Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 20
20 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Það hefur löngum verið kunnstaðreynd að það sem gerir Ís- land byggilegt er sú lífsbjörg sem við fáum úr hafinu. Sú stofnun sem hefur það mikilvæga hlut- verk að gæta og vernda þetta fjöregg er Land- helgisgæslan, sem sannarlega má muna sinn fífil fegri. Árið 1919, tæpu ári eftir að Íslend- ingar öðluðust fullveldi, sam- þykkti land- stjórnin heimild til ,,að kaupa eða láta byggja eitt eða fleiri skip til landhelgisvarna með ströndum Íslands.“ Upp- haflega var landhelgisgæsla á hendi sýslumannsembætta en mikil breyting varð á þegar hún var gerð að myndarlegri, sjálf- stæðri stofnun árið 1926. Þó land- sjóður væri fjárvana er óhætt að fullyrða að það er himinn og haf á milli framsýni og stórhug land- stjórnarinnar þá og því áhuga- og metnaðarleysi sem fráfarandi rík- isstjórn og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hafa sýnt þessari mikilvægu stofnun og þeim málefnum sem henni er ætl- að að sinna. Fjársvelti Um margra ára skeið hafa samtök sjómanna og útvegs- manna ályktað um að efla beri Landhelgisgæsluna, en þrátt fyrir það hefur ekkert gerst og aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og núna. Þó nánast allur tækja- og flugvélakostur Landhelgisgæsl- unnar sé kominn á úreldingarald- ur, og það sama megi segja um þau fáu skip sem eftir eru, er eng- in stefnumótun til um hvernig bæta megi úr þessu. Og enn ber- ast döpur tíðindi af Landhelgis- gæslunni: samkvæmt fjárlögum á að skera niður framlög til stofn- unarinnar um allt að 10% þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi að undangenginni rannsókn komist að því að ýtrustu hagræðingar sé gætt í rekstrinum og hvergi hægt að spara öðruvísi en að skera nið- ur starfsemi og þjónustu. Afleið- ingin er sú að starfsmenn Land- helgisgæslunnar fara með söfn- unarbauka um landið til kaupa á nauðsynlegum tækjum til stofn- unarinnar. Vanefndir dómsmálaráð- herra Árið 1997 lét núverandi dóms- málaráðherra undan þrýstingi sjómanna og skipaði 5 manna nefnd til að annast smíði nýs varðskips. Kosningaárið 1999 birtist í blöðunum frétt þess efn- is að lagt hefði verið fram á ríkis- stjórnarfundi minnisblað um að hönnun nýs varðskips væri á lokastigi og myndi smíði þess verða boðin út og ætla mætti að skipið yrði afhent árið 2001. Þeg- ar hæfilegur tími var liðinn frá kosningum frestaði dómsmála- ráðherra málinu um óákveðinn tíma. Efndir voru þegar allt kom til alls engar. Allur skipakostur Gæslunnar hefur verið seldur eða honum lagt vegna aldurs og fjárskorts nema tvö skip sem orðin eru háöldruð, Ægir 35 ára og Týr 28 ára, og ekki yngjast þau meðan beðið er. Erlendir togarar á Íslandsmið- um Sjómenn sem eru að koma af miðunum segja þær fréttir að fjöldi erlendra togara sé á karfa- miðunum við 200 mílna lögsög- una og fari út og inn úr henni nánast að vild. Aðspurð um ástandið á miðunum og hvernig gæslu sé háttað segir Landhelg- isgæslan að það sé ekki gefið upp vegna þess að „togararnir séu með íslenska umboðsmenn, sem gætu komið upplýsingum til þeirra.“ Það þótti á sínum tíma mikil hugkvæmni þegar lög- regluþjónum var fækkað og sett- ir upp pappírslögregluþjónar og vel getur verið að sú ráðstöfun hafi haldið aftur af mörgum öku- níðingnum. En það er full mikil bjartsýni hjá dómsmálaráðherra ef hún heldur að fjögurra ára gömul áætlun um smíði varð- skips geti blekkt íslenska um- boðsmenn og haldið aftur af er- lendum togurum. Samviskusamir starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem vilja gera sitt besta en fá ekki ráðið við aðstæður, spyrja hver annan: „Til hvers var barist?“ Breytinga að vænta Núverandi formaður Frjáls- lynda flokksins hefur ítrekað hreyft þessu máli á Alþingi án þess að ráðherrar í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sýni nokkur viðbrögð en þeir hafa sumir ver- ið þeim mun áhugasamari um stríðsreksturinn í Írak, sem þeir fengu að taka þátt í. Frjálslyndi flokkurinn gerir sér grein fyrir mikilvægu hlutverki Landhelg- isgæslunnar og hefur þungar áhyggjur af þessu máli. Flokkur- inn mun því gera allt sem hann hefur afl til að loknum kosning- um til að lagfæra þann brýna fjárhagsvanda sem steðjar að Landhelgisgæslunni og hefur í raun lamað hana. ■ LANDHELGISGÆSLAN Það hefur löngum verið kunn staðreynd að það sem gerir Ísland byggilegt er sú lífsbjörg sem við fáum úr hafinu. Sú stofnun sem hefur það mikilvæga hlutverk að gæta og vernda þetta fjöregg er Landhelgisgæslan, segir Margrét Sverrisdóttir. Frjálslyndi flokkurinn vill bjarga Landhelgisgæslunni Kosningar maí 2003 MARGRÉT SVERRISDÓTT- IR ■ í 1. sæti Reykjavík suður fyrir Frjálslynda flokkinn skrifar um Landhelgisgæsluna. „Allur skipakostur Gæslunnar hefur verið seldur eða honum lagt vegna aldurs og fjárskorts nema tvö skip sem orðin eru háöldruð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Nokkru fyrir árás Breta ogBandaríkjamanna á Írak var haldinn útifundur á Ingólfstorgi í Reykjavík. Markmiðið var að sameina hugi í voninni um að hægt væri að hindra stríðsátök- um þar sem óbreyttir borgarar verða undantekningalaust harð- ast úti. Fundinum bárust margar kveðjur og stuðningsyfirlýsing- ar frá öllum stjórnmálahreyf- ingum, - en ekki D og ekki B. Engin ógnarvopn fundist Ein meginrök árásaraðila voru að afvopna þyrfti Saddam, hann réði yfir gereyðingarvopnum og væri því ógn við heimsfriðinn. Engin ógnarvopn hafa fundist, ekki einu sinni þau sem Bandaríkjamenn út- veguðu Írökum er þeir studdu þá í stríðinu við Íran. Í viðtali við spæn- ska fjölmiðla upplýsir Hans Blix, vopnaeftirlitsmaður, að Bandaríkja- menn hafi reynt að koma fyrir vopnum í Íran til að standa betur í áróðursstríðinu vegna innrásarinn- ar. Önnur rök árásaraðila eru að Saddam hafi virt að vettugi tilskip- anir alþjóðasamfélagsins. Þessi rök hljóma ekki sannfærandi af munni aðila sem standa einarðlega að baki Ísraelsríkis sem hunsað hefur til- skipanir Sameinuðu þjóðanna í yfir þrjátíu ár um að skila herteknum landssvæðum. Vitað er um gögn í Bandaríkjunum sem sýna að árásin á Írak var á áætlun fyrir mörgum árum, löngu fyrir 11. september. Þar kemur fram að Írak er fyrsta ríkið af mörgum sem þarf að frelsa og er Kína á þessum lista. Taglhnýtingar árásaraðila Það virðist því ljóst að megin- tilgangur árásarinnar var að tryggja áhrif og völd í öðru auð- ugasta olíuríki heims. Hvernig má það vera að ég og allir aðrir Íslendingar erum orðnir staðfastir taglhnýtingar árásaraðilanna. Þessu má brey- ta. Eftir tvo daga kjósum við þá sem við treystum best til að taka ákvarðanir fyrir okkar hönd, líka í utanríkismálum. Það mun hafa áhrif á mína af- stöðu að á fundinum á Ingólfs- torgi forðum, fékk ég stuðning við mín sjónarmið frá öllum flokkum, - en ekki D og ekki B. ■ Ekki D og ekki B Kosningar maí 2003 GUÐJÓN E. ÓLAFSSON ■ sérkennslufræðing- ur skrifar um stríðið í Írak og stuðning ís- lensku ríkisstjórnar- innar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.