Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 17

Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 17
MÁNUDAGUR 20. janúar 2003 GAZZA Í KÍNA Enska knattspyrnuhetjan fyrrverandi Paul Gascoigne hefur reynt fyrir sér í Kína und- anfarið í þeirri von að komast að hjá nýju félagi. Að sögn knattspyrnustjóra Liaoning Bodao, þar sem Gazza var til reynslu, sýndi kappinn lítinn líkamlegan styrk á æfingum og í sýningarleik sem hann tók þátt í. Hann fær samt sem áður tækifæri til að sanna sig enn frekar á næstu dögum. Á myndinni sést Gazza með áköfum kínverskum aðdá- anda eftir æfingu. HNEFALEIKAR Riddick Bowe, fyrr- verandi heimsmeistari í hnefa- leikum, er að hefja afplánun 18 mánaða fangelsisdóms í Banda- ríkjunum fyrir að nema á brott fyrrverandi eiginkonu sína og börn þeirra árið 1998. Bowe, sem hélt heimsmeist- aratigninni í þungavigt um skam- ma hríð eftir að hafa sigrað Evander Holyfield árið 1992, mun sitja í fangelsi í Charlotte í Norður-Karólínu. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að dómurinn yrði mildaður en þeirri beiðni var hafnað. ■ Riddick Bowe: 18 mánaða afplánun að hefjast BOWE Riddick Bowe, til vinstri, í bardaga við Andrew Golata. Bowe verður fjarri box- hringnum næstu 18 mánuðina. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Chelsea sem tapaði fyrir Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úr- valsdeildinni. Paul Scholes jafn- aði metinn fyrir þá rauðklæddu og Diego Forlan skoraði sigur- markið í viðbótartíma. Liverpool náði loks að sigra í deildinni. Emile Heskey skoraði eina mark leiksins þegar liðið sótti Southampton heim. Everton heldur áfram að koma á óvart og lagði Sunderland að velli 2-1. Bandaríkjamaðurinn Brian McBride skoraði bæði mörk Everton. Alan Shearer skoraði eftir að- eins 10 sekúndna leik þegar Newcastle lagði Manchester City að velli með tveimur mörkum gegn engu. Craig Bellamy skoraði seinna markið. Lárus Orri Sigurðsson kom inn á sem varamaður þegar W.B.A gerði markalaust jafntefli við Leeds. Guðni Bergsson var að vanda í liði Bolton, sem gerði 1-1 jafntefli við Charlton. ■ Enska deildin: Loksins sigur hjá Liverpool GÓÐUR Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki sínu gegn Manchester United. Markið var sérlega fallegt.  Tilboðið gildir til 22. jan. Fiskur vikunnar frá Jóni Arnari og Rúnari Þú velur beint úr borðinu! Sjávarrétta Quesadillas 998 kr./kg Verð áður 1.279 kr./kg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.