Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 14
Ég er enn svo ungur að ég fagnabreytingum. Þegar líkaminn hrörnar og ég verð seinni að hlaupa mun þetta breytast. Þá mun ég kunna betur og betur við óbreytt ástand – jafnvel þótt það sé vont. Þá mun hugurinn myrkvast og minnsta breyting fela í sér heims- endi; sönnun þess að nú sé allt að fara til fjandans. Og þar sem heim- urinn er síkvikur og aldrei kyrr mun kvíðinn setjast að í maganum á mér og magna enn óttann. Síðustu ár- unum mun ég eyða tuðandi yfir einu og öllu og þegar ég loksins dey mun fólk segja að ég hafi verið hvíldinni feg- inn þótt það eigi í raun við að það sé sjálft fegið að fá hvíld frá tuðinu. Auðvitað þarf þetta ekki að verða svona. Ég gæti orðið einn af þeim sem eldast vel; batna með ár- unum. Orðið sáttur við sjálfan mig og veröldina alla – meira að segja allt sem í henni er. En ég hef samt ekki mikla trú á þessu. Ég hef ekki batnað svo mikið hingað til að ég geti búist við að batna nóg á þessum um það bil 35 árum sem ég get reiknað með að eiga eftir. En maður skyldi aldrei segja aldrei. Kannski fæ ég vitrun einn daginn. Heimur- inn er nefnilega ekki aðeins síkvik- ur heldur á hann það til að líða áfram í stökkum. En hvað um það. Ég hef sem sagt gaman af breytingum. Fyrir mér eru þær ný tækifæri fremur en lok- aðar dyr. Ég er enn svo ungur og vitlaus. Þess vegna hef ég fylgst nokkuð spenntur með þessari kosn- ingabaráttu. Framan af fól hún í sér loforð um breytingar. Það gat meira að segja gerst að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar myndi falla – flokka sem hafa haft samanlagt um og yfir 60 prósenta fylgi frá því ég man eftir mér. Það hefðu orðið tíðindi. Og þau hefðu glatt mig. Ekki vegna þess að mér sé eitthvað í nöp við þessa flokka eða það fólk sem situr í ráðherra- stólunum fyrir þeirra hönd. Alls ekki. Ég held meira að segja að flest þetta fólk hefði gott af því að stíga upp úr stólnum. Tökum dæmi af Davíð Oddssyni. Ég get ekki ímyndað mér meiri lukku fyrir hann en að missa forsætisráðherra- embættið. Eins og hann hefur bent á er hann enn ungur maður og á nóg eftir. Hann gæti endurmetið stöð- una og sjálfsmyndina, safnað kröft- um og snúið aftur eftir fjögur ár sterkari en nokkru sinni. Endalaus velgengni fer nefnilega ekki vel með alla. Alla vega ekki Davíð. Mér hefur fundist hann verða æ fúllynd- ari eftir því sem þjóðin ber hann lengur á gullstól. En hvað um það. Kosningabar- áttan bar sem sagt lengst af með sér loforð um breytingar. En hún virðist ekki ætla að standa við þetta loforð. Þróunin er að verða svipuð og í heimsmeistarakeppninni í fót- bolta. Fram eftir riðlakeppni er ég glaður yfir góðu gengi Nígeríu, Japan eða annarra ólíklegra þjóða og fagna breiddinni í fótboltanum, öllum nýju snillingunum sem ég hef verið kynntur fyrir og hvað gömlu liðin þurfa að leggja meira á sig en síðast. Það eru hins vegar alltaf Þýskaland eða Ítalía og Brasilía eða Argentína sem leika úrslitaleikinn. Maður getur gælt við breytingar en þær verða sjaldn- ast. Til þess eru landslið Nígeríu og Japans of veik. Fyrirkomulag okkar á að velja ríkisstjórn er ágætt. Þeir sem vilja vinnuna sækja um í kosningabar- áttunni og niðurstaðan fæst í kosn- ingum. Þeir sem eru ekki nógu góð- ir til að vinna kosningar fá ekki að stjórna. Þetta er gott kerfi. Ef eng- ir þeirra sem vilja breytingar standast prófið verða engar breyt- ingar. Þannig er nú það og gæti í raun ekki verið öðruvísi. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar enn og aftur um kosningarnar. 14 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bush Bandaríkjaforseti til-kynnti í stefnuræðu sinni í janúar s.l., að stjórn hans hefði ákveðið að biðja þingið í Was- hington að verja 15 milljörðum dollara til að útvega lyf og lækn- ishjálp handa eyðnisjúklingum í Afríku, en þessi skæði sjúkdóm- ur hefur höggvið djúp skörð í þjóðlífið þar suður frá. Þetta var vel boðið, bezti kaflinn í ræð- unni. Nú um nokkurt skeið hafa verið til lyf, sem duga til að lengja líf eyðnisjúklinga og lina þjáningar þeirra, en fæstir hafa efni á slíkum lyfjum í Afríku, svo að forsetinn féllst þá á að rétta þeim hjálparhönd. Samt bólar ekki enn á fénu. Hvernig skyldi standa á því? Þannig er, að þingmeirihluti repúblikana má ekki til þess hugsa, að líknarféð lendi í hönd- um sjúkrastofn- ana, sem leyfa fóstureyðingar, og þverneitar að reiða fram féð. Á meðan halda eyðnisjúklingar áfram að þjást og deyja. Þessir r e p ú b l i k a n a r mega ekki heldur til þess hugsa, að hömlur séu lagðar á byssueign Bandaríkjamanna, ekki heldur forsetinn. Og þeir eru flestir m.a.s. andvígir byssuskráningu: bílar eru skráðir þar vestra, en byssurnar ekki. Ofstæki ríður sjaldnast við einteyming. Þegar menn berjast gegn byssuskrán- ingu, þá lætur að líkum, að ýms- ar aðrar hugmyndir þeirra séu svipaðar að gæðum. Sjaldan er ein bára stök. Hagstjórn repúblikana þessi misserin er í sama gæðaflokki og byssustefna þeirra frá mín- um bæjardyrum séð: aðsteðj- andi hallarekstur í ríkisbúskap Bandaríkjanna - rautt blek svo langt sem augað eygir fram í tímann! - ógnar stöðugleikanum í efnahagslífi landsins og heims- ins alls. Forréttindi og fátækt Vindum okkur nú hingað heim. Hvert skyldi Sjálfstæðis- flokkurinn sækja fyrirmynd sína að skattalækkuninni, sem hann hefur lofað í skyndingu nú rétt fyrir kosningar? Beint til bandarískra repúblikana. Sjálf- stæðismenn eiga sitthvað fleira sameiginlegt með repúblikön- um. Bush forseti náði kjöri vegna misvægis atkvæða eftir búsetu - kannast nokkur við það? Bush beið ósigur í þéttbýlum ríkjum á austurströnd landsins og vestur- strönd, en sigraði í fámennari ríkjum inni í miðju landi, og það dugði honum til að komast í Hvíta húsið, enda þótt andstæð- ingur hans hlyti 500 þúsund at- kvæðum meira á landsvísu. Bush dregur taum auðmanna og ýmissa sérdrægra forréttinda- hópa og gerir lítið úr ójöfnuði, ranglæti og fátækt - kannast nokkur við það? Hann eys al- mannafé í afskekktar byggðir og bændur til að tryggja sér áfram- haldandi stuðning í dreifbýli og dekrar við stálframleiðendur með styrkjum og tollvernd og talar samt fjálglega um frjálsan markaðsbúskap - kannast nokk- ur við það? Fiskveiðistjórn Aftur hingað heim. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa haldið því fram fullum fetum í kosningabaráttunni, að fráhvarf frá núverandi fiskveiðistjórnar- stefnu myndi leggja sjávarút- veginn og efnahagslífið í rúst. Forsætisráðherra sagði raunar á sínum tíma, að þjóðin gæti kom- ið sér fyrir á Kanaríeyjum, ef dómur Hæstaréttar um kvóta- málið frá 1998 næði fram að ganga. Utanríkisráðherra stakk upp á stjórnarskrárbreytingu, úr því að Hæstiréttur leit svo á, að fiskveiðistjórnarlögin brytu í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Nú hafa eigi að síður um langt skeið legið fyrir skýrar tillögur um hagfelldari og réttlátari fisk- veiðistjórn í ljósi þeirrar rök- ræðu, sem átt hefur sér stað um útvegsmálin nær linnulaust síð- an laust eftir 1970. Auk fjöl- margra innlendra sérfræðinga og annarra málsmetandi manna hafa Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn, OECD og aðrar alþjóða- stofnanir hvatt ríkisstjórnina til að selja aflaheimildir eftir föst- um reglum eða bjóða þær upp á frjálsum markaði í stað þess að útbýta þeim ókeypis. Svo fór þó að lokum, að ríkisstjórnarflokk- arnir féllust á að leiða veiðigjald í lög, að vísu nauðbeygðir, og leggja með því móti lagagrunn að gerbreyttri fiskveiðistjórnar- stefnu. Nú eru sex veiðigjaldsflokkar í framboði til Alþingis. Það er framför. Stjórnarflokkarnir tveir munu þó vafalítið halda áfram að flækjast fyrir nauðsyn- legri fiskveiðistjórnarbót, verði þeir enn í aðstöðu til þess eftir kosningar. Oddvitar þeirra virðast ónæmir fyrir ranglætinu, sem núverandi kvótakerfi hefur kall- að yfir þjóðina. Ranglæti bitnar á hagkvæmni þegar til langs tíma er litið. Áfram Ísland, áfram Evrópa Svo er reyndar eitt enn. Eina færa leiðin til að koma Evrópu- málinu á hreyfingu án frekari tafar er að setja Sjálfstæðis- flokkinn til hliðar. Forsætisráð- herra talar um Evrópusamband- ið eins og bandarískur repúb- likani á byssuvinafélagsfundi. Við þurfum betri og framsýnni forustu. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um fóstureyð- ingar og fiskveiði- stjórn. Sjaldan er ein báran stök ■ Bréf til blaðsins Hvað gerðist hjá Arsenal? „Þetta var spurning um dags- form sem var ekki nógu gott og einnig meiðsl lykilmanna undir það síðasta,“ segir Jón Víkingur Hálfdánarson, for- maður Arsenalklúbbsins á Íslandi. Arsenal er búið að vera á toppi ensku úr- valsdeildarinnar meira og minna í allan vetur en gengið var ekki nógu gott síðast mánuð- inn og missti liðið af titlinum. Þeir sem vilja stjórna verða að vinna kosningar Gestur Kr. Gestsson kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík Fimmtán prósent fárið „Við Framsóknarmenn köllum þetta 15% fárið. Þegar við nálgumst 15% markið í skoðanakönnun- um rétt fyrir kosningar kemur þessi söngur um að við auglýsum meira en aðrir. Þetta er nákvæmlega sama umræða og í síðustu kosningum, en þá var fullyrt að við auglýstum mest. Svo var þetta tekið saman eftir kosningar og þá kom auðvitað í ljós að Samfylkingin hafði auglýst langmest, en það vakti svo sem ekki mikla athygli, enda eftir kosningar. Ég fullyrði hér og nú að þegar upp verður staðið verð- um við ekki hæstir. Hins vegar má vera að okkar málflutningur veki meiri athygli.“ Katrín Jakobsdóttir kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík Skyggja á málefna- umræðuna „Flokkarnir hafa yfir mjög takmörkuðu fé að ráða. Stærstu flokkarnir fá langmest fjármagn frá ríkinu. Minni flokkar eru því mun verr settir – svo ekki sé talað um ný framboð. Framsóknarflokkurinn eyðir geysilega miklu og lofar miklu en minnist varla á að flokkurinn hafi verið í ríkisstjórn í átta ár. Okkur hefur þannig fundist að auglýsingar skyggi á málaefnaumræðuna, sem er auðvitað mjög hamlandi fyrir minni flokka. Fyrir þessar kosningar kom til tals að flokkarnir gerðu samkomulag um setja þak á magn auglýsinga. Okkur hefði þótt æskilegt að slíku samkomulagi hefði verið náð.“ Auglýsingar í kosningabaráttunni Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Hræðsluáróður Samfylkingunni væri hollt, eitt- hvert kvöldið í næstu viku kann- ski, að íhuga vandlega hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn um- fram aðra flokka getur notfært sér hræðsluáróður sér í hag. Svarið segir, hygg ég, mikið um íslenska stjórnmálasögu og klúð- ur vinstri manna í gegnum tíðina. BIRGIR HERMANNSSON Á VEFNUM KREML.IS Sá á fund sem finnur Svo virðist sem Bandaríkin hafi nú ekki aðra leið í málinu en þá, sem hér hefur áður verið bent á, að koma gereyðingarvopnum fyr- ir í Írak og þykjast síðan finna þau. JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEFNUM JONAS.IS ■ Hvert skyldi Sjálfstæðis- flokkurinn sækja fyrir- mynd sína að skattalækkun- inni, sem hann hefur lofað í skyndingu nú rétt fyrir kosn- ingar? Beint til bandarískra repúblikana. ■ Fyrirkomulag okkar á að velja ríkisstjórn er ágætt. Þeir sem vilja vinn- una sækja um í kosningabarátt- unni og niður- staðan fæst í kosningum. NOKKUR UMRÆÐA HEFUR VERIÐ UM AUGLÝSINGAR STJÓRNMÁLAFLOKKA. SUMIR SEGJA ALLT OF MIKLU EYTT. AÐRIR SEGJA ÁGISKANIR UM KOSTNAÐ STÓRLEGA ÝKTAR. Veljið nýja ríkisstjórn Gísli Gunnarsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráð-ið mestu um skipan íslenskra stjórnmála í áratugi að undanskild- um örfáum árum, síðast var hann utan stjórnar 1988-1991 og sigrast var á verðbólgudraugnum. Afleið- ing veldis flokksins er að íslenskt velferðarkerfi er mun skemmra á veg komið en á öðrum Norðurlönd- um. Samfylkingin var stofnuð til að sameina íslenska jafnaðarmenn í einum flokki. Því miður fannst sumum meira máli skipta hvað að- greindi þá frá öðrum vinstri mönn- um í landinu en það sem samein- aði. Þetta er meginskýringin á til- vist Vinstri grænna. Helstu baráttumál Samfylking- arinnar eru aukinn jöfnuður manna á meðal hér á landi, aukið frelsi einstaklinga og frjálslynt lýðræði í stjórn landsins. Samfylk- ingin vill rjúfa þá hefð að Sjálf- stæðisflokkurinn geti deilt og drottnað í íslenskum stjórnmálum vegna sundrungar vinstri flokka. Margir óttast að til verði öflugur vinstri flokkur og sárnar að Sam- fylkingin ógni tilvist gamla flokka- kerfisins. En hver kjósandi verður að svara því hvort hann eða hún vill breyta um stjórn hér á landi. Viltu framlengja líf núverandi ríkis- stjórnar í fjögur ár í viðbót? Ef þú vilt það ekki er öruggast að styðja sameiningarafl vinstri aflanna í landinu, Samfylkinguna. ■ Bætiflákar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.