Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 7
7MÁNUDAGUR 20. janúar 2003
Pá
sk
afe
r›ir
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Glæsilegar páskafer›ir til allra átta
Aldrei meira úrval af fer›um um páska
Benidorm
53.440 kr. stgr.
Innifalið: Flug, gisting íbúðahótelinu
Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis,
íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman 71.830 kr.stgr.
Portúgal
56.560 kr. stgr.
Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu
Sol Doiro, ferðir til og frá flugvelli
erlendis íslensk fararstjórn og
flugvallarskattar
Ef 2 ferðast saman 69 955 kr. stgr.
Kanarí
62.340 kr. stgr.
Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu
Sol Doiro, ferðir til og frá flugvelli
erlendis, íslensk fararstjórn
og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman 69 955 kr. stgr.
Krít
55.780 kr. stgr.
Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu
Skala, ferðir til og frá flugvelli erlendis,
íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman 73.970 kr. stgr.
Mallorca
52.440 kr. strg.
Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu
Pil Lari Playa, ferðir til og frá flugvelli
erlendis, íslensk fararstjórn
og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman 68.030 kr. stgr.
Dublin
43.840 kr. stgr.
Innifalið: Flug gisting á Ormond Quay
í 4 nætur, morgunverður, íslensk
fararstjórn og flugvallaskattar.
Miðað er við 2 saman í herbergi.
Manchester
49.450 kr. strg.
Innifalið. Flug gisting á Novotel í 4
nætur, morgunverður, íslensk
fararstjórn og flugvallarskattar.
Miðað er við 2 saman í herbergi.
* Verð m.v. að tveir fullorðnir og tvö börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
* * *
* *
12. apríl - 11 dagar 13. apríl - 13 dagar
11. apríl - 13 dagar11. apríl - 13 dagar
18. apríl18. apríl
12. apríl - 13 dagar
LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK
Lögreglumenn í Reykjavík hafa stofnað
með sér lánasjóði. Framkvæmdastjóri eins
sjóðanna lánaði sjálfum sér helming eigna
sjóðsins og neitaði að endurgreiða að fullu
þegar upp komst.
Lögreglumaður dæmdur:
Endurgreiði
sjálftökufé úr
hjálparsjóði
DÓMSMÁL Fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Hjálpar- og lána-
sjóðs C-vaktar lögreglumanna í
Reykjavík hefur verið dæmdur í
Hæstarétti til að greiða sjóðnum
4,5 milljónir króna. Upphæðin er
eftirstöðvar lána sem maðurinn
tók sjálfum sér úr sjóðnum.
Hjálparsjóðurinn var stofnað-
ur fyrir 23 árum. Hlutverk hans
var meðal annars að gefa fé til
líknarstarfsemi og að veita lög-
reglumönnunum sjálfum skamm-
tímalán.
Maðurinn var einn stofnfélaga
og gjaldkeri hjálparsjóðsins frá
upphafi. Árið 1981 tók hann við
framkvæmdastjórastarfinu.
Hann var leystur frá störfum árið
1998 vegna gruns um misferli.
Skuld mannsins við sjóðinn var
13,4 milljónir króna sem hann tók
að láni í eigin nafni og í nafni
efnalaugar sem hann átti hlut í.
Það var um helmingur heildar-
eigna sjóðsins. Hann endur-
greiddi skuldina að hluta.
Sakamáli sem Jón H. Snorra-
son, yfirmaður efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra, höfð-
aði á hendur framkvæmdastjór-
anum var vísað frá dómi í fyrra.
Sakarefnið þótti illa skilgreint og
rannsóknin ófullnægjandi. ■
Ölvunarrugl í
Hafnarstræti
Tveir fluttir
í fanga-
geymslur
LÖGREGLAN Tveir menn voru hand-
teknir eftir ryskingar við lög-
reglumenn í Hafnarstræti
snemma í gærmorgun. Þegar lög-
reglan hafði afskipti af manni
sem var að sparka í liggjandi
mann fauk í viðstadda sem
reyndu að hindra lögregluna í
starfi þannig að færa þurfti tvo
menn í fangageymslur, árás-
armanninn og annan mann sem á
yfir sér höfði ákæru fyrir að
hindra lögregluna við skyldu-
störf. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar voru slagsmálin
ekki alvarleg og svo virðist sem
um eitthvert ölvunarrugl hafi ver-
ið að ræða. ■
HESTAR Hátt á fjórða þúsund gesta
sótti vígsluhátíð nýrrar hestamið-
stöðvar sem hefur verið í bygg-
ingu undanfarin tvö ár að Ármóti í
Rangárþingi ytra á laugardag.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra vígði miðstöðina. Hann kom
beint af fundi Framsóknarflokks-
ins á Selfossi þar sem hann hafði
fengið rússneska kosningu í fyrsta
sæti á lista flokksins á Suðurlandi.
Ráðherrann þótti fara á kostum í
ávarpi sínu enda mikill aufúsu-
gestur hjá hestamönnum.
Hafliði Halldórsson, hestamað-
ur og stórbóndi að Ármóti, hafði
veg og vanda af öllum fram-
kvæmdum. Eigandi Ármóta er
Dan Ewert, sænskur auðmaður.
Það er mál þeirra sem til þekkja
að hestamiðstöðin að Ármóti sé sú
glæsilegasta fyrir íslenska hesta
sem menn hafa séð þótt víða hafi
farið. Hesthúsin eru um 2.200 fm
að stærð og rúma 110 hross. Áfast
þeim er 450 fm reiðskemma og 400
fm birgðaskemma. Í bæjarhúsinu
er gistiaðstaða fyrir 14 manns auk
starfsliðs.
Í mars verður reistur tæplega
400 fm glerskáli, áfastur við nú-
verandi veitingasal, og er gert ráð
fyrir að hann taki 250 manns í
sæti. Síðar er áformað að reisa
3.000 fm reiðhöll á staðnum og
gera 300 metra hringvöll. ■
Sparisjóður:
Misnotaði
uppáskrift
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur gert
Sparisjóði Ólafsfjarðar að greiða
konu einni rúmlega fimm milljónir
króna sem sjóðurinn hafði innheimt
af konunni.
Konan hafði gengist í ábyrgð
fyrir 100 þúsund króna yfirdrætti
bróður síns hjá sparisjóðnum.
Hann var síðan hækkaður í áföng-
um án vitneskju konunnar.
Í upphafi skrifaði konan upp á
óútfylltan víxil sem sparisjóðurinn
notaði til tryggingar hinum síhækk-
aða yfirdrætti sem endaði í 3,7
milljónum. Hæstiréttur segir
ábyrgð konunnar hafa verið
bundna við upphaflega upphæð. ■
Glæsilegasta hestamiðstöð Evrópu vígð að Ármóti:
Þar sem þrír hesta-
menn koma saman...
M
YN
D
/R
AG
N
AR
KLIPPT Á BORÐANN
„Þar sem þrír hestamenn koma saman, þar verður klippt á borða,“ sagði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra þegar hann klippti á borða nýrrar hestamiðstöðvar að Ármóti. Ráð-
herrann stendur á milli Hafliða Halldórssonar, stórbónda og hestamanns, og sænska auð-
mannsins Dan Ewerts.