þegar það kemur til umræðu á Alþingi, en aðrir á móti. Í þessu máli, sem mörgum öðr- um, stendur Samfylkingin ekki fyrir neinni heildarstefnu, hver höndin er upp á móti annarri, enda hvernig má annað vera hjá flokki sem hefur stefnu eftir því sem vindar blása og skoðanakann- anir segja til um á hverjum tíma. Formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að flokkurinn styðji framkvæmdir við Kára- hnjúka. Í ljósi þess að Samfylk- ingin sækir ekki síst fylgi sitt til kvenna í þéttbýlinu, hlýtur það að valda honum hugarangri að sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins er helmingur kvenna í þéttbýli mótfallinn virkjanafram- kvæmdum við Kárahnjúka. Nokk- ur hluti þeirra virðist fylgja Sam- fylkingunni því milli 80-84% fylg- ismanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru fylgjandi virkjun við Kárahnjúka. Hvernig ætlar Samfylkingin að snúa sér í þessu? Munu konur í þéttbýli sem eru á móti Kárahnjúkum styðja Samfylkinguna í kosningunum framundan eða flytja sig yfir til VG eða skipta málefnin og stefn- an kannski ekki máli? Ef VG ætla að sækja á Sam- fylkinguna í kosningunum 10. maí munu þeir augljóslega leggja áherslu að ná til þeirra 45% fylgj- enda Samfylkingarinnar sem eru andvígir Kárahnjúkavirkjun. Þótt flestum sé ljóst að allar megin- ákvarðanir varðandi virkjunina hafi þegar verið teknar, þá er jafnljóst að afstaða flokka og manna til málsins mun hafa áhrif á niðurstöður kosninganna í vor. Annar þáttur skoðanakönnunar Fréttablaðsins snerist um afstöðu landsmanna til aðildar að Evrópu- sambandinu. Formaður Samfylk- ingarinnar hefur lagt áherslu á að fylgisaukningu Samfylkingarinn- ar á síðustu mánuðum megi meðal annars þakka afdráttarlausri já- kvæðri afstöðu flokksins til aðild- ar Íslands að Evrópusambandinu. En hvað segir skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu fólks til ESB? Einungis fjórðungur lands- manna vill sækja um aðild að ESB. Af fylgismönnum Samfylk- ingarinnar vilja 45% sækja um aðild, 32% eru á móti og 23% eru óákveðin. Ef Samfylkingin er enn þeirrar skoðunar að þetta verði stærsta mál komandi kosninga og sóknarfæri þeirra, ætti hún að at- huga málið betur. Meiri líkur eru á að þeir fæli frá sér kjósendur en hitt með afstöðu sinni. Já, það er ekki ofsögum sagt að framundan eru spennandi tímar í stjórnmál- um á Íslandi. ■ KÁRAHNJÚKAR Klofin afstaðan til virkjunar Kárahnjúka og Evrópubandalags- ins er líkleg til að valda Samfylkingunni vanda í komandi kosningabaráttu að mati Ástu Möller. alþingismaður telur Samfylkinguna vera í vanda. ÁSTA MÖLLER Um daginn og veginn Með semingi og án sannfæringar Skólanefnd- ir í próf ? Unnur Sólrún Bragadóttir, kennari í Hvammshúsi í Kópavogi, skrifar: Ef litið er á samfélagið í heilder meirihluti þjóðfélags- þegnanna við vinnu þar sem ekki er krafist langrar skólagöngu, frekar verkvits en bóklegrar þekkingar. Grunnskólanám er fyrst og fremst bóklegt og sam- ræmd próf eru eingöngu í bók- legum greinum. Hvorki hafa all- ir jafn mikinn áhuga né sömu hæfileika til að stunda slíkt nám og eru nemendur með mismun- andi hugmyndir um framtíðina. Þó áttu allir að ljúka grunnskóla með því að þreyta samræmd próf. Þeir sem alla tíð höfðu átt í basli með bóklegar greinar féllu og hurfu úr grunnskólanum með lágt sjálfsmat. Samfélagið þarf á ófaglærðu fólki að halda.Vissulega eru störf þess oft illa launuð og lítils virt, en þörfin á fólki til að vinna þau er sú sama. Mörg þeirra eru skemmtileg og fjölbreytt. Sjálfs- traust og starfsgleði eru jafn mikilvægir þættir í lífi okkar allra. Þeir sem ekki eru mikið fyrir bókina eiga að geta verið stoltir og ánægðir ekki síður en aðrir. Ef til vill ættu allar nýskipað- ar skólanefndir að gangast undir samræmd próf? Þá hefðu menn nýfengna reynslu af fyrirbær- inu. Árangur yrði án efa mis- jafn, en þeir sem best gengi væru ekki endilega þeir hæf- ustu. Stundum ætlumst við til einhvers af börnum okkar sem við mundum ekki sjálf vilja ganga í gegnum. Menntun er hugtak sem teygir sig út yfir skólagöngu. Hámennt- að fólk er innan allra starfsstétta. Mikilvægast er að við byggjum upp ánægða og jákvæða einstak- linga. Lífsgleði og sjálfstraust eru ómetanlegir þættir í lífi hvers og eins, hvaða hæfileikum sem við erum búin. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.