Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 4
STJÓRNSÝSLA Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki reiðubúið að greiða niður skuldir Félagsíbúða iðnnema. Stjórn Félagsíbúða iðnnema (FÍN) segist munu óska eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu eft- ir helgi vegna óviðráðanlegrar skuldastöðu. Lánardrottnar ætl- uðu að fella niður 45 milljónir af um 280 milljóna króna skuldum gegn því að ríkið greiddi 31,3 milljónir af skuldunum á móti. Að sögn Guðmundar leituðu fulltrúar FÍN til menntamálaráðu- neytisins í fyrra vegna afar erf- iðrar fjárhagsstöðu. Ráðuneytið hafi leitað eftir samstarfi við fé- lagsmálaráðuneytið um breyting- ar á lögum um Íbúðalánasjóð þannig að sjóðurinn gæti tekið þátt í eftirgjöf skulda FÍN. Það hafi gengið eftir. „FÍN hefur síðan átt í viðræð- um við lánardrottna um skulda- breytingu og niðurfærslu skulda félagsins. Þar hefur FÍN í um- boðsleysi gert ráð fyrir því að rík- issjóður reiddi fram rúmar 30 milljónir króna til að greiða skuld- ir félagsins gagnvart einum lánar- drottni. Hvorki menntamálaráðu- neytið né önnur ráðuneyti hafa nokkru sinni ljáð máls á slíku,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar hefur menntamálaráðuneytið á nýlegum fundi rætt við forsvarsmenn FÍN um leiðir til að tryggja framhald aðstoðar við iðnnema vegna hús- næðismálanna. Samráð yrði haft við skólameistara Iðnskólans í Reykjavík. Ráðuneytið hafi sagst tilbúið að ræða þátttöku í kostnaði við að skapa slík úrræði sem gætu verið með sambærilegum hætti og í heimavistum annarra fram- haldsskóla: „Á fundinum kom hins vegar skýrt fram að ráðuneytið væri ekki reiðubúið til að taka að sér að greiða skuldir félagsins og að óhjákvæmilegt virtist að félagið seldi hluta af eignum sínum og notaði andvirðið til að greiða nið- ur skuldir,“ segir Guðmundur. Hann segir hugsanlega aðstoð þegar hafa verið rædda við Bald- ur Gíslason, skólameistara Iðn- skólans: „Enda má telja eðlilegt að iðn- nemum sem óhjákvæmilega þurfa að sækja nám til Reykjavíkur sé boðin aðstoð við öflun húsnæðis,“ segir Guðmundur Árnason. gar@frettabladid.is 4 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Hversu miklu máli skipta skoð- anakannanir fyrir kosningar þig? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú á kosningavöku einhvers flokks á kosninganótt? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 10,1% 29,5% Frekar litlu 25,2%Mjög litlu Frekar miklu 35,1%Mjög miklu Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is BLAÐBURÐUR „Ég vakna oftast korter í sex og það tekur 40 mín- útur að bera út,“ segir blaðberi mánaðarins, hún Jórunn Kára- dóttir sem ber út Fréttablaðið í Grafarvoginum, nánar tiltekið í Hlaðhamra, Gerðhamra og Hest- hamra. Hún er 14 ára og í 8. bekk. Hildur Sif Lárusdóttir hjá Fréttablaðinu segir Jórunni fyr- irmyndarblaðbera og traustan. „Það þekkja víst flestir hversu mikilvægur góður blaðberi er, ekki bara okkur hér á Frétta- blaðinu heldur ekki síður lesend- um eins og gefur að skilja.“ Jórunn fær í verðlaun fyrir sérlega góða frammistöðu nýjan GSM síma frá Og Vodafone, nýtt símanúmer og 500 króna inneign í símafrelsi. Jórunn er búin að bera út í rúmt ár og lætur vel af því. Hún er með um hundrað blöð á sínum snærum. Aðspurð hvort það séu ekki einhverjir pirraðir umbjóð- endur sem hún þarf að eiga við segir hún að svo sé ekki. „Þegar ég var að byrja var reyndar ein kona pirruð ef hún fékk ekki blaðið bara eldsnemma. Þá bar ég út í tveim- ur hverfum og svo hætti ég að bera út þar. Síðan hefur þetta verið í góðu lagi.“ ■ JÓRUNN KÁRADÓTTIR Hún þarf að vakna klukkan korter í sex til þess að lesendur Fréttablaðsins fái sinn lestrar- skammt með morgunkaffinu. Blaðberi mánaðarins: Ein kona pirruð S J Á A N L E G A FA L L E G R I H Ú Ð ñ D R E G U R Ú R Á H E R S L U L Í N U M Innblásturinn að þessari nýjung var nýjasta tækni sem notuð er í lýtaaðgerðum til að draga úr áherslulínum og koma í veg fyrir að þær verði dýpri. Einstakt tækniafrek: B-Neutroxô, sem er verndað með einkaleyfi, er nýtt efna- samband sem dregur úr spennu sem annars myndar smátt og smátt áherslulínur. Expressionist inniheldur einnig örvandi efnasamsetningu sem endurbyggir teygjanleika húðarinnar. EXPRESSIONIST Dregur úr áherslulínum án inngrips N Ý T T Expressionist er aðeins ein af mörgum spennandi nýjungum sem verða kynntar í versluninni fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí. Sérfræðingur frá Helena Rubinstein veitir ráðleggingar og aðstoðar við val á snyrtivörum. Glæsilegir kaupaukar. Verið velkomin Glerártorg, Akureyri, sími 462 1733 Ríkið borgar ekki skuldir iðnnema Menntamálaráðuneytið segist ekki greiða 30 milljónir fyrir Félagsíbúðir iðnnema. Iðnnemar hafi ekki haft umboð til að ráðstafa fénu úr ríkis- sjóði. Lausn verði fundin í samráði við skólameistara Iðnskólans. FJÖLSKYLDA Í BJARNARBORG Ingibjörg Rósa Harðardóttir og Sveinn Gunnar Jónasson með nýfædda dóttur sína. Fjölskyldan býr í Bjarnarborg, einni sex húseigna Félagsíbúða iðnnema sem stefna í gjaldþrot. GUÐMUNDUR ÁRNASON Félagsíbúðir iðnnema hafa í umboðsleysi gert ráð fyrir því að ríkissjóður reiddi fram rúmar 30 milljónir króna til að greiða skuldir félagsins, segir ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÉLAGSMÁL Samkvæmt samkomu- lagi sem Félagsíbúðir iðnnema gerðu við Íbúðalánasjóð, Íslands- banka og SPRON átti að fella niður 45 milljónir af 280 milljóna heildar- skuldum. Vegna mistaka stóð í blað- inu í gær að fella ætti niður 75 milljóna skuldir. Skuld iðnnemasetranna við bankana tvo nemur alls ríflega 50 milljónum. Nauðasamningar gerðu ráð fyrir að bankarnir felldu nið- ur 20 milljónir af skuldunum. Skil- yrði var að ríkissjóður myndi hlau- pa undir bagga og greiða 31,3 millj- ónir króna sem þá stæðu eftir af bankalánunum. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur ríkið ekki svarað óskum iðn- nema um að fá þessar 31,3 milljón- ir króna til að bjarga iðnnemasetr- unum frá gjaldþroti. Stjórn Félags- íbúða iðnnema hyggst því leggja inn beiðni um gjaldþrotaskipti eftir helgi. Því skal einnig haldið til haga að skuldir sem hvíla á húseigninni Bjarnarborg við Vitastíg eru nú um 130 milljónir króna. Samið hafði verið um að selja Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar húsið fyrir tals- vert lægri upphæð, eða 110 milljón- ir króna. ■ Iðnnemasetur á leið í gjaldþrot þrátt fyrir skilning: Vildu gefa eftir 45 milljónir IÐNNEMAR Í BJARNARBORG Framkvæmdastjóri Félagsíbúða iðnnema segir félagið verða gjaldþrota þar sem ríkið neiti að veita því 31 milljóna króna styrk til að ljúka samningum við lánardrottna. Fjárhagsleg endurskipulagning gerði ráð fyrir sölu Bjarnarborgar sem er ein sex húseigna félagsins. Klónaður kálfur: Verðlauna- kú gefið framhaldslíf VÍSINDI Vísindamenn í Suður-Afr- íku hafa lýst því yfir að þeim hafi tekist að klóna mjólkurkú. Kálf- urinn Futi, sem fæddist fyrir um tveimur og hálfri viku, er fyrsta klónaða dýrið sem fæðist lifandi í Afríku. Futi var klónuð af suður- afrískum dýralæknum í sam- starfi við danskan vísindamann. Notuð voru DNA-sýni úr suður- afrískri verðlaunakú. Dýralækn- arnir segja að þess megi vænta að Futi mjólki á við móður sína og lifi álíka lengi. ■ VERÐANDI MJÓLKURKÝR Klónaði kálfurinn Futi er til sýnis í bænum Brits í Suður-Afríku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ Asía INNFLYTJENDUR DREPNIR AF HEIMAMÖNNUM Meintir víga- menn úr röðum aðskilnaðarsinna drápu nítján bangladeska land- nema í afskekktu héraði á norð- austanverðu Indlandi. Átta aðrir særðust í árásinni. Nokkrir ætt- bálkar ráða lögum og lofum í héraðinu og hafa þeir barist hart gegn landnámi Bangladessa á svæðinu. DREIFÐU SÖGUSÖGNUM UM HABL Fjórir menn eru í haldi kínverskra yfirvalda vegna gruns um að hafa dreift sögusögnum um bráðalungnabólguna á verald- arvefnum. Mönnunum er gefið það að sök að hafa raskað al- mannaró og stuðlað að því að ofsahræðsla breiddist út meðal íbúa landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.