Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 44
44 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli S 48 ÁRA „Ég bíð í tvö ár með að halda upp á stórafmæli. Þetta verður bara venjulegur dagur,“ segir knattspyrnukappinn Ásgeir Sigurvinsson, sem er 48 ára í dag og heldur sér í formi með því að leika knattspyrnu þrisvar í viku með félögunum. „Nú leik ég með Lunch United og þar eru menn á öllum aldri og úr öllum starfs- greinum,“ segir Ásgeir, sem er þar bestur á vellinum eins og á árum áður á öllum helstu leik- vöngum Evrópu. Ásgeir var topp- maður á vellinum, eftirlæti millj- óna Evrópubúa, og reynir enn að standa sig á vellinum þó knatt- spyrnuskónum hafi verið skipt út fyrir blankskóna: „Auðvitað er ég farinn að eldast en mestu skiptir að vera ungur í anda og það reyni ég að vera,“ segir kappinn. Afmælisdaginn hóf Ásgeir með því að fara á fætur eins og venju- lega; upp úr klukkan átta og svo taka hefðbundin verk við. Ásgeir situr í stjórn nokkurra fyrirtækja en er mest að snúast í kringum rekstur knattspyrnufélagsins Stoke og svo er hann KSÍ innan handar með landsliðið í knatt- spyrnu. „Ég er ýmislegt að bralla sem ég læt ekki uppi enda mitt mál,“ segir Ásgeir, sem á sér engar sérstakar óskir um afmælisgjöf á þessum degi. Nema hvað: „Sú eina gjöf sem ég gæti óskað mér er að ég sjálfur og fjölskylda mín verði við góða heilsu og líði vel í framtíð- inni. Það er það eina sem skiptir máli,“ segir Ásgeir Sigurvinsson á afmælisdaginn. ■ Afmæli ■ Knattspyrnukappinn og kaupsýslu- maðurinn Ásgeir Sigurvinsson er 48 ára í dag. Hann fór á fætur upp úr klukkan átta og sinnir venjubundnum störfum í dag. Ætlar að bíða í tvö ár eftir almenni- legri stórveislu. ÁSGEIR SIGURVINSSON Spilar enn fótbolta þrisvar í viku – þrátt fyrir aldurinn. Bestur á vellinum Hlustaðu... þetta er tónlist frá Navlaloha-ættbálkin- um í Nýju-Mexíkó... svo- lítið eins og Samatónlist, finnst þér ekki? Getur vel verið! Vissir þú að það eru sameiginlegir þættir með þjóðlagatónlist hvaðanæva úr heimin- um? Ótrúlegt en satt! Auðvitað veit ég það! Langmest af þessu er gjör- samlega glatað! Verð að HUGSA! ...hugsa! ...hugsa! 10.30 Haraldur Lúðvíksson, Állfheim- um 25, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 10.30 Ólöf Hólmfríður Kristinsdóttir, Lólý, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.30 Páll Ólafsson, Álfheimum 44, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju. 13.30 Sigríður Bjarnadóttir, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsung- in frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, Hjalla- brekku 36, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Áskirkju. 15.00 Kjartan Friðbjarnarson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. ■ Andlát ■ Jarðarfarir Indriði Guðmundsson, Munaðarnesi, Árneshrepppi, lést 5. maí. Jóhannes Garðar Jóhannesson, Soga- vegi 182, Reykjavík, lést 5. maí. Jón Elliði Þorsteinsson, Hringbraut 48, Keflavík, lést 2. maí. Stefán Bryngeir Einarsson, Keilusíðu 12c, Akureyri, er látinn. Aðalsteinn Birgir Ingólfsson, Kristni- braut 37, lést 23. apríl. Walter Rivers lést 22. apríl. Úförin fór fram í Bellflower í Kaliforníu. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Bjarnarborg. Gro Harlem Brundtland. Victoria’s Secret. Viltu leika við nýja hundinn minn fyrir mig? Æ, ég veit ekki, bítur hann? Það er það sem ég vil komast að! Með súrmjólkinni LAKKVÖRN Á BÍLINN Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.